Nýr Stormur - 22.12.1967, Side 3
FÖSTUDAGUR 22. DES. 1967.
''HoRMyR
©
Ólga í Hallgrímssókn
Framh. aí bls. 1.
kosinn, ef prestur hefði ekki
skorist í leikinn.
Óánægjan inan safnaðarins
er svo megn, að búist er við að
stór hluti safnaðarins segf sig
úr þjóðkirkjunni. Hinir óá-
nægðu vilja láta ógilda kosn-
inguna og skipunina í embætt
ið og kjósa á ný, þar sem öll-
um frambjóðendum væri
tryggð jöfn vígstaða.
Hætt er við að köldu andi til
hins nýja klerks, er hann tek-
ur við embætti og má segja að
safnaðarlíf og kirkjusókn í
Reykjavíkurprófastsdæmi sé
ekki of öflug, þótt ekki sé blás
ið að sundrung og úlfúð á
þeim vettvangi.
Það værf sannarlega æski-
legt, að eining rikti í þessum
söfnuði, sem býr að veglegustu
kirkju landsins og hefir mikið
á sig lagt til að sú kirkja verði
reist.
Það er sannarlega ömurlegt
til þess að vita, að tilkoma
hinna tveggja Drottins þjóna
í sálusorgaraembætti þessarar
miklu kirkju, skulf vera svo
umdeild, sem raun ber vitni.
Fylgjendur séra Jakobs vilja
halda því fram, að hann sé
borinn röngum sökum —
hann hafi alls ekki skipt sér
af kosningunum.
Um það bera þó allt of marg
ir vitni til þess að því verði
trúað.
Hinsvegar er séra Jakobi
innan handar að hreinsa sig
af þessu ámæli. Presturinn
þarf ekki annað en lýsa því
yfir opinberlega að hann sé
saklaus.
Geri hann það hinsvegar
ekki, hljóta menn að draga þá
ályktun, að hann hafi ekki
hreina samvizku í málinu og
vilji ekki hætta á, að sóknar-
börn hans geri hann að ósann
indamanni.
Eftir þá reynzlu, sem hér er
fengin, virðist einsýnt, að
heppiegast sé að afnema
prestskosningar og gefa á vald
biskups, að skipa presta, að
minnsta kosti í fjölmennustu
sóknunum.
Hallgrímskirkja er og verð-
ur þjóðkirkja. Hún er byggð
fyrir almannafé að langmestu
leiti, þótt söfnuðurinn hafi
látið ríkulega af hendi rakna.
Það verður því að krefjast
þesk að höfuðklerkar þjóni
þessari kirkju og að sundrung
og óánægju verði útrýmt af
vegum hennar.
Misindismenn hafa reynt að
setja stein í götu hennar og
deila má um gerð hennar dýr-
leika.
Þjóðin mun þó ekki fara á
vonarvöl hennar vegna og úr
því sem komið er, verður að
Ég er settur....
Framhald af bls. 1.
fær skilið eða mun nokkurn-
tíma skilja eða skilgreina.
Hann var „settur til að
gæta“ mannssálarinnar; til
að þjázt fyrir hana og láta
hana þjázt fyrir trúna á Föð-
urinn, til „að ná miklu meira
síðar.“
Trúin á þetta „miklu meir
síðar,“ hefir veitt milljónum
manna fögnuð og frið, þótt
Guðsríki á jörðu, sé fjarlæg-
ara en nokkru sinni áður.
Jesú Kristur hafði ekkert til
að sanna að hann væri sendur
af Föðurnum til að gæta
mannanna, annað en sína
eigin persónulegu yfirburði og
trúarhneigð fólksins. Hann
var algjör byltingamaður, sem
engu eirði öðru en hagsmun-
um smælingjanna. Hann var
krossfestur vegna þess að
kenningar hans voru hættu-
legar stjórnmálalegum yfirráð
um yfirstéttar Gyðingalands,
auðstéttarinnar, víxlara og
okrara.
Hann hafði engan áhuga
fyrir líkamlegum munaðl, en
hann vissi vel hvað skortur
var, því að hann fastaði sjálf-
ur í fjörutíu daga og fjörutiu
nætur og áheyrendur hans
voru ekki þéttholda kaupsýslu
menn yfir dýrmætum krásum,
heldur hungraður mannfjöldi,
sem hann mettaði með brauði
einu saman.
Þetta „miklu meir síðar“ var
loforð sem Kristur hefir ekki
svikið enn. Hann setti engin
tímatakmörk fyrir loforðum
sínum og sýndi þar með að
hann var öllum stjórnmála-
mönnum snjallari. Fullnæg-
ing loforðanna er auk þess fal
in í trúnnf sjálfri.
Það verður hinsvegar ekki
sagt um þann, er nú kemur
1967 árum síðar og segist vera
settur til að „gæta þjóðarinn-
ar allrar.“ Hann gerir ekki
kraftaverk á fundum sínum,
en lofar hinsvegar kraftaverk
um síðar eða innan nokkurra
mánaða, því senniega verða
kaupsýslumenn langeygðir að
biða eftir eilífðinni! Og nú
vantar aðeins eitt: Fólk, sem
er jafn trúgjarnt og fólkið I
Júdeu á sínum tíma, eða jafn-
vel ennþá trúgjarnara, því að
þá fengu menn sannanir, en
nú engar.
HVAR ER UMBOÐSSKRÁIN?
Þótt það sé að sjálfsögðu
rakið guðlast, að nefna póli-
gera veg hennar sem mestan.
Öll óhappaverk verður þvi að
harma og vonandi að úr þessu
máli rætist í anda þeim, er
ríkja ber i kristnum söfnuð-
tískan braskara 1 sömu and-
ránni og Jesú Krist, þá er það
þó ekki gert í niðrunarskyni
við trúarbrögðin eða hátíð þá
er í hönd fer.
Það er hinsvegar svo yfir-
gengileg ósvífni af þessum
valdamanni, að telja sig „sett
an til að gæta“ þjóðar sinnar
eftir það, sem á undan er geng
ið, að jafnvel hinn lítilmótleg
asti þegn getur ekki orða
bundist. Valdið, sem þessi mað
ur hefir til að lofa einni stétt
„miklu meir síðar“ hlýtur að
vera af yfirnáttúrlegum upp-
runa, því að það þarf sannar-
lega mann, sem hefir vald á
kraftaverkum, að lofa einu
eða neinu, eins og nú horfir
við í þjóðfélaginu.
Fyrir venjulegum mönnum
horfir málið svona við:
Það er ómótmælanleg stað-
reynd, að eftir að Bjarni Bene
diktsson tók við æðstu völdum
í flokknum og þeir Ólafur
Thors og Gunnar Thoroddsen
voru úr sögunni, hefir gengi
Sj álfstæðisf okksins farið
þverrandi og hefir ekki verið
minna i áratugi, þar sem að-
eins 37% kjósenda kaus þenn-
an „flokk allra stétta" við síð-
ustu kosningar.
Stærsti ósigur flokksins í
siðustu kosningum var í kjör-
dæmi ráðherrans og kjördæmi
bróður hans. Það var stað-
reynd, að kjósendurnir fóru
ekki yfir til andstæðinganna
nema að litlu leyti, heldur yfir
á samstarfsflokkinn í mót-
mælaskyni við ofríki ráðherr-
ans.
Þetta vita allir menn og ráð
herrann líka. Ef venjulegum
þingræðisreglum hefði verið
hlýtt, hefði Alþýðuflokkurinn
átt að mynda ríkisstjórnina,
en ekki formaður Sjálfstæðis-
flokksins, sem vantraustið
fékk. í Bretlandi til dæmis,
hefði umsvifalaust verið skipt
um forystu, svo sem dæmin
þaðan sýna.
Kjósendur Alþýðuflokksins
veittu honum ekki fulltingi
sitt til þess að fela Bjarna
Benediktssyni öll ráð. Kjós-
endur þeir er fóru frá Sjálf-
stæðisflokknum yfir á Alþýðu
flokkinn gerðu það ekki til
þess að festa Bjarna formann
enn meir í sessi.
Þetta er í stuttu máli grund
völlurinn fyrir gæzluhlutverkf
því, er nú fyllir brjóst ráðherr
ans þvilíkum hugmóði, að
„landsföður" hutverk hans sé
hafið upp í æðra veldi. Hann
sé góði hirðirinn, sem eigi að
gæta hjarðarinnar, hinnar
ástfólgnu þjóðar hans.
„RÍKIÐ, ÞAÐ ER ÉG“
Þessi orð eru höfð eftir „sól-
konunginum“^ranska, Loðvík
14. Vissulega var þetta að
nokkru leyti rétt. Hann réði
yfir lífi og limum þegna sinna
eignum þeirra og heimilum.
Hann gat gert og gerði aðeins
það sem honum sýndist. Að
loknum löngum stjórnartíma
skildi hann við ríki sitt í rúst.
Hann skammtaði þegnum sín-
um rétt og órét't og hann
reyndi að gera sjálfan sig að
gliðlegri veru í augum þeirra.
Franska þjóðin varð að
gjalda fyrir óhóf og óstjórn
þessa konungs síns með mikl-
um hörmungum, sem síðar
urðu til að flýta fyrir frelsis-
hreyfingum þjóðanna í lok
miðalda.
Flestir einræðisherrar hafa
fallið á þessum óskeikulleika,
sem er að sjálfsögðu mannlegr
ar náttúru, en samt sem áður
blekking ein.
Nú þegar Bjarni formaður
segist hafa verið settur til að
„gæta þjóðarinnar allrar“, þá
er sennilega ekki langt i það,
að hann tilkynni: „Ríkið, það
er ég!“
Greinilega eru þessum
manni völdin þvílík fullnæg-
ing, að hann getur ekki leynt
því á köflum. Hann getur ekkí
leynt fögnuði sýnum og stolti
yfir, að honum kunni að hafa
tekist að sundra verkalýðs-
hreyfingunni og nú þykist
hann hafa náð taki á verzlun-
arstéttinni.
Það þarf ekki að sækja aura
Framh. á bls. 11
Auglýsið í
Nýjum Stormi
um.