Nýr Stormur


Nýr Stormur - 16.09.1966, Blaðsíða 7

Nýr Stormur - 16.09.1966, Blaðsíða 7
 FÖSTtTDAGUR 16. sept. 1966 þess aS hann hefur enga trú á íslenzkum iSnatSi og vill hvorki heyra hann né sjá. Flest iSnfyrirtækjanna, sem sýna á iönsýningunni búa við rtiikinri fjárskbrt, og sum ramba á barmi gjaldþrots. RáSagerðir eru uppi hjá ríkis- stjórninni um aS gera ráSstaf- anir, sem setja myndu mikinn fjölda þessara fyrirtækja á höf uSiS á einni nóttu. I-»etta eru nú öll heilindin og AlþýSublaSiS mjálmar meS, skoSanalaust, og hlýSir eins og rakki. ÞaS er ömurlegt fyrir þá er aS iSnsýningunni standa, aS Ie-Sa skrif þessara blaSa, sem eru málgögn þeirra er standa meS sverSiS reitt yfir höfuS- svörSum'’mikiIs hluta iSnaSar- ins. ISnaSurinn þarf ekki toll- vemd, ef hann fær aS starfa meS eSlilegum hætti, en sá háttur er ekki fyrir hendi. Um þaS hefur þessi ríkisstjóm séS meS óSaverSbólgu þeirri er hún hefur hellt yfir þjóSina. HagræSingu í iSnaSi verSur ekki komiS á nema meS auknu fjármagni og aSstoS þess opin- bera, eins og nú er komiS mál- um. Eina fyrirgreiSslan er hins vegar fagurgali og skmm iSn- aSarmálaráSherrans, sem er látin halda heimskulegar áróS- ursræSur, sem iSnaSarmenn vita sjálfir aS er þvaSur eitt, en er hins vegar ætlaSar til aS kasta ryki í augu þeirra, sem ókunnir em málum. Undir þennan söng taka svo stjórnarblöSin og skófla saman fé á auglýsingum frá iSnfyrirtækjunum, sem nú nota síSasta tækifæri til aS láta landsfólkiS vita, aS einnig á þessu sviSi, aS „eyjan hvíta á sér vor, ef fólkiS þorlr.“ Orðskviðir Heyrið, synir, áminning föður yðar og hlýöið til, svo að þér lærið hyggindi! Því að góðan lærdóm gef ég yður, hafnið eigi kenning minni! Því að þegar ég var barn í föðurhúsum, viðkvæmt einkabarn heima hjá móður minni, þá kenndi. hann mér og sagði viö mig: „Hjarta þitt haldi fast orðum mínum; varöveit þú boðorð mín, og þá muntu lifa! Orðskviðir Salomons Filistear — Framh. af bls. 12. ið snurðulaus frá upphafi vega. En svo bregðast kross- tré sem önnur tré! — Nokkru eftir að sala bifreiðarinnar hafði farið fram fékk sá skóla bræðranna, sem annast hafði söluna, bréf frá lögfræðingi hér í borg, þar sem hann var krafinn margs konar sagna um „háttalag" sitt, og enn- fremur var hann látinn vita það umbúðalaust, að „mál“ þetta myndi* verða kært til sakadómara, ef hann eigi greiddi tiltekna fjárhæð í pen ingum fyrir tilsettan tíma! Viðtakandi hótunarbréfs lögmannsins vissi á sig enga sök, og lét allt kyrrt liggja, nema hvað hann símhringdi nokkrum sinnum til skóla- bróður síns, og bað hann taka við hluta sínum af kaupverði bí'lsins og Ijúka skiptum. Dómur gekk i sakadómi í máli þessu, og þar var hinn grandalausi skólabróðir sek- ur fundinn FYRIR AÐ SELJA HEIMILDARLAUST EIGUR SKÓLABRŒÐUR SÍNS! — Hann fékk þriggja mánaða fangelsi — og jafnframt gert að greiða bætur til þessa „stálheiðarlega" skólafélaga! — Svona er réttlætinu stund- um framfylgt — en ekki allt- af . . . ! Segir máske síðar frá öðru---------! Viti. iar á afgreiðsluna Áætlun m.s. „Kronprins Fredrik” í september til desember 1966 O „1,4- OO „1,4. UaiWmíaKi.'KittiiKiiiílHi.-nniiKittWKKtKiiiliiitiitKWHKiHlKilKHitKiliíatHiKMttWiKjSjiitKWtititWKiiHiKiitiiiaWiiKiKiiiiiiiíiiiiMiiiiiMHHtiÍiHliHÍÍÍMKHÍÍMÍÍÍÍiiÍHÍÍÍÍÍBÍriirÍfjjgrjTÍffHV;;! .’t c samt öðrum sjúklingum. — Þetta voru allt karlmenn; kon ur eru teknar sér á öðrum dögum.. Ein af rannsóknunum var rafmagnshjartarannsókn. — Llnuritin eru rannsökuð um leið af hjartasérfræðingum stofnunarinnar, en menn bú- ast vi ðað geta bráðlega yfir- fært viðbrögð hjartans á mál sem rafeindavélin skilur. Á næstu stöð var ég veginn og mældur á alla kanta. Mál- in voru færð inn á „automat- iskan mannfræðimæli", sem var síðan yfirfarinn undir leiðsögn forstöðumanns stofn unarinnar, dr. Morris Collen. Áfram var haldið. Lungu min voru röntgenmynduð, slagæðin og blóðþrýstingur- inn. Síðan var gerð augna- prófun (glaukomrannsókn). Eg las bókstafinn á töflunni — sjónin var mæld við mis- munandi ljósstyrk. Um leið vætti hjúkrunarkonan vinstri augasteininn með vökva til að stækka augasteininn. Og hún skýrði mér frá, að síðar myndi nethimnan verða mynduð i gegnum hinn útvíkk aða augastein. Síðar var ég látinn ajida í gegnum spíralmæli, sem var verkfæri með þykkum bogn- um slöngum. Eg var látinn tæma lungun eftir mætti. — Verkfærið mældi lungun og var það prófun fyrir asma. Dr. Collen og samstarfs- menn hans gera allt hva'ð þeir geta til að sjúklingarnir hafi ekki á tilfinningunni að þeir séu komnir inn- í kalda og ópersónulega rannsóknar- vél. Eg tók eftir þvl að bæði hjúkrunarkonurnar og tækni fræðingarnir voru mjög vilj- ugir á að útskýra fyrir mönn- um, hvað verið væri að gera. í herbergi nr. 13, sem er hljóðhellt var ég prófaður á- samt þrem öðrum. Við feng- um heymartæki og áttum að hlusta eftir sex mismunandi hljóðum, i mismunandi styrk. Um leið og við heyrðum hljóm áttum við að þrýsta á hnapp og halda honum niðri þar til hljómurinn hljóðnaði. Tækið mældi heyrnina og niðurstað an var færð jafnóðum inn á gatakortið. Síðan vorum við sendir inn í sérstakt herbergi og þar fengum við bakka meö þrem hólfum. í einu hólfinu lá stór bunki af gatakortum, hvert með prentaðri spurningu, — samtals 207. Spurningunum átti að svara með því að láta kortin í hin hólfin, sem voru merkt: „Já, rétt“ og Nei, skakt“. Aðstoðarmaðurinn benti okkur að setjast í bása meðfram veggnum og sagði: „Gjörið svo vel og setjist þama með kortln, þar til á ykkur verður kallað.“ Nafn mitt var kallað upp, rétt eftir að ég hafði raðað kortunum og ég var látin í þrjár síðustu prófanimar. í herbergi nr. 16 var tekin af mér blóðsýnishom, sem hellt var í automatiskan rannsókn- armæli. Hér var blóðið rann- sakað á átta mismuT>andi vegu: Glukose, kreatinin, al- bumin, totalrotein, kolestrol, urlnsýru, kalcium og trans- aminase. í næsta herbergi var kol- svart myrkur og þar var tek- in mynd af nethimnu augans. Strax á eftir lét hjúkrunar konan vökva i augað til að fá augnsteininn í rétta stærð. Myndin yrði slðan rann°«kuð af sérfræðingum, en rann- sóknin gæti leitt fleira í ljós, en augnsjúkdóma, svo sem sykursýki, nýrnasjúkdóma og of háan blóðþrýsting. Þegar ég kom í síðustu rannsóknina, afhenti ég kort mín með öllum spurningun- um, sem ég hafði svarað og svo beið ég meðan rafeinda- vélin tók til við rannsóknina. (Ef eitthvað finnst athuga- vert, skal sjúklingurinn undlr sérstaka rannsókn áður en hann yfirgefur rannsóknar- stofuna.). Hjúkrunarkona pantaði við tal við lækni minn til að láta hann fá niðurstöðurnar af rannsókninni. Samtimis fékk ég skilaboð um að koma til lokarannsóknar, til að árétta fyrir rannsóknina. Hvað þýðir þá 1 dag slíkar rannsóknarstofur? Þær þýða það, eftir þvi sem dr. Collon segir, að menn geta fengið nákvæma vitneskju um hvort einhver sjúkdómur er í undir búningi í mannslíkamanum. „Því fyrr, sem sjúkdómur er uppgötvaður, því meiri lík ur eru fyrir lækningu, auk bess sem líkurnar margfald- ast fyrir því að síúkdrtmnr nái ekki útbreiðslu“, segir dr. Coll en einnig. Hinar automatisku rann- sóknir eru varðveittar á sér- stöku bandi. Þær eru til reiðu þegar sjúkdómur brýzt út og læknirlnn hefir nákvæmar upplýslngar um heilbrigðis- ástand sjúklingsins. Þetta auð veldar stórum sjúkdómsgrein ingar og eykur möguleikana á að koma I veg fyrir sjúk- dóma. Hvað þarf marga ibúa til að unnt sé að koma upp sllkri rannsóknarstöð? Dr. Collen segir að 200.000 manna borg sé nægilega stór til að slík rannsóknarstöð geti starfað — að minnsta kosti í USA. — Fyrir minni bæi er möguleiki á að sameinast um slíka raf eindarannsóknarstöð, sem þá væri í sambandi við rannsókn arstofurnar. Slíkar rannsóknarstofur myndu spara mikínn tfma fyr ir Jæknana við að taka víð hinum venjulegu heilbrigðis- rannsóknum. En miklu þýð- ingarmeira væri það, að þær gætu komið í veg fyrir sjúkdóma, með hinni ná- kvæmu sjúkdómsgreiningar- rannsókn og fljótvirkari að- ferðum.

x

Nýr Stormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýr Stormur
https://timarit.is/publication/793

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.