Framsóknarblaðið - 19.04.1968, Blaðsíða 1
31. árgangur.
Vestmannaeyjum, 19 apríl 1968.
3. tölublað
Dr. Kristján Eldjárn
Dr. Kristján Eldjárn Þórarinsson er fæddur 6. desember 1916 að
Tjörn í Svarfaðardal, sonur hjónanna Sigrúnar Sigurhjartardóttur og
Þórarins Kristjánssonar Eldjárns bónda á Tjörn. Kristján tók stúdents-
próf frá Menntaskóla Akureyrar árið 1936, stundaði síðan nám við Kaup.
mannahafnarháskóla ogl auk mag. art. prófi við Hásk. íslands í íslenzkum
fræðum árið 1944. Árið 1957 varði hann doktorsritgerð um kuml og haug-
fé við Háskóla íslands. Hann hóf störf við Þjóðminjasafn íslands árið
1944 og var skipaður Þjóðminjavörður 1. des. 1947. Hann hefur auk
doktorsritgerðarinnar skrifað mikið um sérgrein sína, þar á meðal nokkr-
ar bækur. Þá er dr. Kristján kunnur útvarps- og sjónvarpsmaður. Dr.
Kristján Eldjárn er kvæntur Kristínu Ingólfsdóttur frá ísafirði.
Forsetakosningarnar fara fram 30 .júní n. k.
Dr. Gunnar Thoroddsen
Dr. Gunnar Thoroddsen er fæddur 29. desember 1910 í Reykjavík,
sonur Sigurðar Thoroddsen verkfræðings og konu hans Maríu Kristínar
Claessens. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1929 og
tók lögfræðipróf við Háskóla íslands 1934, stundaði síðan nám í refsirétti
erlendis. Settur prófessor í lögum við Háskóla íslands 1942 og gegndi því
embætti til 1950. Dr. Gunnar var borgarstjóri í Reykjavík frá 1947 til
1960. Sat á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn sem þingmaður Snæfellinga
1934—1937 og 1942—1949, síðan sem þingmaður Reykjavíkur þar til hann
varð sendiherra í Kaupmannahöfn. Fjármálaráðherra frá 1959—1964. —
Hann var lengi bæjarfulltrúi í Reykjavík og hefur auk þess gegnt mörg-
um trúnaðarstörfum. Hann varði doktorsritgerð um æruna 1. febrúar s. 1.
Dr. Gunnar er kvæntur Völu Ásgeirsdóttur, forseta íslands.
Tónleikar
Samkór Vestmannaeyja hélt
tvenna tónleika í Samkomuhúsinu
á páskadag. Stjórnandi kórsins er
Martin Hunger, undirleik önnuðust
dr. Rób&rt A. Ottósson og Þorkell
Sigurbjörnsson. Þeir léku einnig
saman á píanó í sönghléi. Einsöngv
ari með kórnum var Reynir Guð-
steinsson.
Sú venja hefur skapazt á undan
förnum árum, að boðið sé upp á
tónleika á páskadag. Dagurinn er
vel valinn, þar sem hann er einn
af þeim fáu dögum, sem fólk er
ekki upptekið við vinnu.
Fyrst á söngskránni voru tvö lög
eftir okkar kæia tónskáld Oddgeir
Kristjánsson, og fór vel á því. Þá
var fluttur ljóðaflokkurinn „Lieb-
eslieder" (Ástarljóð) eftir Johann-
es Brahms. Ljóðin voru þýdd fyr-
ir Samkór Vestmannaeyja af Þor-
steini Valdimarssyni skáldi, og er
þetta frumflutningur ljóðanna.
Það er ekki á allra færi að þýða
slík ljóð, svo vel fari, en Þorsteini
hefur tekizt þetta. Þýðingin er á
kjarngóðu alþýðumáli og fellur
vel að lögunum.
Eg er viss um, að þetta verk
verður vinsælt, til þess benda und-
irtektir áheyrer.da, sem flestir
munu hafa heyrt lögin í fyrsta
skipti.
í sönghléi léku þeir saman á
píanó dr. Róbert A. Ottósson og
Þorkell Sigurbjörnsson .
Það er mjög ánægjulegt að fá
slíka listamenn til að aðstoða við
slíka tónleika. Ekki mátti miklu
muna, að þetta tækist vegna
slæmra samgangna. En þaö tókst
Framhald á 4. síðu.