Nýr Stormur


Nýr Stormur - 06.10.1967, Blaðsíða 3

Nýr Stormur - 06.10.1967, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 6. OKT. 1967. Ð I MALI OG MYNDUM ORRUSTAN UM ENGLAND Orustan um England. Þjó'överjar notu'öu 2670 flug- vélar í loftárásum sínum á Eng- land en loftfloti Royal Air Force var aðeins 1475 .flugvélar, Þrátt fyrir það lét enski loftflotinn engan bilbug á sér finna og enska þjóðin neitaði að gefast upp. Sprengjuflugvélar af gerð- inni Heinkel, Dornier og Junkers flugu í bylgjum yfir Englandi og voru varðar af Messerscmitt og Focke-Wulf orustuflugvélum. Um leið og Englendingar urðu þeirra varir hófu sig á loft Hurri cane og Spitfire orustuflugvélar og skutu fjölda hinna þýzku flug véla niður. Fyrir hverja vél sem skotin var niður fyrir Royal Air Force misstu Þjóðverjar tvær. Á sama tíma og Englendingum tókst að bjarga fjölda flug- manna sinna úr vélum, sem skotnar höfðu verið niður, höfðu Þjóðverjar ekki sömu aðstöðu til þess að bjarga sínum mönnum og misstu því mikinn fjölda flug manna, sem þeir höfðu alls ekki ráð á. Churchill hyllti hina hraustu flugmenn Royal Air Force með svofelldum orðum: Frá öllum íbúum eyjar okkar, heimsveldinu og öllum í heimin- um, að undanteknum þeim, sem sekir eru, berast þakkir til hinna brezku flugmanna, sem þrátt fyrir margfalt erfiðari aðstöðu en óvinurinn, hafa ekki látið bug ast, heldur með dugnaði og t Enskar orustuvélar tilbúnar til varnarorustu. skyldurækni snúið ósigri í sigur. Aldrei í allri sögu styrjaldarinn- ar hafa jafn margir staðið í þakkarskuld við jafn fáa. Loftbelgjahindranir, loftvarna Loftbelgur á sveimi yfir Tower brúnni í London. byssur og radartæki, sem enskir vísindamenn höfðu fullkomnað með leynd á þann hátt, að hægt var að sjá til ferða flugvéla í tæka tíð til þess að geta búizt til varnar, voru allt liðir i varn- arkerfinu og störfuðu í náinni samvinnu við Spitfire og Hurri- cane orustuflugvélarnar. John Beard, flugmaður, segir frá þátttöku sinni í orustunni um England á þessa leið: Við flugum í fjórum V fylking arskipunum á þremur vélum. Ég flaug í fremstu flugsveitinni, sem var foringjans. Við flugum yfir London og úr 7000 metra hæð sást ekkert nema reykur úr miklum fjölda reykháfa. Maður sá móta fyrir loftvarnarbelgj- unum og ánni Thems. Mínúturnar liðu. Nú flugum við yfir vegum og grænum ökr- um. Ég skimaði í allar áttir til þess að reyna að koma auga á þýzkar flugvélar. Við fengum til kynningu gegnum útvarpið að breyta stefnu og halda áfram undan sól. Stuttu seinna heyrði ég rödd eins flugstjórans. Ég brá fljótt við og leit í áttina til flugdeildar hans og kom brátt auga á óvininn. Rödd flugsveitarforingjans þrumaði fyrirskipanir. Við flug- um í stóran hring til þess að kóma þeim í opna skjöldu mitt á milli þeirra. Þegar við heyrð- um fyrirskipunina lækkuðum við flugið. Ég hélt báðum höndum um stýrið og þumalfingrinum á vélbyssugikknum. Áður en mað- ur hleypir skoti af, verður vélin að vera algjörlega kyrr og má ekki hággast. Eg var undrandi augnablik, þegar ég sá hversu Heinkel vél- in flaug rólega í fylgd orustu- vélar. Hversvegna hefst bjáninn ekkert að? hugsaði ég, um leið og ég hnyklaði vöðvana til við- bragðs því, sem ég mundi hafa gert í hans sporum. Þegar hann var í skotfæri, þrýsti ég á hnappinn. Það fór titringur um vélina þegar skot- unum var hleypt af úr 8 vél- byssum mínum. Ég lét rigna vfir hana skotum í tvær sekúndur og bætti einni við. Púðurreykur blandaður olíu fyllti loftið. Ég sá, að skotin, sem ég fvrst lét rigna yfir hana, höfðu hitt í mark, og þegar ég var yfir flug- vél hans og ætlaði að beygja, tók ég eftir rauðum lijarma inni í vélinni. Ég tók krappa beygju, kom vélinni í skotfæri og sá eld- tungurnar teygja sig um alla vélina. Síðan féll hún til jarðar og í fallinu þeyttust hlutar úr vélinni í allar áttir. Ég hækkaði flugið til að leita að nýrri bráð. f stefnu á London kom ég auga á fjölda sprengju- flugvéla sem umkringdar voru Messerschmitt orustuflugvélum. Flugvélar þessar stefndu allar í norður.’ Þegar ég nálgaðist þær komu þrjár flugsveitir Spitfire flugvéla æðandi á móti þeim og létu skothríðina dynja á þeim úr vélbyssum sínum. Sérhver þeirra hlýtur að hafa fyrirfram ákveðið á hvaða vél skyldi ráð- ist, því augnaliliki síðar sá ég óvanalega sjóji: Átta þýzkar sprengjuflygvélar og orustuvélar féllu í eldhafi til jarðar. Þýzk sprengjuflugvél varpar sprengjum á England.

x

Nýr Stormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýr Stormur
https://timarit.is/publication/793

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.