Morgunblaðið - 09.07.2010, Page 6

Morgunblaðið - 09.07.2010, Page 6
6 Íþróttir MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JÚLÍ 2010 Á VELLINUM Stefán Stefánsson ste@mbl.is Stinningskaldinn í Grindavík spilaði rullu þegar Selfoss kom í heimsókn í gærkvöldi því það var eins og liðin hefðu aldrei spilað í vindi. Heima- menn byrjuðu með vindinn í bakið og fengu mark en sama gerðist eftir hlé svo liðin fengu sitt stigið hvort eftir 1:1 jafntefli. Grindvíkingar sóttu án afláts til að byrja með og fengu mörg færi áður en Grétar Ólafur Hjartarson skoraði. Það dugði hinsvegar til að ræsa Sel- fyssinga sem fóru að brjótast inn í leikinn. Með vindinn í bakið hófu gestirnir að sækja stífar og fengu smjörþef af marki þegar þrumuskot Guðmundar Þórarinssonar small í slánni. Þeir uppskáru síðan mark en eins og í fyrri hálfleik dugði það til að koma Grindvíkingum aðeins í gang en mörkin létu á sér standa. Grindvíkingar voru mjög sprækir í byrjun með vandaðar sóknir sem skiluðu færum en það þurfti Grétar Ólaf til að sýna þeim hvernig á að skora. Fram að því hafði hann verið seigur við að fóðra Gilles í framlín- unni. Orri Freyr Hjaltalín var líka kominn í vörnina og stóð sig betur þar en hann hefur gert sem miðju- maður og náði að halda Sævari Þór Gíslasyni, hinum skæða framherja Selfoss, vel niðri. „Ég segi svona bara allt þokkalegt um þennan leik,“ sagði Orri Freyr, fyrirliði Grindavíkur, eftir leikinn. „Við áttum að vera búnir að gera út um leikinn eftir fyrstu þrjátíu mín- úturnar en því miður náðum við ekki öðru marki til að drepa leikinn og það er alltaf hættulegt að spila gegn svona roki og Selfoss bara refsaði okkur.“ Fyrirliðinn lék nú í vörninni en hefur að undanförnu oftar spilað á miðjunni. „Mér er nokkuð sama hvar ég spila á vellinum, þetta er allt sama baslið,“ bætti Orri Freyr við. „Við lít- um á þennan leik í dag sem tapaðan því við þurftum þrjú stig. Við eigum næsta leik gegn Stjörnunni og það er líka feikilega mikilvægur leikur en þá þýðir ekkert að vera að spila vel en fá ekkert út úr því – það verður að fara að taka einhver stig. Við höfum spil- að þokkalega í síðustu leikjum og vorum óheppnir á móti KR í síðasta leik en við áttum klárlega að vinna þennan leik í dag. Ég taldi einhver sjö eða átta dauðafæri í fyrri hálfleik og þau hljóta að fara að verða að mörkum.“ Selfyssingar voru ekki viðbúnir í byrjun og guldu fyrir það, tóku þá loks við sér en voru ekki nógu beittir í sóknum sínum, svo hægir að Grind- víkingum tókst að stilla upp vörninni. Sitt stigið hvort í rokinu  Grindvíkingar náðu að halda einu stigi í kaflaskiptum leik gegn Selfossi, sem fékk stig eftir sex leikja bið  Liðin eftir sem áður hlið við hlið í botnslag Ljósmynd/Víkurfréttir Hættulegur Gilles Mbang Ondo Grindvíkingur brunar í átt að marki Selfoss en Guðmundur Þórarinsson og Agnar Bragi Magnússon eru til varnar. Sævar Þór Gíslason, fyrirliði Sel- foss, var ekki sáttur við það hvern- ig hans menn byrjuðu gegn Grinda- vík í gærkvöldi en þó sáttur við framhaldið. „Við vorum bara ekki ennþá komnir til Grindavíkur svo þetta var erfitt í fyrri hálfleik. Ég veit ekki hvort menn voru farnir að bíða eftir því að komast í seinni hálfleik og hafa þá vindinn í bakið en það er hreinlega ekkert auðveld- ara. Við vöknuðum samt aðeins í lok fyrri hálfleiks en svo var seinni hálfleikur alger einstefna hjá okk- ur og við vorum í raun klaufar að gera ekki út um leikinn. Það var þá klaufaleg rang- staða en svo var líka tekið af okk- ur mark sýnist mér, við getum skoðað það betur í sjónvarpinu seinna. Við erum pínu svekktir með að gera ekki út um leikinn og taka stigin þrjú því við vorum betra liðið í heildina. Stigið var samt kærkomið því ég held að flestir séu búnir að afskrifa okkur. Í síðasta leik okkar gegn Breiðabliki var allt á uppleið en í þessum leik var að duga eða drep- ast, það getur verið að þess vegna hafi verið einhver spenningur í mannskapnum en við erum komnir með stig eftir þennan leik og ætlum að halda áfram að safna þeim. Auð- vitað er alltaf hægt að tala um reynsluleysi og skýla sér á bak við það en þetta er ævintýri og enginn uppgefinn í okkar hóp. Mórallinn og samstaðan er alveg frábær en ef við mætum ekki í réttum gír fer ekki vel. Þetta er þó upp á við og menn að komast í takt,“ sagði Sæv- ar Þór. ste@mbl.is Klaufar að gera ekki út um leikinn Sævar Þór Gíslason 1:0 23. Páll Guðmundsson gafupp hægri kantinn á Grét- ar Ólaf Hjartarson. Þegar hann var rétt kominn inn í vítateig kom Jó- hann Ólafur Sigurðsson markvörð- ur á móti en Grétar vippaði bolt- anum yfir hann í autt markið. 1:1 57. Horn Guðmundar Þór-arinssonar frá hægri, bolt- inn sveif í stóran boga að vinstri stönginni þar sem Jón Daði Böðv- arsson skallaði í markið. Auðun Helgason varnarmaður Grindvík- inga reyndi að koma boltanum frá markinu en náði bara að skalla upp í þaknetið. I Gul spjöld:Jósef (Grindavík) 61. (brot). I Rauð spjöld: Enginn. MMM Enginn. MM Enginn. M Auðun Helgason (Grindavík) Orri Freyr Hjaltalín (Grindavík) Jósef K. Jósefsson (Grindavík) Grétar Ó. Hjartarson (Grindavík) Gilles Mbang Ondo (Grindavík) Agnar Bragi Magnússon (Selfossi) Ingólfur Þórarinsson (Selfossi) Guðmundur Þórarinsson (Selfossi) Jón Daði Böðvarsson (Selfossi) Jón Guðbrandsson (Selfossi) Stefán R. Guðlaugsson (Selfossi)  Grindvíkingar áttu fjögur ágæt færi áður en þeim tókst að skora á 23. mínútu.  Selfyssingurinn Guðmundur Þórarinsson átti þrumuskot úr aukaspyrnu sem small í slánni og eftir darraðardans kom Selfoss boltanum í markið en það stóð ekki vegna rangstöðu.  Jónas Þórhallsson varaformaður knattspyrnudeildar Grindavíkur mætti í ljósblárri peysu á leik sinna manna gegn Selfossi því hann mundi eftir því að hafa verið í henni í báðum sigurleikjum Grindvíkinga. Þegar lið er í botnsæti er allt tínt til. Jónas sagði eftir leikinn að það væri þó ekki gat á peysunni eftir leikinn og taldi líklega en ekki að hann mætti aftur á leik í henni.  Jón Daði Böðvarsson skoraði marki Selfoss í 1:1 jafntefli gegn Grindavík í gærkvöldi en hafði meiri áhuga á að ræða hvernig liðið stóð sig. „Ég er sáttur en líka ósátt- ur því við vorum hreinlega ekki mættir í fyrri hálfleikinn og höfum engin efni á því, við verðum að vera góðir í níutíu mínútur en ekki bara í seinni hálfleik, sem mér fannst reyndar mjög góður hjá okkur. Við fáum þó stig út úr þessum leik, sem er mikilvægt og betra en ekki neitt. Þetta hefur ekki dottið með okkur og við verðum bara að halda áfram að safna stigum því það er mikið eftir af mótinu. Við ætlum ekki að detta aftur í tapleiki, ekki bara vinna einn og tapa svo næsta,“ sagði Jón Daði eftir leikinn.  Morgunblaðið gefur leikmönnum einkunn fyrir frammistöðu sína. Eitt M fyrir góðan leik, tvö M fyrir mjög góðan leik og þrjú M fyrir frá- bæran leik.  Dómarar fá líka einkunn fyrir frammistöðu sína, frá 1 til 6. Þetta gerðist í Grindavík Grindavíkurvöllur, Pepsi-deild karla, 11. umferð, fimmtudag 8. júlí 2010. Skilyrði: Norðaustan stinningskaldi, þurrt og sól. Hiti um 13 stig. Skot: Grindavík 11 (6) – Selfoss 8(5). Horn: Grindavík 3 – Selfoss 6. Lið Grindavíkur: (4-4-2) Mark: Rúnar Þór Daníelsson. Vörn: Loic Mbang Ondo, Auðun Helgason, Orri Freyr Hjaltalín, Jósef Kristinn Jós- efsson. Miðja: Scott Ramsay (Alex- ander Magnússon 83.), Jóhann Helgason, Matthías Örn Friðriksson, Páll Guðmundsson (Óli Baldur Bjarnason 61.). Sókn: Gilles Mbang Ondo, Grétar Ólafur Hjartarson. Lið Selfoss: (4-4-2) Mark: Jóhann Ólafur Sigurðsson. Vörn: Stefán Ragnar Guðlaugsson, Kjartan Sig- urðsson, Agnar Bragi Magnússon, Guðmundur Þórarinsson. Miðja: Ingólfur Þórarinsson (Arilíus Mar- teinsson 71.), Jón Guðbrandsson (Andri Freyr Björnsson 83.), Einar Ottó Antonsson, Jón Daði Böðv- arsson. Sókn: Sævar Þór Gíslason, Davíð Birgisson. Dómari: Erlendur Eiríksson - 4. Áhorfendur: 778. Grindavík – Selfoss 1:1

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.