Morgunblaðið - 18.06.2010, Síða 12
B
ókin Eldaðu maður! kom
út í kjölfar þess að ég fór á
matreiðslunámskeið fyrir
karlmenn,“ segir Thomas
en sú bók fékk góðar við-
tökur og seldist fljótt upp.
Thomas er kennari við Háskólann í
Reykjavík og framkvæmdastjóri
Rýmis ehf. „Ég hef grillað lengi en
þekki öll mistökin. Ég held að menn
gangi oftar en ekki til verks óund-
irbúnir og fari illa með gott hráefni.
Grillið er ekkert einfalt tæki,“ segir
Thomas en bókin Grillaðu maður!
kom fyrst út í fyrrasumar og var
heldur ekki lengi að rjúka út. Bæk-
urnar eru ætlaðar karlmönnum á öll-
um aldri og eru gefnar út af Sölku.
Þær eru væntanlegar í bókaverslanir
á ný í sumar.
Thomas talar um að í raun sé
öruggara að elda í eldhúsi heldur en
að grilla. „Fyrst og fremst snýst
þetta um rétta hugarfarið. Það er
ekki auðvelt að grilla,“ segir Thomas
og leggur áherslu á orð sín. Hann tal-
ar um að mikilvægt sé að velja gott
grill til að elda á en að hans mati segir
verðið á grilli oftar en ekki til um
gæði þess. Í framhaldi af því verði
menn jafnframt að ákveða hvort þeir
vilji gas- eða kolagrill en bókin hent-
ar báðum tegundum. Nauðsynlegt er
að hugsa vel um grillið og halda því
hreinu eins og bílnum því óhreint
grill býr ekki til góðan mat.
Að grilla er að vanda sig
Thomas segir að góður undirbún-
ingur sé lykilatriði. Hráefnið skal
gert klárt með góðum fyrirvara,
snyrt, kryddað eða lagt í kryddlög.
Mikilvægt er að fylgja reglum um
eldunartíma en Thomas nefnir að
grillun sé mikil nákvæmnisvinna. Of-
grillað kjöt er ekki hægt að afgrilla
og því hvetur hann menn til að grilla
of lítið frekar en of mikið. Það sama
gildir um krydd. „Það þarf að vanda
sig við að grilla,“ segir Thomas og
bætir við að alls ekki megi fara frá
grillinu þegar verið er að grilla því að
standa við grillið felur í sér helming-
inn af árangrinum. Of seint er að ná í
bjórinn þegar byrjað er að grilla – að
ná í bjórinn á að vera innifalið í und-
irbúningnum.
Thomas veitir einnig góð ráð varð-
andi grillveislur og matarboð. „Að
grilla snýst um stemningu. Fallegt ís-
lenskt sumarkvöld er draumarammi
utan um góða grillveislu,“ segir
Thomas en hann telur að hægt sé að
grilla hvar sem er. Grillveislur má
þannig halda við tjaldvagninn, í sum-
arbústaðnum eða úti á palli. Að-
spurður um af hverju svona góð
stemning ríki gjarnan við grillið nefn-
ir Thomas að kannski sé einhver
frummaður sem komi upp í okkur.
„Fyrir þúsundum ára var matreitt og
borðað við eld. Ég held að þetta séu
ákveðin gömul gen sem fari af stað.
Við förum svolítið til baka í tímann og
að útbúa mat við eld er öðruvísi en
allt annað,“ segir Thomas og telur
grillmenninguna á Íslandi sérstaka
með tilliti til hins stutta sumars.
Hvatning til karlmanna
Ákveðinn húmor einkennir bókina
en Thomas lýsir grillinu sem síðasta
vígi karlmanna. „Konur eru komnar í
veiði og golf auk þess sem þær eru
farnar að bóna bíla. Við ætlum ekki
að láta taka grillið af okkur,“ segir
Thomas og hvetur karlmenn til að
standa vörð um þetta síðasta vígi
þeirra. Hann telur að karlmennirnir
ættu að halda um grillstöðuna en
færa sig einnig inn í eldhúsið enda er
það sameiginlegt verkefni að elda
mat. Þar að auki veitir hann öllum
eigendum bókarinnar opinbert grill-
skírteini. Viðtökurnar hafa verið frá-
bærar og Thomas er reglulega beð-
inn um góð ráð varðandi eldhúsið og
grillið. Hann upplýsir að þriðja bókin
sé í undirbúningi. Hún fjallar um
matreiðslu á villibráð og mun því
heita Villimaður.
kristel@mbl.is
Síðasta vígi karlmannsins
Morgunblaðið/Ernir
Við grillið heima Thomas Möller með bók sína Grillaðu maður! sem notið
hefur mikilla vinsælda, en hún kemur í kjölfarið á bókinni Eldaðu maður!.
Thomas Möller er höf-
undur bókarinnar Grillaðu
maður! en hún var gefin út
í framhaldi af bókinni Eld-
aðu maður! sem naut mik-
illa vinsælda. Bókin er leið-
arvísir fyrir alla
grilláhugamenn, uppfull af
góðum ráðum og girnileg-
um uppskriftum.
12 | MORGUNBLAÐIÐ
HEINZ GRILLSVUNTUR x450
Heinz
~ sumarleikur ~
~ FJÖLDI VINNINGA Í Boði ~
NÚ FYLGIR LUKKUNÚMER ÖLLUM SELDUM
FLÖSKUM AF HEINZ TÓMATSÓSU.
Ekta góðar grillsvuntur á konur sem karla.
Grillveisla frá grillvagninum x10
Heilgrillað lambalæri
og BBQ gljáður
kjúklingur.
• Gratínkartöflur.
• Ferskt salat með fetaosti.
• Léttristað grænmeti.
• Hvítlauksbrauð.
• Gular baunir.
• Hunangssinnepssósa.
• Rauðvíns- eða púrtvínssósa.
SLÁÐU LUKKUNÚMERIÐ ÞITT INN Á NATHAN.IS/HEINZ
OG ÞÚ FÆRÐ AÐ VITA UM LEIÐ HVORT ÞÚ HAFIR UNNIÐ
EINN AF FJÖLMÖRGUM VINNINGUM Í BOÐI.
WEBER Q320 GASGRILL x2
Létt og meðfærilegt gasgrill með stórum grillfleti og tveimur ryðfríum
brennurum. Postulínsglerungshúðuð grillgrind úr pottstáli. Hitamælir í
loki. Niðurfellanlegt hliðarborð. Rafstýrður uppkveikjurofi. Ljós í
handfangi. Álbakki fyrir fitu.
Nóatún býður nú upp á tilbúnar
grillveislur sem hægt er að útbúa á
fljótlegan og þægilegan hátt. „Val-
kostirnir miðast við að hægt sé að
kaupa tilbúið kryddað kjöt eða kjöt í
kryddlegi ásamt meðlæti fyrir
hópa,“ segir Bjarni Friðrik Jóhann-
esson, rekstrarstjóri Nóatúns. Ólíkt
mörgum öðrum veisluþjónustum er
maturinn ekki afhentur heitur held-
ur sér viðskiptavinurinn um að grilla
hann sjálfur. Útfærslan er hagkvæm
og þægileg.
Heildarmáltíð
Með þjónustunni gefst viðskipta-
vinum tækifæri á að sníða grillveisl-
una eftir eigin höfði. Hægt er að
velja um ólíka aðalrétti og meðlæti,
allt eftir því hvað gestirnir vilja en
lágmarksfjöldi vegna pantana er 10
manns. „Við bjóðum upp á heildar-
máltíð og allt sem getur verið hluti
af grillveislunni,“ segir Bjarni og
bætir við að ekki sé aðeins um að
ræða aðalrétti og meðlæti heldur
einnig drykkjarföng og ýmsa for-
rétti. Veisluna er hægt að panta á
vefsíðu Nóatúns þar sem jafnframt
er hægt að greiða fyrir hana. Þar að
auki er boðið upp á heimsendingu
pantana sé þess óskað.
Bjarni segir að þessi útfærsla á
grillveisluþjónustu sé ný en viðtökur
hafa verið mjög góðar. „Við byggj-
um á áralangri reynslu við að ráð-
leggja fólki og erum mjög sterkir á
þessu sviði,“ segir Bjarni og nefnir
að grillsumarið fari vel af stað í ár. Í
byrjun sumarsins hafa grísahnakka-
sneiðar og lambalærissneiðar verið
vinsælastar í veisluna en meira selst
af grillmat þetta vorið en árið áður.
„Veisluþjónustan hentar ótrúlega
fjölbreyttum tilefnum enda er hægt
að panta veislu með stuttum fyr-
irvara,“ segir Bjarni og áréttar að
veislur sem þessar séu tilvaldar
hvort sem er í fjölskylduboðið, á
vinnustaðinn eða í HM-grillið. Þá er
tekið á móti pöntunum í stærri veisl-
ur, til dæmis fyrir brúðkaup eða
stórafmæli. „Grillið á alltaf við,“ seg-
ir Bjarni og sér fram á að grill-
veisluþjónustan muni festa sig í
sessi á næstu árum.
Veisluborð Hægt er að velja um aðalrétti og meðlæti fyrir grillveisluna.
Grillið á alltaf við