Nýr Stormur


Nýr Stormur - 16.12.1966, Side 6

Nýr Stormur - 16.12.1966, Side 6
s FÖSTUDAGUR 16. DES. 1966. Blöðin skrifa mikið um „verð- stöðvunarfrumvarp“ ríkisstjórn- arinnar og að vonum. Hér er í rauninni um merki- legt mál að ræða, sem löngu hefði átt að vera komið fram. Það gegnir því furðu hversu róiega Alþingi tekur því að af- greiða málið og bendir í þá átt að því firinist ekki mikið til þe$s koma! Ef hér er um þvílíkt bjargráð og forsvarsmenn stjórnarinnar vilja vera láta, því er málið þá ekki hespað gegnum þingið, þar sem öruggur þingmeirihluti er fyrir því og að því er virðist, engin andstaða Af hverju er ekki hafist handa til þess að koma í veg fyrir verðhækkanir og ganga úr skugga um, hvort þær hafi ekki orðið síðan 1. ágúst? jíf ríkisstjóminni er í raun og veru alvara með, að láta til skar- ar skríða gegn verðbólgunni, þarf annað en kjaftæði, jafnvel þótt það sé leitt inn á Alþingi. Það er staðreynd að vörur og ýmis þjónusta hefir þegar hækk- að síðan 1. ágúst og er enn að hækka. Það er líka staðreynd, að ríkisstjórnin kemur ekki í veg fyrir þessar hækkanir með hótunum eða heimildarlögum, sem ef til vill verða aldrei notuð. Það, sem virðist liggja einna næst í þessu máli, er það að frumvarp þetta er notað í áróð- ursskyni og loforða, sem eink- um eru í því fólgin, að fá verka- lýðsfélögin til að bíða með kröf- ur sínar, eða falla að öllu frá þeim. | Engum aettur í hug að hægt væri að framkvæma þessi lög, svo nokkru næroi, nema með öfl- ugu verðlagseftirliti og fjölda nýrra starfsmanna verðlagsskrif- stofunnar. Sú ríkisstjóm og málgögn hennar, sem ekki hafa þreyzt á því í átta ár, að tala um frelsi og frjálst framtak, verður nú að boða stöðvunarstefnu á þessum dáðu hugtökum sínum. Það er aumt fyrir stjórnmála- menn, sem ekki vita fótum ann- arra en sjálfra sín forráð, en taka samt að sér það hlutverk, að verða að kingja öllum stóm orð- unum, svo ^ð segja í sömu and- ránni og þau eru sögð. Neyðin kennir hinsvegar nakt- ri könu að spinna og nú verður ríkisstjórnin í allri sinni nekt að fara að vefa nýja þræði. Þó að stiórnarherrarmr og málgögn þeirra vilji láta líta þannig út að nóg sé að stjórnin hafi for- ystu um stöðvun kaupgjalds og verðlags, þá mun fljótlega koma í ljós, að slíkt verður ekki gert nema með einhverskonar þving- unum og valdi. Jafnvel þótt ráðherrarnir af- söluðu sér bitlingum sínum og fengju þau störf öðmm er hefðu tíma til að viriria þau — jafnvel þótt þeir neituðu sér um einka- bíla, með einkabifreiðastjórum og færu á milli húsa, ánnaðhvort fótgangaridi eða í almennings- vögnum, að hætti annarra ráS- herra víða um heim — jafnvel þótt þeir drægju úr veizlukostn- aði sínum og risnu og keyptu áfengi og tóbak, eins og annað fólk, ef þeir þyrftu — jafnvel þótt þeir ferðuðust á öðm far- rými í hinum tíðu siglingum sínum og létu sér naágja að búa á túristahótelum; þar sem þeir ættu heima, þá myndi allt þetta og ekkert áf þesSu megna að stöÖVfi það blinda og æðis- gengna kapphlaup, sem nú geys- ar í þesu landi um veraldleg verðmæti og sem ríkisstjórnin á drjúgan þátt í með hinu yfir- lætislega velmegunarhjali sínu undanfarin átta ár. Þessvegna er ekki um neina foi-ystu af hennar hendi að ræða. Hér er því raunverulega aðeins um tilmæli hennar til þjóðarinn- ar að ræða, að ganga ekki leng- ur áfram hinn breiða veg, sem hún sjálf, hefir búið þegnum þessa lands og nú virðist enda á hengibrún. Nær væri ríkis- stjóminni, að segja þjóðinni, að brautin liggi eins og Háahlíðin — það sé ekki hægt aé komast í gegn, heilu og höldnu nema fara hringinn, til baka. Og nógu erfitt samt! Ef „verðstöðvunarfrumvarp- ið“ verður að lögum og ríkis- stjómin notar heimild sína, verð ur hún að beita einhverskonar valdi, og fer þá að verða lítið úr öllu frelsisbullinu. GJALDEYRISVARASJÓÐUR- INN OG GENGISLÆKKUN I Morgunblaðinu á sunnudag- inn var er sagt frá „Sveiflum á erlendum mörkuðum" og kennir þar ýmissa grasa að venju. Kem ur þar í ljós að rithöfundar Morgunblaðsins eru ekki með öllu „fattlausir". Þar stendur sem sé þetta: En þessar miklu sveiflur á verði útflutninvsfram- Ieiðslu okkar ættu að verða til þess að skilningur ykist á nauð- syn þess að nota kúfinn af afla- verðmætinu í mestu góðæmm til jöfnunar verðs, begar verr gengur, til dæmis með myndun verðjöfnunarsjóðs, í stað þess að veita öllu fjármagninu út í þjóð Iífið, sem óhjákvæmilega hlýtur að leiða til verðþenzlu." Það er nú það, og þetta stend- ur í sjálfp Morgunblaðinu. Höf- undur hefir greinilega lesið sög- una um mögru og feitu kýrnar hans Faraós, en það hafa hús- bændur hans í ríkisstjóminni á■ reiðanlega ekki gert. Það er i rauninni óþarfi að gera þessa málsgrein að frekara umtalsefni. Blaðið gerir ráð fyrir ao enginn af lesendum Nýs Storms sé svo skyni skroppinn að hann geri sér ekki þegar Ijósan áfellisdóm- inn, sem blaðið kveður yfir ríkis- stjóm flokks síns, síðastliðin' 8 ár. Þeirri stjórn, sem einmitt hef- ir lifað þessi „mestu góðæri“, sem sögur fara af og farið þver- öfugt að, en lagt er til í máls- greininni, sem er óvenjulega vit- urleg, ef tillit er tekið til þess hvar hún stendur. Hinsvegar get ur blaðið ekki að þyí gert þótt ritstjórar Morgunblaðsins álíti lesendur sína á svo lágu vits- munastigi, að jafnhliða þessu, sé hægt að þakka stjórninni vel unnín verk og klæðast í biðils- buxur á ný. Til þess að undirstrika þessa fyrri yfirlýsingu sína fer greinar- höfundur áð tala um gjaldeyris- varasjóðinn, sem er í raun og veru sú eina af hinum fáu skraut fjöðrum í hatti ríkisstjórnarinn- ar, sem eitthvað blaktir. Þótt gjaldeyrisvarasjóðurinn nægi ís- lendingum fyrir nægum birgð- um af kexi og kökum í 10—15 ár, að fenginn reynzlu, þá nem- ur hann þó ekki meiru en sem nemur rúmlega þriggja mánaða útflutningi. Á móti koma svo ríkisskuldir, sem em helmingi hæmi og ábyrgðarskuldir banka, sem nema álíka upphæð. Og svo segir „sjeníið" á Mogganum: „Áður hefði naumast Verið rætt um önnur úrræði til að mæta aðsteðjandi vanda en gengislæklrun. Nú kemur engum slíkt í hug í alvöru, enda að- staða okkar þannig, að engin vá er fyrir dymm, þótt nokkuð gangi á gjaldeyrisvarasjóðina.“ Hvað segja útgerðarmennimir um' þessa speki í málgagni þeirra, en guð láti gott á vita. Þeir á Mogganum em ef til vill búnir að finna ráð til að rétta við hag hraðfrystihúsanna — koma togurunum á flot — koma bolfiskveiðunum i gang. Gjaldeyrisvarasjóðurinn verður ekki lengi að fjúka, ef nota á hann til þeitra hluta og hætt er við að skammt hrökkvi, þótt rík- isstjórnin fari að ferðast í strætis vögnum, eða á öðru farrými! Hitt er svo annað mál, að tæplega verður rætt í „alvöm“ um gengislækkun fyrr en eftir kosningar. Og þá mun engu máli skipta hvaða ríkisstjóm tekur við eða hvaða flokkar styðja hana. Gengið er ÞEGAR FALLIÐ, á nákvæmlega sama hátt og árið 1960. Þá verður aðeins spumingin um hliðaiTáðstafanimar. Verða þær gerðar með hag almennings fyrir augum, eða hag stórgróð- ans, eins og síðast. Láttu loga, drenp Nýlega er komin út bók með þessu nafni eftir Ingólf Jóns- son frá Prestbakka og er hún fyrir ýmissa hluta sakir sér- stæð og merkileg. Bókin er smekkl.ega útgefin eins og áðrar bækur þessa forlags, en hún er gefin út af Skuggsjá í Hafnarfirði. Efni bókarinnar er þess eðlis, að vel er viðeigandi að gera það lítillega að umtals- efni í þessu blaði. Hún fjallar um líf „fjármálamanns“, öðru nafni okrara. Flestir munu kannast við fyrirmyndina, sem var land- kunnur maður fyrjr starfsemi sína. Umdeildur og hart gagn rýndur, en hafði sér þó til málsbóta annað og meira en nokkur annar er við þessa iðju hefir fengizt. Það eru einmitt þessar' málsb' tur, sem höf- undurinn leggur mesta rækt við. Bókin á að heita skáld- saga ‘ og er það að nokkkru leyti. Höfundurinn er kunn- ur fyrir smásögur sínar og Ijóð, en þetta er byrjendaverk hans á þessu sviði og ber þess nokkur merki. Henni er skipt í kafla, sem eru nokkuð sér- stæðir út af fyrir sig og bera merki smásögunnar. Svip- myndir þær er höfundurinn bregður upp úr lífi fjármála- mannsins og olnbogabarns þjóðfélagsins, sem verður að brjóta sér braut utan laga og með hörku og samvizkuleysi eða verða útskúfaður ella, eru sannar og skrifaðar af næm- um skilningi. Hann dregur fram mannlegar hliðar þessa manns með skilningi og sam- úð, sem stundum er ef til vill í mesta lagi. Málsvöm h'ans fyrir hann er þungamiðja bókarinnar, en á þó rétt á sér, einnig vegna þess að þetta á að vera skáldsaga. Lýsing- arnar eru þó full raunhæfar af skálds"ögij að vera og mætti heldur. kalla þetta þætti úr ævisögu. Fyrirmyndin — efn- ið er þó svo yfirgripsmikið, að höfundi hefir ekki tekist að gera því þau skil, sem það á skilið. Höfuðsynd höfundar- ins er það, að hann kveður efnið — fyrirmyndina í lok bókarinnar fyrir fullt og allt. Þar með afsalar hann sér efni við í margar bælcur, því að líf þessa manns var svo litríkt og furðulegt, að fá eða engin hlið stæð dæmi munu vera hér- lendis um slíkt. Enginn vafi er á því, að mörgum mun verða nokkur forvitni á því að lesa þéssa bók. Hún er læsileg og vel skrifuð og menn mun gjarn- an lesa hana af forvitni og í einni striklótu. Ekki verður hjá því komist að gagnrýna myndirnar í bókinni. Ekki vegna þess að þær séu ekki vel gerðar, heldur vegna þess að þær eru raunverulega teiknaðar af fyrirmyndinni og missa þar af leiðandi marks, því að þratt fyrir allt er þetta þó skáldsaga, þótt mörg atvik og lýsingar séu raunverulegar. NÝKO KARLMANNASKÖR, enskir og þýzkir r KULDASKÖR, karlmanna, lo9fóðraðir SkóverzEuei Péturs. Asidréss, LAUGAVEGI 17 - FRAMNESVEGI 2

x

Nýr Stormur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýr Stormur
https://timarit.is/publication/793

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.