Morgunblaðið - 01.07.2010, Page 2
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. JÚLÍ 2010
2 Viðskipti
Auður I fagfjárfestasjóður slf. hef-
ur keypt öll hlutabréf í félögunum
Yggdrasil og Veru líf af einkafjár-
magnssjóðnum Arev NI slhf. Mar-
git Robertet, framkvæmdastjóri
Auðar Capital, segir að kaup-
verðið sé trúnaðarmál. Fyrir á
Auður I félögin Maður lifandi og
BioVörur. Í tilkynningu um kaup-
in kemur fram að með kaupunum
hyggist sjóðurinn „styrkja stöðu
fyrirtækja sinna á markaði fyrir
heilsu- og lífrænt ræktaðar vörur,
ná fram aukinni hagkvæmni í
rekstri og styrkja grundvöllinn
fyrir frekari sókn í framtíðinni.
Aðspurð hvort Auður hyggist ná
fram þessari hagkvæmni með því
að sameina félög segir Margit að
það hafi ekki verið ákveðið, en
komi til skoðunar.
Í tilkynningu um kaupin segir
að Yggdrasill og Vera líf sinni
heildsölu- og smásöluverslun á líf-
rænt ræktuðum og heilsu-
samlegum vörum. „Meðal þekktra
vörumerkja sem Yggdrasill flytur
inn eru Rapunzel, Dr.Hauschka-
snyrtivörur frá Þýskalandi, Clip-
per te- og kaffivörur frá Bret-
landi, Holle-barnamatur frá Sviss
og nokkur vörumerki frá hol-
lenska fyrirtækinu Natudis sem er
eitt stærsta lífræna fyrirtækið í
Hollandi og Belgíu.
Fimmta fjárfesting sjóðsins
Um er að ræða fimmtu fjárfest-
ingu fagfjárfestasjóðsins Auðar I
sem rekinn er af Auði Capital hf.,
en sjóðurinn festi nýlega kaup á
öllu hlutafé í Tali hf.
Arev verðbréfafyrirtæki hf. var
ráðgjafi seljanda við söluna en
fyrirtækjaráðgjöf Auðar Capital
hf. ráðgjafi kaupanda.
ivarpall@mbl.is
Auður kaupir Yggdrasil
Fimmta fjárfesting fagfjárfestasjóðsins Auðar I, sem á dögunum keypti Tal
Á fyrir Maður lifandi og BioVörur Segir sameiningu munu koma til skoðunar
Halla
Tómasdóttir
Margit
Robertet
unum þeirra, að eiginfjárhlutfall þeirra færi ekki
undir 16 prósent, en lögbundið lágmark er 8 pró-
sent. Hann segir erfitt að meta það hvort einhver
bankanna fari undir þessi 8 prósent nú. Upplýs-
ingaöflun verði haldið áfram og eiginfjárþörf þeirra
metin. Samhliða eiginfjárkröfunni fór eftirlitið
fram á það við bankana að þeir sýndu fram á styrk
með því að koma sér upp sérstökum viðbragðs-
sjóðum. Þeir sjóðir eru nokkuð rýrir, en hjálpa
vissulega til gerist þeirra þörf. Hvorki Arnór né
Gunnar vildu nefna hugsanlegan kostnað banka-
kerfisins í krónum talið, né heldur hvaða banka-
stofnanir yrðu fyrir mestum skakkaföllum. Stjórn-
völdum sé í lófa lagið að takmarka það tjón. Gylfi
Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, tjáði
Morgunblaðinu það í aðdraganda úrskurðar
Hæstaréttar að það kynni að verða óhjákvæmilegt
að ríkið kæmi bönkunum til aðstoðar yrði dómurinn
þeim sérlega óhagstæður. Hann vildi þó ekki gefa
sér að svo yrði.
Stór hluti eiginfjár bankanna er hugsanlega
undir, og þeim því mikið kappsmál að tryggja sér
sem hagfelldasta niðurstöðu. Útspil Seðlabankans
og FME nú í gær veitir þeim stuðning í þeirri við-
leitni sinni að koma í veg fyrir að miðað verði við
samningsvexti gengistryggðra lánasaminga. Þar
sem tilmælin eru ekki lagalega bindandi stendur
bönkunum sú leið opin að láta reyna á einstök mál
fyrir dómstólum, telji þeir hag sínum betur borgið
þannig. Gunnar segir þetta sjálfsagðan rétt fjár-
málafyrirtækja og að Fjármálaeftirlitið ætlaði sér
ekki að hafa þann rétt af þeim.
Segja ríkið geta takmarkað
áhættu með réttum viðbrögðum
Morgunblaðið/Eggert
Einbeittir Arnór Sighvatsson og Gunnar And-
ersen leggja áherslu á að viðhalda stöðugleika.
Fylgi fjármálafyrirtæki tilmælum SÍ og FME viðhaldi það stöðugleika kerfisins og tryggi almannahagsmuni
FRÉTTASKÝRING
Einar Örn Gíslason
einarorn@mbl.is
Það er ekki hlutverk Seðlabanka Íslands að velta
því fyrir sér hvað skuldurum kann að finnast um til-
mæli bankans og Fjármálaeftirlitsins sem kynnt
voru á blaðamannafundi í gær. Þetta kom fram í
máli Arnórs Sighvatssonar, aðstoðarseðla-
bankastjóra, sem kynnti sameiginleg tilmæli stofn-
ananna tveggja ásamt Gunnari Andersen, forstjóra
FME. Arnór sagði jafnframt að meirihluti fólks
væri ekki í hópi þeirra sem eru með gengistryggðar
skuldbindingar, en sá hópur kæmi til með að bera
kostnaðinn af því ef einn hópur „fengi gjöf“. Þar var
hann að vísa til þeirrar stöðu sem upp kæmi væru
samningsvextir notaðir við útreikning endur-
greiðslu þeirra sem eru með gengistryggð lán.
Fylgdu fjármálafyrirtæki tilmælunum (um að miða
við vexti Seðlabankans) myndi það tryggja stöðug-
leika þeirra, sem væri í þágu almannahags.
Gunnar sagði Fjármálaeftirlitið hafa gert þá
kröfu til bankanna í fyrra, við mat á viðskiptaáætl-
Arnór Sighvatsson, aðstoðarseðla-
bankastjóri, sagði á blaðamanna-
fundi í Seðlabankanum í gær að
ekki mætti túlka sameiginlega yf-
irlýsingu bankans og Fjármálaeft-
irlits sem fyrirmæli til fjármálafyr-
irtækja og viðskiptavina þeirra.
Stofnanirnar tvær geta ekki gripið
til sérstakra úrræða, sé ekki farið
að tilmælunum, en Arnór og Gunn-
ar Andersen, forstjóri FME, lögðu á
það áherslu að yrði ekki farið að til-
mælunum ríkti enn mikil óvissa, og
hún væri engum í hag. Þeir hafa trú
á því að málsaðilar átti sig á því.
Þeim sé annars frjálst að semja sín
á milli um ásættanlega niðurstöðu.
einarorn@mbl.is
Morgunblaðið/Ómar
Leiðbeinandi Þeir sem ekki fara að
tilmælum sæta ekki viðurlögum.
„Tilmæli,
en ekki
fyrirmæli“
Einar Örn Gíslason
einarorn@mbl.is
Samtök fjármálafyrirtækja hvetja
stjórnvöld til að flýta því eins og auð-
ið er að eyða óvissunni sem enn ríkir
eftir tilmæli Seðlabanka Íslands og
Fjármálaeftirlitsins sem kynnt voru
í gær. Sú óvissa sé til komin vegna
þess að ekki sé ljóst hvaða lánasam-
ingar falla undir dóm Hæstaréttar
um ólögmæti gengistryggingar lána,
sem féll um miðjan júní. Samtökin
leggja áherslu á það að dómstólar
komist að niðurstöðu sem fyrst, og
að stjórnvöld ættu jafnvel að íhuga
það hvort lagasetning gæti flýtt því
ferli. En þó óvissa ríki ennþá um
hvaða lánasamningar það eru sem
falla undir tilmælin, fagna samtökin
því að þó hafi verið skorið úr um
hvernig eigi að endurreikna þau lán
sem dómurinn nær til. Þau segjast
jafnframt harma þá erfiðu stöðu sem
margir viðskiptavina aðildarfyr-
irtækja kunna að vera í vegna geng-
istryggðra lána og þeirrar rétt-
aróvissu sem um þau ríkir. Gylfi
Magnússon, efnahags- og við-
skiptaráðherra, sagði á blaðamanna-
fundi í gær að úrskurður dómstóla
gæti jafnvel legið fyrir í haust.
Talsmenn stóru viðskiptabank-
anna vildu lítið um málið segja, en
vænta má tilkynninga frá þeim á
allra næstu dögum. Þar sem þeir eru
aðilar að Samtökum fjármálafyr-
irtækja má vænta þess að þær verði
svipaðar þeirri sem samtökin sendu
frá sér í gær.
Vilja skoða lagasetningu
til að flýta dómsúrskurði
Hvetja til þess að dómsúrskurður fáist sem fyrst Harma þá aðstöðu sem við-
skiptavinir með gengistryggð lán eru margir hverjir í Viðskiptabankar þöglir
Morgunblaðið/Kristinn
Liggur á Samtök fjármálafyrirtækja vilja að það verði skoðað á næstu
dögum með hvaða hætti sé hægt að flýta niðurstöðu dómstóla um lán.
Tekjuhæsti fimmtungur banda-
rísku þjóðarinnar greiddi 68,9% af
öllum sköttum til alríkisins árið
2007. Þessi 20% þjóðarinnar öfluðu
hins vegar um 55,9% tekna fyrir
skatt. Kemur þetta fram á vefsíðu
endurskoðunarskrifstofu banda-
ríska þingsins.
Tekjulægstu 20% Bandaríkja-
manna afla samtals um 4% af heild-
artekjum, en greiða hins vegar að-
eins 0,8% af skatttekjum alríkisins.
Þau 60%, sem liggja á milli öfg-
anna tvennra, öfluðu því um 40,1%
tekna fyrir skatt, en greiddu um
30,3% af þeim skatti sem alríkið
innheimtir á ári hverju.
bjarni@mbl.is
Ríkir greiða
mest til ríkisins
Slitastjórn Kaupþings getur ekki
tekið afstöðu til krafna sem kynnu
að berast nú, eftir að kröfulýsingar-
frestur er runninn út. Greint var frá
því í Morgunblaðinu í gær að lántak-
endur, sem gerðu upp gengistryggð
lán sín við bankana fyrir fall þeirra,
gætu átt þess kost að gera kröfu í
þrotabúin á grundvelli þess að geng-
isþróun lánanna hafi verið þeim
óhagstæð. Nýlegur dómur Hæsta-
réttar um ólögmæti gengistrygg-
ingarákvæða gerði þetta kleift.
Slitastjórnin segir að þeir sem telji
sig eiga kröfu á þessum forsendum
geti látið á það reyna að lýsa henni,
þá fyrst verði tekin afstaða.
einarorn@mbl.is
Skilanefnd
tekur ekki
afstöðu
Morgunblaðið/Ómar
Kaupþing Slitastjórn hins fallna
banka tjáir sig ekki um kröfur.
Þeir sem telja sig eiga
kröfu láti á það reyna
Oddi – umhverfisvottuð prentsmiðja. Höfðabakka 7, 110 Reykjavík, sími 515 5000, www.oddi.is
Viðskiptablað Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100, netfang
vidsk@mbl.is Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is
Auglýsingar sími 5691111 netfang augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Landsprent ehf.