Morgunblaðið - 17.08.2010, Qupperneq 17
17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. ÁGÚST 2010
Jakob Fannar
Sjóræningjaskip Jón Gnarr borgarstjóri tók í gær fyrsta höggið á ævintýra-minigolfvellinum Fjársjóðsleitinni í Grafarvogi og afhjúpaði nafn sjóræningjaskips sem skírt var í höfuðið á honum.
Fyrirsögnin vísar
ekki í heimilisbókhald
undirritaðrar fremur
en heimilisbókhald
flestra barnafjöl-
skyldna á Íslandi. Hér
er vísað í peninga sem
urðu afgangs af því að
þeim var ekki útdeilt
til þeirra sem greiddu
fyrir tannlæknakostn-
að og áttu rétt á endur-
greiðslu árið 2009. Verður nú leitast
við að útskýra málið betur.
Hið opinbera hefur í meira en ára-
tug ekki verið með gildandi samning
við tannlækna um endurgreiðslu
vegna veittrar tannlæknaþjónustu.
Því hefur endurgreiðslu til þeirra sem
þjónustunnar njóta og rétt eiga á end-
urgreiðslu verið stýrt einhliða frá
heilbrigðisráðuneytinu og Sjúkra-
tryggingum Íslands (SÍ). Endurgreitt
hefur verið skv. gjaldskrá SÍ í lang-
flestum tilfellum, nema þegar um er
að ræða mjög alvarlega fæðingargalla
og/eða mjög alvarlegar afleiðingar
slysa. Tannlæknar mega skv. sam-
keppnislögum ekki vera með sam-
ræmda gjaldskrá og því ómögulegt að
segja til um hver munur á gjaldskrá
SÍ og tannlækna er. Ljóst er þó, þar
sem gjaldskrá SÍ hefur ekki hækkað
árum saman í samræmi við almennt
verðlag, að mikið ber í milli.
Á fjárlögum Alþingis fyrir árið
2009 var ákveðið að veita 1666,4
milljónum króna til að endurgreiða
útlagðan tannlækna-og tannrétt-
ingakostnað barna og ungmenna til
18 ára aldurs, elli- og örorkulífeyr-
isþega auk annarra sem rétt eiga á
endurgreiðslu. Heilbrigðisráðu-
neytið og SÍ sáu svo um framkvæmd
endurgreiðslnanna og settu reglur
þar að lútandi. Fyrir árið 2009 tókst
þessum stofnunum þannig til, að af
1666,4 milljónum sem til ráðstöfunar
voru, voru um 1370 milljónir greidd-
ar út, þar af um 550 milljónir til tann-
lækninga og forvarna barna og ung-
menna til 18 ára aldurs. Afgangurinn
er tæpar 300 milljónir. Nú gæti ein-
hver sagt að þetta væri vel af sér vik-
ið. Fyrirtæki sem fær
1666 milljónir í rekstr-
arfé og eyðir ekki
nema 1370 milljónum
er að standa sig vel. En
þannig er málum ekki
háttað hér. Kostnaður
við tannlæknaþjónustu
hefur ekki lækkað. Það
eru m.a. barnafjöl-
skyldurnar í landinu
sem brúa bilið.
Alþingismenn ákváðu í
fjárlögum fyrir árið
2009 að styrkja þá sem rétt eiga á
endurgreiðslu tannlæknakostnaðar,
en heilbrigðisráðuneytið og SÍ sáu til
þess að tæpar 300 milljónir skiluðu
sér ekki til baka í endurgreiðslum.
Margar leiðir eru færar til að auka
greiðslur til þeirra sem eiga rétt til
endurgreiðslu tannlæknakostnaðar.
Margítrekað hefur verið bent á að
hægt sé að auka endurgreiðsluhlut-
fall til barna og ungmenna úr 75% í
100%. Hægt er að hækka endur-
greiðslugjaldskrá SÍ (sem staðið hef-
ur í stað árum saman), bæði í heild
sinni sem og einstaka liði. Einnig er
búið að benda á kosti endur-
greiðslukerfis sem tíðkast í ná-
grannalöndum, þar sem einingaverð
er lagt til grundvallar.
Eitt er ljóst að það fyrirkomulag,
sem nú er við lýði, er gengið sér til
húðar. Það er lágmarkskrafa að þeir
fjármunir, sem alþingismenn gera
ráð fyrir í fjárlögum að greiða ein-
staklingum til baka fyrir veitta tann-
læknaþjónustu, skili sér í vasa al-
mennings, en dagi ekki uppi innan
stofnunar ár eftir ár. Svo mikið er
víst að breiðu bökin er ekki að finna
innan barnafjölskyldna á Íslandi í
dag.
Eftir Kristínu
Heimisdóttur
» Svo mikið er víst að
breiðu bökin er ekki
að finna innan barna-
fjölskyldna á Íslandi í
dag.
Kristín Heimisdóttir
Höfundur situr í stjórn
Tannlæknafélags Íslands.
Var aftur afgangur?
Eftir að hafa fylgst
með umræðum núver-
andi heilbrigðis-
ráðherra okkar, sem
bæði í ræðu og æði
sýnir megnt hatur á ís-
lenskum læknum með
framferði sínu, þá get
ég ekki orða bundist.
Ég undirrituð er ein
af þeim sem nýta sér
þjónustu Landspít-
alans. Ég á 16 ára dótt-
ur sem er fædd með sjaldgæfan lifr-
arsjúkdóm. Þegar dóttir mín fæddist
vorum við með frábæran skurðlækni
starfandi á sjúkrahúsinu (hann er
kominn á aldur) sem skar hana upp
og lagaði það sem þurfti þá. Ég
heyrði síðar að þessi læknir var svo
fær að hann var sífellt að fá tilboð frá
erlendum sjúkrahúsum um að taka
við góðum stöðum þar. Sem betur
fer fyrir dóttur mína, ákvað hann að
vera hér á Íslandi. Á þessum tíma
var enginn starfandi meltingafæra-
sérfræðingur á barnadeildinni og því
var framtíðin óljós. Það var svo einn
af sérfræðingum deildarinnar sem
tók sig til og fór að lesa sér til um
þetta einstaka tilfelli. Hann hjálpaði
mér að finna greinar og kenndi mér
reyndar á Internetið á sínum tíma,
til að við gætum í sameiningu lært
um sjúkdóminn. Þannig unnum við í
nokkur ár eða þangað til við fengum
frábæran meltingafærasérfræðing á
sjúkrahúsið fyrir um það bil tíu ár-
um. Hann sá svo um hana þar til á
þessu ári, þegar honum bauðst yf-
irlæknisstaða í Bandaríkjunum. Við
fengum þá þriðja lækninn sem við
erum enn að kynnast. Þetta öryggi
sem við höfum búið við í tíu ár er
samt horfið. Hin yfirgripsmikla
þekking sem fyrrverandi læknir
dóttir minnar hefur er farin úr landi.
Við búum svo vel hér á landi að
sérfræðingarnir okkar þurfa að fara
erlendis í sérnám. Þaðan koma þeir
með mikla þekkingu á sjúkdómum
sem við jafnvel höfum aldrei séð hér-
lendis og eru því í standi til að bregð-
ast við ef/þegar þarf. Þeir hafa líka
mikið net sambanda
sem nýtist þeim við
greiningar og með-
ferðir á íslenskum
sjúklingum. Þetta er
sérstaklega gott fyrir
okkur sem erum að
kljást við sjaldgæfa
sjúkdóma og ég hefði
haldið að þetta gagnist
öllum Íslendingum sem
þurfa að fara á sjúkra-
hús, því að vinna þeirra
erlendis hefur örugg-
lega einnig gert þá fær-
ari í algengari sjúk-
dómum.
Ég er yfir mig hrifin af íslenskum
læknum (og reyndar eru hjúkr-
unarfræðingarnir og sjúkraliðar líka
í miklu uppáhaldi hjá mér) og ég hef
samanburðinn. Vegna þess að dóttir
mín mun þurfa að fara í ígræðslu í
framtíðinni, þá höfum við þurft að
vera í sambandi við erlenda lækna.
Þar til í fyrra var TR með ígræðslu-
samning við Ríkisspítalann í Dan-
mörk og þangað höfum við farið
nokkrum sinnum. En í öll skiptin
höfum við farið frá þeim með súrt
bragð í munninum. Ekki nóg með að
okkur hafi fundist okkar íslenski
sérfræðingur mun betur að sér í
sambandi við heilsu hennar, þá var
hroki þeirra yfirgengilegur. Stór
hluti af samtölum okkar voru á þeim
nótum að þeir gerðu lítið úr íslensk-
um læknum og heilbrigðiskerfi okk-
ar Íslendinga og ég sat á móti og hélt
uppi vörnum fyrir okkar frábæru
barnadeild. Það fór meiri tími í þetta
en að ræða ástandið á dóttur minni.
Þeir vildu að við kæmum til Dan-
merkur á 6 mánaða fresti því að okk-
ar læknum væri ekki treystandi til
að sjá um einfalt eftirlit á barninu.
Það kom alls ekki til greina, hvorki
af okkur hálfu né spítalans. Nú er
TR með ígræðslusamning við Sví-
þjóð og staðan hjá okkur er þannig
að við fáum núna fyrirmæli frá Sví-
unum um lyfjagjafir og eftirlit, í
gegnum nýja lækninn okkar.
Þegar dóttir mín fæddist voru fáir
starfandi barnalæknar á barnadeild-
inni. Það hefur batnað mikið, en
ástandið er þannig að ég óttast mikið
að við séum að fara til baka í mun
verra ástand. Við þurfum að hlúa að
læknastéttinni. Við erum með gríð-
arlega vel menntaða lækna hér og
við þurfum á þekkingu þeirra að
halda. Við erum nefnilega að missa
fjölskyldur úr landi vegna þess að
þekking á sjúkdómum barna þeirra
er ekki til staðar á spítalanum.
Ég vil ekki vakna upp við þá mar-
tröð að eftir nokkur ár verði ég að
tala ensku á spítalanum vegna þess
að okkar frábæru íslensku læknar
vilja ekki koma hingað til að starfa á
sjúkrahúsi þar sem sumar deildir
eru víst svo illa tækjum búnar að
þeir tala um að þetta sé eins og að
fara 30 ár aftur í tímann að koma hér
til starfa. Við þurfum líka ráðherra
sem virðir störf þeirra og sér að
þekking þeirra er mikill sparnaður
fyrir íslenska ríkið. Ef við ætlum að
fara að senda alla sjúklinga með erf-
iða sjúkdóma í eftirlit og meðferðir
erlendis hlýtur það að kosta ríkið
meira en að halda hér uppi sjúkra-
húsi sem laðar að sérmenntaða ís-
lenska lækna. Ég heyri um allt of
mörg dæmi þess að læknar sem hafa
verið í sérnámi erlendis vilji alls ekki
koma hingað heim. Það er þó ekki
bara vegna hrunsins, heldur líka
vegna ástands spítalans. Það er
komið nóg af sparnaði og nú þarf að
fara að byggja spítalann upp aftur
þannig að við getum verið stolt af
honum og að læknarnir okkar vilji
starfa hér vegna þess að aðstaða og
kjör séu svipuð og erlendis. Þannig
er staðan ekki í dag og þetta auð-
sýnda hatur núverandi ráðherra er
ekki til að bæta ástandið.
Eftir Önnu Maríu
Þorkelsdóttur »Ég vil ekki vakna
upp við þá martröð
að eftir nokkur ár verði
ég að tala ensku á spít-
alanum vegna þess að
okkar frábæru íslensku
læknar vilja ekki koma
hingað til að starfa …
Anna María
Þorkelsdóttir
Höfundur er foreldri langveiks barns.
Íslenskir læknar