Nýr Stormur - 01.04.1966, Blaðsíða 10
V
10 _______________
Bör Börsson júníór
Föstudagur 1. apríl 1966.
Teiknari: Jón Axel Egils
Bör Börsson var nú í Niðarósi og
skemmti sér við að „þrýsta á stúlk-
urnar“. Klingeling, klingeling, hljóm
aði um gangana. Grósserinn úr Öld-
urdal var gestur á Ólafshóteli helga.
Bör Börsson keypti sér nú gull lonj-
ettur með gullfesti, sem hann lét lafa
aftur fyrir eyrað. Hann gat nú ekki
notað skóreim lcngur. Hann keypti
sér líka mótorhjól. Það átti enginn
mótorhjól í Öldurdal. Hann keypti
sér einnig stórrúðótt ensk föt og der
húfu og stór gleraugu fyrir mótor-
hjólsmenn. Hann lét færa sér mót-
orhjólið upp í herbergið og settist
síðan á það fyrir framan spegilinn.
Og nú sá Bör Börsson júníór dýrð-
lega sjón, og hann bæði hló og grét
af gleði.
En svo kom dálítið óhapp fyrir.
Hann stakkst á höfuðið á stóra speg
ilinn með mótorhjólið undir sér og
mölbraut spegilinn. í fallinu reif
hann með sér borðið, með kaffinu
og kökudiskunum, svo að allt fór í
mél. En Bör Börsson grósseri var ekki
að fást um slíkt. Hann sagði veitinga
manninum að setja það bara á reikn
inginn.
Hann Bör Börsson kaupmaður á
Öldurstað var í Niðarósi. Þegar hann
kæmi heim, ætlaði hann að æfa sig
að aka mótorhjólinu í tunglsljósi á
nóttunni. Nú fékk Bör allt í einu
snjalla hugmynd! Hann skyldi láta
taka mynd af sér á mótorhjólinu!
Og Bör Börsson fór til ljósmynd-
ára. Hann fékk tvo menn til að sjálpa
sér með mótorhjólið upp á fimmtu
hæð. Uppi á Ijósmyndastofunni lét
hann taka af sér tvær myndir, aðra
þar sem hann sat á hjólinu með gler-
augun góðu og hina, þar sem hann
hafði gleraugun uppi á enninu og
studdi olnboganum á stýrið og horfði
dreymandi fram fyrir sig.
Nilsen Ijósmyndari sagði að það
gerðist æ tíðara, að menn létu mynda
sig á mótorhjóli og hann sagði að
sér fyndist það væri ákaflega vel við
eigandi. Hann hneygði sig og beygði
og hvarf inn í myrkraklefann, en
þegar þangað var komið, tók hann
höndum um magann, engdist sundur
og saman af hlátri. Annað eins erki-
fífl hafði aldrei fyrr komið á stof-
una til hans og svo kallaði þetta
gerpi sig bankastjóra!
Bör Börsson svaf lítið þessa nótt
og klukkan níu var hann kominn upp
til Nilsens ljósmyndara og spurði
hvort hann gæti fengið að sjá mynd-
irnar, Jú, platan var rétt tilbúin, en
Börson varð fyrir vonbrigðum, því
að á plötunni var allt hvítt sem átti
að vera svart. Honum var sagt að
þetta yrði öðruvísi á myndinni og
að hann skyldi koma klukkan 5. Aft-
ur kom þessi langa, endalausa bið
og klukkan f jögur var hann kominn
aftur til ljósmyndarans og enn varð
hann að bíða. Loks komu myndirnar
og Börsson lá við andköfum. Hann
vissi að hann var fallegur maður —
en að hann væri svo undurfagur, —
hafði hann ekki búizt við. Bör Börs-
son ætlaði aldrei að fá sig full mett-
ann á því að horfa á myndirnar.
Sú myndin, þar sem hann stóð við
mótorhjólið og studdi hendinni á
stýrið, var ennþá — ennþá betri!
Hann pantaði fimm tylftir af henni,
en þrjár af hinni.
Bör Börsson lærði fljótt á mótor-
hjólið, hann var að vísu dálítið valt-
ur fyrst, en hann hélt sér af öllum
kröftum í stýrið, svo að hann varð
næstum máttlaus í höndunum. —
Margir hinna ríkari í Öldurdal
keyptu sér nú mótorhjól fyrir milli-
göngu Bör Börssonar, sem nú var orð
inn aðalumboðsmaður fyrir „Indía-
bifhjólaverksmiðju" — aðalútsölu-
staður í Öldurdal.
Réttur var nú settur yfir O. G. Han
sen sýsluskrifara og hann ákærður
sem brennuvargur. Jómfrú ísaksen
slapp við ákæru. Nú voru á ný orðnir
miklir dáleikar með Bör Börsson og
henni. Hún var yfirmáta hrifin af
honum. Hún dáðist af krafti hans
og manndómi og átti fjarska erfitt
með að standast kraftinn. En hvað
fyrrnefndan sýsluskrifara snerti,
hafði Bör Börsson fallið frá öllum
kröfum á hendur honum, en krafð-
ist þess að hann yrði rekinn úr stöðu
sinni og burt úr sveitinni.
Rétturinn virtist ekki taka nokk-
uð mark á Bör. Héraðsdómarinn
geispaði og málaflutningsmennirn-
ir hlógu. Þetta sárnaði Bör ákaflega.
O. G. Hansen var sýknaður, en
sýslumaðurinn gamli sagði honum
upp stöðunni. En Níels á Furuvöll-
um var gjörsamlega horfinn og all-
ir undruðust. Hann var í rauninni
alltof góður til að hverfa svona.
Faðir hans, Níels gamli á Furuvöll-
um kom til Börs Börssonar eitt
kvöldið og spurði hann hvort hann
kynni nokkur ráð til að finna dreng-
inn. Þetta þótti Bör Börssyni ákaf-
lega mikil upphefð. Hann kveikti sér
í stórum vindli og sagðist skyldu at-
huga þetta mál. Hann tók höndun-
um saman yfir magann og sagði að
fyrir sitt tilstylli skyldi eftirgrensl-
an hafin — fyrir sitt tilstilli skyldi
það verða. Bör var nú orðnn eins-
konar kóngur yfir þeim í Öldurdal.
— Þakka yður fyrir sagði gamli
Níels. — Þér getið allt! — Þér getið
allt nú orðið, það er nú svo komið.
Bör uppveðraðist við þetta og gaf
Níels mynd af sér, það var myndin,
i
M-J?
sem hann stóð við mótorhjólið. —
Guð blessi yður, þetta skal ég sann
arlega hengja upp á stofuvegg hjá
okkur. En er Níels gamli á Furu-
völlum kom niður í hvamminn, tók
hann myndina og reif hana í tætlur
og trampaði á henni niður í leðiuna
við vegarbrúnina. — Helvítis ap-
inn þinn, sasrði hann. — Réttast væri
að hengja þig upp á afturlöppunum!
Og hann gekk stnt.tstigur niður veg-
inn, æfur af reiði.
Gamli Bör á Öldurstað gekk einn
morgunn niður þjóðveginn og stað-
næmdist við þriðja hvern símastaur
og negldi upp svohljóðandi auglýs-
ingu. OPINBER TILKYNNING UM
FULLT FRELSI! Hér með tilkynnist
að Níelsi yngra á Furuvöllum, er gef-
ið fullt frelsi til að koma aftur heim
að Furuvöllum, 17 hundr. að nýju
mati áhvíl. veðsk. kr. 758,83, á hvaða
tíma sem hann óskar. Allt sem olck-
ur hefir farið á milli er gleymt og
fvrirgefið og útstrikað n mínn blið.
skv. hegningarl. paragrap 917, 21
málsgrein. — Gjört í sparisióði Öld-
1Q1° •'örccon I>í"oV^öf
generalagent fvrir ,Indía mótor-
hjól.“ — Ath. vel: Delikventinum
ber að gefa sig fram við Dírektör
Börsson eða sýslumanninn. Lára ís-
aksen, aðalritari.
Bör Börsson fór nú varla neitt
öðruvísi en á hjólinu og ef hann
hafði mikið að gera, reið hann á
hjólinu milli bæiarhúsanna á Kleif.
en þar hafði fólkið feneið inni. eft-
ir brunann á Öldurstað. Hann fór
aiik bess floiri ferðir daglee'a eftir
bjóðveginum og lét fröken ísaksen
si+in fvrír qftan sip-. Hún hafði fene
iA cér c-fArinn nff glllt
sknttió eveiflaðist i vindiniim. þeg-
ar Börsson þaut áfram með hana á
mótorhjólinu. Þau Bör voru orðln
mesta plága, en enginn þorði að
segja neitt, því nú voru Bör og
gamli sýslumaðurinn orðnir mestu
mátar og hann sat oft á hjólinu hjá
Bör og skellihló af kátínu, svo að
hláturinn heyrðist langar leiðir.
Nú gat Bör ekki lengur farið neitt
á mótorhjólinu. Hann setti þá á sig
pípuhattinn og gleraugun góðu og
gekk við silfurbúin staf. Jómfrú fs-
aksen var með á þessum gönguferð-
um Hún hafði fengið sér síðbuxur
og úlpu og hét það „spássérdragt“.
Frh. á bls. 7