Morgunblaðið - 09.07.2010, Síða 4
4 Íþróttir
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JÚLÍ 2010
KNATTSPYRNA
Pepsí-deild karla
Úrvalsdeildin, 11. umferð:
Breiðablik – Stjarnan.............................. 4:0
Alfreð Finnbogason 47.(víti), 55.(víti), 76.,
Haukur Baldvinsson 83.
Valur – Haukar........................................ 2:2
Ian Jeffs 45., Sigurbjörn Hreiðarsson 74. –
Hilmar Geir Eiðsson 25., Arnar Gunn-
laugsson 57.
ÍBV – Keflavík ......................................... 2:1
Andri Ólafsson 32., Eiður Aron Sigur-
björnsson 90. – Magnús Þ. Matthíasson 45.
Rautt spjald: Guðjón Árni Antoníusson
(Keflavík) 90.
Grindavík – Selfoss ................................. 1:1
Grétar Ólafur Hjartarson 23. – Jón Daði
Böðvarsson 57.
FH – Fram ................................................ 4:1
Atli Guðnason 8., Pétur Viðarsson 30.,
Björn D. Sverrisson 52., Atli Viðar Björns-
son 64. – Almarr Ormarsson 48. Rautt
spjald: Kristján Hauksson (Fram) 90.
Staðan:
Breiðablik 11 7 2 2 26:13 23
ÍBV 11 7 2 2 18:9 23
Keflavík 11 5 4 2 12:11 19
FH 11 5 3 3 20:17 18
Valur 11 4 5 2 19:17 17
Fram 11 4 5 2 18:16 17
Stjarnan 11 3 4 4 20:19 13
KR 10 3 3 4 14:15 12
Fylkir 10 3 3 4 18:20 12
Selfoss 11 2 2 7 13:21 8
Grindavík 11 2 1 8 11:21 7
Haukar 11 0 6 5 12:22 6
1. deild karla
KA – Þór ................................................... 0:2
Jóhann Helgi Hannesson 63., 69.
Staðan:
Leiknir R. 9 6 1 2 15:7 19
Víkingur R. 9 6 1 2 16:9 19
Þór 9 5 3 1 18:9 18
ÍR 10 5 3 2 15:16 18
Fjölnir 9 4 3 2 17:11 15
HK 9 3 3 3 11:12 12
ÍA 9 3 2 4 14:14 11
Fjarðabyggð 9 3 1 5 12:17 10
Þróttur R. 10 3 1 6 12:17 10
KA 9 2 3 4 11:16 9
Njarðvík 9 2 2 5 7:13 8
Grótta 9 1 1 7 10:17 4
2. deild karla
Víðir – Víkingur Ó................................... 1:2
Björn B. Vilhjálmsson 48. – Tomasz Luba
88., Þorsteinn Már Ragnarsson 90. Rautt
spjald: Gísli Örn Gíslason (Víði) 90.
Víkingur Ó 10 8 2 0 27:12 26
BÍ/Bolungarvík 9 6 1 2 18:7 19
Höttur 9 5 1 3 13:10 16
Hvöt 9 4 3 2 15:11 15
Afturelding 9 4 2 3 16:16 14
KS/Leiftur 9 4 2 3 18:19 14
Völsungur 9 3 4 2 13:10 13
Reynir S. 9 3 2 4 22:20 11
Hamar 9 3 1 5 7:19 10
Víðir 10 3 0 7 18:19 9
ÍH 9 2 0 7 6:16 6
KV 9 0 2 7 8:22 2
3. deild karla A
KFG – Björninn........................................ 1:0
KFR – Markaregn ....................................2:1
Hvíti riddarinn – Árborg ......................... 0:6
Árborg 8 7 1 0 27:4 22
KFG 8 5 2 1 19:9 17
Álftanes 7 5 0 2 13:12 15
Sindri 7 4 1 2 20:11 13
Markaregn 8 3 0 5 11:15 9
Björninn 8 2 1 5 9:11 7
KFR 8 1 1 6 9:20 4
Hvíti riddarinn 8 1 0 7 9:35 3
3. deild karla B
KFK – Berserkir ...................................... 1:2
Vængir Júpíters – Ægir ...........................0:1
Berserkir 7 6 1 0 18:4 19
Ægir 7 3 2 2 17:17 11
KFS 6 3 1 2 22:18 10
KFK 6 2 2 2 15:11 8
Þróttur V. 5 2 1 2 14:9 7
Vængir Júpíters 7 2 1 4 10:17 7
Afríka 6 0 0 6 6:26 0
3. deild karla C
KB – Augnablik ........................................ 7:0
Ýmir – Léttir............................................. 4:2
KB 7 5 0 2 21:5 15
Tindastóll 6 5 0 1 20:4 15
Skallagr. 6 3 2 1 12:11 11
Ýmir 7 2 3 2 16:19 9
Léttir 7 2 2 3 16:18 8
Grundarfjörður 6 1 1 4 7:19 4
Augnablik 7 1 0 6 13:29 3
3. deild karla D
Magni – Dalvík/Reynir .............................1:2
Dalvík/Reynir 7 6 1 0 23:4 19
Leiknir F. 6 3 2 1 14:8 11
Einherji 6 3 0 3 12:12 9
Draupnir 6 2 1 3 14:19 7
Magni 6 2 1 3 8:13 7
Huginn 5 2 0 3 9:7 6
Samherjar 6 0 1 5 4:21 1
1. deild kvenna A
Álftanes – Þróttur R. ............................... 0:8
Staðan:
Þróttur R 8 8 0 0 49:4 24
Keflavík 6 5 0 1 27:6 15
HK/Víkingur 6 4 0 2 10:7 12
Tindast./Neisti 6 2 0 4 6:8 6
Völsungur 6 2 0 4 9:12 6
Draupnir 6 1 0 5 3:38 3
Álftanes 6 0 0 6 5:34 0
Laugardalsvöllur, forkeppni Evr-
ópudeildar UEFA, 1. umferð, síðari leik-
ur, fimmtudag 8. júlí 2010.
Skilyrði: Hægviðri, glaðasólskin og 16
stiga hiti. Völlurinn flottur.
Skot: Fylkir 9 (5) – Torpedo 12 (7).
Horn: Fylkir 6 – Torpedo 7.
Lið Fylkis: (4-5-1) Mark: Andrew Bazi.
Vörn: Kjartan Ágúst Breiðdal (Tómas
Þorsteinsson 70.), Kristján Valdimars-
son, Þórir Hannesson, Andri Þór Jóns-
son. Miðja: Jóhann Þórhallsson, Ás-
geir Börkur Ásgeirsson, Ásgeir Örn
Arnþórsson (Andri Hermannsson 84.),
Albert Brynjar Ingason (Friðrik Ingi
Þráinsson 70.), Andrés Már Jóhann-
esson. Sókn: Pape Mamadou Faye.
Lið Torpedo: (4-4-2) Mark: Vladimir
Bushma. Vörn: Júri Ostroukh, Valeri
Karshakevich, Sergei Kontsevoi, Ant-
on Brusnikin (Artem Solovei 75.).
Miðja: Andrei Kazarin (Dimitry Hintav
83.), Aleksei Martinets, Artur Levitski,
Aleksei Kozlov. Sókn: Denis Karolik
(Ilya Aleksievich 68.), Ígor Krivobok.
Dómari: Slavko Vincic, Slóveníu – 4.
Áhorfendur: 658.
Torpedo áfram, 6:1 samanlagt.
Fylkir – Torpedo Zhodino 1:3
Á VELLINUM
Ívar Benediktsson
iben@mbl.is
Fylkismenn léku eflaust einn af sínum
betri leikjum í sumar þegar þeir
mættu Torpedo Zhodino frá Hvíta-
Rússlandi öðru sinni í fyrstu umferð
forkeppni Evrópudeildar UEFA í
knattspyrnu á Laugardalsvelli. Það
dugði ekki til því það voru gestirnir
sem skoruðu þrjú mörk gegn aðeins
einu frá leikmönnum Fylkis. Árbæj-
arliðið er þar með fallið úr keppni en
staða þess fyrir leikinn í gær var veik
eftir 3:0 tap ytra í síðustu viku.
Þrátt fyrir vonlitla stöðu gerðu leik-
menn Fylkis hvað þeir gátu til að rétta
af kúrsinn eftir tapið í Hvíta-
Rússlandi. Nokkrar breytingar voru á
hefðbundinni uppstillingu Fylkisliðs-
ins. Ólafur Stígsson, Valur Fannar
Gíslason og Ingimundur Níels Ósk-
arsson voru til að mynda ekki í leik-
mannahópnum að þessu sinni og Fjal-
ar Þorgeirsson markvörður sat á
meðal varamanna. Ástralinn Andrew
Bazi tók stöðu Fjalars í markinu. Ung-
ir leikmenn fengu tækifærið og sumir
nýttu það vel, aðrir síður og nokkrir til
viðbótar komu inn á sem varamenn.
Leikmenn Fylkis byrjuðu leikinn af
krafti á iðjagrænum Laugardalsvell-
inum í blíðviðrinu.
Hvít-Rússarnir voru hinsvegar
skeinuhættir og áttu sína spretti fram-
an af leik án þess þó að veruleg hætti
skapaðist upp við mark Fylkismanna.
Ísinn var brotinn á 32. mínútu þegar
Pape Mamadou Faye kom Fylki yfir
þegar hann skoraði úr vítaspyrnu.
Hún var dæmd eftir að fótunum var
sópað undan Andrési Má Jóhannssyni,
besta manni Fylkis í leiknum.
Eftir markið reyndu leikmenn
Fylkis að láta kné fylgja kviði og bæta
við marki en vantaði herslumuninn.
Óþarfa tap hjá Fylki
Ódýr mörk tryggðu FC Torpedo sigur Fylkir er úr leik
Búið Tómas Þorsteinsson, leikmaður F
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
KR-ingar voru ekki í teljandi vand-
ræðum með að tryggja sér sæti í 2.
umferð Evrópudeildar UEFA í gær-
kvöld. Þeir gerðu þá jafntefli, 2:2, við
Glentoran í Belfast þrátt fyrir að vera
manni færri í 35 mínútur eftir að
Skúli Jón Friðgeirsson fékk rauða
spjaldið. KR vann fyrri leikinn, 3:0, og
því 5:2 samanlagt, og mætir Karpaty
Lviv frá Úkraínu í 2. umferð.
Jimmy Callacher kom Glentoran yf-
ir á 22. mínútu með skalla af markteig
eftir fyrirgjöf frá vinstri. Kjartan
Henry Finnbogason jafnaði fyrir KR
mínútu fyrir hlé, stýrði þá boltanum í
netið eftir að Björgólfur Takefusa
skaut að marki uppúr aukaspyrnu,
1:1.
KR náði forystunni á 54. mínútu.
Björgólfur átti skot, markvörðurinn
varði en boltinn fór af Johnny Black
varnarmanni Glentoran og í netið, 1:2.
Strax í sókn fékk Glentoran víta-
spyrnu og Skúli Jón Friðgeirsson
rauða spjaldið fyrir brotið. Gary Ha-
milton jafnaði úr spyrnunni, 2:2. En
manni fleiri náðu leikmenn Glentoran
ekki að knýja fram sigur og Lars Ivar
Moldskred varði mark KR nokkrum
sinnum mjög vel seinni hluta leiksins.
Glentoran hefði þurft að vinna með
fjórum mörkum til að fara áfram og
það var aldrei inni í myndinni. „Nei, í
rauninni ekki, en þeir skoruðu þó
mark snemma og staðan var 1:0 í
nokkurn tíma. Við vorum full-
varnarsinnaðir í fyrri hálfleiknum,
gerðum oft mikið af því að spyrna
boltanum fram í stað þess að halda
honum. En eftir að Kjartan jafnaði í
lok hálfleiksins vorum við með öll tök
á þessu,“ sagði Logi Ólafsson þjálfari
KR við Morgunblaðið eftir leikinn.
„Eftir að við náðum forystunni var
þetta síðan aldrei spurning. Þeir jöfn-
uðu reyndar strax og við misstum
Skúla útaf með rautt spjald, en eftir
Í loftinu Björgólfur Takefusa sóknarmaður KR-inga í baráttu við Sean Ward, leikma
Höfðum öll
Skúli Jón rekinn af velli í Belfast Mann
við Glentoran KR mætir Karpaty Lviv frá
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
KR-ingar taka á móti úkraínska lið-
inu Karpaty Lviv í 2. umferð Evr-
ópudeildar UEFA á fimmtudaginn
kemur, 15. júlí, á KR-vellinum. Þetta
varð ljóst um leið og þeir höfðu sleg-
ið norður-írska liðið Glentoran út í
Belfast gærkvöld en Karpaty sat hjá
í fyrstu umferð keppninnar. Seinni
leikur liðanna fer fram í Úkraínu
fimmtudaginn 22. júlí.
Karpaty endaði í fimmta sæti
úkraínsku A-deildarinnar í fyrra, á
eftir Shakhtar, Dynamo Kiev, Me-
talist og Dnipro. Liðið er frá Lviv,
sögulegri borg vestast í landinu, rétt
við pólsku landamærin, en þar búa
um 735 þúsund manns og hún er
metin besta borg Úkraínu hvað lífs-
skilyrði varðar, ásamt því að vera ein
helsta menningarmiðstöð landsins.
Fræg borg í sögu Póllands
Lviv tilheyrði Póllandi fram að
síðari heimsstyrjöldinni þegar Sov-
étmenn lögðu hana undir sig. Í borg-
inni, sem þá hét Lwów, var háður
fyrsti knattspyrnuleikur í Póllandi
árið 1894, þar var stofnað fyrsta at-
vinnuknattspyrnulið Póllands árið
1903 og þar var pólska knattspyrnu-
sambandið stofnað árið 1911.
Keppnistímabilið í Úkraínu er að
hefjast og Karpaty mætir Dnipro í
fyrstu umferðinni á laugardaginn.
Karpaty hefur fengið til sín fimm
nýja leikmenn fyrir komandi leiktíð,
m.a. tvo Brasilíumenn, miðjumann-
inn Nenu og varnarmanninn Danilo
Avelar. Liðið er m.a. með tvo Serba,
Nígeríumann, Eista og þriðja Bras-
ilíumanninn í sínum röðum.
Karpaty leikur á Ukraina Stadium
í Lviv, 28 þúsund manna leikvangi
sem var opnaður árið 1963, sama ár
og félagið var stofnað. Í borginni er
nú verið að reisa nýjan leikvang
vegna úrslitakeppni EM sem verður
haldin í Úkraínu og Póllandi árið
2012.
Karpaty hefur aldrei unnið titla í
Úkraínu en varð sovéskur bikar-
meistari árið 1969. Þá lék liðið í B-
deild í Sovétríkjunum en fór upp árið
eftir og var þar í sjö ár. Frá stofnun
úkraínsku deildakeppninnar árið
1991 hefur liðið leikið í A-deildinni,
að tveimur árum undanskilum, og
best náð þriðja sæti árið 1998.
Karpaty tekur nú þátt í Evrópu-
keppni í þriðja sinn og í fyrsta sinn í
ellefu ár. Síðast var liðið slegið út
síðsumars 1999 af Helsingborg frá
Svíþjóð í vítaspyrnukeppni eftir að
liðin skildu jöfn, 1:1, í báðum leikj-
unum.
Leiftur fór til Úkraínu og
Skagamenn til Kiev
Þetta verður í annað sinn sem ís-
lenskt lið leikur í Úkraínu í Evr-
ópukeppni. Leiftur mætti Vorskla
Poltava í Intertotokeppninni 1998 og
vann fyrri leikinn í Ólafsfirði, 1:0.
Úkraínumönnunum var dæmdur
sigur þar sem Ólafsfirðingum láðist
að skrá einn leikmann á leikskýrslu.
Vorskla vann svo seinni leikinn, 3:0.
Skagamenn fóru reyndar á sömu
slóðir árið 1975 og léku við Dynamo
Kiev, eitt besta lið Evrópu á þeim ár-
um, en þá var Úkraína hluti Sov-
étríkjanna. Dynamo vann 2:0 á möl-
inni á Melavellinum og 3:0 í Kiev.
KR-ingar heim-
sækja leikstað
á EM 2012
Mæta Karpaty Lviv næst Úkra-
ínskt lið í sögufrægri pólskri borg