Morgunblaðið - 29.06.2010, Page 3
Íþróttir 3
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚNÍ 2010
Rúta, golf og glæsilegt hlaðborð
á Hraunsnefi
Glannatilboð!
Upplýsingar og pantanir
í síma 899 2694
Skemmtilegar
dagsferðir fyrir
fyrirtæki og hópa
ÍR hlaut flest stig á Meistaramóti 11-
14 ára í frjálsíþróttum sem fram fór
á Kópavogsvelli á dögunum. Keppn-
islið þeirra hlaut samtals 540,3 stig.
Í öðru sæti varð HSK/Selfoss með
522,7 stig, FH hafnaði í 3. sæti með
464,3 stig og heimamenn í Breiða-
bliki urðu í 4. sæti með 370,3 stig.
Í flokki 11 ára stelpna sigraði lið
HSK/Selfoss nokkuð sannfærandi,
en FH í flokki 11 ára stráka. Í flokki
12 ára stelpna báru Skagfirðingar
sigur úr býtum, en FH í stráka-
flokki. FH sigraði einnig í flokki 13
ára stelpna en Breiðabliksmenn í
flokki 13 ára stráka. Í flokki 14
telpna sigraði lið HSK/Selfoss en ÍR
í flokki 14 ára pilta.
Alls voru 274 keppendur skráðir
til leiks í 60 keppnisgreinum móts-
ins, en að meðaltali var hver kepp-
andi skráður til þátttöku í sex
keppnisgreinum.
Stigakeppnin var mjög jöfn og
alls hlutu 20 lið stig í keppninni sem
aftur sýnir þá miklu grósku sem eru
í frjálsíþróttum víða um land um
þessar mundir.
Öll úrslit á mótinu, bæði í ein-
staklings- og stigakeppni, er hægt
að sjá í mótaforriti á heimasíðu
Frjálsíþróttasambands Íslands,
fri.is.
Eins og sjá má á meðfylgjandi
myndum sem ljósmyndari Morgun-
blaðsins, Jakob Fannar Sigurðsson,
tók tóku keppendur hraustlega á og
lögðu sig allir fram um að gera sitt
besta. iben@mbl.is
Stekkur Dagný Lísa Davíðsdóttir frá Selfossi svífur yfir rána í hástökkinu.
Boðhlaup Leon Arnar Heitman, FH, tekur við keflinu af Brynjólfi A. Arnarssyni. Tvísýnt Símon Eldon Ívarsson úr ÍR og Hjalti Þór Ísleifsson úr Breiðabliki í hörkukeppni.
Mikil gróska í frjálsíþróttum
hjá þeim yngstu
Öruggt Thea Imani Sturludóttir úr FH kemur langfyrst í markið.
Einbeittur Kristján Ottó Hjálmsson úr Breiðabliki stekkur af krafti.
Morgunblaðið/Jakob Fannar
Fyrst Halla María Magnúsdóttir frá Selfossi með forystu í boðhlaupi en ÍR-ingarnir Opale Hlíf Siata Tausane og
Ingibjörg Dana Vignisdóttir eru nýbúnar að skipta hægra megin á myndinni.