Morgunblaðið - 09.07.2010, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 09.07.2010, Qupperneq 8
8 Íþróttir MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JÚLÍ 2010 Á VELLINUM Guðmundur Hilmarsson gummih@mbl.is Íslandsmeistarar FH-inga hoppuðu upp um tvö sæti og eru komnir í fjórða sæti Pepsí-deildarinnar eftir ótrúlega auðveldan sigur á Fröm- urum í veðurblíðunni í Kaplakrika í gærkvöld. 4:1 urðu lokatölurnar og miðað við gang leiksins hefðu meist- ararnir vel getað landað stærri sigri, en þeir höfðu undirtökin frá upphafi til enda. Dagskipun Heimis Guðjónssonar þjálfara FH-inga var greinilega sú að pressa Framara alveg upp að þeirra eigin vítateig og það verður að segj- ast eins og er að þetta herbragð Heimis gekk fullkomlega upp. Fram- arar áttu í hinu mesta basli enda FH- ingar feikilega grimmir og voru fljótir að vinna boltann af Safamýrarpiltum sem lágu aftarlega á vellinum. Atli Guðnason gaf FH-ingum tóninn þeg- ar hann skoraði eftir átta mínútna leik og Pétur Viðarsson bætti við for- ystu FH með einu af mörkum sum- arsins og með þetta veganesti fóru FH-ingar inn í leikhléið. Vitandi það að Framarar hafa oft sýnt seiglu í vonlausri stöðu hleyptu FH-ingar þeim inn í leikinn þegar varamaðurinn Almarr Ormarsson skoraði í byrjun seinni hálfleiks. Mark sem FH-ingar mótmæltu ákaft enda vildu þeir meina að brot hefði átt sér stað rétt áður en Almarr skor- aði. En markið stóð og landsliðs- markvörðurinn Gunnleifur Gunn- leifsson vill vafalaust gleyma því sem allra fyrst. Hafi Framarar haldið að Almarr hafi veitt þeim líflínu þá var Björn Daníel Sverrisson ekki lengi að kveða Framara í kútinn því nokkrum mínútum eftir mark Almars skoraði hann úr aukaspyrnu og eftirleikurinn var auðveldur fyrir Hafnarfjarð- arliðið, sem heldur til Hvíta- Rússlands með gott veganesti. Þrátt fyrir að vera með 12 stigum minna en á sama tíma í fyrra eru FH- ingar hægt og bítandi að nálgast fyrri styrk. Tveir síðustu leikir liðsins hafa verið vel leiknir af þeirra hálfu og í líkingu við FH-liðið sem lék svo vel í fyrra og undanfarin ár en FH hefur hampað titlinum í fimm skipti á síð- ustu sex árum. Bestur í góðri liðs- heild FH var fyrirliðinn Matthías Vil- hjálmsson sem var sívinnandi út um allan völl og Ólafur Páll Snorrason var líka mjög áberandi en hann hefur leikið jafnbest í meistaraliðinu í sum- ar. Framarar hittu fyrir ofjarla sína og voru næstbesta liðið allan tímann. Ótrúleg deyfð var yfir strákunum hans Todda og liðið ekki í neinni lík- ingu við það sem sést hefur til þess í mestallt sumar. Þeir náðu ekki að svara pressu FH-inga og komust aldrei út úr varnarskelinni. Morgunblaðið/Eggert Góðir Kantmaðurinn Ólafur Páll Snorrason og félagar í FH rúlluðu varnarmanninum Jóni Orra Ólafssyni og félögum í Fram upp á Kaplakrikavelli í gær. FH að nálgast fyrri styrk  Meistararnir upp um tvö sæti eftir sannfærandi sigur á daufum Frömurum  FH-ingarnir halda til Hvíta-Rússlands með gott veganesti Kaplakriki, Pepsí-deild karla, 11. um- ferð, fimmtudag 8. júlí 2010. Skilyrði: 14 stiga hiti, sól og hægur vindur. Völlurinn góður. Skot: FH 18 (8) – Fram 9 (5). Horn: FH 9 – Fram 9. Lið FH: (4-3-3) Mark: Gunnleifur Gunnleifsson. Vörn: Guðmundur Sævarsson, Pétur Viðarsson, Tommy Nielsen (Freyr Bjarnason 75.), Hjört- ur Logi Valgarðsson. Miðja: Björn Sverrisson, Bjarki Gunnlaugsson (Hafþór Þrastarson 80.), Matthías Vilhjálmsson. Sókn: Ólafur Páll Snorrason, Atli Viðar Björnsson, Atli Guðnason (Einar Ingvarsson 85.). Lið Fram: (4-5-1) Mark: Hannes Þór Halldórsson. Vörn: Samuel Tillen, Hlynur Atli Magnússon (Daði Guð- mundsson 46.), Kristján Hauksson, Jón Orri Ólafsson. Miðja: Kristinn Ingi Halldórsson, Halldór Hermann Jónsson, Jón Gunnar Eysteinsson, Ívar Björnsson (Almarr Ormarsson 46.), Josep Tillen. Sókn: Hjálmar Þórarinsson. Dómari: Valgeir Valgeirsson – 2. Áhorfendur: 1.587. FH – Fram 4:1 Ef taka á eitthvað eitt úr leik FH-inga í gær- kvöldi sem var breytt frá fyrri leikjum var það helst öryggið fyrir framan markið. Liðinu hef- ur gengið illa að gera út um leiki og mörg góð færi farið í súginn. Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, var að vonum mjög ánægður í leikslok með leik sinna manna og ekki síst að þeir hafi fundið sig fyrir framan mark andstæðinganna að nýju. „Þessi leikur var mjög góður af hálfu FH. Leikmenn mínir spiluðu vel megnið af leiknum og liðið vann sanngjarnan sigur. En þó svo leikurinn í dag hafi verið góður má ekki gleyma því að í júnímánuði, kannski fyrir utan síðari hálfleik í leiknum á móti Stjörnunni, höf- um við leikið mjög vel. Helst var, að við vorum klaufar uppvið mark andstæðingana. Sökum þess tókst okkur ekki að klára leikina eins og við vildum. En við gerðum það í dag.“ Þrátt fyrir að deildin í ár sé mjög jöfn var FH fimm stigum á eftir toppliðunum. Heimir segir að leikurinn gegn Fram hafi verið mik- ilvægari en ella fyrir þær sakir. „Við vissum að ef þessi leikur tapaðist og liðin fyrir ofan okkur ynnu sína leiki þá væri bilið á milli okkar komið í átta stig. Því verður ekki neitað að það er ansi væn brekka. Því var mjög gott að vinna þennan leik og koma okkur aðeins ofar í töfl- una.“ Næsti leikur FH er í Evrópukeppninni gegn Bate frá Hvíta-Rússlandi. Heimir segir sig- urinn í gær fínt veganesti sem þeir taki með sér í langt ferðalagið. andri@mbl.is Fundu sig fyrir framan markið Heimir Guðjónsson „Liðið lék eins og tölurnar segja til um,“ sagði Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Fram, þurr á manninn eftir tapleikinn gegn FH í gærkvöldi. Spurður um hvað það var í leik liðsins sem hafi farið úrskeiðis sagði Þor- valdur: „Við fengum mörk á okkur og skor- uðum ekki mörk. Það er bara einföld skýr- ing. Við vorum bara ekki nógu góðir í dag.“ Óhætt er að taka undir skýringu Þorvald- ar á tapinu, en hugsanlega hægt að greina hana betur. Þorvaldur gerði fjórar breyt- ingar á byrjunarliðinu frá síðasta leik, þar af eina vegna leikbanns leikmanns. Spurður hvort þessar miklu breytingar á skipan liðs- ins hafi ruglað leikmenn í ríminu svaraði Þorvaldur: „Greinilega.“ Hann bætti síðar við að leikmenn hafi einfaldlega verið seinni til í öllum aðgerðum, það sé svo einfalt og lið- ið hafi ekki átt neitt meira skilið en það fékk. Þorvaldur tók þó fram að eitt tap væri ekki heimsendir, og þó svo það hafi verið stórt þýði það ekki, að erfiðara verði að rífa menn upp. „Nú tekur við næsta æfing og næsti leikur. Hvort sem menn vinna eða ekki tekur það sama við. Menn verða að taka því þegar á móti blæs. Og maður getur ekki notið þess að sigra án þess að tapa ann- að slagið.“ Að öðru leyti sagði Þorvaldur, að áfram myndi hann hugsa um sitt lið en ekki önnur. Fyrri umferðinni sé lokið og menn verði bara að bíða og „sjá hvernig veður skipast í lofti í þeirri síðari.“ andri@mbl.is „Vorum bara ekki nógu góðir“ Þorvaldur Örlygsson 1:0 8. Matthías Vilhjálmssonátti fallega stungusend- ingu inn fyrir vörn Framara á Atla Guðnason sem skoraði af miklu ör- yggi framhjá Hannesi Þór Hall- dórssyni markverði Safamýrarliðs- ins. 2:0 30. Eftir hornspyrnuÓlafs Páls Snorrasonar barst boltinn til Péturs Viðars- sonar sem tók hann niður og skor- aði með stórglæsilegu skoti efst í markhornið. Eitt af mörkum sum- arsins. 2:1 48. Eftir atgang í vítateigFH biðu FH-ingar eftir því að fá dæmda aukaspyrnu en fengu ekki. Boltinn féll fyrir fætur Al- mars Ormarssonar sem skoraði með skoti sem fór á milli fóta Gunn- leifs landsliðsmarkvarðar. 3:1 52. Björn Daníel Sverr-isson skoraði með skoti í stöng og inn beint úr aukaspyrnu rétt utan vítateigsins. Annað mark Björns Daníels í Pepsí-deildinni. 4:1 77. Guðmundur Sæv-arsson átti góða sendingu inn á markteiginn. Þar kom Atli Viðar Björnsson aðvífandi og skor- aði af stuttu færi. I Gul spjöld:Tommy (FH) 44. (brot), Bjarki (FH) 56. (brot), Jón Orri (Fram) 86. (brot), Matthías (FH) 90. (brot), I Rauð spjöld: Kristján (Fram) 90.(brot). MMM Enginn. MM Matthías Vilhjálmsson (FH). M Guðmundur Sævarsson (FH) Pétur Viðarsson (FH) Tommy Nielsen (FH) Hjörtur Logi Valgarðsson (FH) Bjarki Gunnlaugsson (FH) Ólafur Páll Snorrason (FH) Atli Viðar Björnsson (FH) Halldór Hermann Jónsson (Fram) Samuel Lee Tillen (Fram)  Jón Guðni Fjóluson leikmaðurinn sterki í liði Fram tók út leikbann, fyrri leikinn af tveimur. Nú er hinn miðvörðurinn, Kristján Hauksson, einnig kominn í bann.  Framarar hafa ekki riðið feitum hesti frá leikjum sínum gegn FH- ingum í Kaplakrika en í sex síðustu leikjum liðanna í Krikanum hafa Framarar aðeins náð að innbyrða eitt stig. Liðin gerðu 3:3 jafntefli sumarið 2007.  Fulltrúi frá hvítrússneska liðinu BATE Borisov var á leiknum í Kaplakrika í gærkvöld en liðið mætir FH-ingum í 1. umferð for- keppni Meistaradeildarinnar og fer fyrri leikurinn fram í Hvíta- Rússlandi í næstu viku.  Atli Viðar Björnsson skoraði sitt fimmta mark í Pepsí-deildinni í sumar þegar hann skoraði fjórða mark Íslandsmeistaranna. Atli fagnaði markinu vel og innilega enda búinn að fara illa með mörg góð marktækifæri í síðustu leikjum liðsins. Þetta gerðist í Kaplakrika

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.