Nýr Stormur


Nýr Stormur - 16.12.1966, Blaðsíða 2

Nýr Stormur - 16.12.1966, Blaðsíða 2
2 Springur stjórnin — Framh. af bls. .1. mætur á fjáraflamönnum og bröskurum. Hann hefir þó neyðst til að haldast í hendur við þá lengst af, vcgna hinnar miklu fjárþarf- ar flokksins. En hann metur lýð- hyllina jneir og ef hún er í hættu vegna trúnaðar við hina fyrr- nefndu, mega þeir sigla sinn sjó fyrir ráðherranum, því fyrir hon- um eru völd og uppliefð allt í þessum hcimi. Þessi yfirlýsing er þó allfurðu legt plagg, því að 1 fyrri hlutan- um aftekur hann með öllu, að gengislækkun sé framundan, en i síðari hlutanum segiy hann hinsvegar að það „geti komið fyrir“ að gengið verði fellt! Það mun þó vera ætlun ríkis- stjórnarinnar að fella ekki gengi íslenzku krónunnar að sinni. Óttinn við skilningsleysi almenn ings á málinu og óvinsælar ráð- stafanir, sem óhjákvæmilega myndu fylgja i kjölfarið, mun fá liana til að fresta öllum slík- um ráðstöfimum fram yfir næstu kosningar. Hitt er svo annað mál og það mun forsætisráðherrann eiga við, með „yfirlýsingu“ sinni að búast má við, að það kosti slíkar fjárfúlgur að korna útgerð- inni af stað um áramót, að ekki verði hjá gengisfellingu komist. Útgerðin getur ekki greitt vexti af skuldum sínum, hvað þá afborganir og það er ekki rétt, að það sé að mestu hrá- efnaskortur, sem háir frystihús- unum. Framleiðslukostnaðurinn er svo hár, að afurðaverðið nægir ekki, nema með stórfelldum nið- urgreiðslum og fyrir þeim er ekki gert ráð á fjárlögum. Búast má og við, að tekju- stofnar ríkissjóðs og sveitarfél- aga, standi ekki undir áætluðum tekjum. Nú þegar hefir eftir- vinna í iðnaði og öðrum atvinnu greinum minnkað stórlega og miklar líkur eru til að nú slakni á þenzluástandinu, sem hin mikla yfirvinna undanfarinna ára hefur skapað. Þegar þetta tvennt m. a. er haft í huga, ætti engum að dyljast að litlar líkur eru fyrir að áætlaðar tekj- ur ríkissjóðs hrökkvi fyrir mörg wÍftoiHinm_____________ hundruð milljóna króna niður- greiðslum í viðbót. Auk þess fer það þjóðfélag, jafnvel þótt dvergríki sé, að verða allfurðulegt, þegar undir- 'stöðuatvinnuvegirnir allir eru st)rrktir af ríkisfé. Það er ekki óeðlilegt að menn spyrji þá: Hvaðan kemur ríkinu fé til að greiða niður framleiðslu vörur atvinnuveganna til lands og sjávar, bæði til útflutnings og neyzlu? Það þarf ekki gáfað fólk til að skilja, að að því hlýtur að reka að afnema verði þetta óheil- brigða ástand. Það er því al- rangt hjá forsætisráðherranum að það þurfi að láta einhverja ákveðna menn greiða fyrir ein- hver hlunnindi, sem samfara verði gengisfellingu og sem valdi því að þeir reki á eftir henni. Þó ráðherrann hafi verið fulleftirlátur þeim mönnum sem hann ræðir um, þá ætlast áreið- anlega enginn til að liann hlýði þeim í einu og öllu. Það verða heldur áreiðanlega ekki þessir menn, sem knýja veentanlega gengisfellingu í gegn. Það verð- ur aðeins neyðin ein, sem knýja mun fram nýja gengisfellingu og þá kemur auðvitað til þess, sem ráðherrann talar um í yfir- lýsingu sinni. Allir kannast við vísurnar um negrastrákana tíu, sem heltuzt úr lestinni einn og einn eftir ýmis kátbrosleg atvik. Eitt þeirra gerðist er þeir voru að syngja vísur um Dimmalimm, að einn þeirra sprakk á limm- inu og þá voru eftir fimm. Dimmalimm vísurnar urn æv- intýrið mikla á íslandi, sem for- sætisráðherrann og viðskipta- málaráðherrann hafa gjarnan viljað nefna efnahagsundur og bera saman við hið þýzka, þótt samanburðurinn sé ákaflega ó- heppilegur, hafa nú verið sungn ar svo hátt síðastliðin þrjú ár, af þeim tveim, að hætt er við að þeir springi fljótlega á limm- inu og þá verða þeir eftir fimm í ríkisstjórninni og er meira en nóg. Söngur forsætisráðherrans, er hann fullyrðir að engin gengis- felling verði, er svo aumur, að í næstu setningu er hann sprung inn. Hann VEIT að engin önn- ur úrræði eru frámundan, þótt ef til vill verði hægt að slá þeim eitthvað á frest. Þessvegna er hann að undir- búa jarðveginn með því að hóta sínurn mönnum öllu illu til þess að hafa að minnsta kosti frið fyrir þeim. Á næstu vikum munu línurn- ar skýrast og verður fróðlegt að sjá hvort digurmæli forsætisráð- herrans munu halda og hvort hann verður þess megnugur að standa við þau. Hinu verður ekki móti mælt, að völd hans aukast með hverjum degi og samráðherrar hans eru ekki orðn ir annað en vikadrengir, sem hann skipar út í óveðrið, þegar ekki er hundi út sigandi. Félagsheimili — Framh. af bls. 1. þegar athuguð voru óvenju snilldarleg bréf, sem birtust með nokkru millibil í málgagni ættar þinnar. Samhengið kom í Ijós, er síðara bréfið birtist. Nokkru áður hafði verið minnst á tvo höfuðpaura ættar þinnar í þessu blaði, sitt í hvort skiptið og það knúði þig fram á ritvöllinn. Sá þriðji er utan sjónvíddar í þessu máli. Þú veizt að hann þarf ekki málsvara við. Þetta sýnir að hin óvenjulega frændrækni þín og fylgispekt við ættmenn þína, hefir ekki lát- ið á sjá með árunum. Eins og menn vita voru prúð- mennzka, heiðarleiki og rétt- lætiskennd helztu eiginleikar í fari þínu og hinir víðfrægustu. Þð er gleðilegt að vita til þess að þeir eiginleikar hafa ekki dofnað með aldrinum. Þess- vegna er eðlilegt að þú takir þér penna í hönd og ritir áminn- FÖSTUDAGUR 16. DES. 1966. ingarbréf til þeirra manna, sem dirfast að gagnrýma þá rnenn, sem að sjálfsögðu eru yfir alla gagnrýni hafnir. Þú ritar á kjarngóðu máli og dregur ekki af, enda heitir þetta „rógur“ og „níð“ „dæmdra manna“. Þú minnist þess sjálf- sagt úr æsku þinni, að réttvís- in var ekkert lamb við að leika. Menn hlutu gjarnan fangelsis- dóma, betrunarhúsvinnu og jafn vel líflát fyrir að stela mat, eða sofa hjá. Þótt menn slyppu lif- andi við slíkar refsingar og af- plánuðu þær og kvittuðu þannig fyrir misgerðir sínar, voru þeir samt sem áður dæmdir menn það sem eftir var æfinnar. Hins- vegar var annar réttur til, eins og nú, fyrir höfðingja þinnar samtíðar, eins og vera bar og voru þeir hafnir yfir alla gagn- rýni, sem sjálfsagt var. Það er því skiljanlegt að þú getir ekki orða bundist og takir þér penna í hönd og skrifir kollega þínum á Morgunblaðinu, sem slapp yf- ir landamæri lífs og dauða, með þeim hætti er óhugsandi hefði verið á hérvistardögum þínum. Þótt lagakunnátta liggi að sjálfsögðu í blóði þínu, verður af fyrj-greindum ástæðum að virða þér til vorkunnar, þótt þér hafi skotist yfir að Iesa úr ís- lenzkum lögum, eftirfarandi: „Hafi maður, er sætt hefir refsidómi fyrir einhvem verkn- að, síðar öðlast uppreisn æm, er ekki heimilt að bera hann framar þeim sökum . . .“ Það er ekki von að þú vitir þetta Móri rninn og er það því afsökun fyrir þig, að þú í Morg- unblaðsgreinum þínum brýtur íslenzk lög og færir hið virðu- lega blað, Morgunblaðið í dilk sorpblaða, sem þeir vinir þínir þar þykjast vita deili á. Hinsvegar ættir þú að lesa meiðyrðalöggjöfina íslenzku, því að hún er hið furðulegasta og varasamasta plagg, sem vit- að er um í nálægum löndum. Þú mátt ekki segja sannleik- ann um mig eða aðra, því að þá verður þú dæmdur i sektir og jafnVel fangelsi. Senilega verður þó eitthvað erfitt að festa hend- ur á þér og mun þér því óhætt að setja nafn þitt undir greinarn- ar. En fyrst við erum nú farnir að ræða þetta mál, þá ættir þú líka að lesa greinarnar nm auðg unarbrot í refsilögunum. Og þar sem gera má ráð fyrir að þú hafir betri og hlutlausari vfir sýn yfir öll þessi mál, en þeir sem á einn eða annan hátt em „innviklaðir“ þvargi og þrasi hinna einkennilegu fjármála á íslandi; þá mætti búast við raunhæfari greinum frá þér, heldur en upphrópunum um af- brot, sem ekki eiga skilt við auðgun, en hlljótast af starf- semj leigumorðingjanna ís- DANAsófasettið DANA-settið fékk viðurkenningu á Iðnsýningunni 1966 Kaupið jólahúsgögnin í \ • Húsgagnaverzlun Austurbæjar Skólavörðustíg 16 — Sími 24620.

x

Nýr Stormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýr Stormur
https://timarit.is/publication/793

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.