Framsóknarblaðið


Framsóknarblaðið - 19.04.1968, Blaðsíða 2

Framsóknarblaðið - 19.04.1968, Blaðsíða 2
2 FRAMSÓKNARBLAÐIÐ í"....... ........■......... i Framsóknar- blaðið Ritnefnd: Sigurgeir Kristjánsson, Jóhann Björnsson, áb. Afgreiðslu annast: Sveinn Guðmundsson. Gjaldkeri: Hermann Einarsson. Bsjarfélagið verður að fá sína peninga Það er kunnara en frá þurfi að segja, að miklir efnahagsörðugleik ar hafa verið hér í byggðarlaginu nú um skeið. Koma þar til hin al- mennu efnahagsvandræði þjóðfé- lagsins, sem bitna nú einna harð- ast á útgerðinni og þá hvað mest á Vestmannaeyj um, sem byggja af- komu sína nær eingöngu á sjávar- útvegi. Hér til viðbótar kemur svo viðskiptaafhroð hjá Jörgensen. Örðugleikar efnahagslífsins koma fram á yfirborðið með ýmsum hætti. Menn hætta að geta staðið í skilum, greiðslur dragast á lang- inn, harka færist í innheimtu með stefnum, fjárnámum og lögtökum. Það eru einkenni efnahagskrepp- unnar. Það er augljóst mál, að örðug leikar efnahagslífsins bitna á bæj- arfélaginu, og skemmst er frá því að segja, að bæjarsjóður á nú á milli tíu og tuttugu millj. kr. úti- standandi frá fyrra ári, og er mest af þessu fé hjá atvinnufyrirtækj- um, sem flest hafa verið skilvísir greiðendur allt fram á síðasta ár. Öllu þessu fé var ráðstafað til fram kvæmda á vegum bæjarfélagsins, og svo til að standa straum af skuldbindingum þess. Vanskilin við bæjarsjóð leiða að sjálfsögðu af sér greiðsluerfiðleika hjá honum svo dragast framkvæmdir á lang- inn af sömu ástæðum. Þannig get- ur þetta ekki gengið til lengdar. Það verður að gera upp gömlu skuldirnar við bæjarsjóð. Bæjarfé- lagið getur ekki beðið endalaust. Það er enginn rekstrargrundvöll- ur hjá þeim atvinnuvegi, sem ekki getur greitt opinber gjöld, og bæj- arfélagið á ekki að gjalda fyrir á- byrgðarleysi Jörgensen j. Auðvitað er það öllum fyrir beztu, að sem flestir geti brotizt í gegnurn erfið- leikana, og bæjarfélagið viil að sjálfsögðu stuðla að því. Það er ekkert leikspil að setja atvinnufyr- irtæki á hausinn, enda oft örðugt að byggja á rústunum. En bæjar- félagið hefur skyldum að gegna. Orð í tíma töluð Vestmannaeyingar! Eg get ekki lengur orða bundizt um eitt af mörgum áhugamálum mínum, sem snerta þetta bæjarfélag. — Það er stofnun tónlistarfélags! Eg er ekki hér einn um hituna. Sem betur fer mun þetta vera áhugamál margra annarra. Það er líka knýjandi nauð synjamál, og því eru meiri líkindi til, að það verði að veruleika. Við þurfum bara að láta verða af því að hefjast handa. Við stöndum okk ur heldur ekki við annað. Þetta bæjarfélag býr við mikla verklega menningu. — Þótt hún geti talizt helzti einhliða, stendur hún samt traustum fótum. Það hafa náttúrugæðin til sjávarins sannað frá landnámstíð. Og vafa- laust á hér margt eftir að breytast, sem bjóði fleiri kosta völ í nýtingu og úrvinnslu hráefna. Bæjarfélag, sem stendur að öflun sjöunda hundraðshluta heildarútflutnings þjóðarinnar, er ekki neitt mösul- beina, né á flæðiskeri statt í efna- legu tilliti, nema allar lindir lands ins þrjóti. En hvað um andlega menningu? Ekki má hún verða eftirbátur hinn ar verklegu! Eg þekki Eyjaskeggja frá því ég var barn að aldri. Eg er hvorki fæddur hér né alinn hér upp, en samt eiga Eyjarnar stóran þátt í uppeldi mínu, og finnst mér heið- ur að. Eg get því talað að nokkru leyti sem heimamaður og einnig dæmt um hlutina með auga gests- ins. En það kvað vera harla glöggt, eða svo er gamalla manna mál. — í fám orðum, er það skoðun mín, að Vestmannaeyingar séu í engu sem það verður að rækja, þar á meðal er innheimta útsvara og ann arra tekna, sem bænum tilheyra, því fjármagnið er undirstaða þess, að það geti innt af höndurn sku’d- binc'.irgar og margvíslega þjónusiu í págu bæjarbúa. Þessi mál eru gerð hér að um- talsefni, enda munu þau vera nokk uð á dagskrá, og er að vonum þó mönnuni, sem alltaf stanoa i skjl- um þyki halla á sig þegar greiðsl- ur dragasi svo mjög 4 langinn hjá öúruni sem ’-aun ber vi'.m. i'or- réð.snirjivium bæjarfe/.igsms ci þatta ijcst, en hér er u:n raunveru- lega efr.íhagsörðugleika að ræða, og því góð ráð dýr. Vic -Ist skyn samlegasta leiðin a ðreyna til þraut ar ao ná samkomulagi urn uppgjcr c.kuidanna, e. 1 v. með stuðningi bankas'ofuana. Takist það ekki verður að beita öðrum aðferðum, bæjarfélagið getur ekki rækt sínar skyldur nema það fái sína peninga S. k. eftirbátar annarra landsbúa, hvað snertir menntun og þekkingu, þ. e. alla þá andlegu upplýsingu og upp- byggingu, sem hver einstaklingur upp og ofan þarf að hafa til brunns að bera í þjóðfélagi nútímans, enda sjást þess hvergi dæmi, að þeir standist ekki samanburð. En við erum einangraðir og för- um því á mis við margt, sem telst til andlegrar menningar. Engu að síður er okkur eiginlegt að þrá meiri tilbreytni í þessum efnum, — að okkur auðnist að byggja upp lifandi menningarlíf, sem við hrær um sjálf til átaka, árangurs og nokkurra afreka. Og vegna ein- angrunar er okkur þetta bráð lífs- nauðsyn. í þetta sinn iegg ég áherzluna á tónlistina. Það er einmitt tíriabært. — Til okkar hefur komið tónlist- armaður, sem á heimsmælikvarða stenzt hvarvetna samanburð mi!li hinna beztu, hvað snertir hæfileika og menntun. Þessi erlendi maóur er orðinn á þessum árum, sem hann hefur starfað hér, eln; og einn af okkur og hvers manns hug ljúfi. Og það sem meira er, hai.n hefur brennandi áhuga á að auðga tónlistarlífið hér í þessum litía bæ með þeirri alúð og fórnfýsi, að það má teljast einsdæmi. En við eig- um miklu láni að fagna, að hann skuli vera sá hugsjónamaðuc, sein hann er. Þótt hann helgaði sig e!n- vörðungu kirkjunni og tóniistai - skólanum, væri það ærið verk. En við þekkjum, hvað hann hefur gjört umfram það, með því að taka að sér stjórn Lúðrasveitarinnar og Samkórsins, en þekkjum þó ekki eins og er hið mikla og óeigin- gjarna starf, sem hann innir þar af höndum. Auk þessa hefur hann svo hald- ið hljómleika og fengið hingað fremstu hljómlistarmenn landsins, eins og öllum er kunnugt. En því miður eru ferðirnar hingað svo dýrar, að ofviða er að ráðast í slíkt, nema eiga þar öruggan fjár- hagslegan bakhjarl, og það þótt listamennirnir sjálfir fái ekkert fyrir snúð sinn. Góðir bæjarbúar! Við megum ekki láta Martin Hunger standa einan í þeirri viðleitni sinni að auðga menningarlífið hér. En hann er að byggja upp merkilegt tónlist arlíf, sem bæjarfélaginu er gagn og sómi að. í hvert skipti, sem hann hefur haldið tónleika eða stjórnað samsöng, hefur það markað spor. Að svo mæltu er það erindi mitt með þessum línum, að við sláum þegar skjaldborg um Martin Hung er og starf hans með því að stofna öflugt tónlistarfélag, svo að ein- angrunar vomurinn verði hvorki honum né okkur hinum að fóta- kefli. . i Auk þess tel ég nauðsynlegt, að góðir menn, helzt hundrað manns, leggi fram kvaðalaust fimm hundr uð krónur hver, til þess að mynda öryggis og varasjóð, sem gripið sé til, vegna óhjákvæmilegs kostnað- ar við komu listamanna á vegum slíks félags og í samráði við Mar- tin Hunger. Eg hef talað við nokkra menn, sem þegar eru reiðubúnir, og ættu sem flestir að gefa sig fram. Eg mun taka við áskriftum. Látum þa ðekki dragast til morg uns ,sem nauðsynlega þarf að ljúka í dag. Þorsteinn L. Jónsson. Guðni Hermansen opnaði mál- verkasýningu í Akógeshúsinu á skírdag. Á sýningunni eru 30 mynd ii. Litameðferð Guðna hefur nokk- uð breytzt frá fyrri sýningu, t. d. eru nú nokkrar landslagsmyndir. Ekki finnst mér að Guðni hafi náð fullkomnu valdi á landslags- formi, og fin/ist mér að þar skorti festu og jafnvægi. Að minu áliti eru beztu myndirnar nr. 13, „Brennisteinn“ og nr. 15 „Elds- höfðinginn“. „Brennisteinn" er eiginlega landslagsmynd og finnst mér hún vel upp byggð. „Elds- höfðinginn“ verður sennilega að kallast hálf-abstrakt, og er þetta mjög skemmtileg mynd. Af minni myndunum fannst mér bezt nr. 28, „Draumaland“. Þessi dómur er ekki samhljóða þeim dómum, sem ég heyrði sýn- inggargesti láta uppi, en auðvitað hafa ekki allir sama smekk. Aðsókn að sýningunni var ágæt og nokkrar myndir seldust þegar við opnun sýningarinnar. Vonandi heldur Guðni Herman- sen áfram að mála, og það mætti segja mér, að hann gæti ekki hætt að mála. J. B. \ MWlAMhMiMyiMbMiMMMMN J Alþýðuhúsiðl I DANSLEIKUR, laugardags- I kvöld kl. 9 - 2. I LOGAR leika og syngja. 1 Borðapantanir frá kl. 3-5. I Síminn er 1537. I í Ibúð óskast. Tveggja herbergja íbúð ósk- ast til leigu. — Upplýsingar í síma 2201.

x

Framsóknarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.