Morgunblaðið - 18.06.2010, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 18.06.2010, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ | 13 Léttur og ferskur kjúklingaborgari 2 beikonsneiðar hamborgari eða kjúklingabringa skorin í tvennt eftir endilöngu ein sneið af grillosti Gott í matinn frá MS kjúklingaskinka í sneiðum sólþurrkaðir tómatar í strimlum pestó, hrært til helminga með sýrðum rjóma spínat súrdeigsbrauð í sneiðum eða hamborgarabrauð Aðferð: Steikið beikonið á pönnu og geymið. Grillið borgarann eftir smekk eða kjúklinginn þar til hann er steiktur í gegn. Leggið ostinn ofan á borgarann þegar 1-2 mínútur eru eftir af steiking- artímanum og látið hann bráðna örlítið. Hitið brauðið á sama tíma á efri grind grillsins. Smyrjið brauðið ríflega með pestósósunni. Raðið svo borg- aranum saman. Grillmatur Kjúklingaborgari er sumarlegur réttur. Grillað að hætti MS Á vefsíðunni gottimatinn- .is er að finna fjöldann allan af uppskriftum. „Síðan fór í loftið í apríl 2009 samhliða nýrri matargerðarlínu frá MS,“ segir Guðný Steinsdóttir, markaðsstjóri Mjólkursamsölunnar. Hún nefnir að síðan sé þannig uppbyggð að notendur hennar geti safnað upp- skriftum á eigin heimasvæði og skrifað athugasemdir sínar við þær. Á gottimatinn.is er jafnframt hægt að skrá sig í uppskrifta- klúbb MS en meðlimir hans fá sendar nýjar og spennandi upp- skriftir á tveggja vikna fresti. Þá er boðið upp á að fá uppskriftir sendar með sms-i í símann. Sumarlegar uppskriftir Síðan er reglulega uppfærð og nýjum uppskriftum bætt við. „MS hefur verið í samstarfi við kokka sem aðstoða með uppskriftir,“ segir Guðný en á síðunni má auð- veldlega finna eitthvað skemmti- legt fyrir matarboð fjölskyldunnar eða smáréttaveisluna. Mikið er um sumarlegar uppskriftir sem henta vel í góðu veðri s.s. salöt og hamborgarar, grillpinnar og kald- ar sósur. Á vefsíðunni eru einnig ítarlegar upplýsingar um vörurn- ar í Gott í matinn-línunni. Þá er að finna fjölmörg og hagnýt ráð fyrir matargerð og eldhúsið, til dæmis grillráð. Að lokum er hægt að taka persónuleikapróf til að komast að því hvers konar mann- gerð þú ert í eldhúsinu. Ertu hamfarakokkur eða andlaus kokk- ur? Á síðunni ættu flestir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Grillblað fær góðar viðtökur MS gaf nýlega út Gott í matinn- grillblað sem sent var í öll hús á landinu. „Við höfum fengið gríð- arlega góðar viðtökur,“ segir Guðný og talar um að mikil vinna hafi verið lögð í blaðið en þetta er í þriðja skiptið sem Gott í matinn- blað er gefið út. Inga Elsa Berg- þórsdóttir og Gísli Egill Hrafns- son sáu um uppskriftirnar sem eru spennandi og girnilegar en meðal annars má nefna upp- skriftir að hamborgurum, kebab- pinnum, quesadillum og fleira. Grillblaðið frá MS er hægt að nálgast á heimasíðunni ásamt vor- blaðinu frá því í fyrra. Meðfylgj- andi er uppskrift að kjúklinga- borgara. Gott í grill- matinn Vefsíða Á síðunni gottimatinn.is er hægt að finna fjölda uppskrifta. Mikið er um sumarlegar uppskriftir sem henta vel í góðu veðri s.s. salöt og hamborgarar, grillpinnar og kaldar sósur Vertuklárfyrir ferðalagið! Vnr. 50632105 Ferðagrill MRGRILL ferðagasgrill, grillflötur 30x37cm, efri grind, hitadreifiplata. Þrýstijafnari og slanga fylgja ekki. Hægt að nota við flestar gerðir gaskúta. 2,6 kW. 11.990 22.900 Vnr. 50632115 Ferðagrill COMBO gasgrill með tveimur brennurum, samanbrjótanlegt með 2 hjólum og hliðarborðum. Mjög einfalt í uppsetningu. Grillflötur 42x35 cm. Stærð uppsett 104x46x33 cm, stærð samsett 10x46x87 cm. Neistakveikjari, þrýstijafnari og slanga fylgja, hitadreifiplata og lok. 3,6 kW. Einfalt í uppsetningu, samsetningu og flutningum! Gott fyrir útileguna! Vnr. 50632113 Ferðagrill ELEGANT UNION Kettle ferðakolagrill. Hægt að leggja fætur undir grillið. 6.990 Vnr. 88016002 Einnota grill Einnota grill. 490 EX PO ·w w w .e xp o. is Ódýrt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.