Nýr Stormur


Nýr Stormur - 02.09.1966, Side 2

Nýr Stormur - 02.09.1966, Side 2
2 ^SImmur FÖSTUDAGUR 2. sept. 1966 Hlutleysisreglur— Framh. af bls. 1. hlýnað um hjartarætur við orð ráðherrans. Miklu trú- legra er, að þeim hafi runnið kalt vatn milli skinns og hör- unds, þegar þeir heyrðu orð ráðherrans um velvilja og frá bært starf ríkisstjórnarinnar. 5>að er ekki i fyrsta skipti sem þessi ráðherra verður að taka að sér verk fyrir ríkisstjórn- arforystuna, sem honum er áreiðanlega þvert um geð. — Menn hafa þá trú, að ráð- herrann sé yfirleitt velviljað- ur maður og heiðarlegur og sennilega hefði honum vaf- ist tunga um tönn, ef hann hefði getað lesið hug við- staddra. Hlutafélög — Framh. af bls. 1. eiga að sjálfsögðu að fá sama rétt. Hins vegar er ekkert eftir- lit haft með þvi, að varasjóð- ir hlutafélaganna séu notað- ir í réttum tilgangi. Norð- menn hafa þann hátt á, að hagnaður fyrirtækis, sem lagður er í uppbygglngu þess og hægt er að SANNA að sé rétt, er EKKI skattlagður. Á reikninga margra hluta- félaga er færður kostnaður, sem ekkert einkafyrirtæki myndi taka í mál að greiða — og sannleikurinn er líka sá að hann hefir aldrei ver- ið greiddur. Það er hinsveg- ar hlutverk hinna löggiltu endurskoðenda, að sjá svo um að hér komist ekkert skatta- eftirlit að. Skattalögreglan kemst. ekki að hlutafélögunum fyrir lög- giltum endurskoðendum.. Það hefir líka komið í ljós við síðustu álagningu, að í mót- sögn við flesta einstaklinga hafa hlutafélögin ekki lag- fært framtöl sín. Það þarf engúm að segja það, að hlutafélagsformið sé svo óhagstætt fyrirtækj- um, að þeirra rekstur sé örð- ugri fyrir það. Mikill fjöldi einstaklinga og einkafyrir- tækja skilaði miklu betri og réttari framtölum nú í ár vegna ÓTTA við eftirlit. Þurftu hlutafélögin ekkert að óttast og þá fyrir hvaða sakir? Engin fæst til að trúa, sem til þekkir, að hlutafélög- in hafi talið réttar fram en einstaklingar. Ástæðan er meðal annars sú, að hlutafélögin þurfa oft að skila mörgum eigendum miklu fé, sem er greitt UND- IR BORÐIÐ. Fölsku hlutafé- lögin hafa sama hátt á. Þau eru byggð upp til þess beinlínis, að sniðganga hið opinbera. Þjóðfélagið Uýla- bæli Hér er enn eitt kýlið í þjóð félaginu, sem þarf að sttnga á, en það verður ekki gert meðan „hluthafarnir“ sjálfir stjórna landinu. Hvert sem litið er, getur næstum blind- ur maður séð ÞJÓF I hverju horni. Og sá sem stolið er af, ert ÞÚ lesandi góður — því' að ÞÚ, ef þú ert ekki einn af hinum seku — verður að greiða þeim mun meira til þess opinbera í sköttum. Ef þú ert „septiskur“ á það sem hér hefir verið sagt, skalt þú lesa „Filisteana" í blaðinu í dag. Þar er sönn saga, þótt nöfn séu ekki nefnd — og slik dæmi eru mýmörg. íslenzk meiðyrðalöggjöf bannar að nefna snöru í hengds manns húsi. Umbrot í stjórnmálaflokkum Fra^h. af bls. 1. lega þróun, óeðlilega stirt þessa dagana. Það eru nefni- lega fleiri, sem vilja komast að, en hnossin geta hreppt. Þetta væri þó ekki svo alvar- legt vandamál, ef þeir, er í æðstu stöðum stjórnmála- flokkanna tróna, væru sjálf- um sér samþykkir og berðust ekki innbyrðis á banaspjótum. Sjálfstæðisflokurinn er í rauninni forystulaus um þess- ar mundir. Ekki vegna þess að forusta hans sé í ekki Alþýðuflokkur- inn sendir góðann mann á Suðurnes — loksins! sjálfu sér sterk, heldur hins, að vilji kjósenda hans er enn sterkari, eins og fram kom við síðustu kosningar. Kosturinn við lýðræðisskipu lagið er einkum sá, að enginn forystumaður getur orðiö svo sterkur, að kjósendur geti ekki blásið honum brottu á einu andartaki. Þetta er for- ystu Sjálfstæðisflokksins ljóst — þess vegna ríkir þar kvíði og ótti. Ný sól á stjórnmálahimnin- um hneig til viðar á einu fögru vorkvöldi í Reykjavik i maí síðastliðnum. Vonir, sem voru sterkar i flokknum, brugðust — annarra vonir, sem ef til vill voru enn sterk- ari, rœttust. Þannig er svika- mylla stjórnmálanna. Fyrir nokkrum árum lét ungur og efnilegur stjórnmála maður að sér kveða i Sjálf- stæðisflokknm. Honum var ýtt til hliðar, vegna þess að hann dirfðist að hafa skoðan- ir, sem ekki féllu saman við skoðanir núverandi formanns hans. Svo var látið heita að hann drægi sig í hlé, vegna annara hugðarefna. Þvl er ekki að leyna, að þessi maður er einna líklegastur til stórræða I flokknum, af þeim er þar gegna forystu. Nú mun hann verða til kallaður, þrátt fyrir andstöðu æðsta valdsins. Þessi maður er þjóðkunnur og heit- ir Birgir Kjaran. Mun honum verða að líkind um ætlað að fara í kjördæmi Ólafs Thors, sem talið er í hættu, og segir það sína sögu. Birgir er Reykvíkingur og mun honum ljúfara að fara fram hér í Reykjavík og hefir Jóhann Hafstein verið nefnd- ur í sambandi við Suðurnes, en mun ekki þykja eins sigur- stranglegur. Einhverj ar breytingar munu og verða á listanum í Reykja- vík, en tryggt er þó, að fjár- málavaldið haldi sínu. EMIL FORSETI? Orðrómur sá, er gengið hef- ir um að Emil Jónsson hyggði á forsetatign með stuðningi Bjarna forsætisráðherra, hef- ir nú fengið byr undir báða vængi. Það er fullvíst talið að Emil muni draga sig út úr stjórn- málum á flokksþingi Alþýðu- flokksins nú í haust og segja af sér formennzku flokksins. Ber þar margt til. Megn óá- nægja er með Emil í formanns stöðunni og hefir alltaf verið. Emil hefir verið algjörlega starfslaus, sem formaður. Hann er innhverfur maður, sem hentar ekki sá vígvöllur. sem flokksformaður verður að hazla sér. Hann kann bezt við sig í þröngum hring, en hefir ekkert það til að bera, sem flokksformaður og „agitator" þarf að hafa, fremur en hús- bóndi hans í ríkisstjórninni. Þessir tveir menn geta notið sín í ræðustóli, en fæla alla frá sér við persónulega kynn- Ingu. Flokksformaður þarf að hafa „sjarma“; vera alúðleg- ur við hvern sem er, þekkja alla og vera fædur leikari. Gylfi Þ. Gíslason, en hann mun eiga að erfa ríkið. hefir talsvert af þessum hœfileikum þótt hann vanti þá kjölfestu, sem flokksformaður verður einnig að hafa og er það eink- um sökum þess, að metnaðar- girni hans og hégómaskapur, verður góðri greind yfirsterk- ari. Emil Jónsson er eini maður inn, sem Bjarni Benediktsson getur teflt fram í þrátefli sínu viðGunnar Thoroddsen, því þótt Gunnar standi i skák- stöðu í bili er aldrei að vita, hvenær taflið getur snúist við. Emil mun sennilega ekki kæra sig um að verða forseti, en hann er drengskaparmaður við þá, sem betur mega sín, og mun telja sig þurfa að launa f nrmanni S j álfstæ** -" -'kks ins margann greiðann. En hér þarf elnnig á kosn- ingum að halda og þá byrjar annar meðgöngutími. sem ekki mun verða léttari en sá, er nú er að hefjast. Eggert G. Þorsteinsson mun eiga að fara á Suðurnesin, en hann er sjálfur Keflvikingur og er ekki að efa að honum muni þar vel tekið, þvi að hann nýtur vinsælda og álits sem gegn og góður drengur. HINIR FLOKKARNIR. Vafalaust munu kosninga- hríðirnar ekki fara framhjá hinum flokunum tveim. í Framsóknarflokknum mun Hann heldur þráffnum í hendi sér — en geldur gamalla synda. Eysteinn Jónss. nokkurn veg inn hafa þræðina í sínum höndum. Hann nýtur þeirra forréttinda, að hafa verið ut- an stjórnar um skeið og getur því fleytt rjómann ofan af mis tökum stjórnarflokkanna. Flokkurinn hefir aukið fylgi sitt við hverjar kosningar undanfarið og í hans lið hafa bæzt ungir og efnilegir menn, sem vonir eru tengdar við, þótt lítil reynzla sé fengln., Sjálfstæðisflokkurinn legg- ur nú ofurkap á að ftnésetja Framsóknarflokkinn og notar til þess vald sitt yfir ríkis- og fjármálakerfi landsins. Árás- irnar á Eystein eru heiftarleg- ar, en þó athyglisverðar fyrir þá sök, að hann er einkum sakaður um gjörðir, er unnar voru í samvinnu og fullu bróð- erni við Sjálfstæðisflokkinn. Þau spor, sem mest hræða vinstra fólk í landinu frá því að fylkja sér um Fra ' "'nar flokkinn, er hin langa og oft innilega samvinna hans við' Sjálfstœðisflokkinn og ihalds- öflin i landinu. Hvort hinum yngri mönnum flokksins, tekst að þurrka þessi spor að mestu út, er mál næstu mánaða. Fæðingarhríðar Alþýðu- bandalagsins vekja þó einna mesta athygli. Það blandast engum hugur am, að ef þar verður hyggilega á spilum haldið, kemur til málanna að- ili, sem enginn annar stjórn- málaflokkur getur gengið fram hjá til lengdar. Kommagrílan er óspart not- uð 'af andstæðingum þessara samtaka og óneitanlega á hún nokkum rétt á sér. Rétta leiðin ■ í islenzkum stjórnmálum vceri, að hér vœri starfandi RAUNVERU- LEGUR KOMMÚNISTA- FLOKKUR. Þá kœmi í Ijós hvert fylgi kommúnisminn á hér á landi og línurnar i ís- lenzkum stjórnmálum myndu skýrast að mun. Sennilega myndi hægri öfl- num I landinu engin greiði VERR gerður, því að þá væri svipt úr höndum þeirra öflug asta áróðurstœkinu. Litlar von ir eru þó bundnar við þetta og er þetta mál allt óráðin gáta, sem sennilega mun þó eitthvað skýrast með haust- inu. Sennilega verða næstu mán uðir skemmtilegur tími fyrir þá, sem áhuga hafa á stjórn- málum, en taka þau ekki mjög alvarlega. Hinsvegar geta þeir orðið örlagatímar fyrir þjóðina, þar sem hennar biður að taka ákvörðun, sem ekki verður haggað i fjögur ár og getur verið afgerandi fyrir hag liennar og framtíð, tll ills eða góðs. qiistear — Framh. af bls. 12. ið var að fyrirtækinu. Kom I ljós að eignir voru engar en „hluthafarnir" höfðu allir tap að fé sínu (sem í raun og veru hafði aldrei verið neitt!) „Útgerðarmaðurinn“ hafði hinsvegar efnast. vel og átti sitt af hverju. Bankinn og aðrir lánar- drottnar sátu eftir með sárt ennið — hundruð þúsunda — Þetta er nú dæmið, sem hér eð milljóna tap! verður nefnt. Ef eftirlit værl haft með hlutafélögum af því opinbera, kæmi slík brögð tæplega til greina. Væri ekki verkefni fyrir hina grandvöru rlkisstj órn okkar, að koma i veg fyrir að hægt sé að leika slík brögð og hér um ræðir. — Margir stofna hlutafélög einungis til að njóta hlunninda laganna og er ef til vill ekkert við því að segja. Aðrir stofna þau beinlinis í sviksamlegum til- gangi, eins og að ofan greinir. Fræðsluskrifstofan í Kópavogi Opnuð hefur veriS FræSsluskrifstofa Kópavogskaup- staSar. Hún starfar í Kársnesskólanum (inngangur um austurdyr) og hefur síma 41863. FrætSslufulltrúi er Karl GuSjónsson, og er viStals- tími hans fyrst um sinn á þriðjudögum og föstudög- um frá kl. 1 0—1 2. 29. ágúst 1966. Bæjarstjórinn í Kópavogi

x

Nýr Stormur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýr Stormur
https://timarit.is/publication/793

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.