Morgunblaðið - 01.07.2010, Page 5
Mörgum hefur þótt
Seðlabankinn svifa-
seinn í vaxtalækkun-
um frá hruni efna-
hagslífsins haustið
2008. Vextir bankans
standa nú í 8%.
Seðlabankinn hefur
fært ýmis rök fyrir
ástæðu þess að vextir
hafa ekki lækkað
meira en raun bera
vitni. Ein röksemd
Seðlabankans hefur verið sú að
raunstýrivextir hafi verið neikvæð-
ir eða í kringum núllið frá hruninu.
Þetta hafa síðan ýmsir gripið á
lofti og haft eftir Seðlabankanum,
þ.m.t. ýmsir álitsgjafar, ráðherrar
og þingmenn. Seðlabankinn tók
upp á því eftir efnahagshrunið að
leggja aðaláherslu á 12 mánaða
sögulega verðbólgu við vaxta-
ákvarðanir sínar en ekki eigin spár
um verðbólgu næstu missera eins
og áður. Hugsanlega er þetta í
fyrsta skipti í sögunni sem pen-
ingastefna seðlabanka er byggð á
sögulegri verðbólgu en ekki vænt-
ingum um verðbólgu. En gott og
vel, á umbrotatímum er um að
gera að kanna nýjar leiðir. En við
skulum samt skoða betur hvernig
raunstýrivextir hafa verið að
þróast út frá þessu nýja vaxta-
ákvörðunartæki Seðlabankans og
hvort raunstýrivextir hafi í raun
og veru verið neikvæðir.
Myndin sýnir annars vegar upp-
safnaða raunávöxtun frá hausti
2008, og hins vegar 12 mánaða
hlaupandi raunstýrivexti frá sama
tímabili. Raunstýrivextir eru hér
mældir með því að draga uppsafn-
aða mánaðarlega verðbólgu frá
uppsöfnuðum virkum vöxtum
Seðlabankans, mælt hér sem með-
altal stýri- og innlánsvaxta Seðla-
bankans, yfir gefið tímabil.
Þannig hefur fjárfestir sem hef-
ur fengið nafnvexti í bankakerfinu
nálægt virkum vöxtum Seðlabank-
ans, sem á líklega við um flesta
stærri fjárfesta og stofnanafjár-
festa, fengið um 6,8% uppsafnaða
raunávöxtun frá hausti 2008, eða á
aðeins 21 mánaðar tímabili. Nafn-
ávöxtun tímabilsins fyrir þennan
fjárfesti hefur verið rúmlega 23%.
Jafnframt sýnir brotna línan
mögulega þróun næstu 3 mánuði
miðað við að Seðlabankinn lækki
vexti um 0,5% á vaxtafundi sínum í
ágúst og að verðbólga næstu 3
mánuði verði samtals 0,6% (sem er
nokkuð hærra en greiningaraðilar
eru að horfa fram á næstu mán-
uði). Hvort sem verðbólga verður
eitthvað meiri eða minni en það,
breytir það ekki þeirri staðreynd
að Seðlabankinn hefur aukið pen-
ingalegt aðhald töluvert síðustu
mánuði og stefnir í að svo verði
áfram nema til komi verulegar
vaxtalækkanir. Uppsöfnuð raun-
ávöxtun fyrir fyrrnefndan fjárfesti
stefnir því í að verða rúmlega 8%
frá hruni. Það gefur augaleið
hverjum sem á horfir að við þessa
gífurlega háu raunvexti eru litlar
líkur á að fjármagn leiti í nokkuð
annað en ríkisskuldabréf og inn-
lán. Spár Seðlabankans sjálfs gera
ráð fyrir að 12 mánaða verðbólga
verði í byrjun næsta árs um 2,5%.
Vonandi fer Seðlabankinn aftur að
horfa fram á veginn við vaxta-
ákvarðanir og lætur eiga sig hér
eftir að horfa eingöngu í baksýnis-
spegilinn.
Gísli Hauksson er hagfræðingur og
Agnar Tómas Möller er verkfræð-
ingur og starfa þeir hjá GAM Ma-
nagement hf. sem rekur m.a.
GAMMA verðbréfasjóðina.
» Það gefur augaleið
hverjum sem á horfir
að við þessa gífurlega
háu raunvexti eru litlar
líkur á að fjármagn leiti
í nokkuð annað en ríkis-
skuldabréf og innlán.
Agnar Tómas MöllerGísli Hauksson
Baksýnisspegillinn og vaxtaákvarðanir
Eftir Gísla
Hauksson og
Agnar Tómas
Möller 10,0%
8,0%
6,0%
4,0%
2,0%
0,0%
-2,0%
-4,0%
Uppsöfnuð raunávöxtun 12 mánaða raunvextir
Sep.
‘08
Nóv.
‘08
Jan.
‘09
Mars
‘09
Maí
‘09
Júlí
‘09
Sep.
‘09
Nóv.
‘09
Jan.
‘10
Mars
‘10
Maí
‘10
Júlí
‘10
Sep.
‘10
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. JÚLÍ 2010
Viðskipti 5
• Til sölu/leigu þessi glæsilega 4.400 fm skrifstofubygging (Heildar-
byggingin) á besta stað í Reykjavík. Auðveld kaup og möguleiki á
mjög góðri 30 ára fjármögnun fyrir allt að 80% kaupverðs. Lang-
tímaleiga kemur til greina. Hentar sérstaklega vel sem t.d. höfuð-
stöðvar öflugs fyrirtækis eða stofnunar.
• Nánari lýsing: Húsið er allt laust til sölu eða langtímaleigu frá og
með 15.09.2010. Hluti hússins til afhendingar strax. Í húsinu hafa
verið aðalskrifstofur Olís, lögmannstofur og fl. Tvær lyftur ganga frá
bílakjallara og upp á allar hæðir. Húsið er álklætt að utan og við-
haldsfrítt. Húsið er staðsett á útsýnisstað í hæðinni fyrir ofan Sunda-
höfn og stendur stakt á sérlóð. Góð aðkoma og mikið auglýsingar-
gildi.
• Hver hæð er ca 550 fm brúttó og hægt að nýta í einu eða tvennu
lagi. Tveir inngangar eru á hverja hæð. ATH. að á 7. hæð eru mötu-
neyti og eldhús með borðsal/veislusal sem hægt er að
stækka/minnka eftir þörfum.
• Húsið er á sjö hæðum og skiptist þannig að í kjallara er bílakjallari
með stæðum fyrir 30 bíla. Fyrir utan húsið er glæsileg og malbikuð
lóð með yfir 80 bílastæða fyrir starfsfólk og gesti. Á götuhæð er fal-
leg og björt hæð sem er tvískipt þ.e. báðum megin við aðalinngang
í húsið að framanverðu. Stórir gluggar og góð lofthæð. Hentar sér-
lega vel undir skrifstofur, sýningarsali og margt fleira.
• 2.-6. hæð eru fullinnréttaðar og glæsilegar skrifstofur með opnum
vin-nurýmum, lokuðum skrifstofum, eldhúskrókar og snyrtingar á
hverri hæð og í báðum endum hæðanna. Frábært útsýni er af hæð-
unum til allra átta, til sjávar, til fjalla og víða. Á efstu hæð (7. hæð)
er mötuneyti, eldhús og opnir borð-veislusalir. Frábært útsýni. Stórar
svalir.
• Innréttingar og frágangur allur er 1. flokks, parket og flísar eru á
gólfum.
SUNDAGARÐAR 2
Til sölu eða leigu öll eignin
Kirkjuhvoll - Upplýsingar veitir Karl í síma 892 0160, karl@kirkjuhvoll.is