Nýr Stormur


Nýr Stormur - 16.12.1966, Page 3

Nýr Stormur - 16.12.1966, Page 3
FÖSTUDAGUR 16. DES. 1966. ^BNUR 3 lenzku, sem eru umboðsmenn hinna raunverulegu glæpa- manna, sem festa menn og fjöl- skyklur þeirra í fjötra og hætta eigi fyrr en þeir hafa rúið þá öllu fé og er þá stundum eftir næsta lítið af fjörvi þeirra. Frændrækni þín má ekki hlaupa svo með þig í gönur, að þú missir auga á sannleikanum. Það, að þú gengur í lið með lyg- inni og yfirdrepsskapnum og vilt stiðja þá, er óska að fá að vinna myrkraverk sín í friði — svíkja þjóðfélag sitt um lögboðin gjiild — falsa fakti'mir í því skyni að afla ólöglegs fjár, með þ\d að hirða sjálfir þá tolla, sem skila ber — þeim er nota sér neyð náunga síns til að hirða af hon- um síðustu fjármunina og ótal margt fleira, sem þú hlýtur að vita um og frændi þinn hefir kallað starfsemi bófaflokka — það, að þú gengur í lið með þessu öllu með því að skrifa greinar þar sem þú kallar gagn- rýni á öllu slíku, róg og níðskrif, bendir til þess að þú gerir þér of títt um verri staðinn. Og þar sem þér er áreiðan- lega annt um „Velvakanda" vin þinn, og hann vill áreiðanlega allt fyrir þig gera, þá ættir þú þó ekki að koma honum í þann vanda að demba honum á haus ofan í það svað, sem þú í ein- feldni þinni heldur að aðrir séu fallnir í. AUir þeir, allt frá þínum dög- um, Móri minn, sem fengið hafa að leika lausum hala í miskunn- arlausri söfnun fjármuna, án til- lits til réttlætis eða rangsleitni, munu að vísu senda þér hlýjar hugsanir, er þú gengur svo drengilega í lið með þeim. Hinsvegar vil ég í allri vin- semd' benda þér á að öll köpur- yrði þín í garð þessa blaðs mun ég láta sem vind um eyrun þjóta. Að ég hafi gengið með ósigri af hólmi við hina íslenzku „fjármálamenn“ sem þú ert að taka upp hanzkann fyrir og átt af þeim sökum óuppgert við ís- lenzka réttvísi, er hlutur, sem ég hefi þegar orðið að gjalda fyrir, ekki aðeins með því að þeir hirtu af mér allar eignir mínar á tiltölulega stuttum tíma og ég stend nú skuldugri en nokkru sinni fyrr, en samt sem áður með möguleika til að geta greitt allar mínar skuldir, áður en yfir líkur. Þá get ég hinsveg- ar sagt þér það, kæri vinur, og ég veit að þú munt gleðjast með mér, að ég skulda þjóðfélaginu ekki neitt í þeiini merkingu, sem þú varst að gefa í skyn í hinum prúðu greinum þínum. Hinsvegar veit ég um marga, sem skulda því mikið og ekki liafa hugsað sér að gera þær skuldir upp. Þeir em margir auðugir að'fé, en fæstir að ann- arri sæmd en þeirri er fæst keypt fyrir fé og það illa fengið fé. Ég hefði gaman af að ganga T Lang-mest seldu filter sígarettur Ameríku Avallt nýjar og ferskar frá U.S.A. Reynið Winston strax í dag | TUTCE'R.- CIGXK'ETTES fJSfXfí ÍEV.E- RICH 'I°Bft.CCO EEA.VOB MKOE VN C.8.X með þér eftir aðalgötu borgar- innar einhvem daginn og benda þér á hina seku. Þá sem kaupa sér vemd jafnvel vina þinna og frænda. Þó að það hafi hent þig í gamla daga að binda kýmar hans frænda þíns saman á höl- unum þá trúi ég ekki öðru en ]ni hafir ekki lengur gaman af slík- um leik. Hinsvegar er íslenzkt þjóðfélag engu líkara nú, en fjós inu í Engey forðum, þegar þú varst upp á þitt bezta. Ég veit að það er á misskiln- ingi byggt, að þú gerist mál- svari fyrir púkana í íslenzku þjóðlífi. Við skulum hvorugur draga fjöður yfir fortíð okkar og hvað mína snertir er hún öllum heimil til rannsóknar. En við skulum heldur hvoragur láta segja oklcur fyrir verkum, ef við vitum að við emm að segja satt. Ég get sagt þér það í trúnaði, að það er ekki lengra síðan en í gær, að mér yar boðið fé fyrir að þegja. Það heita mútur og er notað Jiegar valdið dugir ekki. Seztu nú á fjósbitann og hlæðu ekki fyrr en búið er að moka flórinn og reyndu að fá ættkvísl þína til að taka sér skóflu í hönd. Láttu svo umhyggjuna fyrir vinum og vandamönnum þínum ekki raska ró þinni; þeir komast áreiðanlega vel af! Með beztu kveðju. Félagsheimili — Framh. af bls. 1. fólk, sem telur sig vera af „betra taginu“ og í daglegu tali er nefnt „snobb“. Em þá gjarnan allir helztu menn kauptúnsins, t. d. þátttakendur í slíkum klúbb og vilja þá hafa á sér heldri manna snið. Það þykir allfínt nú á dögum að ganga prúðbúinn um gólf, með glas í hendi, hajfandi á þönum í krigum sig fram- reiðslufólk með bakka á hönd- um, sem hlaðnir em glösum með öli og víni og brauði og snittum. Ekki er heldur ónýtt að geta brugðið sér á bar og tekið þar glas og glas og rabbað saman. Þessi hlunnindi heyra þó fyrst og fremst höfuðstaðn- um til, því að víða annarsstaðar em slíkir hlutir ekki leyfðir í hinni heimskulegu áfengislög- gjöf okkar. Þessi fínlieit eru bönnuð í félagsheimilum úti á landi, en fara þar samt fram á ýmsum stöðum. Er það þá oft í sam- bandi við fyrrnefnda klúbba, sem eru þá orðin einskonar klíku félög „heldra fólksins". Bregða menn sér þá á einskonar bari, þar sem snafsár eru seldir, en rökstuddur grunur liggur á að hagnaðurinn af þeirri sölu renni til félagsheimilanna, sem þar með hafa hafið algjörlega ólög- lega starfsemi/ Þetta mun þó „kamfóerað“ með því, að menn leggi á borð með sér vínföng, en svo er í rauninni ekki. Með þessu og fleiru, er hug- sjónin um félagsheimili í strjál- býlinu þverbrotin. Áfengisneyzl an er nægilegt þjóðarböl ís- lendinga, þótt stofnanir, sem þjóna góðum tilgangi, taki ekki þátt í að auka það á ólöglegan hátt. Mörg félagsheimilanna eru hreinræktaðar svínastíur af völd um drukkinna unglinga og að- komulýðs úr baéjunum. Eina af- sökun félagsheimilanna er fjár- þörf þeirra. Sú afsökun verður hinsvegar ekki tekin gild, þegar teknar eru upp ólöglegar vín- veitingar í sumum þeirra, sem verður svo til að kasta rýrð á þau öll og hugsjónina í heild sinni. Krefjast verður þess af sýslu- mönnum, að þeir fylgist vel með öllu slíku, auk þess sem til þess verður að ætlast, að þeir leyfi ekki félögum eða klúbbum. sem þeir eru sjálfir meðlimir í, að standa fyrir slíku. Auglýsið í Nýjum Stormi

x

Nýr Stormur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýr Stormur
https://timarit.is/publication/793

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.