Framsóknarblaðið - 19.04.1968, Blaðsíða 4
4
FRAMSÖKNARBLAÐiÐ
Nýkomið:
„LACONIXE" veggklæðningar, 4x9 og 4x8 fet,
verð frá 500 krónum platan.
Loftflísar, hvítar og litaðar.
TRÉVERK S. F.
Sími 2228.
Ný sending fermingarfata
næstu daga. — Verðið mjög hagstætt.
Kaupfélag Vesfmannaeyja
TIL FERMINGARGJAFA:
Dömu. og herraúr. — Undirfatnaður kvenna.
Dömuveski, — Pennasett, — herraveski o. m. fl.
Kaupfélag Vesfmannaeyja
TIL FISKVERKENDA:
Til sölu allskonar vélar og áhöld, umbúðir, tómar
tu,nnur. — Hagstæðir greiðsluskilmálar.
Upplýsingar gefa:
Guðni B. Guðnason og Pólmi Sigurðsson.
F KÉTTIR
Síðustu daga hefur afli verið
góður hér við Eyjar. Sérstaklega
i afa netabátar aflað vel, komizt
yfir 60 lestir í róðri. Þá hafa troll-
bátar fengið sæmilegan afla, þó
ekki hafi verið um nein uppgrip
að ræða. Hins vegar hefur lítið
veiðst í þorsknót á þessari vertíð.
Trillurnar hafa fiskað vel síðustu
dagana.
Einn bezti afladagurinn var í
fyrradag, en þá bárust hér á land
á annað þúsund lestir.
I morgun var aflamagn á vertíð
inni hjá hæstu bátum sem hér seg
ir:
tonn.
Sæbjörg ...................... 947
Huginn ....................... 794
Andvari VE ................... 657
Stígandi ................... 614
Ófeigur ...................... 557
Lundi ........................ 544
Bergur ....................... 528
Júlía ........................ 508
Knattspyrnan.
Undanfarið hafa knattspyrnu-
menn okkar æft vel. Um páskana
léku A og B lið ÍBV. A-lið sigraði
3:1. Um næstu helgi er fyrirhug-
að að 1. flokkur Víkings komi hing
að og leiki æfingarleik við 1. deild
ar lið ÍBV.
Virðast leikmenn okkar þegar
vera komnir í góða æfingu og
vænta menn góðs af þeim í hönd
farandi baráttu.
Frd Vdtnsveitunni:
í vetur hefur verið unnið að fjár
öflun og undirbúningi varðandi
framkvæmdir við vatnsveituna á
komandi sumri. Áætlanir gera ráð
fyrir framkvæmdum fyrir allt að
56 milljónir króna. Standa vonir
til, að verkið þurfi ekki að tefj-
ast vegna fjárskorts, þó enn sé of
snemmt að fullyrða um það.
Menn frá NKT voru hér á ferð
í fyrra mánuði og munu áætlanir
þeirra standast um framleiðslu
neðansjávarleiðslunnar. Verður
hún væntanlega löggð í júlí í sum-
ar.
Nýlega var mölin í dæluhúsið á
Landeyjasandi flutt á staðinn, tæki
færið notað þegar frost var og því
ökufært um sandinn.
Framundan eru svo framkvæmd
ir hjá Skansinum, þar sem leiðsl-
an kemur í land, gröftur í innsigl-
ingunni o. s. frv.
Þá er fyrirhugað að halda áfram
vatnslögninni um bæinn og einn-
ig byrjun á vatnsgeyminum. Gjald
skrá og reglugerð fyrir vatnsveit-
una hefur verið samþykkt ein-
róma í bæjarstjórn og er hún til
staðfestingar í viðkomandi ráðu-
neyti.
Tónlcihdr...........
Framhald af 1. síðu.
á síðustu stundu, og hafi þeir þökk
fyrir komuna.
Seinni hluti tónleikanna var vin-
sæl óperulög. Meðal annars: „Báts
söngur“ úr óperunni „Ævintýri
Hoffmanns" eftir J. Offenbach, og
„Bróðir þú“ úr óperunni „Leður-
blakan“ eftir Joh. Strauss. Einsöng
í því lagi söng Reynir Guðsteins-
son.
Kórir.n fékk afbragðs undirtekt-
ir, enda mun það mál manna, að
hann sé í stöðugri framför undir
stjórn okkar snjalla tónlistarmanns
Martins Hunger. Söngurinn var
fágaður, en þó þróttmikill þegar
á reyndi.
Að baki slíkra tónleika er mikið
og fórnfúst starf. Kórfélagar hafa
fórnað frístundum sínum og ef-
laust hafa einhverjir fórnað dýr-
mætum vinnutíma.
En mest hvílir á stjórnandanum.
Martin Hunger hefur sýnt það
með starfi sínu hér, að hann er af-
burða tónlistarmaður. í þessu sam-
bandi vil ég benda fólki á, að það
ætti ekki að láta sig muna um 5—
10 mínútur í lok hverrar messu í
Landakirkju, heldur ætti það að
sitja kyrrt í sætum sínum og hlusta
á orgelleik Martins, sem hann miðl
ar okkur hvern sunnudag. Eg vona
að mér fyrirgefist þessi útúrdúr.
Að síðustu vil ég þakka fyrir
þessa tónleika, söngstjóra, einleik-
urum ,einsöngvara og kórfélögum.
Beztu þakkir fyrir þessa hátíð-
arstund.
J. B.
Jýninj Nyndfístdrshólans
Laugardaginn fyrir páska opn
aði Myndlistarskólinn sýningu á
verkum eldri nemenda sinna.
Skólinn hefur að undanförnu feng
ið inni í ófullgerðu húsnæði Fé-
lagsheimilisins við Heiðarveg.
Þetta mun vera 14. starfsár skól
ans. Skólastjóri er Páll Steingríms
son, en kennarar auk hans eru
Magnús Á. Árnason listmálari og
Sigurfinnur Sigurfinnsson teikni-
kennari. Magnús kenndi aðallega
eldri nemendum, en þeir Páll og
Sigurfinnur barna- og unglinga-
deild.
Að þessari sýningu stóð eldri
deild skólans. í þessa deild voru
innritaðir 23 nemendur, en 18 af
þeim eiga myndir á sýningunni.
Nokkur olíumálverk voru á sýn-
ingunni, og er þetta fyrsti vetur-
inn, sem kennd er meðferð olíulita.
Annars eru flestar myndirnar blý-
ants- og krítarmyndir.
Ekki er réttmætt að koma með
neinn samanburð, því sumir nem-
endur hafa verið í skólanum
nokkra vetur, aðrir eru byrjendur.
Kennararnir, Páll og Sigurfinnur,
eiga þarna margar góðar myndir,
og sennilega á Finnur beztu mynd
ir sýningarinnar. Ef nefna á ein-
hver nöfn í sambandi við góðar
myndir þá detta mér í hug hjónin
Elín og Ólafur Sigurðsson, Sædís
Hansen og Guðjón Ólafsson.
Mér finnst það nokkur galli á
sýningunni, að myndirnar voru
ekki nógu vel merktar. Flestar
voru með skammstöfunum, en
hvergi var hægt að sjá fullt nafn
listamannsins.
Skólastjórinn bauð gesti vel-
komna með stuttu ávarpi.
Auk Páls sagði Magnús Á. Árna-
son nokkur orð. Magnús sagði m.
a., að sér skildist að bæjarstjórn
ætlaði að taka þetta húsnæði af
skólanum. Fannst Magnúsi óskilj-
anlegt, að þessu húsnæði væri bet-
ur varið á annan hátt.
Þessu er til að svara, að þegar
Vestmannaeyjakaupstaður yfirtók
þessa húseign þá fylgdu því nokkr
ar kvaðir, sem einmitt snerta hús-
næði það, sem Myndlistarskólinn
hefur haft til afnota.
Frá þessum samningi kemst bær
inn ekki, en auðvitað verður að sjá
Myndlistarskólanum fyrir húsnæði
eins og öðrum menningarfélögum.
Þetta er mál, sem þarf að leysa
fyrir næsta starfsár skólans.
Eg vil svo þakka skólanum, kenn
urum og nemendum fyrir starfsem
ina. Með þessari starfsemi hefur
bæzt við nýr þáttur í tómstunda-
starfi bæjarbúa.
KAUPIÐ TÍMANN - LESIÐ TÍMANN.
Umboðsmaður: Sveinn Magnússon, sími 1555.
J. B.