Morgunblaðið - 17.08.2010, Síða 6
6 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. ÁGÚST 2010
- Lifið heil
www.lyfja.is
20% afsláttur
af Nicotinell IceMint út ágúst í öllum verslunum Lyfju.
Nicotinell er samstarfsaðili
Krabbameinsfélagsins
®
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
L
Y
F
50
97
4
07
.2
01
0
Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
Ríkissáttasemjari hefur ekki boðað
til nýs sáttafundar í deilu slökkviliðs-
og sjúkraflutningamanna við launa-
nefnd sveitarfélaganna, að sögn
Sverris Björns Björnssonar, for-
manns LSS. Næsta dagsverkfall
verður á föstudag. Mjög litlu munaði
að samningar næðust fyrir sl. helgi.
„Það eru engir fundir núna en ef
menn ætla að landa þessu verða þeir
auðvitað að vera með einhverjar
óformlegar þreifingar,“ segir Sverr-
ir.
LSS tók þátt í samstarfinu um
stöðugleikasáttmála í fyrra en
Sverrir Björn segir að í raun hafi það
verið gert á röngum forsendum.
Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn
hafi talið að svigrúmið væri meira.
Svo fór að samningurinn sem
náðist við launanefnd sveitarfélag-
anna var felldur og er því staða LSS
gagnvart stöðugleikasáttmálanum
óljós. Það eina sem er ljóst er að
samningarnir eru enn lausir eins og
hjá fleiri fjölmennum aðildarfélögum
í BSRB, t.d. kennurum og BHM.
Kjarabætur og kvennahópar
BSRB sendi LSS stuðningyfir-
lýsingu vegna verkfallsbrota en þar
með er þó ekki sagt að sambandið
styðji endilega kröfurnar. Að sögn
Elínar Bjargar Jónsdóttur, for-
manns BSRB, tekur sambandið sem
slíkt ekki afstöðu til kjarakrafna ein-
stakra sambanda. En gæti launa-
hækkun til LSS haft fordæmisgildi?
„Það er viðkvæmt þegar stórir
karlahópar fá kjarabætur á sama
tíma og stórir kvennahópar fá ekki
neitt. Það gengur auðvitað ekki,“ segir Elín Björg Jónsdóttir.
Engir sáttafundir boðaðir
Sum félög BSRB enn með lausa samninga og óvíst hvort heildarsamningar nást
Kauphækkanir til slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna gætu haft fordæmisgildi
Styttist í stórverkfall
» Yfirvinnubann gildir nú
hjá slökkviliðs- og sjúkraflutn-
ingamönnum og þeir hafa skil-
að boðtækjum sínum.
» Bráðabirgðasamningar
stóru heildarsamtakanna og
Samtaka atvinnulífsins frá því í
fyrra renna út í nóvember.
» Verði þá enn stór félög
með lausa samninga gæti orð-
ið erfitt að gera heildarsamn-
inga um kaup og kjör.
Sverrir Björn
Björnsson
Elín Björg
Jónsdóttir
Allt tiltækt lið Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins
(SHS) var kallað á vettvang vegna elds sem
kviknaði í tónlistarhúsinu Hörpu skömmu fyrir
klukkan ellefu í gærmorgun.
Að sögn Höskuldar Einarssonar, deildarstjóra
hjá SHS, voru slökkviliðsmenn frá fyrstu stöð að-
eins nokkrar mínútur á staðinn en þá hafði
starfsmönnum að mestu tekist að slökkva eldinn
með handslökkvitækjum.
Mikinn reyk lagði frá Hörpu á meðan eldurinn
logaði en talið er að hann hafi kviknað út frá raf-
suðuneista sem fór í dúk sem hékk utan á húsinu
til vindkælingar. Dúkurinn fuðraði upp á
skömmum tíma og eldurinn fór því næst í vinnu-
palla úr tré. Talið er að tjón af völdum eldsins sé
óverulegt og engum varð meint af.
Nokkur ótti greip þó um sig í röðum starfs-
manna sem staddir voru uppi í byggingunni á
meðan eldurinn logaði. Greiðlega tókst þó að
rýma hana. Fyrr í sumar kviknaði einnig eldur í
einangrun við anddyri tónlistarhússins.
Eldur í Hörpu í annað sinn
Ljósmynd / Tómas Helgi
Hjörtur J. Guðmundsson
hjorturjg@mbl.is
Vatn flæddi inn í kjallara íslenska sendiherrabústaðarins
í Kaupmannahöfn í gær og var hann allur undirlagður af
vatni. Mikil rigningaveður hafa verið að undanförnu á
Sjálandi í Danmörku sem m.a. hafa valdið flóðum á
ákveðnum stöðum í borginni, en sendiherrabústaðurinn
er að Fuglebakkevej á Friðriksbergi í Kaupmannahöfn.
„Við notuðum gærdaginn í að ausa kjallarann. En það
varð ekkert tjón af því og okkur varð ekkert meint af.
Þetta hafa sennilega verið tæplega þúsund lítrar sem við
tókum úr honum,“ sagði Sturla Sigurjónsson sendiherra.
Engar tilkynningar
Engar tilkynningar hafa borist sendiráðinu frá Íslend-
ingum búsettum í Kaupmannahöfn eða annars staðar í
Danmörku vegna flóðanna að sögn Sturlu. Hann sagðist
reikna með því að þeir sem hefðu lent í einhverju vegna
þeirra hefðu einfaldlega afgreitt sín mál sjálfir og ekki
þurft á aðstoð sendiráðsins að halda.
„Þá hefur ekki verið um að ræða neitt lífshættulegt eða
stórtjón. Þetta er helst fólk sem er með hús og þá kjall-
ara. En fólk gengur þá bara í málið og hefur samband við
sitt tryggingafélag, allt eftir aðstæðum.“
Flæddi hjá sendiherranum
Flóð Vatn flæddi inn í kjallara íslenska sendiherrabú-
staðarins í Kaupmannahöfn um helgina.
Kjallari sendiherrabústað-
arins í Kaupmannahöfn á floti
Kristján Arason hefur verið ráð-
inn yfirmaður söludeildar N1.
Hermann Guðmundsson, forstjóri
N1, segir hlut-
verk Kristjáns
vera að stýra
sókn fyrirtæk-
isins á fyrir-
tækjamarkaði.
„Við erum
með einhverja
tugi manna sem
sinna fyrirtækj-
unum í landinu
með bæði elds-
neyti og alls konar varning sem
við seljum. Þetta er nýtt starf sem
kemur til af því að hjá okkur er að
hætta Guðjón Auðunsson, fram-
kvæmdastjóri fyrirtækjasviðs, og
við það tilefni ákváðum við að
sameina hjá okkur sölusviðin,
neytendasvið og fyrirtækjasvið,
undir hatti eins framkvæmda-
stjóra sem heitir Ingunn Sveins-
dóttir,“ segir Hermann. Hann seg-
ir fyrirtækið því hafa leitað að
leiðtoga sameiginlegrar söludeild-
ar fyrirtækisins og ráðið Kristján
Arason í það verkefni.
Kristján hefur störf í næstu
viku en hann hefur starfað hjá
Capacent Íslandi samhliða því að
sinna ákveðnum verkefnum fyrir
íþróttafélagið FH.
„Síðan störfum hans lauk hjá
Kaupþingi hefur hann starfað hjá
Capacent sem ráðgjafi en störf
hans fyrir FH eru aukastörf,
svona helgar- og kvöldvinna,“ seg-
ir Hermann.
Kristján
Arason
yfir til N1
Kristján Arason
Ráðinn yfirmaður
nýrrar söludeildar
Lyfjasala á fyrri helmingi þessa árs
er heldur minni en á sama tíma í
fyrra. Á fyrri helmingi ársins seld-
ust 82,1 milljón skilgreindir dag-
skammtar lyfja (DDD) samanborið
við 83,1 milljón á sama tímabili í
fyrra. Samdrátturinn nemur 1,2%.
Í frétt frá Lyfjastofnun kemur
fram að verðmæti sölunnar var 13,0
milljarðar kr. en tæpir 12,9 millj-
arðar á fyrri helmingi 2009 og hef-
ur kostnaður því aukist um 1,2%
milli tímabila, reiknað á smásölu-
verði með virðisaukaskatti. Sala í
stærsta lyfjaflokknum, hjarta- og
æðasjúkdómalyfjum, dróst saman
um 9,5% reiknað í dagskömmtum
fyrstu sex mánuði þessa árs miðað
við sama tímabil í fyrra.
Heildarsala lyfja allt árið 2009
nam 26,1 milljarði kr.
Lyfjasala dregst
saman milli ára