Morgunblaðið - 17.08.2010, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 17.08.2010, Blaðsíða 25
Dagbók 25 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. ÁGÚST 2010 Sudoku Frumstig 1 1 8 4 8 5 3 3 1 2 4 2 7 5 6 4 8 2 8 6 7 1 6 5 7 3 9 2 2 1 8 9 3 4 2 3 6 4 9 1 8 7 3 8 7 6 9 6 4 8 9 5 7 8 4 9 4 9 2 3 2 4 8 8 9 7 5 4 2 7 3 8 1 8 4 2 5 1 2 7 9 3 6 4 8 3 8 7 4 5 6 2 1 9 6 9 4 1 8 2 5 7 3 9 4 5 8 3 1 7 2 6 2 6 3 5 4 7 9 8 1 1 7 8 2 6 9 3 5 4 4 3 1 6 7 5 8 9 2 7 2 6 9 1 8 4 3 5 8 5 9 3 2 4 1 6 7 5 3 4 6 1 7 8 9 2 6 1 8 9 5 2 3 7 4 7 9 2 8 3 4 6 1 5 4 5 1 2 7 8 9 6 3 2 8 7 3 6 9 5 4 1 3 6 9 5 4 1 7 2 8 1 4 5 7 9 3 2 8 6 9 2 6 4 8 5 1 3 7 8 7 3 1 2 6 4 5 9 1 9 5 2 3 4 6 7 8 3 4 6 1 7 8 9 5 2 8 7 2 6 9 5 3 4 1 5 1 4 7 2 3 8 9 6 2 3 9 8 5 6 4 1 7 6 8 7 4 1 9 5 2 3 7 5 8 9 6 1 2 3 4 9 6 1 3 4 2 7 8 5 4 2 3 5 8 7 1 6 9 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig töl- urnar 1-9 og aldrei má tví- taka neina tölu í röðinni. Í dag er þriðjudagur 17. ágúst, 229. dag- ur ársins 2010 Orð dagsins: Ef einhver þykist hafa öðlast þekkingu á einhverju, þá þekkir hann enn ekki eins og þekkja ber. (I.Kor. 8, 2.) Víkverji bauð unglingunum sínumí bíó á dögunum. Fátt er um fína drætti í kvikmyndahúsunum eins og jafnan á þessum árstíma en eftir nokkra yfirlegu varð Salt, nýjasta hasarmynd Angelinu Jolie, fyrir val- inu. Víkverji bjóst svo sem ekki við miklu en Salt kom honum þægilega á óvart. Um er að ræða prýðilegustu af- þreyingu. Auðvitað er rás atburða með talsverðum ólíkindum í mynd- inni en hver nennir að amast við því ef spennan heldur manni við efnið? Mergjað er atriðið þegar karakter Jolie, Evelyn Salt, kyrkir gæjann í Hvíta húsinu. Þar er ósvikin heift á ferðinni. Á því augnabliki skaut Jolie Willis, Stallone, Segal og hvað þeir heita allir þessir karlar ref fyrir rass. Hún er hömlulaus töffari. Annars er Salt merkilegust fyrir þær sakir að kalda stríðið er hafið á ný. Hinn eini sanni vondi kall, Rúss- ar, er kominn upp á dekk. x x x Víkverja barst á dögunum bréf fráglöggum lesanda, Birni Leifs- syni, vegna skrifa hans um breska málmbandið Iron Maiden. Í bréfinu segir: „Sæll Víkverji. Í pistli þínum í mogganum rak ég augun í þýðingu þína á orðunum Iron Maiden. Ég er ekki allskostar sáttur við hana, og því skrifa ég þennan póst. Maiden í ensku merkir ógift kona, og er einnig skylt orðinu maid, sem merkir þjón- ustustúlka. Iron Maiden er upp- haflega komið af nafni á pynt- ingatæki, sem var notað á miðöldum. Þetta tæki, einskonar skápur í líki kvenlíkama, var með hnífum sem stungust í hold þess sem inn í hann var látinn. Skírskotun til hins kyn- ferðislega þykir mörgum augljós, þ.e. fara inn í hreina mey og blóðið sem rennur. Þess vegna legg ég til tvær þýðingar, sem mér þykja betur við hæfi. Járnstúlka eða Járnmey. Kveðja, Björn.“ Víkverji þakkar Birni bréfið og fellst án möglunar á röksemdir hans. Ætli Margaret gamla Thatcher hafi ekki ruglað Víkverja í ríminu, hún var iðulega á sinni tíð kölluð „járnfrúin“ í íslenskum fjölmiðlum. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | Lárétt: 1 gerð- arlegt, 8 hörkufrosts, 9 lágfótan, 10 ham- ingjusöm, 11 minnka, 13 korns, 15 mikið, 18 ólæti, 21 heiður, 22 þræta, 23 hvikulleiki, 24 gegnblautur. Lóðrétt | Lóðrétt: 2 lýk- ur, 3 þagga niður í, 4 smáa, 5 látin af hendi, 6 guð, 7 vendir, 12 fersk- ur, 14 mánuður, 15 sæti, 16 hugaða, 17 knappan, 18 karldýr, 19 hvöss, 20 beint. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 freta, 4 bugar, 7 ræddi, 8 tusku, 9 nía, 11 iðna, 13 græt, 14 sekur, 15 verk, 17 ásar, 20 þró, 22 kápur, 23 merki, 24 renna, 25 rimma. Lóðrétt: 2 ferli, 2 Eddan, 3 alin, 4 búta, 5 gæsir, 6 raust, 10 ískur, 12 ask, 13 grá, 15 vakur, 16 ræpan, 18 særum, 19 reika, 20 þróa, 21 ómur. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. e4 Rf6 2. e5 Rd5 3. d4 d6 4. Rf3 dxe5 5. Rxe5 c6 6. Rd2 Rd7 7. Rdf3 g6 8. Bc4 Bg7 9. 0-0 0-0 10. He1 Rxe5 11. dxe5 Bg4 12. h3 Bxf3 13. Dxf3 e6 14. a4 Dc7 15. De4 Hfd8 16. h4 Hd7 17. h5 Re7 18. Bg5 c5 19. c3 Rc6 20. hxg6 hxg6 21. Bf6 Ra5 Staðan kom upp á skoska meist- aramótinu sem lauk fyrir skömmu í Hamilton. Stórmeistarinn John Shaw (2.445) hafði hvítt gegn Andrew Green (2.172). 22. Bxe6! fxe6 23. Dxg6 Dc6?! 24. He3 Hf8? 25. Hh3 hvítur hefur nú unnið tafl eftir að svartur fann ekki bestu leiðina til að halda taflinu gang- andi. 25. … Hc8 26. Dh7+ Kf8 27. Hg3 og svartur gafst upp enda fátt til varn- ar. Enski alþjóðlegi meistarinn And- rew Greet (2.451) varð efstur og varð einnig skoskur meistari þar sem hann hefur búið í meira en tvö ár í Skotlandi. Hvítur á leik. Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Innkomuþvingun. Norður ♠G1084 ♥842 ♦K652 ♣64 Vestur Austur ♠9652 ♠D73 ♥9753 ♥ÁG10 ♦G ♦9873 ♣G1097 ♣KD3 Suður ♠ÁK ♥KD6 ♦ÁD104 ♣Á852 Suður spilar 3G. Spilari lendir í þvingun þegar hann neyðist til að henda spili sem hann má ekki missa. Spilið „sem ekki má missa“ þarf ekki að vera grjótharður slagur. Oft er um vald á lit að ræða, jafnvel svo smátt atriði sem hindrun á greiðum samgangi. Skoðum tígul austurs. Hann fær aldrei slag á litinn, en samt þvælist fjórliturinn fyrir sagnhafa. Vestur kemur út með ♣G, sagnhafi dúkkar hjón austurs, drepur þriðja laufið og spilar ♦Á-D. Legan kemur í veg fyrir að hægt sé að yfirdrepa ♦10, en í staðinn spilar suður síðasta laufinu til vesturs. Það hefur „eyðandi“ áhrif á austur, sem má hvorki henda spaða frá drottningunni né hjarta frá þrílitnum. Hann kastar því „ónýtum tígli“ og við það vaknar til lífsins innkoma í blind- um, svo hægt er að spila tvisvar að ♥KDx. (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Þú ert úthaldsgóð/ur og það kem- ur sér vel núna þegar þú ert beðin/n um að taka að þér hin ýmsu verkefni. Vertu andlit þolinmæði, samúðar og ástar. (20. apríl - 20. maí)  Naut Þú þarft að gæta þess vandlega að þú hafir farið ofan í saumana á máli, sem þú verður að ákveða þig með. Gerðu það með bros á vör. Vertu bjartsýnn leiðtogi og hafðu gagnrýnanda með í för. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Reyndu að forðast versl- unarferðir í dag og ekki eyða peningum í munaðarvörur. Gefðu þér tíma til að hitta vini því vináttan skiptir þig miklu máli. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Traust laðar til þín peninga – eða a.m.k. fólk sem á peninga. Nú beinist at- hygli þín í auknum mæli að skyldum og vinnunni. Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú festir kaup á einhverju. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Það er viðbúið að eitthvert daður verði í gangi í dag. Leitaðu því ekki langt yfir skammt heldur slakaðu á og þegar ró er komin yfir þig þá blasir lausnin við. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Búðu þig undir áherslur sem tengjast maka og nánum félaga á næstu vikum. Heilmikil hjálp felst í því að spyrja réttu spurninganna. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Láttu ekki draga þig inn í deilur á vinnustað þínum. Uppreisn er í kort- unum, þó ekki alvarleg. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Þú færð tækifæri til að koma þér á framfæri svo nú er að bretta upp ermarnar. Leitaðu eftir aðstoð áður en allt fer úr böndunum. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Teldu upp að tíu og reyndu að endurskoða hvers vegna og hversu mikið þú baknagar fólk. Það er í lagi að þú slappir af, ef þú gætir þess að halda öllu gangandi. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Samræður við yfirmenn og for- eldra einkennast af algerum misskilningi. Orðaforði, metnaður og almennt yfir- bragð þeirra sem eru í kringum þig hafa áhrif á ákvarðanir þínar. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Óvænt upphlaup samstarfs- fólks eða ættingja ganga fram af þér. Vinnusemi þín keyrir um þverbak. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Ef einhver er að reyna að leyna þig einhverju muntu komast að því. Þú lýkur verkefni sem hefur þjakað þig lengi. Stjörnuspá 17. ágúst 1980 Heklugos hófst þegar „Hekla þverklofnaði af nærri 6 km langri sprungu,“ eins og Morgunblaðið orðaði það. Breskur jarðfræðinemi sem var í Skjólkvíum við Heklu átti fótum fjör að launa. Gosið stóð í fáa daga en annað stutt gos hófst 9. apríl 1981 og er það talið framhald af gosinu árið áður. 17. ágúst 2004 Magnús Scheving hlaut Nor- rænu lýðheilsuverðlaunin fyr- ir framlag sitt til bættrar lýð- heilsu. Verðlaunin voru afhent á ráðherrafundi á Egils- stöðum. „Latibær á eftir að fara út um allt,“ sagði Magnús í samtali við Morgunblaðið. „Þetta er rétt að byrja.“ Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson Þetta gerðist … Oddný Kristín Þorkelsdóttir (Abba), Skúla- götu 15, Borg- arnesi, verður 90 ára þann 18. ágúst. Ættingjum og vinum er boðið að gleðjast með henni og fjölskyldu hennar í sal eldri borgara í Borgarnesi, Borg- arbraut 65a, sjöttu hæð, á afmæl- isdaginn kl. 15-18. Gjafir vinsam- legast afþakkaðar.“ 90 ára Gréta Hlín Jónsdóttir gaf RKÍ innihaldið úr sparibaukn- um sínum til að styðja krakkana á Haítí. Upp- hæðin nam 3.044 krónum. Söfnun „Ég ætla að vera með fjölskyldunni í tilefni dags- ins, við förum líklega út og fáum okkur eitthvað gott að borða,“ segir Ágúst Már Jónsson, íþrótta- kennari og fyrrverandi landsliðsmaður í knatt- spyrnu, sem er 50 ára í dag. Hann segist ætla að reyna að vera sem mest með fjölskyldunni þessa viku. „Á morgun höldum við svo í veiðiferð í Hróars- læk við Hellu,“ segir Ágúst og er augljóslega full- ur tilhlökkunar. Ágúst Már Jónsson hefur mestmegnis starfað við kennslu og þjálfun frá því hann útskrifaðist frá Íþróttaskólanum á Laugarvatni árið 1982. Árið 1989 lauk hann svo prófi frá Kennaraháskóla Íslands. Undanfarin 20 ár hefur Ágúst Már unnið sem heilsuþjálfari á endurhæfingarmiðstöðinni Reykjalundi. Þar notast hann við íþróttatengda þjálfun til að koma fólki sem er í endurhæfingu í form. „Þetta er góður vinnustaður og gott fólk sem maður vinnur með.“ Íþróttaáhugamenn kannast margir við Ágúst Má en hann lék á ár- um áður knattspyrnu með Aftureldingu og KR. Hann spilaði einnig um tíma með landsliði Íslands í knattspyrnu. hjaltigeir@mbl.is Ágúst Már Jónsson, íþróttakennari, fimmtugur Veiðir með fjölskyldunni Nýirborgarar Akranes Birgir Viktor fæddist 24. apríl kl. 8.22. Hann vó 3.030 g og var 48 cm langur. Foreldrar hans eru Birgitta Dröfn Þrastardóttir og Kristinn Júlíus Halldórsson. Reykjavík Aþena Katrín fæddist 9. apríl kl. 22.25. Hún vó 3.805 g og var 50 cm löng. Foreldrar henn- ar eru Heiðrún Berglind Finnsdóttir og Þórður Matthíasson. Nýbakaðir foreldrar? Sendið mynd af barninu til birtingar í Morgunblaðinu Frá forsíðu mbl.is er einfalt að senda mynd af barninu með upplýsingum um fæðingarstað, stund, þyngd, lengd, ásamt nöfnum foreldra. Einnig má senda tölvupóst á barn@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.