Nýr Stormur


Nýr Stormur - 02.09.1966, Page 12

Nýr Stormur - 02.09.1966, Page 12
12 ^ÍIORMUR FÖSTUDAGUR 26. ágúst 1966 Á forsíðu blaðsins í dag er rætt um hlutafélögin og ým- islegt í sambandi við þau. — Hlutafélög er gamalt fyrir- birgði í þjóðfélagsháttum og erlendis eru hlutafélög virt og þeir, sem að þeim standa gera sér ljóst, að þetta form á fyrirtæki er traustvekjandi og haga sér samkvæmt því. Mörg traust og virðuleg hlutafélög starfa hér á landi, bæði gömul og ný, sem njóta almenns trausts og eiga það fyllilega skilið. . Hinsvegar eru hlutafélögin þannig úr garði gerð, að auð- velt er að nota þau til hinna stórfelldustu svika, sem og líka hefir verið gert. Verður hér nefnt dæmi, sem er að- eins eitt af mörgum. Fyrir nokkru síðan datt manni einum í hug að græða neninga, sem og honum tókst. Hann var ekki hneigður til vinnu, en hafði augun hjá sér og fékk þá hugmynd, sem hér verður sagt frá. Vafalaust hefir hann haft einhverja fyr irmynd, því að vitað er um fiölda manna sem leikið hafa bennan leik, sem var í því fólginn að stofna hlutafélag um útgerð og kaupa bát. Báturinn fékkst hjá banka með góðum kjörum og ein- hvefn veginn hafði pilti tek- izt að klófesta nokkurt fé, |<=em hann lagði síðan í út- 'r°rðina. Fékk hann nú nokkra menn í lið með sér; nægilega marga til að stofna hluta- félag, en til þess þarf fimm menn. Sumir þessara manna störfuðu hjá útgerðinni og var nú gerður samningur við fiskvinnslustöð, sem kaupa skyldi aflann, en skila bank- anum ákveðnum hluta and- virðisins, sem var .skilyrði bankans fyrir sölu bátsins. Fékk nú útgerðarmáðurinn rekstrarlán hjá bankanum og auk þess lán fyrir veiðar- færum. Og var nú tekið til við að fiska. Gekk það vonum fremur og gekk útgerðin hið bezta. Af einhverjum ástæð- um líkaði útgerðarmanninum ekki með öllu viðskiptin við fiskvinnsluhúsið, sem hann hafði samning við og færði sig með nokkurn hluta við- skiptanna. Hinn nýi viðskipta maður hafði ekki gengist undir neinar skuldbindingar til þess að skila bankanum hluta af andvirði fiskjarins. Útgerðarmaðurinn stóð þó að nokkru í skilum við bank- ann fyrsta árið, enda var hans tími ekki kominn. Hann stóð nú í bðrum stórræðum og hafði keypt sér hús oe bif- reið. Engu var til sparað að gera húsbúnað hið bezta og virtist öllum. sem hér hefði birst „séní“ í sínu fagi og var bað rétt með vissum hætti. Hið vel rekna útgerðarfé- lag fékk nú aukið lánstraust, en aldrei var haldinn fund- ur í hlutafélaginu. Er leið að lokum annars ársins, voru allar greiðslur fallnar í gjald- daga i bankanum og útgerð- armaðurinn löngu hættur að leggja fisk inn á samnmg sinn. Hann hafði iíka einnig haft ýmsum öðrum áhuga- málum að sinna m. a. að sjá sig um í heiminum. Manna- «kipti höfðu einnig verið tíð á skipi hans því eitthvað hafði gengið örðugt með launagreiðslur. Fór svo að lokum að geng- Framh. á bls. 2 ^whimmmmmmmmmmmmmmmmiimmmmmmmmmmmmmmmmmmmimmmmmmmmmmmmmmmmmmmmi iiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiniinuiiiiniiiiiimiiiiHiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiMiiimi' r, GOTT FÚLK OG HREKKJALIMII ^niiiimmimnmiininnuimimartriliiiiuniiiniinijiiiniiirfn^l^iiiii uninitluniiiiiuuniiniiíriíiilllíHiniiifiuií^liiiiiuinumfmmniinliiiiiiiiuiiniuiiim' ALBERT ENGSTRÖM Hinn gamli brennisagari, Jó- hanners, er hjá sálusorgara sínum og sagar brenni: Presturinn: (sem horfir á þann gamla púla): — Þú ert orðinn gamall núna, Jóhann- es og munt bráðum deyja. Þá losnar þú við að saga brenni. Jóhannes: — Já, það er eina huggunin sem ég hef í ellinni, að þeir brenna ekki viði í Helvíti! hér birtist um daginn, hafa margir komið að máli við blaðið og sagt sínar farir ekki sléttar. Póstur kemur seint og síðarmeir til skila og kemur mörgum það mjög bagalega. y/HS (JAf A TTOAi^ös< sem send eru til áskrifenda, fá iðu- kvartanir Og Uppsagnir Vegna SlæmS útburðar. Eitt dæmi má nefna, en það er, að maður nokkur fékk víxiltilkynningu frá banka, sem var póstlögð, samkvæmt póststimpli, þann 13. mánaðarins en til- kynningin kom loks þann 18.: sama dag og síðustu forvöð voru að greiða víxilinn. Hrein tilviljun olli því að víxillinn var ekki afsagður. Eru engin takmörk fyrir því hvað opinber þjónustufyrirtæki bjóða fólki upp á? — Enginn myndi skipta við einkafyrir- tæki, sem hagaði sér eitthvað þessu líkt. Fregn sú, er barzt um bæinn að „grind“ hafi hlaupið á land hér í Reykjavík, hefir vakið mikla athygli. Atburður slíkur skeð- ur ekki á hverjum degi. Menn tóku sig til og reyndu að koma björginni á land, að hætti frænda okkar — Færeyinga, sem þykir „grindin“ herra- mannsmatur. Þar sem þrír hvalir voru á land dregnir, bar að yfirvöld borgarinnar og bönnuðu allar aðgerðir. Þeir urðu þarna lífgjafar 200 grindahvala, — og má þakka þeim fyrir það. Þeir sem sáu grindatorfuna í Vestmannaeyjahöfn fyrir nokkrum árum vissu hvað í vændum var. Þar gengu nokkr ir menn berseksgang og sundriðu hvalnum um höfnina og kepptust við að reka rýting sinn í varnarlausa skepnuna. Engin veit hvað margir hvilir „druknuðu“ í höfninni — enda er þetta feimnismál Eyjamanna. En það skrýtna við þetta allt saman er auglýsing sem lesin var upp í útvarpinu, þar sem grindakjöt er bannað til mann- eldis, nema hún sé slátruð í sláturhúsi! — Það verður laglegt fyrir blessaða skytturn- ar okkar, ef þær þurfa að koma með hvern fugl í sláturhús til aflífunnar, ef þeir ætla að eta hann! Almenn óánægja er með póstþjónust- una í Reykjavík. Vegna greinarstúfs, sem Mikið vandamál er ofarlega á baugi hjá foreldrum, skólum og þjóðfélaginu yfirleitt í sambandi við börn og unglinga í borgum og bæjum. Allskyns hnupl og peningaþjófn aðir eru tíðir hjá börnum og unglingum. Virðast hinir fullouðnu vera alveg skeyting arlausir, ef þeir eiga ekki viðkomandi börn sjálfir. Það er til dæmis algjört hneyksli, að leigubílstjórar aki börnum langt innan við fermingu í langar bílferðir, verðandi varir við að þau eru með óeðlilega mikið fé milli handa. Ekkert foreldri fær barni sínu fé til að aka sér til skemmtunar í leigubifreið. Hér á bifreiðarstjórinn mikla sök. Hann þarf að sjálfsögðu ekki að fara til lögregl- unnar, en getur mjög vel tekið málið í sín- ar hendur og leitað upp foreldra barnanna, en ef það ekki tekst, ber honum skylda til að fá lögreglunni slík mál. Margt er skrítið í.... Fregnir herma að aðalritstjórnarskrifstofur Nýrra Vikutíð- inda séu fluttar til Vestmannaevi- deild sú, er sér um kynferðismála- og eiturlyfjafregnii )i eftir í Reykjavík!

x

Nýr Stormur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýr Stormur
https://timarit.is/publication/793

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.