Framsóknarblaðið


Framsóknarblaðið - 19.04.1968, Page 3

Framsóknarblaðið - 19.04.1968, Page 3
FRAMSÓKNARBLAÐIÐ 3 TILKYNNING Öll liagaganga sauðfénaðar er stranglega bönnuð utan girðinga á Heimey, eftir 20. apríl ár hvert, sam- kvæmt fjallskilareglugerð kaupstaðarins. Stranglega mun gengið eftir að bessu verði hlýtt, af öllum, er hér eiga hlut að máli. Vestmannaeyjum, 15. 4. 1968. FJALLSKILANEFND. TILKYNNING um / 1 V estmannaeyj um 1968 Ákveðið er að innheimta aðstöðugjöld í Vestmanna- eyjum á árinu 1968 samkvæmt heimild í III. kafla laga nr. 51/1964 um tekjustofna sveitarfélaga og reglugerð nr. 81/1962 um aðstöðugjöld. Hefur bæjarstjórn Vest- mannaeyja ákveðið eftirfarandi gjaldstiga: 1. Af rekstri fiskiskipa og flugvéla ...... 0,5% j 2. Af fiskiðnaði hverskonar og vinnslu sjávarafurða 1,0% 3. Af öðrum iðnrekstri .................... 1,5% | 4. Af umboðs- og heildverzlun ............. 1,0% j 5. Af byggingavöruverzlun ................. 1,0% 6. Af matvöruverzlun ...................... 1,0% j 7. Af vefnaðarvöruverzlun ................. 1,5% j 8. Af veiðarfæra- og saltverzlun .......... 1,0% 9. Af öðrum atvinnurekstri ................ 2,0% j Þeir, sem ekki eru framtalsskyldir til tekju. og eigna skatts, en eru aðstöðugjaldsskyldir, þurfa að senda Skattstofunni sérstakt framtal til aðstöðugjalds innan tveggja vikna frá birtingu þessarar auglýsingar. Þeir, sem margþætta atvinnu reka, þannig að út- gjöld þeirra teljist til fleiri en eins gjaldflokks skv. of- angreindri gjaldskrá, þurfa að senda fullnægjandi grein- argerð um, hvað af útgjöldunum tilheyrir hverjum ein- stökum gjaldflokki, sbr. 7. grein reglugerðarinnar. Fram- angreind gögn ber að senda til skattstjóra innan tveggja vikna frá dagsetningu auglýsingar þessarar. Að öðrum kosti verður aðstöðugjald, svo og skipting í gjaldflokka, áætlað eða aðilum gert að greiða aðstöðugjald af öllum útgjöldum skv. þeim gjaldflokki, sem hæstur er. Tekið skal fram, að hafi gjaldendur sótt um og feng- ið frest umfram þau tímatakmörk, sem auglýsing þessi gerir ráð fyrir, gildir sá frestur einnig um skil á framan- greindum gögnum varðandi aðstöðugjald. Vestmannaeyjum 26. marz 1968. SKATTSTJÓRI. Innilegt þakklæti til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð við andlát og jarðarför konu minnar og móður, STEINUNNAR JÓNSDÓTTUR, Brekastig 28, Vestmannaeyjum. Fyrir hönd vandamanna, Björn Jakobsson, Guðrún Björnsdóttir. H. F. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS. Aðalfundur. Aðalfundur H. f. Eimskipafélags fslands verður haldinn I fundarsalnum í húsi félagsins í Reykjavík, föstudaginn 24. maí 1968, kl. 13,30. Dagskrá samkvæmt 13. grein samþykkta félags- ins. Tiilögur til breytinga á samþykktum félagsins, samkvæmt niðurlagi ákvæða 15. greinar sam- þykktanna (ef tillögur koma fram). Aðgöngumiðar að fundinum verða aflientir hlut- höfum og umboðsmönnum hluthafa á skrifstofu fé- lagsins, Reykjavík 21. — 22. maí. Reykjavík, 8. apríl 1968. STJÓRNIN. ATVINNUREKENDUR Munið að halda eftir af laun- um starfsmanna yðar til greiðslu á útsvarsskuldum þeirra. Athugið, að kaupgreiðendur bera ábyrgð á gjöldum starfsmanna sem eigin gjöldum, ef þeir vanrækja að halda eftir af launum þeirra og má heimta þau með lögtaki, ef þörf krefur. ÚTSVARSINNHEIMTAN VESTMANNAEYJJUM Frá Barnaskólanum Öll börn fædd árið 1961 komi til innritunar í skólann mánudag- inn 6. maí, á eftirtöldum tímum: Kl. 1 e. h., börn fædd í janúar til apríl. Kl. 2 e. h., börn fædd í maí til ágúst. Kl. 3 e. h., börn fædd í september til desember. Geti barn af einhverjum ástæðum ekki komið til innritunar, ber aðstandendum þess að tilkynna ástæður og innrita það eigi að síður. SKÓLASTJÓRI

x

Framsóknarblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.