Morgunblaðið - 01.07.2010, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 01.07.2010, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. JÚLÍ 2010 11 Farfuglaheimili, gisting í stúdíóíbúðum. Kaffihús, krambúð, markaðstorg, fornbílasýningar og alla daga eitthvað skemmtilegt. Ættarmót, starfsmannaferðir, dömuferðir og herrakvöld. Gónhóll Eyrarbakka Upplýsingar í síma 842 2550 og á www.gonholl.is Forsíðumynd eftir Sigmund úr Fálkanum 1. nóv. 1961 Líklega lang langbesti staðurinn á Íslandi fyrir hvalaskoðun... KÍKT U Á HV AL HEIMSÆKIÐ BLÍÐU RISANA Á HÚSAVÍK SUMARGJÖF - HVALASKOÐUN - Gildistími: Maí* & Júní** 2009 * Í brottfarir: 09:45 & 13:15 ** Í brottfarir: 16:45 & 20:15 2 fyrir 1 Þessi miði gildir í hefðbundna hvalaskoðunarferð með GG á Húsavík samkvæmt tímaáætlun og aðstæðum. Þú framvísar miðanum í afgreiðslu, greiðir fyrir 1 farþega og færð 2 farmiða. Njóttu vel og góða skemmtun. Sumarkveðja, Starfsfólk GG í i: Júlí & ág st 2010* *Í brottfarir 20:15 Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is „Það var aldrei markmið okkar, í sjálfu sér, að verða mjög stórir á þessum markaði. Aðalmarkmiðið var bara að veita góða þjónustu á sann- gjörnu verði,“ segir Þórir Garð- arsson, sölu- og markaðsstjóri Ice- land Excursions Allrahanda ehf. „Þannig aðstæður hafa skapast á markaðinum að tækifærin hafa verið til staðar, og við höfum verið nokkuð góðir að notfæra okkur þau.“ Fyrirtækið verður þrítugt á þessu ári og hefur frá upphafi verið að stærstum hluta í eigu fjölskyldna Þóris og Sigurdórs Sigurðssonar. „Reksturinn varð til úr sameiningu tveggja einstaklingsfyrirtækja, en við félagarnir, báðir ættaðir frá Flat- eyri við Önundarfjörð, byrjuðum okkar rúturekstur fyrir vestan og ákváðum eftir nærri 10 ár í rekstri að sameina þessi tvö litlu fyrirtæki í eitt til að vera ekki sjálfir jafnbundnir við starfsemina,“ segir Þórir. „En síðan þá hefur umfangið stækkað og stækkað.“ Alhliða ferðaþjónusta Allrahanda hefur á þessum þremur áratugum breyst úr rútubílafyr- irtæki yfir í alhliða ferðaþjónustufyr- irtæki. „Síðustu 13 árin höfum við einkum sérhæft okkur í að búa til og selja dagsferðir fyrir erlenda ferða- menn á Íslandi,“ útskýrir Þórir. „Fyrirtækið er með tæplega 50 bíla flota og eru starfsmenn um 100 á sumrin en milli 60 og 70 að vetri til.“ Reksturinn hefur verið í stöð- ugum og öruggum vexti allt frá fyrsta degi. Þórir segir fyrirtækið hafa notið góðs af þeirri fjölgun ferðamanna sem orðið hefur síðustu áratugi. „Við byrjum síðan að hasla okkur völl á dagsferðamarkaðinum 1997, enda höfðum við komið auga á að þar var gott sóknarfæri til staðar. Á þeim tíma var aðeins eitt fyrirtæki á þeim markaði og vantaði alla ný- sköpun og vöruþróun,“ útskýrir hann. „Við hófum að kynna nýjar ferðir, bæði styttri og lengri og sam- settar á ýmsa vegu. Nú er svo komið að 50 mismunandi dagsferðir eru í boði, frá hálfum þriðja tíma upp í 16 klukkustunda langferðir, og farþega- fjöldinn er á milli 70-80.000 á ári.“ Þórir segir að nýsköp- unarvinnan skýri m.a. hversu mikil starfsemin er hjá Allrahanda yfir vetrarmánuðina. „Hér áður fyrr var algengt að væri bara sumarvertíð sem stóð þá í einhverjar 8-10 vikur, en fjaraði síðan út. Eftir mikla vinnu og markaðssetningu höfum við náð að lengja ferðatímabilið verulega og veltan yfir vetrarmánuðina er miklu meiri en áður, sem aftur gerir okkur kleift að hafa fleira fólk í vinnu allt árið.“ Mikið í markaðsstarfið En viðskiptin gerast ekki af sjálfu sér og fyrirtækið fjárfestir mikið í markaðsstarfi og þá einkum erlendis. „Okkar markaðssetning er að mörgu leyti hefðbundin. Við tökum þátt í mörgum samstarfsverkefnum með ferðaþjónustufyrirtækjum og aðilum erlendis, og hleypur kostnaðurinn á tugum milljóna,“ segir Þórir sem sjálfur kveðst vera erlendis 100 daga á ári að jafnaði í markaðsferðum. „Það hefur líka haft mikið að segja hversu vel við höfum komið okkur fyrir á netinu, m.a. með fullkomnu bókunarkerfi sem skapar nýja mögu- leika fyrir endursöluaðila um leið og það eykur möguleika þeirra sem bóka til að ferðast á eigin vegum.“ Fleiri ferðast sjálfstætt Þórir bendir einmitt á að hegð- unarmynstur neytenda hafi breyst mjög mikið á ekki lengri tíma en síð- ustu 10 árum. „Þróunin hefur m.a. verið sú að færast frá skipulögðum hópferðum þar sem allt er innifalið og gestirnir leiddir alla leið, yfir í það sem kalla má „do it yourself“- ferðamennsku þar sem ferðamað- urinn skipuleggur og setur saman sína ferð sjálfur.“ Sjálfstæðar ferðir af því tagi segir Þórir að geti hjálpað fólki að spara eða sníða ferðina algjörlega að sínum þörfum og óskum. „En hafa þarf í huga að í svokölluðum alferð- um njóta ferðamenn mjög víðrar neytendatryggingar svo líkja má við að vera bæði með belti og axlabönd. Það er gott að ferðalangar hafi það alltaf bak við eyrað að út um allan heim eru menn að selja ferðaþjón- ustu sem síðan reynist ekki standa undir nafni.“ 50 ólíkar dagsferðir fyrir 80.000 farþega  Gullni hringurinn langvinsælasta dagsferðin hjá ferðamönnum  Huga þarf að gæðum og öryggi í íslenskri ferðaþjónustu og bregðast við óvönduðum rekstri Morgunblaðið/Jakob Fannar Aukning „Eftir mikla vinnu og markaðssetningu höfum við náð að lengja ferðatímabilið verulega,“ segir Þórir Garðarson um reksturinn. Þórir hefur af því áhyggjur að óvandaður ferðaþjónusturekstur fái að viðgangast. „Svo virðist sem á krepputímum spretti upp alls kyns ný fyrirtæki og sum þeirra því miður á vegum aðila sem hafa ekki þekkinguna sem þarf til að veita þjónustu af því öryggi og þeim gæðum sem við viljum að ferðamenn á landinu okkar upplifi,“ segir hann. „Ég hef sérstakar áhyggjur af því að ferðamenn geti lent í slysum vegna slakra öryggiskrafna, og slæmt að opinberir aðilar virðast nær mátt- og úrræðalausir þegar kemur að því að stemma stigu við starfsemi sem er í algjöru ólagi og jafnvel leyfislaus.“ Til mikils er að vinna að ekki verði kastað rýrð á orðspor ferðamannaiðnaðarins enda, eins og Þórir bendir á, aflaði þessi geiri atvinnulífsins gjaldeyri fyr- ir um og yfir 150 milljarða á liðnu ári. „Ákveðin vakning hef- ur átt sér stað um mikilvægi ferðaþjónustu fyrir bæði at- vinnulífið og gjaldeyristekjur þjóðarbúsins. Áhrifanna gætir líka víðar og er skemmst að minnast fundar verslunarmanna í miðbænum á dögunum þegar þeim var hætt að lítast á hvað verslanir voru tómar vegna rösk- unar á flugsamgöngum. Kom þá í ljós hvað ferðmenn voru mik- ilvægir viðskiptavinir,“ segir Þórir og bætir glettinn við: „Ég man hér áður fyrr þegar ég var spurður hvað ég gerði, að ég svaraði að ég ynni við ferðaþjón- ustu. Þá var oft spurt að bragði hvað ég gerði þá annað til að sjá mér farborða. Ég fæ ekki svo- leiðis spurningar lengur.“ Þarf að vakta gæðin Þrátt fyrir heimskreppu og eldgosahrinu segir Þórir að reksturinn hafi haldið ágætum dampi. „Stöðug aukning hefur verið milli ára þessi síðustu átta ár. Það hægði aðeins á undanfarnar sex vikur en framtíðarbókanir benda til þess að góð aukning verði það sem eftir er af árinu,“ útskýrir hann. Engar sérstakar breytingar má greina í smekk ferðamanna og vöxt- urinn nokkuð jafn í öllum gerðum dagsferða sem spanna allt frá hefð- bundnum rútuferðum með leiðsögumönnum yfir í ísklifur, jeppaferðir, köfunarævintýri og þeysireið á snjósleðum. „Aukningin er þó af ein- hverjum sökum minnst í ferðum um Suðurland, þ.e. austur fyrir Hvols- völl. Erfitt er að segja til um með vissu hvort það er út af hræðslu við ösku eða eitthvað annað.“ Gullni hringurinn svokallaði er og verður langvinsælasta ferðin. „Gam- an er að nefna að þegar við byrjuðum var aðeins eitt annað fyrirtæki með ferðir til Þingvalla, Gullfoss og Geysis og fór þá þrisvar í viku yfir vet- urinn. Nú er svo komið að bæði við og stærsti samkeppnisaðlinn förum tvær ferðir á dag yfir veturinn og þrjár ferðir á dag yfir sumarið.“ Stefnir í gott sumar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.