Nýr Stormur - 02.09.1966, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 2. sept. 196G
^Í/ormur
7
Eimskipafélag íslands hf. —
Framh. af bls. 3.
bæði þar í landi og hér heima.
Birtust um þetta nokkrar
greinar i „Nationaltidende.“
Svaraði Nielsen þeim aödrótt
unum sem þar höfðu verið
bornar fram í sama blaði hinn
1. júní 1915. í svari sínu seg
ir hann svo:
„Enginn íslendingur, hvorki
stjórnendur félagsins né ein
stakir menn, höfðu látið
nokkra ósk í ljósi við mig, um
að málað yrði yfir flöggin.
Það var ég einn, framkvæmd
arstjóri félagsins, sem skip-
aði þannig fyrir. Ástæðan til
þess var sú, að Gullfoss var
hið fyrzta skip, er til íslands
hefur komið svo, að það var
smíðað fyrir íslenzkt fé ein-
göngu. Fyrirtækið var svo al-
gjörlega þjóðlegt, að hver
maður, jafnt ríkur sem fátæk
ur, hefur lagt á sig þungar
byrðar og sýnt hina mestu ó-
sérplægni í þessu máli. Það
hefði því verið næsta óvið-
feldið að koma með varúðar-
merkin og „Danmark" málað
á skipshliðina, þegar fyrsta
skipið kom til íslands.
Önnur ástæða mín var sú,
að varúðarmerkin gera það
að verkum, að skipið sýnist
minna, en það í raun og veru
er. En ég vildi auðvitað, að
þetta snotra skip liti eins
fallega út og unnt væri, er
það kæmi heim til sín. Fólk
tók Gullfossi alls staðar með
fögnuði, en allt var það laust
við pólitískar æsingar."
Áður en Gullfoss fór aft-
ur frá íslandi voru merkin
máluð á hann á ný.
Emil Nielsen andaðist í.
Kaupmannahöfn 18. maí
1947. Við fráfall hans átti ís-
land, ekki siður en Danmörk,
á bak að sjá einum af sín-
um beztu sonum.
Guðmundur Vilhjálmsson
Hinn 1. júní 1930 lét Emil
Nielsen af starfi sem fram-
kvæmdarstjóri félagsins. —
Hafði hann á árinu 1927 lýst
því yfir við félagsstjórnina,
að hann óskaði að láta af
störfum vegna heilsubrests
og annara ástæðna. Varð það
að samkomulagi að hann
gegndi starfLnu áfram til þess
tíma.
Við starfi hans tók Guð-
mundur Vilhjálmsson. Var
hann fæddur að Undirvegg í
Kelduhverfi í Þingeyjarsýslu
11. júní 1891. Um 14 ára skeið
starfaði hann hjá Kaupfélagi
Þingeyinga á Húsavík og
næstu 15 árin dvaldist hann
að mestu erlendis sem starfs
maður Sambands íslenzkra
samvinnufélaga, fyrstu árin
í skrifstofu Sambandsins í
Kaupmannahöfn. Á heims-
styrjaldarárunum 1914—1918
fluttist Guðmundur til New
York og annaðist þar inn-
kaup á erlendum vörum fyr-
ir Sambandið og sölu á út-
flutningsvörum til USA. —
Dvaldist Guðmundur í USA
um þriggja ára skeið og að
stríðinu loknu þegar viöskipt
in hófust á ný í fyrri farveg,
setti Guðmundur á stofn
skrifstofu fyrir SÍS í Edin-
borg í Skotlandi og starfaði
þar, þangað til hann tókst á
hendur framkvæmdastjórn
Eimskipafélagsins. Því starfi
gegndi hann í rúma þrjá ára
tugi, eða á tímabili sem mesta
atvinnubylting gerðist á ís-
landi frá þvi land byggðist.
Tímabilið 1930—1939 var'
mjög erfitt. Heimskreppan
var skollin á með fátækt og
atvinnuleysi. Og svo braust
síðari heimsstyrjöldin út sem
kostaði íslendinga mörg
mannslif og mörg skip.
Sú saga er öllum kunn.
Að styrjöldinni lokinni hóf
ust miklar framkvæmdir hjá
Eimskipafélaginu í sambandi
við endurnýjun skipaflotans.
Ný og fullkomnari skip leystu
hin gömlu af, og tæknilegar
framfarir sem orðið höfðu á
styrjaldarárunum notaðar af
fremstá megni. Keyptar voru
vinnuvélar til notkunar við
lestun og losun skipa og hafa
þær sparað margt handtakið.
Þannig hélst þróunarsaga fé
lagsins áfram í tíð Guðmund--
ar Vilhjálmssonar. Fyrir störr
hans stendur Eimskipafélag
íslands h.f. og þjóðin öll í
mikilli þakkarskuld við hann
að leiðarlokum, en hann and
aðist hinn 26. sept. 1965.
Óttarr Möller
Þriðji framkvæmdarstjóri
Eimskipafélagsins tók við
störfum hinn 1. júní 1962. —
í KILI SKAL KJÖRVIÐUR
iðnIsýninoin
IÐNSYNINGIN
1966
Opin fyrir kaupsýslumenn kl. 9—14 og almenning kl. 14—23 alla daga.
Kaupstefnan allan daglnn. < Veitingar á staffnum
AÖgangseyrir 40 kr. fyrir fulloröna, 20 kr. fyrir börn.
Silfurmerki fylgir hverjum aögöngumiða.
Barnagæzla frá kl. 17—20.
Sérstakur strætisvagn allan daginn á heilum og hálfum tímum frá Kalk-
ofnsvegi.
K0MIÐ
SK0ÐIÐ
K A U P I 0
........................................................................................................................................................................................ •■■■■■ ■■■■•■ •«■■■•■»■« »■■• ■■»■»» ■»•■•'■■■ ■■•!■■■■»£»!
einbeitti sér að því að „byggja
upp sósíalistiskt ríki“ í Ghana
kom hann gjaldeyrisvarasjóð
unum fyrir kattarnef og kom
ríkisútgjöldunum upp í næst-
um 50 milljarða króna. Skref
fyrir skref eyðilagði hann hin
ar lýðræðislegu þjóðstofnanír
Nkrumah hélt því fram að
hann sjálfur og flokkur hans
væri „persónugerfingur fólks-
ins“ í landinu.
Við kosningarnar árið 1960
lét hann óaldarflokka gera
árásir á samkomustaði stjórn
arandstöðunnar. Með þessum
og öðrum álíka aðferðum,
tókst flokki hans að fá hvorki
meira né minna en 98% af
atkvæðum. 1964 hafði hann
bannað alla andstöðu og nú
fékk flokkur hans 99% at-
kvæða, að því er ríkisstjórn
hans tilkynnti.
Nkruma var nú kosinn
flokksformaður ævilangt.
Einræðisherrann kom þvl
til leiðar, að pressan á Ghana
var sem bergmál af Pravda
og tók sér vald til að ógilda
hvern þann dóm, er honum
líkaði ekki sjálfum. Hann
þvingaði háskólann til að
fylgja línu flokksins og inn-
limaði fagfélögin í flokkinn.
Ein milljón stúlkna og
drengja, allt ofan í sex ára
aidur, voru skipulögð í félags-
sxap, sem bar nafnið „Ungir
landnemar“ eftir sovéskri fyr
irmynd.
Ghana varð aldrei alveg
komúnistiskt, en Nkruma fór
ekki leynt með það, að það
væri markmið hans að byggja
upp „vísindalegan sósíal-
isma“. Hann fór heldur ekki
leynt með það, að hann liti
á sjálfan sig, sem hvorki
meira eða minna, en Lenin
vorra daga. Það var siður
hans að túlka og breita kenn-
ingum Karls Marxs, eins og
honum hentaði og Afríku —
á sama hátt og Lenin túlkaði
Marxismann, svo hann hent-
aði aðstæðunum til byltingar
1 Rússlandi.
tfr leirgryf jiumi upp
í Iiásætið.
Ef Nkruma trúði því ekki
sjálfur að hann værl guð, þá
reyndi hann að minnsta kosti
að sannfæra umhverfi sitt um
það. — í fúlustu alvöru. Hann
tók sér titilinn „Osagyefoí*.
sem þýðir lausnari eða frels-
ari. Mynd hans var slegin á
myntir, prentuð á peninga-
seðla og frimerki; götur, torg,
verksmiðjur, skólar og þvl.
var skírt eftir honum. Það
voru notaðar yfir tuttugu
milljónir króna til að reisa af
honum geysistórar mynda-
styttur í Accra og öðrum borg
um.
Meðan þegnar hans stóðu
í biðröðum til að kaupa mat-
væli á himin háu verði, eyddi
hann óhemju upphæðum í
gríðarmiklar og skrautlegar
byggingar. Ein þessara bygg-
inga var State House, feikn-
mikið hótel ,með geysilegum
ráðstefnusal. Það kostaði
nærri þúsund milljónir og áttl
að hýsa fulltrúana í ráði
Afríkuríkjanna. Það var að-
eins einu sinni notað.
Maðurinn sem kom landi
sínu á 'vonarvöl, er einn ein-
kennilegasti persónuleiki, sem
Afríka hefir nokkru sinni
fóstrað. Nkruma er sambland
af töfrandi persónuleika og
hrottamenni. Hann er mjög
vel gefinn og vel að sér í sögu
og hugsunarhætti vestrænna
manna. Samt sem áður hefir
hann verið að grúska æ meir
við juju, Vestur-Afríkanskan
svartagaldur. Lífvarðarforingi
hans var jujuprestur.
Hann vaV mælskasti formæl
andi í Afríku fyrir „sósialis-
tiskum hreinleika" og samt
sem áður tókst honum að
safna sér einkafjársjóðum,
sem nema um 1000 mllljónum
króna. Hann lifði í fursta-
legum óhófslifnaði, með tvo
opinbera þjóðhöfðingjabú-
staði útbúnum sundhöll, eigin
dýragarði, fiskasafni og leik-
húsi.
Nkruma tilheyrir Nzima-
ættbálknum og er fæddur ár-
ið 1909 í Nkroful fátæklegu
þorpi með leirkofum. Hann
byrjaði að taka þátt í stjórn-
málum, er hann kom heim ár-
ið 1947 frá Bandarikjunum
og Englandi eftir 12 ára erfitt
nám — og auðmýkingar.
Hann gekk strax í þjóðern-
issinnaðan flokk, sem var
stjórnað að enskum hætti.
Nkruma fór þó fljótt sínar
eigin lelðir og stofnaði „þjóð-
arflokk", sem á stuttum tima
vann mikið fylgi, vegna þess
að hann krafðist sjálfstæðis
landsins strax.
Nkruma olli brezku nýlendu
stjórninni mikíls höfuðverkj-
ar og var fangelsaður af Eng-
lendingum. Flokkur hans
vann meirihluta árið 1951,
meðan hann sat í fangelsi.
Enska stjórnin átti ekki
annars úrkosta en láta hann
lausann, svo að hann gæti orð
ið leiðtogi nýrrar stjórnar.
Þegar Ghana fékk sjálfstséði
árið 1957, varð Nkruma for-
sætisráðherra og síðar forseti
þegar landið varð lýðveldi.
Sviklii loforð.
Til að byrja með, hélt hann
herfylkinu, Emmanúal Kotoka
hlutleysisstefnu að mestu. En
árið 1961 fór hann í heimsókn
ir til Kína, Sovét, og Austur-
Evrópu. Nkruma fékk konung
legar móttökur á hverjum
kommúnistiska höfuðstaðnum
á fætur öðrum og þegar hann
kom heim, þrumaði hann um
allt það er hann hafði séð og
talaði opinskátt um að færa
Ghana inn í hinn „vísinda-
lega sósíalisma". Hann hélt
þó áfram að taka á móti hjálp
frá USA og Vestur-Evrópu,
meðal annars til þess að
byggja mikla uppistöðu við
Volta-fljótið. Samt sem áður
notaði hann hvert tækifæri
til að hella úr sorpfötu af
skammaryrðum yfir Ameríku
menn, sem hann kallaði til
dæmis „fasistiska heimsveldis
sinna og nýlendukúgara“.
Um þúsund sérfræðingar
komu frá Kína, Sovétríkjun-
um og fylgiríkjum þeirra, til
að aðstoða við að byggja upp
ríkisreknar . verksmiðjur og
landbúnað. Það komu líka
læknar og kennarar. Og kin-
verskir leíðbeinendur þjálf-
uðu með mikilli leynd 2—300
Afrikana frá öðrum löndum
ásamt fjölda Ghanabúa i
skæruhernaði, vopnameðferð
og þvílíku. Þetta fór fram í
herbúðum á bak við bambus-
orirðinear og menn vita að
bæði Rússar og Austur-Þjóð-
verjar hjálpuðu tíl.
Þotu flugvöllurinn í Tamale
lúthlutun á undanförnum ár-