Morgunblaðið - 18.06.2010, Síða 11

Morgunblaðið - 18.06.2010, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ | 11 Peugeot framleiddi sína fyrstu piparkvörn 1840. Verkið í kvörnunum er ennþá það áreiðanlegasta á markaðnum og ástæðan fyrir því að Peugeot býður 30 ára ábyrgð. Peugeot kvarnir fást hjá Kokku á Laugavegi 47, DUKA í Kringlunni, Pottum og prikum, Glerártorgi á Akureyri, Póley í Vestmannaeyjum, Snúðum og snældum á Selfossi og Cabo í Keflavík. Svo er auðvitað hægt að kaupa þær á kokka.is. J Ó N S S O N & L E ’M A C K S • jl .i s • S ÍA Peugeot, skoðaður til 2040 Grillað eggaldin 1 stk. eggaldin skorið langsum í 1 cm þykkar sneiðar Marinering 5 skeiðar ólívuolía 2 skeiðar balsamedik 1 hvítlaukslauf, kramið 1 skeið ferskt rósmarín (eða hálf skeið af þurru) eða annað krydd eftir smekk salt og pipar eftir smekk Grillaður kúrbítur 1 kúrbítur skorinn langsum í 1 cm þykkar sneiðar Marinering 2 skeiðar sesamolía 2 skeiðar tamarisósa eða önnur soja- sósa 2 skeiðar ferskur sítrónusafi 1 hvítlaukslauf, kramið hálf skeið karríduft fjórðungur skeiðar af svörtum pipar, eftir smekk Aðferð: Marinerið í minnst 2 tíma eða yfir nótt. Grillið þar til sneið- arnar eru mjúkar og dökkar. Ekki þörf á ídýfu!Grænmeti Girnilegt er að grilla eggaldin og kúrbít. Hollt og gott á grillið M anon Laméris er yfirkokkur á Grænum kosti á Skólavörðustíg. Hún er frá Hol- landi en hefur búið á Íslandi í þrjú ár. Hún viðurkennir fyrir blaðamanni að hún grilli ekki jafn mikið og gert er hér á landi en veit þó eitt og annað um grænmeti enda hefur hún verið grænmetisæta síðustu 20 árin. „Það kemur fólki á óvart hvað grænmeti getur verið seðjandi,“ segir Manon og leggur áherslu á að grænmeti þurfi alls ekki að vera meðlæti heldur getur það vel verið aðalréttur. Mjúkt og meinhollt Manon talar um að gott sé að grilla grænmeti sem hef- ur mjúka áferð. Hún nefnir sem dæmi paprikur, sveppi, tómata, kúrbít og eggaldin. Erfiðara getur hins vegar verið að grilla grænmeti sem er hart eins og rófur því það gæti þurft að sjóða örlítið á undan. „Grillaður hvít- laukur er til dæmis bæði góður og hollur fyrir blóðkerf- ið,“ segir Manon og talar einnig um að grillaður maís sé alltaf vinsæll. Grænmeti er hægt að leggja ýmist beint á grillið eða vefja því inn í álpappír. Hægt er að þræða skorna bita upp á spjót og jafnvel nota tófú með. Manon útskýrir að tófú sé mikið notað með grænmetisréttum en það er aðallega unnið úr sojabaunum, sítrónusafa og jafnvel þangi. Gott ráð er að frysta tófú því þegar vatnið losnar fær tófúið kjötáferð. Þá er hægt að leggja tófúið í kryddlög sem gefur því meira bragð. Brennt fer ekki á borðið Aðspurð telur Manon að um grænmeti á grilli gildi svipaðar reglur og um kjöt. Hægt er að setja það í bragð- góðan kryddlög og ef það er lagt beint á grillið verður að passa að það festist ekki við grindina. „Grillað grænmeti getur verið hollur réttur. Hins vegar getur of mikið af ol- íu dregið úr hollustunni, sérstaklega þegar olían hitnar. Auk þess þarf að passa að grænmetið brenni ekki því brenndur matur getur verið krabbameinsvaldandi,“ seg- ir Manon og bendir á að til að koma í veg fyrir að græn- metið brenni er sniðugt að setja það í álpappír eða ál- bakka þó sumt grænmeti sé alltaf betra að setja beint á grillið. Grænmetisveislur Manon virðist sem Íslendingar séu duglegir við að grilla en grilli helst kjöt. Hún nefnir að í Hollandi sé einnig grillað en þar er meiri hefð fyrir fjölbreyttu með- læti með matnum. Í hollenskum grillveislum er oft boðið upp á kartöflu- eða pastasalöt, sósur og brauð sem er gott með kjötinu en getur einnig verið seðjandi eitt og sér. „Í fjölda verslana er hægt að fá grænmetisborgara eða grænmetispylsur,“ segir Manon um úrræði fyrir grænmetisætur í grillveislum og telur að slíkur matur njóti nokkurra vinsælda hér því úrvalið virðist stækka með ári hverju. Með því að grilla grænmeti gefst hins vegar skemmtilegt tækifæri til að vera skapandi og nefn- ir Manon sem dæmi að gott sé að grilla sveppi með osta- fyllingu eða krydda grænmetið eftir smekk hvers og eins, til dæmis er hægt að nota chiliolíu eða karríkrydd til að gera matinn sterkari. Grillaðir ávextir Ásamt grænmeti geta ávextir komið til greina sem skemmtileg tilbreyting á grillið. Grillaða banana með súkkulaði þekkja eflaust margir en þá er skorið langsum í miðju bananans og súkkulaðibitum raðað í skurðinn, honum vafið í álpappír og hann lagður á grillið. Manon telur að fleiri ávextir séu góðir grillaðir. „Ananas er gott að grilla og lítið þarf að gera við hann nema mögulega skera hann í bita eða sneiðar,“ segir Manon og bætir við að ananasinn þurfi ekki að vera sætur eftirréttur heldur sé hann einnig góður með grænmeti. Þrátt fyrir að hafa ekki grillað mikið af ávöxtum nefnir Manon að grillaðar perur með gráðaosti og valhnetum gætu verið góðar auk þess sem grillaðar plómur með smávegis rommi eða öðru áfengi væri eflaust frábær eftirréttur. Magurt en matarmikið Meðlæti með grilluðu grænmeti getur verið marg- víslegt. Ef ostur er notaður við matreiðsluna verður að hafa í huga að maturinn getur orðið þungur. Því er betra að nota ídýfur sem eru léttar og byggjast á tómatgrunni frekar en þær sem gerðar eru úr rjómaafurðum. Manon mælir með ýmsum léttum jógúrtsósum s.s. tzatziki en það er grísk sósa gerð úr jógúrt, gúrkufræjum og hvít- lauk. Þá er sniðugt að bera ólífuolíu og nudda hvítlauk á brauðsneiðar til að rista á grillinu auk þess sem hægt er að baka litlar pitsur með pítubrauðum með hita grillsins. „Ég finn fyrir auknum áhuga Íslendinga á hollum mat og matreiðslu,“ segir Manon að lokum. Meðfylgjandi eru uppskriftir að grilluðu eggaldini og grilluðum kúrbít. kristel@mbl.is Grænt á grillið Morgunblaðið/Ernir Hollt er vinsælt Manon Laméris finnur fyrir auknum áhuga á hollum mat. Hún er yfirkokkur á Grænum kosti við Skólavörðustíg og er hér fyrir miðju ásamt samstarfsfólki sínu í eldhúsinu. Oftar en ekki gegnir grænmeti hlutverki meðlætis á matarborðinu og á það til að falla í skuggann af aðalréttinum. Grænmeti er hins vegar gott grillað í ýmsum útfærslum auk þess sem skemmtilegt er að grilla sæta ávexti að sumarlagi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.