Morgunblaðið - 17.08.2010, Blaðsíða 10
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. ÁGÚST 2010
10 Daglegt líf
Anna Sigríður Einarsdóttir
annaei@mbl.is
Reiðhjólið nýtur vaxandivinsælda sem fararskjótiog fer þeim sífellt fjölg-andi sem hjóla í og úr
vinnu eða nýta sér þennan vist- og
heilsuvæna ferðamáta til annarra
ferða. Margir bætast t.a.m. í raðir
hjólreiðamanna þegar Átakið hjólað
í vinnuna stendur yfir og hefur þátt-
takendum fjölgað ár frá ári sl. sjö ár.
Nú síðast tóku 9.411 manns þátt og
halda margir þeirra áfram að hjóla,
a.m.k. yfir sumartímann, þegar þeir
eru einu sinni komnir af stað.
Ekki átta hins vegar allir hjól-
reiðamenn sig á að þeim er heimilt
að hjóla á götunni og gætir raunar
nokkurs miskilning, jafnvel í sam-
göngunefnd Alþingis fyrir nokkrum
árum, um að bannað sé að hjóla á
götunni.
„Hjól eru hvergi í heiminum
bönnuð í almennri umferð,“ segir
Árni Davíðsson formaður Landsam-
taka hjólreiðamanna. „Hjólreiðar
eru þó stundum bannaðar á hrað-
brautum og við sérstakar aðstæður
eins og í Hvalfjarðargöngunum.“
Að öðru leyti hafa reiðhjól sama
rétt á götum og bílar, ólíkt því sem
gildir um gangstéttar og göngustíga.
Þar eru hjólreiðamenn á undan-
þáguheimild, sem heimilar ferðir
þeirra svo framarlega sem þeir taka
tillit til gangandi vegfarenda.
Verða að vera sýnilegir
„Reiðhjól er skilgreint sem öku-
tæki í umferðarlögum og í grunninn
lýtur það sömu lögum og bílar gera,“
segir Einar Magnús Magnússon
upplýsingafulltrúi Umferðarstofu.
Ekki treysti sér hins vegar allir til
að hjóla á götunum, þótt það sé í
mörgum tilfellum betra og jafnvel
öruggara ef það er gert rétt svo ekki
sé talað um að farið er hraðar yfir.
Bæði Árni og Einar nýta sér
götur, ekki síður en göngustíga, til
að komast sinna ferða á hjólinu og
segja það misskilning að íslenskir
ökumenn sé tillitslausir gagnvart
hjólreiðamönnum. Flestir víki vel til
hliðar og sýni hjólandi umferð fullan
skilning. „Ég held að það sé mikil-
vægt að bílstjórar og hjólreiðamenn
setji sig hvorir í spor annarra því
annað getur boðið hættunni heim,“
segir Einar.
Hjólreiðamenn verði t.d. að
passa sig að vera sýnilegir. „Ákveðin
mistök, sem sumir gera, er að hjóla
of nálægt gangstéttarbrúninni og
hverfa jafnvel inn á bílastæði við
hvert tækifæri. Þetta getur hins
vegar skapað hættu í hvert skipti
sem maður þarf að koma inn á ak-
reinina aftur,“ segir Árni. Til að
hjólreiðamenn séu sýnilegir eigi þeir
að hjóla um 0,5-1 m frá gangstéttar-
brúninni, um 1 m hægra megin við
umferðarstraum.
„Það á þó ekki heldur að hjóla
þannig að maður skapi óþarfa tafir,
til dæmis með því að vera á miðri ak-
rein á Kringlumýrarbraut þegar vel
má vera nær kantinum,“ segir Ein-
ar.
Almennt séu hjólreiðamenn í
víkjandi stöðu á götunum, þ.e. séu
þannig staðsettir á akreininni að
ökumenn geti sveigt framhjá þeim. Í
undantekningartilvikum tekur hjól-
reiðamaður sér þó ríkjandi stöðu. Á
miðri akrein eða þar um bil og á það
t.d. við þegar akreinin er of mjó til
að sveigja megi hættulítið framhjá,
eða þegar hjóla á yfir gatnamót.
„Það er alltaf hætta á að ökumaður
sveigi í veg fyrir mann við gatnamót
sé maður í víkjandi stöðu,“ segir
Árni. „Bílstjóri er nefnilega búinn að
gleyma hjólreiðamanni sem er úti í
kanti um leið og hann er kominn upp
að hlið hans.“ „Ég tala nú ekki um ef
viðkomandi er að tala í farsímann
um leið,“ bætir Einar við. Sama gild-
ir þegar hjólað er um hringtorg. Þar
á hjólreiðamaður líka að taka sér
ríkjandi stöðu svo hann sjáist sem
best.
Hjólreiðamenn þurfa þó líka að
sýna tillitsemi, t.d. þegar farið er yf-
ir gangbraut. „Þar á hjólandi umferð
ekki að fara hraðar yfir en gangandi,
því ökumenn eiga ekki von á meiri
hraða á þeim sem fara þar yfir og
þeir verða að geta treyst því,“ segir
Einar.
Skortir víða samfellu
Sömu umferðarreglur gilda um
hjólreiðamenn og aðra ökumenn og
t.a.m. á aldrei að hjóla á móti um-
ferð. „Í umferðalögum er talað um
að fótgangandi vegfarendur gangi á
móti umferð, en það á ekki við um
hjólreiðamenn. Þeir eiga að hjóla
eins og þeir væru á bíl,“ segir Árni.
Skipulagsyfirvöld hafa verið
dugleg að beina hjólandi umferð yfir
á göngustíga og segir Árni nokkur
vandamál myndast við þá blönduðu
umferð sem þar fer um. „Gatnakerf-
ið er í sjálfu sér það sem hentar best
fyrir hjólreiðar. Það er jú hannað
fyrir ökutæki og ákveðinn hraða“.
Göngustígarnir gefist þó ágætlega
þar sem útsýni er gott. „Vandinn er
hins vegar sá að margir blindir stað-
Hjólreiðamenn verða
að vera sýnilegir
Reiðhjól hafa sama rétt á götum og bílar og ber hjólreiðafólki því að fylgja sömu um-
ferðarreglum. Þeir Einar Magnús Magnússon og Árni Davíðsson þekkja þær vel.
Morgunblaðið/Eggert
Að sjást Endurskinsvesti eins og Einar er í eykur sýnileika hans.
Gatnakerfið er í sjálfu
sér það sem hentar best
fyrir hjólreiðar.
Fyrir þá sem stunda jóga og/eða
hugleiðslu er áhugavert að skoða vef-
síðuna Jaisiyaram.com.
Eftir þrjú ár og 108 daga af
mantra-hugleiðslu í einangrun ákvað
Swami Balendu að ferðast um heim-
inn með bróður sínum Yashendu Gos-
wami og dreifa hinni jákvæðu orku
sem hann upplifði í einangruninni um
heiminn. Hann vill ekki verða gúrú
eða meistari einhvers, hann vill að-
eins vera vinur og deila ástinni, en
hann heldur fyrirlestra og námskeið
um hugðarefni sín.
Á síðunni má finna margar góðar
undirsíður um hinar ýmsu hug-
leiðsluaðferðir og jógaafbrigði. Til
dæmis eru upplýsingar um hvað
mantra er og chakra.
Balendu er líka græðari og fjallar
um einhverskonar þagnar-meðferðir
og hljóðmeðferðir á síðunni auk
margs annars. Hann heldur líka úti
bloggi þar sem hann segir frá ferðum
sínum og lífi og skrifar um allt milli
himins og jarðar, t.d. fjallar ein nýleg
færsla um klæðaburð ferðamanna á
Indlandi og hvað það getur þýtt að
sýna of mikið hold.
Þessi síða hefur upp á mjög margt
að bjóða fyrir þá sem hafa áhuga á
andlegri íhugun og jóga.
Vefsíðan www.jaisiyaram.com
Bræður Swami Balendu og Yashendu Goswami stunda jóga og íhugun.
Dreifir ást um heiminn
HREYFING OG ÚTIVIST
Stór hluti af þeim sem ætla að hlaupa
í Reykjavíkurmaraþoninu næstkom-
andi laugardag eru að hlaupa til góðs.
Vinir og ættingjar þeirra hafa líklega
ekki farið varhluta af því á Facebook
eða í tölvupóstum þar sem hlaup-
ararnir láta vita hvaða góða málefni
þeir ætla að hlaupa fyrir og hvernig
má styrkja það.
Ef þú hefur ekki fengið slíkan hvatn-
ingarpóst er lítið mál að fara inn á vef-
síðuna Hlaupastyrkur.is. Þar má hafa
upp á þeim sem hlaupa til góðs, sjá
hvað þeir ætla að hlaupa langt, fyrir
hvaða félag og hvernig má styrkja þá.
Endilega styrkið þessi góðu málefni
sem mörgþúsund manns hlaupa fyrir
á laugardaginn.
Endilega …
… heitið á hlaupara
Reykjavíkurmaraþon Hlaupið til góðs.
Á vefsíðu RunnersWorld má finna fimm ástæður fyrir því af
hverju þú ættir að fara út að hlaupa með hundinum þínum
frekar en manneskju.
1. Manneskjur hafa ekki dillandi skott. Þegar þú ert við það
að gefast upp getur hundurinn minnt þig á að það að hlaupa
ætti að vera skemmtilegt. Afslappað og fjörugt skap hans er
hvetjandi.
2. Það er betra en að tengjast yfir skál af fóðri. Þér finnst
gaman að hlaupa og hundar eru hlauparar í eðli sínu. Það
gæti komið þér á óvart hvað þú færð mikið út úr því að deila
þessu áhugamáli með hundinum.
3. Þeir hafa ekki áhyggjur af neinu. Mannlegir hlaupa-
félagar geta hugsað of mikið um hversu mörgum kalóríum
þeir eru að brenna og um stöðuna á GPS-tækinu, en hund-
urinn minnir þig á að besta æfingin er að hlaupa frjáls.
4. Þeir samþykkja ekki afsakanir þínar. Þegar þeir byrja að
dilla skottinu er erfitt að segja nei. Rannsóknir hafa sýnt að
þeir sem æfa með hundi eru líklegri til að halda sig við efnið
heldur en þeir sem æfa einir eða með annarri manneskju.
5. Þreyttur hundur er góður hundur. Þreyttu hundinn og
þegar þið komið heim er hann líklegri til að dotta við fætur
þér en að ráðast á póstmanninn eða naga nýju Nike-skóna
þína.
Hlaup
Reuters
Hundahlaup Það er hvetjandi að hlaupa úti með voffa.
Hundur besti hlaupafélaginn