Morgunblaðið - 09.07.2010, Síða 7

Morgunblaðið - 09.07.2010, Síða 7
Íþróttir 7 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JÚLÍ 2010 „Þetta átti að vera leikurinn þar sem við næð- um að snúa gengi okkar við og við erum auð- vitað mjög ósáttir við að ná ekki sigri. Leik- urinn var hins vegar opinn þannig að ég skil vel að Valsmenn séu ósáttir líka. Við vorum sprækir í dag, lögðum okkur fram og ég held að við séum komnir í gang núna,“ sagði Gunn- ar Ormslev Ásgeirsson sem átti góðan leik fyrir Hauka í jafnteflinu við Val í gær. Gunnar átti frábæran sprett fram vinstri kantinn seint í leiknum og nældi í vítaspyrnu en Arnar Gunnlaugsson nýtti hana ekki. „Arnar er náttúrlega þrælörugg skytta og 19 af hverjum 20 spyrnum hefðu farið inn. Ég þarf bara að taka fleiri svona spretti,“ sagði Gunnar léttur. Leikmenn Hauka höfðu gert veðmál við þjálfarateymið sem fól í sér að fyrsti sigur liðsins kæmi í einhverri af síðustu þrem- ur umferðum. Það tókst ekki og þeir þurfa því að þreyta sjósund auk þess að fá rassskellingu þó þeir verðskuldi ekkert nema klapp á bakið fyrir frammi- stöðuna í gær. „Liðsstjórinn fær að rass- skella okkur eftir þetta. Ég held samt að hann muni meiða sig meira en við því þetta eru ansi margar flengingar fyrir einn mann. Við förum svo oft í ísbað eftir æf- ingar þannig að sjósund ætti ekki að gera okk- ur mein,“ sagði Gunnar. sindris@mbl.is Liðsstjórinn fær að rassskella okkur Gunnar Ormslev Ásgeirsson „Við vorum bara ekki nógu góðir í dag, frá fyrstu mínútu. Þetta var ekki sanngjarnt jafntefli og Haukar voru bara betri í dag,“ sagði Valsmaðurinn Ian Jeffs hreinskilinn í samtali við Morgunblaðið í gær eftir jafntefli Vals og Hauka í Pepsídeildinni. „Við sýndum samt karakter með því að jafna tvisvar því það er alltaf erfitt að lenda undir, en við vorum langt frá okkar besta. Menn voru ekki nægilega grimmir og mættu ekki til leiks, ef svo má segja, fyrr en eftir þrjátíu mínútur. Fyrsti hálftíminn var sá lé- legasti hjá okkur í sumar,“ sagði Jeffs. Valsmenn hafa nú aðeins náð í þrjú stig í síðustu fjórum umferðum og misstu til að mynda niður tveggja marka forystu gegn Fram á mánudaginn. Jeffs segir það þó ekki hafa setið í mönnum. „Ég held að við höfum gleymt þeim leik bara strax daginn eftir og við undirbjuggum okkur vel í vikunni,“ sagði Jeffs. Hann vildi heldur ekki meina að um vanmat af hálfu Vals hefði verið að ræða: „Haukarnir komu okkur ekki á óvart og hafa sýnt það í síðustu leikjum að þeir geta alveg spilað í deild þeirra bestu. Sjálfstraustið er orðið meira hjá þeim og þeir spiluðu mjög fín- an fótbolta í fyrri hálfleiknum, en við gáfum þeim líka bara allt of mikinn tíma til þess.“ sindris@mbl.is „Haukar voru bara betri í dag“ Ian Jeffs 0:1 25. Haukar léku laglega ámilli sín áður en Arnar Gunnlaugsson vippaði boltanum snilldarlega yfir vörn Vals á Hilmar Geir Eiðsson sem skoraði af öryggi einn gegn Kjartani markverði. 1:1 45. Arnar Sveinn Geirssonátti flottan sprett fram hægri kantinn og sendi svo fasta sendingu inn í markteiginn þar sem Ian Jeffs renndi sér fyrir boltann og spyrnti honum í stöng og inn. 1:2 57. Hilmar Geir og ArnarGunnlaugsson léku sín á milli áður en Arnar sneri laglega á varnarmann og skoraði með hnit- miðuðu skoti frá vítateigslínunni. 2:2 74. Martin Pedersen tókaukaspyrnu tæpum metra frá vítateigslínu, hægra megin við vítateigsbogann. Hann skaut í vinstri markstöngina og þaðan barst boltinn til Viktors Unnars sem kom honum inn á markteiginn þar sem Sigurbjörn Hreiðarsson skoraði með skoti af stuttu færi.  Gunnar Ormslev Ásgeirsson nældi í vítaspyrnu fyrir Hauka á 82. mínútu. Gunnar hafði átt frábæran sprett fram vinstri kantinn en Stef- án Eggertsson braut svo á honum innan vítateigs. Arnar Gunn- laugsson tók spyrnuna en öllum að óvörum skaut hann boltanum rétt yfir vinstra markhornið. I Gul spjöld:Atli Sveinn (Val) 72. (brot), Hilmar Geir (Haukum) 87. (brot). I Rauð spjöld: Enginn. MMM Enginn. MM Enginn. M Ian Jeffs (Val) Arnar Sveinn Geirsson (Val) Amir Mehica (Haukum) Gunnar O. Ásgeirsson (Haukum) Guðmundur Viðar Mete (Haukum) Guðjón Pétur Lýðsson (Haukum) Arnar Gunnlaugsson (Haukum) Hilmar Rafn Emilsson (Haukum)  Haukur Páll Sigurðsson og Danni König, samherjar hjá Val, skullu illa saman með höfuðin seint í fyrri hálfleiknum. Haukur Páll varð í kjölfarið að fara af leikvelli og hann var svo fluttur á sjúkrahús til að- hlynningar. Ekki er vitað hve lengi hann verður frá af þessum sökum.  Reynir Leósson gat ekki leikið með Valsmönnum í gær vegna meiðsla. Meiðslin eru þó smávægi- leg og hann ætti að vera klár í slag- inn í næstu umferð að sögn Gunn- laugs Jónssonar, þjálfara Vals.  Arnar Gunnlaugsson skoraði sitt 70. mark í efstu deild hér á landi þegar hann kom Haukum í 2:1. Arn- ar er aðeins 14. leikmaðurinn frá upphafi sem nær að skora sjö tugi marka. Hann hefði hins vegar getað bætt 71. markinu við úr víti.  Morgunblaðið gefur leikmönnum einkunn fyrir frammistöðu sína. Eitt M fyrir góðan leik, tvö M fyrir mjög góðan leik og þrjú M fyrir frá- bæran leik.  Dómarar fá líka einkunn fyrir frammistöðu sína, frá 1 til 6. Þetta gerðist á Hlíðarenda Á VELLINUM Sindri Sverrisson sindris@mbl.is Eftir að hafa fylgst með oft á tíðum frábærri frammistöðu Hauka gegn sterku liði Vals á sameiginlegum heimavelli liðanna í Pepsi-deild karla í knattspyrnu í gær er mér fyr- irmunað að skilja hvers vegna í ósköpunum Haukar hafa enn ekki „slysast“ til að vinna leik í sumar. Þess í stað hafa þeir nú gert heil 6 jafntefli að loknum fyrri helmingi Ís- landsmótsins eftir að hafa komist upp í úrvalsdeild síðastliðið haust. Ekki ber að skilja þennan inngang sem svo að Haukar hafi haft algjöra yfirburði gegn Valsmönnum í gær. Þeir voru mun sterkari aðilinn í fyrri hálfleiknum og nýttu sér vel furðu- legan sljóleika Hlíðarendapilta sem virtust stundum ekki átta sig á að þeir væru mættir í vinnuna, en í seinni hálfleiknum var jafnræði með liðunum. Ég fullyrði samt að hefðu Haukar spilað þó ekki væri nema helming leikja sinna hingað til af jafnmiklum krafti og í gær þá væru þeir svo sannarlega komnir með sinn fyrsta sigur í Pepsi-deildinni. Hann er hins vegar ekki kominn. Andri Marteinsson þjálfari kennir skorti á einbeitingu hjá leikmönnum um. Hún sé ekki nægilega mikil allar 90 mínúturnar. Þetta er klisja sem mik- ið er hins vegar til í. Haukar hefðu alla vega átt að geta nýtt sér það betur að komast tvívegis yfir í leikn- um. Í bæði skiptin var það fyrir til- stilli töfranna sem guð almáttugur kom fyrir í fótum Arnars Gunn- laugssonar. Hvort einhver seiðkerl- ing var á ferð á Hlíðarenda í gær veit ég ekkert um en svo fór hins vegar að töfrar Arnars brugðust á ögurstund undir lok leiksins, þegar hann brenndi af vítaspyrnu. Hann sagði þetta vera í annað skiptið á ferlinum sem vítaspyrna hans færi forgörðum. Fleiri áttu góðan leik fyr- ir Hauka í gær, t.d. Guðjón Pétur Lýðsson sem barðist vel á miðjunni og átti hættuleg skot, og bakvörð- urinn Gunnar Ormslev Ásgeirsson sem steig ekki feilspor á sínum gamla heimavelli. Þó Valsmenn geti prísað sig sæla að hafa náð í stig úr leiknum miðað við allt þá gengu 22 leikmenn hnípnir af Vodafonevellinum í gær. Valur hefur nú aðeins náð í 3 stig úr síðustu fjórum leikjum í deildinni og liðið átti ekki meira skilið í gær. Það hefur því heldur fjarað undan lærisveinum Gunnlaugs Jónssonar sem hófu Íslandsmótið af góðum krafti og voru um tíma á toppi deild- arinnar. Eins og þeir spiluðu í gær má jafnvel segja að þeir séu heillum horfnir. Barátta manna var lítil og spilið ekki nándar nærri eins gott og það hefur verið á stundum í sumar. Núna eru Valsmenn orðnir sex stig- um á eftir toppliði Blika og hafa feng- ið á sig tvö mörk í hverjum leik síð- ustu þriggja umferða. Morgunblaðið/Jakob Fannar Rétt framhjá Arnar Sveinn Geirsson og Amir Mehica eru hér á lofti en skot Arnars fór rétt framhjá markinu. Kristján Ómar Björnsson er til varnar. Hví hafa þeir aldrei unnið?  Haukar gerðu enn eitt jafnteflið þrátt fyrir góðan leik gegn Val  Valsmenn heillum horfnir eftir góða byrjun  Töfrar Arnars brugðust á ögurstund Vodafonevöllurinn að Hlíðarenda, Pepsi-deild karla, 11. umferð, fimmtudag 8. júlí 2010. Skilyrði: Sólskin og gola. Völlurinn flottur. Skot: Valur 13 (7) – Haukar 8 (4). Horn: Valur 7 – Haukar 3. Lið Vals: (4-3-3) Mark: Kjartan Sturluson. Vörn: Stefán Jóhann Egg- ertsson, Atli Sveinn Þórarinsson, Martin Pedersen, Greg Ross. Miðja: Rúnar Már Sigurjónsson, Haukur Páll Sigurðsson (Sigurbjörn Hreiðarsson 43.), Ian Jeffs. Sókn: Arnar Sveinn Geirsson, Danni König (Viktor Unnar Illugason 73.), Jón Vilhelm Ákason (Guðmundur S. Hafsteinsson 60.). Lið Hauka: (4-5-1) Mark: Amir Me- hica. Vörn: Gunnar Ormslev Ásgeirs- son, Daníel Einarsson, Guðmundur Viðar Mete, Úlfar Hrafn Pálsson (Pét- ur Örn Gíslason 70.). Miðja: Hilmar Geir Eiðsson, Kristján Ómar Björns- son, Arnar Gunnlaugsson, Guðjón Pétur Lýðsson, Ásgeir Þór Ingólfs- son. Sókn: Hilmar Rafn Emilsson. Dómari: Einar Örn Daníelsson – 5. Áhorfendur: 1.027. Valur – Haukar 2:2

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.