Framsóknarblaðið


Framsóknarblaðið - 06.02.1963, Page 1

Framsóknarblaðið - 06.02.1963, Page 1
Útgefandi Framsóknarfélag Vestmannaevia. Málgagn Framsóknar- og sam- vinnumanna í Vestmannaeyjum 26. árgangur. Vestmannaeyjum, 6. febrúar 1963. 3. tölublað. HELGI BERGS: Iðnaður og kjörveiði Undanfarin ár hafa verið hin mestu góðæri. Útflutningsverð- mæti íslenzku þjóðarinnar hafa verið mjög mikil bæði vegna hagstæðs verðlags á útflutnings- mörkuðunum, en þó einkum vegna óvenjulega mikilla afla- bragða. Það er mörgum mikið á- hyggjuefni, að ó þessum ein- stöku góðærum hefur ekkert ver ið gert af þjóðfélagsins hálfu til að búa í haginn fyrir atvinnu- líf okkar í framtíðinni. Á þess- urn árum hafa engar verksmiðj- ur á borð við t. d. áburðarverk smiðjuna eða sementsverksmiðj una verið byggðar, ekki unnið að neinum meiriháttar virkjun- arframkvæmdum og ræktunar- framkvæmdir liafa farið minnk- andi. Eitthvað hefur verið keypt af fiskibátum, en þó alls ekki svo, að það svari eðlilegri end- urnýjun flotans. Á sviði fiskiðn aðar hefur ekki verið ráðizt í neinar markverðar framkvæmd- ir, sem til nýjunga geta talizt. Þegar á þetta er minnzt svara stjórnarsinnar því gjarnan til, að svo mikil atvinna sé í land- inu, að ekkert vinnuafl sé að hafa til að starfa að áframhald- andi atvinnuuppbyggingu. Fótt sýnir betur en þessi hugsunar- háttur, hverja sjálfheldu við er- um komnir í ,ef við megum ekki vera að því að byggja upp atvinnulíf framtíðarinnar fyrir brauðstriti. Nýlenduveldin liafa lengi reynt að halda frumstæð- um þjóðum í siíkri sjálfheldu, en ekki tekizt það. Við ættum ekki að setja okkur í hana sjálf- ir. Meiri afli — minna verðmæti. Fiskiðnaður okkar hefur beztu hráefni heims. Engin önnur þjóð hefur eins góða að- stöðu til að ná fjölbreyttum og glænýjum afla á land, enda var meðalafli okkar ísiendinga um langt skeið um 100 tonn á ári á hvern starfandi sjómann, og er Til athugunar Fylkir birtir í síðasta blaði sntáklausu með þessari fyrir- sögn, og spyr eftir að hafa sagt að bæjarstjórn hafi samþykkt „nokkurra milljóna“ byggingar- styrk til Leikfélagsins, hvort það hefði verið úr vegi að leita samstöðu annarra menningar- félaga í bænum um málið. Svona rétt „til athugunar" fyr ir Fylki, og bæjarbúa almennt, skal þetta skýrt nokkru nánar. í ágústmánuið s. 1. skrifaði stjórn Leikfélags Vestmannaeyja bréf til bæjarstjórnar, þar sem farið var fram á að bæjarstjórn in sæi Leikfélaginu fyrir æfingar húsnæði, og bættri aðstöðu til sýninga. Þessu fylgdi alllöng greinargerð um húsnæðismál menningarfélaga hér í bænum. Við skulum nú ætla, að mól- ið liafi verið tekið „til athugun- ar“. Jú, bréfið var tekið fyrir í bæjarráði eftir tvo daga, og nið- urstaðan var, að bæjarstjóra var falið að ræða við stjórn Leikfé- lagsins um lausn þessa máls. Nokkru seinna, þegar fundar- gerð bæjarráðs var til umræðu í bæjarstjórn, voru ítrekuð tii- mæli til bæjarstjóra um að'hann ræddi við stjórn Leikfélagsins. Síðan hafa tveir bæjarstjórar haft málið „til athugunar". Þess ar athuganir hafa ef tii vill valdið bæjarstjórunum nokkrum höfuðverk, en ekkert svar hefur Leikfélaginu borizt enn. Énn skrifaði Leikfélagið bæj- arstjórninni bréf 7. jan. s. 1., og bað nú um fjárhagsaðstoð til þess að eignast hús, eða hlut í Framhald á 4. síðu. nú sjálfsagt meiri en þetta, en það er margfalt meira en afli annarra fiskveiðiþjóða. En við förum ekki vel með aflann, enda verða okkur úr honurn lítii verðmæti og hlutfallið milli verðmætis og aflamagns hefur sí- fellt orðið óhagstæðara á undan förnum árum. Fiskiðnaður okkar hefur ver- ið í stöðnun um nokkurt skeið. Við söltum fiskinn, herðum hann og frystum. Aðrar þjóðir gera meira. Þær sjóða niður, reykja og pakka í margvíslegar neytendaumbúðir og auka þann ig verðmæti stórlega. En slíkar aðferðir eru vanræktar hjá okk- ur. Þetta kemur m. a. fram í því, að brezkur fiskiðnaður get- ur borgað allt að 10 kr. fyrir kg. af íslenzkum ísfiski, en okk- ar fiskiðnaður getur ekki borg- að nema rúmar 3 kr. fyrir næt- urgamlan línufisk. Þýzkur fisk- iðnaður borgar 5 kr. fyrir kg. af 10 daga gamalli ísaðri síld, en íslenzkur fiskiðnaður borgar í hæsta lagi eitthvað á aðra krónu fyrir glænýtt síldarkíló. og mest fer í gúanó fyrir 70 aura. Á þessu sviði eigurn við mikið ólært. Við aukum tekjur okkar með því að draga sífellt meiri afla úr sjó án þess að hirða um að auka það verðmæti, sem úr honum fæst. Við þyrftum að hafa það betur hugfast, að vandamál okk ai er ekki lengur fólgið í því að ná aflanum, heldur hinu að gera úr honum sem mest verð- mæti. Það er auk þess meira en vafa- samt, hvað lengi er hægt að ganga á það lagið að auka bara aflamagnið. Ofveiði — kjörveiði. Fiskifræðingar okkar telja, að nú séu þorskfiskstofnarnir við strendur landsins nær fullnýttir. Jón Jónsson, fiskifræðingur, flutti í s. 1. viku erindi í útvarp ið um ofveiði og kjörveiði, þar sem hann, eins og raunar oft óð- ur, sýndi fram á þetta. Það voru orð í tíma töluð. Þeir, er gengu hér um bryggj urnar í Eyjum fyrir helgina og og skoðuðu þá síld, er bátarn- ir kornu með austan af Síðu- grunni, hlutu að velta því fyr- ir sér, hvort ekki væri betri bú- skapur að láta a. m. k. sumt af þeirri síld vera kyrra í sjónum og veiða hana siðar. Ekki slátra bændur lömbum sínum nýfædd- um á vorin, heldur hafa þau í högum yfir sumarið og slátra þeim ekki fyrr en f fyllingu tímans. Við eigum að vísu margt ólært um hagi og háttu síldar- innar, en það þekkingarleysi má ekki vera okkar skólkaskjói til að tefla á tæpasta vað í þess- um efnum. Það á ekki að vera okkar keppikefli að veiða meiri fisk, en iðnaður okkar getur komið í gott verð. Iðnaðurinji verður því að miðast við að geta unn- ið sem verðmætasta og fjöl- breyttasta vöru úr því magni, sem Jón Jónsson kallar kjör- veiði, þ. e. a. s. það magn, sem tryggir bezta framtíðarnýtingu fiskstofnanna. Stöðnun eða framfarir. Við verðum að brjótast út úr þeirri sjálfheldu, sem óhófleg vinnuþrælkun við framleiðslu ódýrra vara er að koma okkur i. Við verðum að byggja upp nýjan iðnað, sem tryggi sem fjöl breyttasta og fullkomnasta nýt- ingu aflans. Til þess að svo megi verða, þarf að skapa almennan skilning á þeim vandamálum, sem við er að etja. En það er einnig nauðsynlegt að gera sér ljóst, að í þessu n efnum getur ekki miðað áfram, án þess að breytt sé algerlega um stefnu í efnahagsmálum. Það verður að nýta það fjór- magn, sem þjóð'n ræður yfir, í atvinnulífi og uppbyggingu. Fjárfrystingarpól itíkirini verður að linna. Þjóðfélagið verður á nýjan leik að taka upp öflugann stúðnihg við framkvæmdavilja þeirra fjölmörgu þegna, sem af hugmyndaauðgi, þrótti og dugn aði reyna að ryð .1 nýjar brautir.

x

Framsóknarblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.