Framsóknarblaðið


Framsóknarblaðið - 13.10.1965, Blaðsíða 1

Framsóknarblaðið - 13.10.1965, Blaðsíða 1
IJTGEFANDI: FRAMSÓKNARFÉLAG VESTMANNAEYJA MÁLGAGN FRAMSÓKNAR- OG SAMVINNUMANNA I VESTMANNAEYJUM 28. árgangur. Vestmannaeyjum 13. október 1965 15. tölublað >11 >f|ii ^Ki 1 Festa i jttí óJtjórndr Góðæri færir flestum landsmönn- um allgóðar tekjur, en dýrtíðin vex frá degi til dags og hefur í för með sér virðingarleysi fyrir peningun- um og taumlausa eyðslu. Ábyrgðar laust ríkisvald gefur tóninn og tek- ur fullan þátt í leiknum. Þrátt fyr- ir meiri skattlagningu en nokkru sinni, er eyðslan svo hóflaus, að halli er á ríkisbúskapnum, sem nemur hundruðum milljóna á árinu sem leið, og fyrirsjáanlegur halli á þessu ári, þrátt fyrir stórfelldan nið urskurð opinberra framkvæmda, svo gjörsamlega hefur stjórnlaus eyðslan snúið dæminu við, því fyrir nokkrum árum hlóðust greiðslu- afgangar upp. Með þetta fordæmi ríkisins fyrir augum, er það vai’la að undra þótt virðingarleysi fyrir peningunum fari vaxandi meðal þegnanna, enda hrynur verðgildi krónunnar frá degi til dags, og þeir, sem hafa fé undir höndum, keppast við að koma því í fast og er þá oft hirt lítið um, hvort þær fjárfestingar eru nauðsynlegar eða arðbærar. Þannig verður vaxandi hluti fjárfestingar- innar í landinu hrein verðbólgufjár festing. Itíkisstjórnin, sem kenndi stefnu sína við frelsi, virðist hafa ruglað saman hugtökunum frelsi og ó- stjórn. Það verður nú ekki hægt að draga það mikið lengur að taka þessi mál fastari tökum, ef ekki á illa að fara. Taka verður upp ráð- deild í fjármálastjórn rikisins. Leit- ast verður við að tryggja verðgildi peninganna m. a. með verðtrygg- ingu sparifjárins og röðun fjárfest ingarverkefnanna í samræmi við skynsamlega gerðar framkvæmdaá- ætlanir verður að koma til. Skipulagsleysið í atvinnuvegun- um liggur einnig í augum uppi og veldur þjóðinni stórfelldu tjóni. Birt ist það m. a. í því, að þjóðin verð- ur að vinna lengri og víða óreglu- legri vinnudag til að tryggja af- komu sína en annarsstaðar þekkist. Nýlegar rannsóknir sýna, að verlca- fólk hefur nærri helming tekna sinna af yfirvinnu og í fiskiðnaðin- um er meira en helmingur af tekj- um fólks fyrir yfirvinnu og minna en helmingur fyrir eðlilega dag- vinnu. Það er stundum sagt, að þetta sé óhjákvæmilegt vegna þess hvað sjávaraflinn er misjafn og duttlungafullur. En það er aðeins að takmörkuðu leyti rétt. Ef gerður væri nægilega mikill munur á verði aflans eftir gæðum, myndu sjómenn fara að ísa fisk- inn í kassa um borð í bátunum. Af því mundi ekki aðeins leiða aukin gæði framleiðslunnar og minni rýrn un, heldur gætu fiskvinnslustöðv- arnar geymt aflann í móttökum sínum (einkum ef þær væru kæld- ar) og unnið hann reglulegar og að meira leyti í dagvinnu. Yfirvinna myndi þá minnka en dagvinnan gefa að sama skapi meira í aðra hönd. Þetta er bara eitt dæmi af mörgum um það, hvernig ráða mætti bót á skipulagsleysinu í at- Það er ljósara en frá þurfi að segja að atvinnulíf hér í Vestmanna eyjum er einhæft. Það er að mörgu leyti eðlilegt, þar sem hér er stærsta verstöð landsins. Sjósókn og fiskvinnsla er og verður höfuö- atvinnuvegurinn, og sannarlega hef ur verið nóg að starfa við þær at- vinnugreinar á undanförnum árum og vonandi, að svo verði um langa framtíð. Á hinn bóginn er bæjarfélaginu á vissan hátt nokkur bagi að fá- breyailegu atvinnulífi. Munu þess allmörg dæmi, að fólk flytji úr byggðarlaginu vegna þess, að það fær ekki starf, sem því fellur í geð eða er við þess hæfi. Sérstak- lega á þetta við um menn, sem af ýmsum ástæðum hætta að stunda sjó, og fólk, sem hefur ekki fulla starfsorku. Því verður niðurstaðan sú, að þetta fólk flytur burt úr bænum. Oft er hér um að ræða eldra fólk, sem á verulegar eign- ir, sem það að sjálfsögðu flytur vinnuveginum, sem gerir íslenzkt atvinnulíf erfiðara og ótraustara en vera ætti. Óstjórnin er áberandi á öllum sviðum þjóðlífs okkar. Okkur skort ir festu og stöðugleika. Við getum Fjdrmdl Þegar menn ræða um daginn og veginn, ber fjármála- og fram- kvæmdastjórn bæjarins oft á góma og er það að vonum. Að vísu eru þeir til, sem telja sig ekki vera dómbæra um slík mál, en sannleik urinn er þó sá, að fjármál bæjarfé- lagsins lúta í meginatriðum sömu lögmálum og fjármál fyrirtækis eða jafnvel heimilis. Forráðamenn bæjarfélagsins þurfa eins og for- stjórar og heimilisfeður, að gera sér grein fram í tímann fyrir tekju möguleikum og haga útgjöldum og framkvæmdum með tilliti til þess. Þegar slík athugun hefur farið fram, liggur fyrir að gera upp með sér úr héraðinu. Slík þróun er á margan hátt óheppileg, væri bet- ur að fólkið dveldi til æviloka í byggðarlaginu, enda væri því það í mörgum tilfellum kærast. Sennilegt er, að vinnsla sjávar- aflans vaxi og verði fjölbreytilegri á komandi árum, og þannig skapist meira svigrúm í atvinnuháttum. Þá liggur vel við að veiðarfæra- framleiðslan yrði hér hafin að nýju, en Netagerðin sinnti hér áð- ur merku hlutverki í framleiðslu- málum bæjarbúa. Virðist það hafa verið hæpin ráðstöfun hjá áhrifa- mönnum í byggðarlaginu að brjóta þá starfsemi niður í stað þess að rétta fyrirtækinu hjálparhönd svo það gæti aðlagazt breyttum við- horfum. Margt fleira kemur til greina, það er til dæmis enginn klæðskeri starfandi í bænum, og þannig mætti lengi telja. Meiri fjöl breytni í atvinnulífinu stuðlar að vexti og viðgangi bæjarfélagsins og að því vilja vafalaust allir vinna. X ekki vænzt þess, að góðærið haldi alltaf áfram að breiða yfir allar á- virðingar okkar. 10/10 1965. Helgi Bergs. hvaða fjárfesting er mest aðkall- andi, og ef um framkvæmdir er að ræða, að skipuleggja þær á sem hagkvæmastan hátt, og vinna að þeim þannig, að framkvæmdirnar komi sem fyrst að gagni. Þar, sem fjármagn og vinnuafl er takmarkað, virðist ekki skynsamlegt að hefja margvíslegar og dýrar framkvæmdir samtímis, sem hlyti að leiða til þess, að mikið fjármagn festist í hálfunnum verkum, sem koma ekki í notkun fyrr en eftir langan tíma. Það fjármagn, sem þannig er notað, er jafn dýrmætt hinu, sem kemur strax að gagni. Hygginn búmaður veit þetta og notar fjármagnið þannig, að það gefi ávöxt eða skili bættri aðstöðu og uppbyggingu. Þegar svipazt er um á sviði fjár- mála og framkvæmdastjórnar Vest- mannaeyjakaupstaðar síðari árin, ber fyrst að gera sér grein fyrir því, að fj árhagsáætlanir hafa verið lausar í reipunum og oft allfjarri veruleikanum. Ber það til, að bæj- arstjórinn hefur stefnt að því að hafa suma tekjuliði í fjárhagsáætl- inni lægri en þeir raunverulega eru, og hafa þannig miklar fjárhæðir til ráðstafanir umfram það, sem á- ætlað hefur verið. í öðru lagi hafa stórar fjárhæðir veríð áætlaðar til framkvæmda, sem ekki hafa verið gerðar og þannig hefur mikið fé verið til ráðstöfunar án heimildar í fjárhagsáætlunum. Má geta þess að á yfirstandandi ári er tveimur millj ónum króna ætlað til sundhallar- byggingar, sem þó ekkert bólar á nú, þegar komið er fram að vetur- nóttum. Það er talsvert atriði, að fjárhagsáætlanir séu gerðar svo ná- laegt veruleikanum, sem kostur er og að þeim sé fylgt eftir í fram- kvæmd. Hitt er nánast einræði, þeg Framhald á 2. síðu. MEIRI FJÖLBREYTNI í ATVINNULÍFIÐ

x

Framsóknarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.