Nýr Stormur - 24.09.1965, Síða 10

Nýr Stormur - 24.09.1965, Síða 10
10 FÖSTUDAGUR 24- september 19«fí fffORMUSt Bör Börson júníór. Þetta er sagan um Bör Bör son. Norska skáldið Johan Falkberget skóp þessa sögu- persónu á árunum eftir heims jtyrjöldina fyrri. Heimskir og hrokafullir lukkuriddarar sátu ofan á striðsgróðanum, sem alltaf safnast á fárra manna hend- ur, þegar mannkynið berst á banaspjótum og ógnir, neyð- og hörmungar dynja yfir meginhluta þess, beint og óbeint. Eitt eiga þessir menn sameiginlegt og það er að ekkert kemst fyrir í þeirra haus annað en hugsunin um peninga — meiri peninga. Hátterni þeirra einkennist af menntunarskorti og sýndar mennsku. Plestir þeirra far- ast þegar flóðbylgja pening- anna rénar, en einstaka þeirra fljóta af einskærri heppni, glópaláni. Falkberget sá þessa menn alls staðar á götuhornum, veitingahúsum, á göngum gistihúsanna. Þeir voru sjálfumglaðir og heimskir og trúðu því að allt væri fengið með pening- um. Honum ofbauð og hann skrifaði þessa bók. Hún varð geysivinsæl í heimalandinu og hér gerði Helgi Hjörvar Bör Börson ódauðlegan með lestri sínum í Útvarpið. Seinni heimsstyrjöldin fæddi af sér marga Böra, en þó ekki í Noregi. Á íslandi spruttu þeir úr grasi Qins og gorkúlur. Og í dag eru þeir í okkar þjóðlífi, eins og mý á mykjuskán. Nýr Storm- ur hefir fengið leyfi Falkberg et til að leiða herra Bör Bör son júníor í heimsókn til ís- lands á nýjan leik, í nýjum búningi. Saga fíflsins úr Öldurdal verður rakin hér framvegis í máli og myndum og reynt að draga fram hinar grát- broslegu hliðar á þessum herramanni, sem svo marga stallbræður á hér heima í landi braskara og menningar snauðrar yfirstéttar, sem lít- ur á manngildið í gegnum gullspangargleraugu peninga sjónarmiða. Börarnir ís- lenzku hafa gott af að kynn ast glópnum úr Öldurdal á n ýog almenningur hefir einn ig gott af að hugleiða, hvað þa ðer fyrir nokkuð, á slæmri íslenzku sagt, sem hæst trón- ar í íslenzku viðskipta- og athafnalífi í dag. Vafalaust munu það ekki vera margir, sem ekki þekkja einn eða fleiri Böra. Eitt hafði þó Bör á Öldurstað fram yfir marga stéttarbræður sína: hann var i rauninni bezta skinn og þegar peningarnir voru bún ir að lyfta honum inn á á- hrifasvæði stjórnmálanna, Stórþingið, þá fór hann að efast og hugsa. Bör Börson er á leið heim úr kaupstaðn- um í Niðarósi. Hann var að gera innkaup á vörum í nýju verzlunina á Öldurstað í Öldurdal. Hann ætlar að fara að verzla og græða peninga. Hann dreymir um peninga, hann els'kar peninga. Hann sá mörg Þúsund króna seðlabúnt í peningaskápnum hjá grósseranum í Nið- arósi og grósserinn kallaði hann Börson júnior, hann sagði að það væri fínt, en Bör veit ekki hvað það þýðir. Og Bör heldur áfram að dreyma. Hann dreymir um að kotungarnir grát- biðji hann um lán. Hann skyldi kvelja þá, pína þá, t. d. Óla í Fitjakoti. Þeir höfðu hætt hann og fyrirlitið. En nú skyldi hann hlæja, hann hefði pening- ana, því að sá sem hefði þá, hlæði siðast og bezt. Eftir nokkra daga myndi vera skilti á búðinni á Öldurstað: BÖR BÖRSON JÚNÍ- OR Kornvörur—Nýlenduvörur—Vefnaðar- vörur—Járnvörur: Smásala. Bör Börson nálgaðist nú bæinn í Þórsey. Hann tók sápustykki úr vasa sínum. Oh! Fínasta sort! Príma vara! Kr. 1.60 pr. dús- ín, heildsöluprís, mínus 15 prósent per 30 daga. Hann nuddaði sápustykkinu fram- an í sig og í hárið. Nú yrði búðarmanns- lykt af honum, ef hann hitti einhvern úr Þórsey. Jósefína Andrésdóttir sat inni í skálan- um í Þórsey og spann á rokk. Hárið á henni var gláandi, því að hún hafði borið sykurleðju í það. Það var von á honum Bör úr kaupstaðnum í dag. Nú var hann orðinn fínn maður, hann Bör. Jósefína var hætt við spunann og kom- in út á hlað og farin að sópa. Maríátla hoppaði til oð frá á veggnum og hún sá hana frá hlið, Það þýddi piltalán. Hún lézt ekki sjá Bör þar sem hann kom gang- andi neðan tröðina. — Góðan daginn, Jósefína! Og þú ert að sópa stéttina- — Nei, ert það þú. Bör. Þú gerðir mig hrædda. Komdu sæll. Vel- kominn úr Niðarósi. Augu hennar ljóm- uðu. KAUPIÐ ALDREI ANNAÐ EN BRIDGESTONE EÍNKAUMBOÐ Á ÍSLANDi ROLF JOHANSEN OG CO.

x

Nýr Stormur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýr Stormur
https://timarit.is/publication/793

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.