Nýr Stormur - 26.11.1965, Blaðsíða 5

Nýr Stormur - 26.11.1965, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 26. nóvember 1965 "ÍWRMUR 5 ’^iiiiiiiiiiittiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimuiiiiiiimiiiimiiimiiimiiiiimmimiiiitmiiimiiimiiiimiimmiiiiiiiiiiiii I HORNUR i | Útgefandi: Samtök óháðra borgara \ Ritstjórar: Gunnar Hall, sími 15104 og Páll Finnbogason, ábm. Ritstj. og afgr. Laugav. 30. Sími 11658 = 1 Auglýsinga- og áskriftarsími: 22929 Vikubiað — Útgáfudagur: föstudagur | Lausasöluverð kr. 10.00. Áskriftarverð kr. 450.00. | Prentsmiðjan Edda h.f. 1 14 MllllMMIIIIlMIIMIIMIIMIIlMMMIIMIIIMIMIIIMIlMIIIMlllltllMlltlllMlMIIMIIIIIIMIIIIIIIIMIMlMIMIMllllMMIMMIMMMI^’ Almenningsitið Eitt af því fáa, sem atvinnupólitíkusar óttast er almennings- álitið, viðbrögð fólksins í landinu við þeim tíðindum, sem því berst af vettvangi þeim er pólitíkusarnir starfa á. Lýðræðis- og þingræðisskipulagið er fremur þungt í vöfum. Aðeins á fjögurra ára fresti er valdið fengið í hendur fólksins, einn dag. Þessi dagur er þýðingarmikill, því þá er kveðinn upp úrskurður, sem ekki verður áfrýjað. Pólitískt líf stjjórnmála- mannanna ákvarðast af fólkinu sjálfu, á þessum eina degi, á fjögurra ára fresti. Þá er leitað til almennings og hann spurður um álit sitt. Minnisstæðasta dæmið í sögunni um almenningsálit er stjórn- arbyltingin í Frakklandi á lS.'öldinni. Almenningur þar var svo þrúgaður af harðstjórn og óstjórn að hann reis upp og beitti því eina valdi, sem tiltækt var, hnefaréttinum. Annara kosta var ekki völ. Þetta varð til þess, að valdamenn um heim allan röknuðu við og fóru að reikna með fólkinu sjálfu í stjórnskip- un þjóðanna. Af þessum rótum er lýðræðið fyrst og fremst sprottið. Það skipulag, sem við þekkjum nú og nefnum lýðræði, er fyrst og fremst til orðið, til að koma í veg fyrir að atburðir slíkir og þá gerðust, endurtaki sig. Með flestum þjóðum er almenningsálitið sterkt afl, sem ráða- menn taka alltaf tillit til. Maður talar við mann og ræðir roáJin og svo koll af kolli og réttsýni fólksins bregst yfirleitt ekki.' ! í fremsta landi lýðræðisins, Bretlandi, er aim'enningsálitið svo stcrkt, að ekki er viðlit fyrir eina stjórn að ganga gegn því. Hér er ekki um æsingastarfsemi að ræða, heldur vitund al- mennings um að hann hefir úrslitavaldið í sínum höndum. Hvernig er svo þessum málum háttað hjá íslendingum? Hér er kosið til þings og stjórnar einu sinni á fjórum árum eins og tíðkast annars staðar. Hér er almenningsálitið veikt, vegna þess að ráðamenn, sama úr hvaða flokki er, bera ekki virð- ingu fyrir því nema rétt fyrir kosningar. Allan hinn tímann er engu skeytt um hvort fólki líkar stjórnahættir eða einstakar stjórnarathafnir vel eða illa. Stjórnirnar fara sínu fram hvað sem hver segir, nema rétt fyrir kosningar. Þá er álit almenn- ings mikils virði því þá þarf að' fara sækja nýtt umboð til þjóðarinnar. Blaðakostur er allstaðar notaður til að hafa áhrif á skoðanir almennings. Það fjölmiðlunartæki er einna áhrifa- ríkast, enda óspart notað. Ilér er auðvelt fyrir fjársterka flokka að neyta aflsmunar. Reynt er að hafa áhrif á almenningsálitið og ekkert til þess sparað, enda til mikils að vinna. Hið veika al- menningsálit hér á landi gefur stjórnarherrunum mörg tækifæri, sem annars myndu látin ónotuð. Glöggt dæmi um fyrirlitning- una á áliti almennings, eru síðustu spor Guðmundar 1. Guð- mundssonar. Viðskilnaður hans við embætti utanríkisráðherra er með þeim hætti, að óhugsandi væri að slíkur maður myndi nokkurs stað- ar vera skipaður ambassador annars staðar en hér. í Bretlandi og Bandaríkjunum myndi slíkum manni vera vísað út í ystu myrk- ur, stjórnmálaiega séð. Engin tilraun er gerð til að bæta úr misgerðunum hvorki við hið opinbera eða einstaklinga, nema síð- ur sé. Meirihluti ríkisstjórnarinnar og að því er virðist með samþykki minnihlutans, tekur þátt í að bíta höfuðið af skömm- inni og kingja því með húð og hári. Nú hefir almenningsálitið þó loks tekið af skarið og krefst þess að staðar verði numið, en því er ekki anzað. Yfirvöldin telja sig hafa rétt til að gera það sem þeim sýnist, því ennþá er nokkur tími til kosninga. Bent hef- ir verið á hliðstætt dæmi í Bandaríkjunum, nú alveg nýlega. Ákveðið var að skipa mann í opinbert embætti, en almenningur sagði nei og því varð að hlíða, þótt kosningar séu fjarri. Ráð- herrar pg aðrir fjúka úr embættum, án þess að hafa raunveru- lega skaðað ríki og þjóð sína, svo orð sé á gerandi, aðeins ef ahnenningsálitið krefst þess. Er skemmst að minnast Profumo málsins í Bretlandi, en ef til vill hefur ríkisstjórnin í sambandi við skipun Guðmundar í., í embætti Ambassadors íslands í Lond- on, komist að sömu niðurstöðu og pólitíkusar Grikkja i fornöld, beittu við þá foringja, sem þeir vildu losna við, en það var „að dvöl í útlöndum myndi kenna þeim að meta og virða land sitt og gefa þeim tíma til heilbrigðrar umþenkingar." JÓNAS JÓNSSON frá Hriflu ERU ÍSLENDINGAR VANÞRÖUD ÞJÓÐ? íslenzka þjóðin er orðin sjálf- stætt og viðurkennt lýðveldi, sem nýtur á margan hátt ný- fenginna frelsisdaga. Skugga liefir þó á síðustu ár- um borið yfir fullveldisgleðina. Nokkrir harðmúlaðir fésýslu- menn hafa, utan við lög og rétt, gert á eigin ábyrgð fram- kvæmd fjármála, sem er þess eðlis að íslenzka þjóðin er nú á opinberum vettvangi staðsett neðan við aðra frjálsa menn í nábýli við lituðu kvnþættina. fslendingar hafa að fornu og nýju verið viðurkenndir fyrir að vera starfsöm og úrræðagóð menningarþjóð. En fyrir háska- leg mistök vanmenntaðra fé- púka er íslenzka þjóðin orðin nú á opinberum vettvangi stað- sett með hinum vanþróuðu þjóð um. Sekt þeirra manna, sem hér ræðir nm, er sú, að þeir liafa gerst beiningamenn fyrir hönd allra íslendinga og það án allra heimilda. Þeir hafa klófest er- lent fé og veitt því í ríkissjóð fslands, eins og þar væri um Iögmætar tekjur áð ræða í þj.óð arbúið. Snemma á tíma Hitlersstríðs- ins var vestrænum þjóðum í Evrópu full ljóst að þær mundu gersamlega tapa stríðinu og ljúka dögum sínum undir grimmilegu oki nasizta, nema ef Bandaríkin kæmu til bjargar hinum vestræna heimi, með stór veldismátt sinn: fjölmennið, auð inn, tæknina, heraflann og frels isþrána. Vestmenn skyldu hví- lík hætta var hér á ferðum, líka fyrir þá í seinni leiknum, og komu til hjálpar. Þeim tókst í samstarfi við frjálsa menn úr vestur Evrópu að leggja Hitler og sveitir hans að velli, svo að það stóð ekki steinn yfir steini. En upp af rústum Hitlers kom að aust- an annar skaðvaldur, jafn illur eða verri hinum fyrri, en það var Stalín og hans fylgilið. Hin sögufrægu vesturlönd Evrópu voru, þegar Hitlersleiknum lauk mjög þjökuð og í rústum með at vinnu og fjármál sín. TJrðu Bandaríkin þá að gera margt í senn; að reisa við liinn vest- ræna menningarheim úr eyð- ingu stríðsins og leggja fram fjármagn og matvæli, þar sem hungurvofan drottnaði, og ekki sízt tækni vélaaldarinnar. Enn fremur játuðu Ameríkumenn þeirri beiðni Evrópuþjóða að hafa nm óákveðinn tíma austan Atlantshafs mikið varnarlið til að verja hin frjálsu lönd gi'gn nðsteðjandi hættfu af hálfu Stal- íns og hans stallbræðra. Lauk stríðimi betur en við rnátti bú- ast.. Vestur-Evrópuþjiiðirnar réttn við hag sinn með dugnaði og aðfenginni hjálp í fvrstu. Þó að vesturríki norðurálfu væru að rétta við að mestu og koma á eigin herafla til landvarna, þá töldu þau hættuna svo óum- deilanlega að alla stund síðan stríðinu lauk, hefir heimsfrið- urinn að verulegu leiti byggst á dvöl amerískra liersveita í fjór um stærstu ríkjum Evrópu vest anverðri, en það eru Þýzkaland, Ítalía, Frakkland og England. Herinn, vopnin og allar lífs- nauðsynjar til daglegra þarfa leggur stjórnin í Washington fram handa varnarliði sínu í Evrópulöndunum. Vestmenn kosta þennan mikla, dýra liðsafla sinn í Evrópu, nema það að liver her- deild þeirra, sem þar er stödd, selur á opinberu uppboði alla sína úrgangsvöru og það sem ekki barf að nota lengur, svo sem notaða bíla. óteljandi vinnu vélar, samgöngutæki, húsbúnað og efnisvöru o. s. frv. Þessar úrgangsvörur eru seldar á frjáls um uppboðum hjá herbúðum Ameríkumanna, hliðstæðar Hsta verka- og bókasölu Sigurðar Benediktssonar á Iíótel Sögu í Reykjavík. Bandaríkin selja þar og taka endurgjald fyrir gamla notaða hluti tilheyrandi varnar liðinu, en hafa þar engar aðrar tekjur fvrir útgjöld sín við varn arlið sitt í löndum Norðurálfu. ITér á landi hefir gerst furðu- leg öfugþróun varðandi úrgangs vöru hersins. Meðan Stalín lagði undir sig tíu frjáls ríki í Evrópu austanverðri voru allir sæmilega þroskaðir menn ífrjálsum lönd um slegnir ótta við blóðöld bolsi vikka. Skyldu allir glöggskyggnir menn að hér var aðsteðjandi hætta fyrir íslendinga. Samt tókst áróðursliði Stalíns á þess um árum að vekja úlfúð um höfuð flestra íslenzkra þing- manna á árabili, þannig að ís- land var um stund eini varnar- lansi staðurinn í vestrænum menningarlöndum gegn hættu, sem skelfdi aðrar þjóðir. Á þessum árum var ITermann Jónasson tryggastur fylgismað- ur Stalíns í borgaraflokkunum íslenzku. Taldi hann glapræði og ættjarðarsvik ef íslendingar trvggðu framgang landsins á sama hátt og ,hinar vopnuðu stórþjóðir á meginlandi Evrópu gerðu, er þær báðu um, sér til frekara öryggis, varnarlið. f þessum sviptingum tókst TTermanni .Tónassyni og komm- únistum að vinna kosningar á fs ’-mdi, þar sem Framsóknar- menn og kratar veittu fullt lið. Vnr þá yfirlýst.ur tilgangur þess arar samfvlkingar að varnarliðið frá Ameríku skyldi fara héðan og aldrei stíga hér fæti á land aftnr. Fólkið úr dreyfbýlinu hafði þann eina ávinning úr þessum kosningum, að hin gömlu kjör- dæmi voru lögð niður og nöfn þeirra þurrkuð út. ITafði frá bænda hálfu verið óviturlega haldið á málum og er erfitt úr að bæta síðan. En það er af ITermanni og stallbræðrum hans, Stalínistum, að segja, að þeir snerust alger- lega í Iandvarnarmálum og báðu Bandaríkin um, að herinn yrði látinn sitja hér sem fast- ast og heldur fjölga liðinu, en fækka því. Eina framkvæmd þeirra í þess um efnum, var að gera raunveru lega byltingu um sölu úrgangs- vörunnar frá herbúðum Banda- ríkjamanna. Þegar hér var kom ið málum, hafði Hermanni tek- izt að bjarga sér úr sýnilegri hættu í framboði í Strandasýslu með Ieynilegu sambandi við stór gróðamenn í Reykjavík. Flokksstjórn Sjálfstæðis- manna bauð fram Eggert Kristj ánsson stórkaupmann og veitti honum fullt fylgi á opinberum fundi. Vígstaða hans var í fyrstu álitleg, en þá kom í Ijós, að bak við hann var leynilegt samband margra ríkustu manna Sjálfstæð isflokksins og þeir létu áróðurs- mennina í Strandasýslu vita að þeir vildu með engu móti láta ITermann Jónasson falla í þes.su kjördæmi. ITvarf þá fylgi af Eggerti Kristjánssyni. Her- mann hafði aldrei haft neinn á- huga á að gera herinn útlægan úr landinu. Þvert á móti vildi hann fá í sínar hendur viðskipt in með úrganginn. Hermann átti nú marga vinveitta fésýslu- menn í leynifélögum um gróða- brögð. ITermann vildi hafa hér varnarlið og ráða miklu um söl una. Hann Iét sem forsætisráðherra senda sér einkaskrá yfir helztu stykkin í úrganginum. Kosninga hringurinn úr Strandasýslu var víkkaður og bætt í hann gróða- sælum Krötum. Eysteinn vissi um skipulagið. Hermann fól hon um að semja við varnarliðið um að hér yrði gerð undantekning og að hugsanlegur gróði fyrir úrganginn kæmi í íslenzka rík- issjóðinn, en ekki til réttra cig- enda, eins og í öðrum Evrópu- löndum. Eysteinn hafði valdaaðstöðu þegar kalla varð íslenzka ríkið til að taka við öllum eignum hersins hér á landi. Eitt af þeim stórfyrirtækjum, sem Eysteinn þakkaði fyrir með feimnisblæ, var stóra gistihúsið á vellinum. Eysteinn sinnti lítið sjálfri verzluninni, en mun þrem sinn- um hafa, sem íslenzkur valda- maður, mælt með því að Her- mann veldi með sér menn úr íslenzku borgaraflokkunum í .nefnd, sem síðan yrði falin öll framkvæmd um sölu úrgangs- varanna.

x

Nýr Stormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýr Stormur
https://timarit.is/publication/793

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.