Morgunblaðið - 01.07.2010, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. JÚLÍ 2010
9
Sértilboð á Hótel Rangá
Tvær nætur á verði einnar til 9. júlí.
Bókaðu núna!
Valið eitt af 100 bestu hótelum í Evrópu af the Sunday Times
Hótel Rangá • 851 Hella • Sími 487 5700 • hotelranga@hotelranga.is • www.hotelranga.is
Starfsfólk Hótels Heklu er þekkt fyrir hlýlega og góða þjónustu og
frábæran mat. Rúmgóður, bjartur matsalurinn tekur allt að 120
manns í sæti. Hér er íslenskt hráefni í hávegum haft í bland við
strauma og stefnur evrópskrar matargerðar.
Nú er hægt að fá skemmtileg gjafakort
á gistingu og mat á Hótel Heklu.
Tilvalið fyrir einstaklinga og fyrirtæki, sem tækifærisgjöf.
Hótel Hekla
er stórkostlegur staður
með frábærri aðstöðu fyrir þig.
Komdu sjálfum þér og vinum þínum á óvart.
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
„Það er alltaf mjög gaman að sjá
þegar skólakrakkar koma hingað,
kannski einn eða tveir bekkir saman
askvaðandi með látum inn í Perluna,
hoppandi um og ryðjast í röðinni
eins og barna er siður. Um leið og
þau fá hljóðleiðsögutækið í hend-
urnar kemur hins vegar algjört hljóð
yfir hópinn og má heyra saumnál
detta á meðan þau ganga í gegnum
safnið,“ segir Ágústa Hreinsdóttir,
framkæmdastjóri Sögusafnsins í
Perlunni.
Sagan gerð aðgengileg
Sögusafnið var opnað árið 2002 og
sýnir lykilstundir og -persónur Ís-
landssögunnar frá landnámi til siða-
skipta. „Okkur langaði að geta kynnt
sögu landsins á skemmtilegu formi,
bæði til að vekja áhuga hjá ungu
fólki og eins til að hafa eitthvað að
sýna erlendum ferðamönnum. Þjóð-
minjasafnið hafði þá verið lokað í
töluverðan tíma, og var lokað áfram
nokkuð lengi eftir að við opnuðum.
Var svo komið að erlendir gestir
kvörtuðu raunar yfir að ekki var
hægt að finna sýningu um víkingana
og menningararfinn okkar,“ segir
Ágústa sem rekur Sögusafnið með
manni sínum Ernst Backman.
„Ernst er iðnhönnuður og við höfð-
um unnið saman alveg frá því við
kynntumst fyrir 35 árum og rekið
auglýsingastofu í sameiningu. Hann
hafði lengi átt þann draum að nýta
betur menntun sína, en í náminu
lærði hann þá afsteyputækni sem við
notum til að gera stytturnar í safn-
inu.“
Hrukkur kórfélaganna
Styttur sögusafnsins greina sig
þannig frá vaxmyndasöfnunum
frægu úti í heimi að á meðan stytt-
urnar t.d. hjá Madame Tussaud eru
mótaðar úr vaxi eru kempurnar í
sögusafninu steyptar af lifandi Ís-
lendingum: „Allar hrukkur, fæðing-
arblettir og fílapenslar skila sér,
sem er það sem gerir okkar styttur
svona raunverulegar,“ útskýrir
Ágústa en fyrirmyndirnar að þjóð-
hetjum (og skúrkum) koma úr ýms-
um áttum. „Til dæmis er öll fjöl-
skyldan á safninu og maðurinn var
oft ekki mönnum sinnandi á æfing-
um hjá Karlakór Reykavíkur því
hann gat ekki staðist að virða kór-
félaga sína fyrir sér og gera sér í
hugarlund hvaða persóna úr sögu
þjóðarinnar þeir gætu verið.“
Safnið varð að veruleika þegar
Ágústu og Ernst var veittur styrkur
frá menntamálaráðuneytinu og Ný-
sköpunarsjóði. „Svo var það bara
blóð, sviti og tár sem gerði restina,“
segir hún en safnið er í dag al-
gjörlega einkarekið og nýtur ekki
nokkurra rekstrarstyrkja.“
Gestirnir þakklátir
Aðgangseyrir fyrir fullorðna án af-
sláttar er 1.500 kr., sem verður að
segjast eins og er að bliknar í sam-
anburði við mörg söfn og vaxmynda-
sýningar erlendis. „Þetta er búið að
ganga ágætlega og borga sig hægt
og sígandi. Safnið hefur fengið góðar
viðtökur og gaman að finna hvað
margir eru ofboðslega þakklátir eft-
ir komuna og hvað þeim þótti gaman
á safninu,“ segir Ágústa og áætlar
að um 80% af gestum safnsins séu
erlendir ferðamenn, og börn aðein
10% af heildarheimsóknum.
Ferðamenn vilja sjá söguna
Bæði heimamenn og erlendir gestir duglegir að sækja Sögusafnið Safnið nýtur engra rekstrarstyrkja en
gengur vel m.a. í krafti góðrar staðsetningar Byrjuð að selja styttur til útlanda enda taldar fyrsta flokks
Morgunblaðið/Jakob Fannar
Áhugi „Erlendir gestir kvörtuðu yfir að ekki var hægt að finna sýningu um víkingana,“ segir Ágústa.
Ágústa segir þau hjónin hafa
ekið vítt og breitt um borgina í
leit að hentugu húsnæði undir
safnið. Þeim þótti drauma-
staðsetningin vera í Perlunni.
„Það eru fáir sem gera sér
grein fyrir að tankarnir eru all-
ir fullir af 90° heitu vatni og
gegna mikilvægu hlutverki sem
varabirgðir höfuðborgarinnar,“
segir Ágústa. En safnið fékk til
leigu hjá Orkuveitunni 400 fer-
metra tank.
Perlan var óskastaðurinn
ekki síst vegna þess mikla fjölda
ferðamanna sem leggja þangað
leið sína. „Perlan er eitt af þess-
um kennileitum borgarinnar
sem ferðamennirnir vilja sjá og
merkileg bygging fyrir margra
hluta sakir. Árlega koma um
600.000 manns í Perluna og af
þeim fáum við á bilinu 25 til
30.000 í safnið. Við segjum gest-
um okkar alltaf frá hlutverki
tankanna sem þeim þykir mjög
merkilegt að heyra.“
Besti staðurinn
fyrir safn
Stytturnar í Sögusafninu hafa vakið athygli út fyrir landsteina og
hefur safnið nú þegar afgreitt tvær stórar pantanir til annarra
safna á Norðurlöndum. „Í bæði skiptin höfðu for-
stöðumenn frá viðkomandi stofnunum heim-
sótt safnið og orðið svona hrifnir. Þeir
hjá Nordvegen Historiesenter í Avalds-
nesi kölluðu sýninguna okkar Rollsinn í
persónugerð og pöntuðu sex persónur úr
sögu Noregs. Færeyska sögusafnið í
Vestmanna pantaði síðan 17 persónur,“
segir Ágústa. „Í tilviki Norðmannanna
sendum við þeim myndir af Íslendingum
til að velja úr og nota sem fyrirmyndir
að t.d. Haraldi hárfagra og Gyðu konu
hans, en í tilviki Færeyinganna þá
sendu þeir hóp hingað og við gerðum af
þeim afsteypur.“
Flytja út norsk
stórmenni
Ágústa segir það leitt að Sögusafnið
hafi ekki ratað inn í framboð fleiri
ferðaskrifstofa á landinu. „Hér koma
upp undir 8-10 rútur á
þeirra vegum daglega
þegar mest er á sumrin,
en það fer ekkert af því
fólki á Sögusafnið enda
varla nema 15 mínútna
klósettstopp yfirleitt,“
segir hún. „Við fáum
mest til okkar af
ferðamönnum sem
eru á eigin vegum og
augljóst að margir
koma gagngert til að
heimsækja safnið.“
Fleiri mættu
staldra við