Nýr Stormur


Nýr Stormur - 16.09.1966, Blaðsíða 12

Nýr Stormur - 16.09.1966, Blaðsíða 12
12 "StatSHIIt FOSTUDAGUR 16. sept. 1966 Fyrir nokkrum árum urðu tveir kunningjar ásáttir um að festa kaup á bifreið og lögðu þeir fram fé til þess að jöfnu. Bifreiðin var skráð á beggja nafn, enda eðlilegt eins og á stóð. Þessir félag- ar höfðu hitzt í skóla og þar hafði kunningsskapur þeirra myndast og vaxið. Þegar frá leið og námi iauk hélzt þessi vinátta áfram. Fullorðinsár- in virtust þroska báða til at- hafna, eins og gengur og ger ist, og báðir hugðu kunningj- arnir á nokkurn frama og fjárráð. Þeir tóku höndum saman og þóttust hafa mynd að með sér gagnkvæmt traust. Hvorugur virtist í fyrstu hafa nokkra ástæðu til að tor- tryggja hinn, og gekk þann- ig vel framan af. í öruggri trú á samtakamátt og gagn- kvæmt traust1 hélzt þessi kunningsskapUr um nokkurra ára bil. Hvergi bar skugga á, og heldur vænkaðist hagur beggja. En þegar samstarf þessara bekkjarfélaga hafði staðið um tveggja ára bil, fór óvænt að syrta I álinn, því annar þeirra máta hafði komizt í kynni við þriðja mann, en enginn kunningsskapur mynd aðist milli hins nýja vinar og skólabróðursins. Smátt og smátt fjarlægð- ust bekkjarbræðurnir hvor annan, og samskipti þeirra urðu hvað fátíðari með hverj um deginum sem leið. Eigi að síður héldu þeir sameign sinni á bifreiðinni, sem þeir höfðu nokkru áður keypt og sýndist ekkert bera þess merki, að samvinnuslit væru í námd, að því er snertir sameign bif- reiðarinnar. Loks kom þó að því, að hinn afskipti skóla- bróðir vildi slita þessari sam- eign og gerast sjálfstæður í starfi og eign. Hann fór þess á leit við skólabróður sinn, að þeir seldu bifreiðina, sem þeir áttu saman, og sam- þykkti félaginn umyrðalaust söluna. Segir ekki söguna meir að sihni, og enginn skriflegur samningur var milli þeirra fé laga gerður um sölu bílsins, enda taldi sá fyrrnefndi skóla bróðir s'g hvergi þurfa nema munnlegt samþykki félaga síns í þessu tilviki sem öðru, á mörgum undangengnum ár um. Hér fór þó öðruvísi en ætlað var hjá hinum granda iausa og afsk;ipta skólaþróður. Sá slðarnefndi auglýsti bílinn til sölu og varð sér skjótlega úti um kaupanda. Sala bifreið arinnar fór fram, og félaginn fékk að vita um kaupin og gerði engar athugasemdir þar við. Afskipti skólabróðirinn sá um söluna og gekk frá öllu varðandi hana. Hann annað- ist samningsgerð og viðtöku peninga og skuldabréfs og undirritaði í góðri trú sölutil kynninguna fyrir hönd beggja skólafélaganna. Satt bezt að segja gat hann eigi vantreyst skólabróður sínum og hafði reyndar enga ástæðu til þess, þar eð kynni þeirra höfðu öll, á hinu fjárhagslega sviði, ver Framhald á bls. 7. ins: Hinn nýbakaði doktor í guðfræði, sr. Jakob Jónsson, nýtur öruggs fylgis, er aldrei bregzt innan prestastéttarinnar, sem sjá má af því, að hann fær alltaf EITT atkvæði við hverjar kosningar! — Hver er hinn öruggi stuðningsmaður? gnMioinmimiiMmimtmwiiiHHiwimnwmnwtiHWintmiiiHmirtimiwiwiwnmnmwmmmmiimnimmwniiiiinitimiiiiiniiimtnaiiiiiiiiniiimiiiniiunnHnr/; IGOTT FÚLK OG HREKKJALIMIRI ^itMHMiNMMiinmtmmniMiMNimiMiiuHmmuttHimmMiiifMiiiiiHiiuitifimiiimmMiMiiiiHiiiiiHiiiiHiiiiiifiiimiiiiiiimitiitiiiiiiiiHiMiiiHiiiiiiiiiiittiiiiiitittmiii' & ALBERT ENGSTRÖM Eg kann hvorki að lesa eða skrifa, það veit ég vel, en ég get logið .eins vel og það stæði á PRENTI! \ framleiðslugrein Islendinga, en hefir lítill \ sómi verið sýndur af opinberri hálfu. Jó- hann bendir stöðugt á þá miklu möguleika V Af C fiAf AJTOMsem finnist J iðnvæðingu þessa atvinnu- ^i^uirJimmHBminffi.iiiMvegar. Það dylst heldur engum, að þar fer Jóhann með rétt mál, svo að jafnvel stjórn arblað eins og Morgunblaðið hefir viður- kennt, að auka megi framleiðsluverðmætin um „Öti*úlegar upphæðir“. Hér er mál mál- anna á ferð og vafalaust hefðu íslenzkir ráðamenn getað farið í smiðju til norska forsætisráðherrans í þessum efnum. Góður gestur hefir nú kvatt landið og þakkað fyrir sig. Norðmenn eru aufúsugest- ir á íslandi og íslendingum yfirleitt vel tekið í Noregi. Forsætisráðherrann norski hefir látið hafa eftir sér ýms vinsamleg um- mæli um íslenzku þjóðina og er menn hon- um þakklátir fyrir. Ýmis vinsamleg um- mæli hans hafa vakið athygli, svo sem þau, að ísland væri komjð langleiðina til að verða velferðarríki. Ráðherrann hefir góða hliðsjón af hinum Norðurlandaríkjunum og hefir komið auga á að eitthvað mun eftir af leiðinni. íslenzki forsætisráðherrann mun hinsvegar ekki vera á sama máli, því að hann hefir eytt miklum tíma og blaða- kosti sínum í að sannfæra þjóð sína um að hvergi væri slík framþróun á jafnháu stigi og hér, undír hans stjórn. Sannleik- urinn er sá, að hafi íslendingar verið komn ir langleiðina, þá hafa þeir nú snúið við og halda til baka. Norsku forsætisráðherr- ann sér, það sem íslenzki forsætisráðherr- ann vill ekki sjá. Jóhann J. Kúld ritar að staðaldri um sj ávarútvegsmál í Þjóðviljann. Þessar grein ar eru margar mjög athyglisverðar, fyrir þá sök, að Kúld gerir sér far um að benda á leiðir, sem til bóta eru í þessari aðal- Almennt grín er gert að viðureign Toll- stjórans í Reykjavík og Þjóðleikhússtjóra. Það er þó tollstjórinn, sem fyrir háðung- unni verður. Er hér enn eitt dæmið um skriffinnskuna í opinberum rekstri og durts hátt sumra opinberra starfsmanna. Hér er aðeins um millifærzlur að ræða. Opinberu fyrirtæki er lokað af öðru opinberu fyrir- tæki og að þvl er virðist alveg út i hött Komið hefir fyrir að starfsmenn þessa em- bættismanns, hafa lokað fólk inni i fyrir- tækjum og vafalaust hafa þeir í þessu til- felli ekki gengið úr skugga um hvort ein- hver var ekki staddur inni í Þjóðleikhúsinu. er þetta gerðist. Enginn fær séð annan til- gang í þessum aðgerðum, en að fyrrverandi formaður sambands ungra sjálfstæðis- manna hafi þarna notað tækifærið til að sýna pólitískum andstæðingi í tvo heim- ana. Móðgunin við Þjóðleikhúsið, þá virðu- legu þjóðstofnun, er svo annað mál. Hvað myndi hafa verið til dæmis sagt 1 Dan- mörku ef eínhver tollheimtumaður þar — hefði lokað Konunglega leikhúsinu? Margt er skrítið Menn eru að velta því fyrir sér, hvernig á því standi, að þeir þremenningarnir, sr. Jón Thor, kandidat við vlgslu biskupskosningar og helztu stuðningsmenn hans, sr. Jón Auðuns og sr. Jakob Jónsson hafi allir flúið land efár kosningarnar. — Kunna kirkjunnar menn ekki að taka ósigrí?

x

Nýr Stormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýr Stormur
https://timarit.is/publication/793

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.