Morgunblaðið - 01.07.2010, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 01.07.2010, Qupperneq 10
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. JÚLÍ 2010 10 Ferðamannageirinn Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is „Átak var stofnað árið 1979 og þá sem bíla- verkstæði þeirra Sigurðar Jóhannssonar og Gunnars Zebitz sem eiga fyrirtækið enn í dag. Þar kom að þeir hófu að leigja út bíla, fyrst mjög smátt í sniðum, en óx sú hlið rekstrarins jafnt og þétt. Árið 1997 tók fyrirtækið loks það skref að fást alfarið við bílaleigu,“ segir Gyða Kristín Ragnarsdóttir, sölustjóri bíla- leigunnar Átaks. Gyða segir þetta hafa verið eðlilega þró- un, og raunar margborgi sig í dag að fyr- irtækið á fullkomið bílaverkstæði, með lyftum og öllum öðrum tilheyrandi tækjum. „Í svona rekstri þarf að vera hægt að gera við hlutina jafnóðum ef eitthvað kemur upp á.“ 90% til ferðamanna Flotinn er um 90 bílar að vetri til og fer upp í um 150 bíla á sumrin, og starfa á bilinu 5-8 manns hjá bílaleigunni. „Frá júní til ágúst eru um 90% af viðskiptavinunum erlendir ferða- menn, en yfir vetrartímann eykst vægi trygg- ingafélaganna. Svo eru alltaf einhverjir utan- bæjarmenn jafnt sem borgarbúar sem vilja leigja sér bíl í bæjarferð, eða fyrirtæki sem nýta sér þennan kost fyrir ferðir starfs- manna.“ Bílaleigureksturinn hefur að sögn Gyðu gengið mjög vel þessi síðustu ár. „Sumarið í fyrra var besta árið í bransanum til þessa og mikill skortur var á bílum. Það stefndi lengi í að árið nú yrði jafnvel enn betra. Svo kom eldgosið og setti strik í reikninginn hjá öllum og á tímabili var eins og allt stoppaði. Nú hefur það gengið að miklu leyti til baka og við erum mjög sátt eins og staðan er í augna- blikinu.“ Öryggið á oddinn Mikið starf hefur verið unnið til að fræða er- lenda ferðamenn betur um akstur á íslensk- um vegum. Dæmin eru of mörg um ferða- langa sem vanmeta aðstæður og fara flatt á t.d. akstri á malarvegum eða hálendisslóðum. „Bílaleigurnar vinna saman undir væng Samtaka ferðaþjónustunnar að þessum mál- um og hafa gert margt gott undanfarin ár. Í dag notum við t.d. svokölluð stýrisspjöld, fræðandi upplýsingaspjald sem sett er á stýrið til að tryggja bæði að viðskiptavin- urinn viti um sérkenni íslenskra vega en ekki síður á hvaða vegum er öruggt eða óör- uggt að aka bíl af þeim flokki sem tekinn var á leigu,“ segir Gyða. „Við höfum átt í góðu samstarfi við Landsbjörg og Vega- gerðina og sett upp viðvörunarskilti á há- lendinu þar sem við á. Allir sem bóka bíla á netinu fá síðan senda slóð á fræðsluvef um akstursaðstæður á Íslandi.“ Afvegaleiðandi GPS-kort GPS-tæknin nýtur mikilla vinsælda hjá vi- skiptavinum Átaks en Gyða segir að sú tækni hafi reynst vel. „Þetta eru bráðsniðug tæki og hjálpa fólki að komast betur leiðar sinnar, en hins vegar er það smá vandamál að í korta- grunninn virðast vera skráðar leiðir sem eru vegarslóðar en ekki ökuleiðir. Unnið er nú að því að gera sérútgáfu fyrir bílaleigurnar. Það verður því miður sennilega ekki fyrr en næsta sumar að búið verður að uppfæra hugbún- aðinn og fjarlægja þessa slóða úr leið- sögukerfinu.“ „Ætla að sjá allt í einni ferð“  Metár í fyrra og skortur á bílum en eldgos settu strik í reikninginn hjá bílaleigunum í ár  Mikið starf hefur verið unnið til að bæta öryggi erlendra ökumanna á íslenskum vegum og fræða um aðstæður Morgunblaðið/RAX Fræðsla Gyða segir bílaleigurnar m.a. hengja fræðandi spjöld á stýrin á bílunum við afhend- ingu til að tryggja að viðskiptavinurinn lesi sér örugglega til um sérkenni íslenskra vega. Gyða segir augljóst að flestir af erlendu viðskiptavinunum fái mikið út úr ferð- inni og leigi sér ekki bíl til að ferðast innanbæjar heldur til að skoða landið. „Þeir keyra flestir gríðarlega mikið. Ef bíll hefur verið leigður í t.d. 10 daga er algengt að sjá um 350 kílómetra akstur á dag, að jafnaði. Daglegi aksturinn er síðan meiri yfir styttri leigutíma,“ segir hún. „Mig grunar að margir séu búnir að skipuleggja Íslandsferðina sína lengi og ætli sér að sjá allt í einni ferð.“ Bílarnir mikið notaðir Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Það eru óhætt að kalla Hótel Búðir sögulega stofnun. „Sumarið 1948 hófst hótelrekstur hérna, og árið 1956 kemur Lóa Kristjánsdóttir til sögunnar og öðlast hótelið vissa frægð undir hennar stjórn sem vin- sæll áfangastaður íslenskrar elítu og listamanna,“ segir yfirkokkurinn Pétur Þórðarson sem leysir Helgu Hrund Bjarnadóttur hótelstjóra af í barneignarfríi. Blómaskeið og bruni „Hótelið var ekki síst þekkt fyrir veglegar veislur, sem þó fóru fram án allra vínveitinga enda voru þannig veigar Lóu ekki að skapi. Árlega var haldin Búðahátíð og tjaldborg reist í kringum hótelið,“ segir Pétur sög- una. Reksturinn lagðist af 1976 en Rúnar Marvinsson ásamt fríðu föru- neyti blés nýju lífi í Búðir 1979: „Þá hefst nýtt blómaskeið og hótelið verður ekki síst þekt fyrir vandaða matargerð. Viktor Sveinsson tekur svo við 1994, og rífur reksturinn aft- ur upp eftir að hann hafði aðeins byrjað að dala.“ Það var síðan áfall fyrir alla þjóðina þegar Hótel Búðir brunnu til kaldra kola árið 2000. „En fyrsta skóflustungan að nýrri byggingu var tekin 2001 og fullur rekstur kominn af stað sumarið 2003. Þá varð til hót- el, í raun nýtt konsept, sem hélt í það besta úr gömlu stemningunni en var í allt öðrum klassa og enn meira en áð- ur lagt í þjónustu og matargerð.“ Skiptist til helminga Aðsókn að hótelinu segir Pétur að hafi aukist ár frá ári. „Yfir sumartím- ann má áætla að gestahópurinn skiptist til helminga í Íslendinga og erlenda gesti. Yfir vetrartímann er hótelið síðan mjög vinsæll áfanga- staður fyrir hópa, hvort sem um er að ræða árshátíðir eða vinnufundi, og jafnvel heilu brúðkaupsveislurnar sem fara hérna fram og spanna stundum nokkra daga,“ segir hann en á hótelinu eru 28 herbergi og fer starfsmannafjöldinn upp í um 25 manns yfir sumarið en niður í u.þ.b. 10 á veturna. Sveitasælan heillar Sennilega myndu flestir, sem ætluðu að hefja hótelrekstur í dag, líta til höfuðborgarsvæðisins í leit að stað- setningu. Pétur bendir þó á að Búðir séu gott dæmi um vel heppnað sveitahótel og bjóði staðsetningin upp á ýmsa möguleika: „Gestirnir koma hingað til að upplifa ró og kyrrð. Hérna vakir Snæfellsjökullinn yfir sveitinni og einstaklega fagurt er um að litast á sumrin. Á veturna má síðan finna hér fallegustu norður- ljósin á landinu.“ Veruleg uppbygging og nýsköp- un hefur átt sér stað í ferðaþjónust- unni á Snæfellsnesi síðustu ár og segir Pétur allt sem í boði er á nesinu styðja hvað við annað. Hann nefnir sem dæmi ný söfn sem hafa sprottið upp og nýjungar í þjóðgarðinum. „Þá hefur verið byggð ný og góð skíða- lyfta á norðurhlið fellsins. Þar má reikna með nægum snjó á meðan jökullinn hverfur ekki, og hver veit nema hægt verði að byrja fljótlega að kalla Búðir skíðahótel á veturna.“ Sveitahótelið undir Jökli  Segir endurbyggt hótelið hafa tekið það besta úr gamla hótelinu en aukið við gæðin  Íslenskir og er- lendir gestir u.þ.b. jafnmargir yfir sumartímann Aðdráttarafl Pétur leikur listir sínar í eldhúsinu en Hótel Búðir hafa frá upphafi verið þekktar fyrir góða matargerð. Aðsóknin að hótelinu hefur ekki goldið fyrir kreppuna. Pétur segir að Hótel Búðir hafi eins og önnur fyrirtæki þurft að takast á við ýmsar uppákomur vegna efnahagsástandsins og það auðveldi ekki rekst- urinn hvað aðföng hafa hækkað í verði. „Kannski er raunin sú að í stað þess að fara í helgarferð til Lundúna ákveður fólk að koma hing- að,“ segir hann. „Stöðug fjölgun er á ferðamönnum um Snæfellsnesið og einhvern veginn grunar mig að ekki verði þeir færri í sumar á meðan allt er grátt af ösku fyrir sunnan.“ Markaðsstarfið segir Pétur að sjái að mestu um sig sjálft. „Við stól- um mikið á orðsporið en minnum auðvitað á okkur reglulega í helstu fjölmiðlum. Á veturna höfum við t.d. boðið upp á vinsæla helg- arpakka.“ Ódýrara en Lundúnaferð

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.