Morgunblaðið - 18.06.2010, Síða 8

Morgunblaðið - 18.06.2010, Síða 8
8 | MORGUNBLAÐIÐ P étur hefur staðið vaktina í Melabúðinni í um ald- arfjórðung, fyrst með föður sínum Guðmundi Júl- íussyni, sem áður rak verslunina Kjörbúð Vesturbæjar við Melhaga frá 1964, og síðan með Frið- riki, bróður sínum. „Pabbi kíkir enn við til að athuga hvort strákarnir standi sig ekki,“ segir hann og bætir við að nánast allt sé vinsælt á grillið um þessar mundir. Áhugi á sjáv- arfangi hafi aukist til muna og marg- ir fiskréttir standi til boða. Silungur, eldislax og villtur lax njóti alltaf mik- illa vinsælda og skötuselur sé í há- vegum hafður. Nautakjöt, lambakjöt, svínakjöt og kjúklingar heilli stöðugt, ekki síst lamba- og nauta rib-eye, lamba- og nautalundir, lambalæri og lambafillé með fiturönd. Sérútbúnir, handunnir hamborgarar Melabúð- arinnar renni líka út eins og heitar lummur. Þá sé fólk farið að grilla meira grænmeti og ávexti en áður og lífrænt ræktað grænmeti sé stöðugt vinsælla. Ferskur grillmatur Íslendingar taka gjarnan hlutina með látum og það á við um grillið og grillmatinn. Færst hefur í vöxt að fólk grilli allt árið en Pétur segir að um leið og fari að vora með hækkandi sól og auknu hitastigi dragi fólk al- mennt fram grillin og byrji. Þá þurfi þeir að vera tilbúnir og breyti áherslum í kjöt- og fiskborðinu. Aðal- atriðið sé að eiga nóg af öllu, bæði að- alréttum og meðlæti, köldum sósum, salati og öðru. „Matarvenjurnar breytast á sumrin og þetta ástand varir fram yfir verslunarmanna- helgi,“ segir hann. Pétur bendir á að víða dragist matvöruverslun í borg- inni saman á sumrin en það eigi ekki við um Melabúðina. Vöruúrvalið hafi þar mikið að segja, fersk matvara og ekki síst villti laxinn, sem fáar versl- anir bjóði upp á. „Fólk getur treyst því að það fær þessar vörur hérna.“ Melabúðin leggur áherslu á fersk- an grillmat. Pétur segir að hann vilji ekki bjóða upp á mat sem hafi legið lengi í kryddlegi og því sé lítið úrval af matvöru í kryddlegi í loftþéttum umbúðum hjá sér. „Fólk vill helst fá ferska vöru sem unnin er samdæg- urs. Við erum með ferska vöru en ekki gegnumsýrða af salti og öðru kryddi.“ Sala í grillmat í Melabúðinni er jöfn alla daga á sumrin, að sögn Pét- urs, en búðin er opin til klukkan 20 á kvöldin alla daga vikunnar, frá klukk- an 9 á virkum dögum, frá kl. 10 á laugardögum og frá kl. 12 á hádegi á sunnudögum. 14 manns eru í fullu starfi og með kvöld- og helgarstarfs- fólki vinna allt að 35 manns í búðinni. Pétur segir að salan taki reyndar oft kipp á laugardögum, sé veðrið sér- staklega gott, og fólk á leið út úr bænum birgi sig gjarnan upp á föstu- dögum áður en það leggur í hann. „En annars grillar fólk alla daga og ekki síst í góðu veðri. Sólin hefur mikil áhrif á alla sölu á grillmat og við högum okkur í samræmi við veð- urspána, aðlögum kjöt- og fiskborðið að spánni um helgar. Fólk stendur al- mennt ekki í því að vera með grillp- artí úti á verönd eða í garðinum í rigningu og fólk fer síður í útilegu ef veðurspáin er ekki góð,“ heldur hann áfram. Fyrir alla og ekki síst sælkera „Það er algengt að fólk fari í Vest- urbæjarsundlaugina hérna við hlið- ina og komi svo við hjá okkur og kaupi eitthvað á grillið,“ segir Pétur. Hann bætir við að margir Vest- urbæingar láti sig ekki muna um að ganga heiman frá sér í Melabúðina en lengra að komnir eigi svo ekki í vandræðum með að finna bílastæði nálægt búðinni, þó fá stæði séu fram- an við búðina sjálfa. Þó búðin sé staðsett í 107 Reykja- vík er hún vinsæl langt út fyrir Vest- urbæinn. Pétur segir algengt að brottfluttir Vesturbæingar komi gjarnan einu sinni til tvisvar í viku og aðrir, sem hafi kynnst búðinni, geri sér ferð í hana, þó um lengri veg sé að fara. „Við heyrum fólk segja að það sé munur að geta keypt allt á sama stað. Oft kynnist fólk vörunum okkar hjá vinum og kunningjum, í boðum og veislum, og kemur gjarnan til okkar í kjölfarið, burtséð frá því hvar það býr, og biður um það sama.“ Þegar fólk vill fá eitthvað sér- staklega gott á grillið fer það gjarnan í verslanir eins og Melabúðina. Pétur segir að þó nokkuð sé um sérpant- anir, sérstaklega þegar um fjölmenn- ari veislur sé að ræða. Þá vilji fólk oft hafa vaðið fyrir neðan sig, en yfirleitt sé allt til og því þurfi almennt ekki að hafa fyrirvara á kaupunum. „Fólk áttar sig fljótlega á því að það fær allt hjá okkur, getur gert innkaupin á Morgunblaðið/Ómar Feðgarnir í Melabúðinni Friðrik, Guðmundur, Pétur og Snorri Örn fyrir aftan kjöt- og fiskborðið. Mesta salan miðað við fermetrafjölda Það er alltaf nóg að gera í Melabúðinni við Hagamel í Reykjavík, en gera má því skóna að meira seljist af grillmat og tengdum vörum í versluninni en öðr- um sambærilegum búðum utanstórmarkaðanna. „Framleiðendur og heild- salar segja að við séum með mestu söluna miðað við fermetrafjölda,“ segir Pétur Alan Guðmundsson, einn af eigendum fjöl- skylduverslunarinnar. Pétur segir að margt hafi breyst í Melabúðinni síðan hann byrjaði fyrir um 25 árum. Grillið hafi ekki verið búið að skjóta rótum, fólk hafi einkum soðið eða bakað villta laxinn, vöruúrvalið hafi ver- ið miklu minna og almennt ekki verið mikill áhugi á grænmeti og ávöxtum. „Það opnaðist nýr heimur þegar byrjað var að flytja inn gasgrillin frá Bandaríkjunum fyrir um 20 árum. Þá varð sprenging.“ Eftir að gasgrill urðu almenn- ingseign tók sala á ferskum grill- mat eðlilega kipp. Pétur segir að upptekin venja hafi haldist og ekki aðeins í heimahúsum held- ur í sumarbústöðum og úti- legum. „Áður fór fólk mikið með kryddaða, tilbúna kjötpakka með sér í bústaðinn eða í útileg- una en nú vill fólk ferskt og nýtt hráefni í kjöti og fiski, kaldar sósur og ferskt grænmeti.“ Sprenging með gasgrillunum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.