Framsóknarblaðið - 20.12.1994, Blaðsíða 3

Framsóknarblaðið - 20.12.1994, Blaðsíða 3
FRAMSOKN ARBLAÐIÐ 3 Hugleiðingar um jólaljósin Skammdegismyrkrið skyggir svart, ei skugga sjáum þó tóma, því víða logar ljós á aðventu og jólum. Lifandi ljós með birtu og ilmi tengjast þessum tíma. En hvað sjáum við í þessum ljósum? Hvað sérð þú? Það er trúlega erfitt að koma orðum að því. Ef til vill tengjast svo margar minningar, sumar of viðkvæmar, til þess að ræða við aðra. Margir leita í heim minningana á jólum og rifja upp liðin jól, bernskujól- in, sum góð önnur síðri. Góðar minningar eru dýrmætar og geta sannarlega varpað ljósgeislanum inn í skammdegismyrkrið. við skulum varðveita góðar minningar, líkt og perlur, taka þær fram og láta þær varpa birtu á dimma daga. En bernskujólin koma ekki aftur og við erum ekki og verðum ekki börn aftur, þótt við kynn- um að óska þess. Við getum ekki flúið inn í fortíðina. Við getum ekki heldur lifað jólaatburðina alveg eins aftur og aftur. Við fæðingu Jesúbarnsins var mörg- um hulið hver hann var. Sumir sáu ljós dýrðar í barninu. Stundum er auðveld- ara að sjá dýrð Guðs í Jesú Kristi við kertaljós, jafnvel með hálfluktum aug- um. Þannig finna margir nálægð hans á jólunum, þegar við rifjum upp jólaat- burðina við hátíðlegar aðstæður. Ekkert ljós lýsir sjálfu sér. Ljósið lýsir öðrum. Þannig lýsir einnig líf hvers manns öðrum, endurspegli ljósið, taki á móti ljósinu og varpi því til annarra. Þannig mótast lífið að ljós- inu, ummyndast, líkist uppsprettu ljóssins. Jólakertin okkar brenna upp og renna niður. Þannig fer einnig með líf okkar. Það líður og eyðist, brennur út. Jólakertin lýsa og ylja í kringum þig. Vonandi endurspeglar líf okkar ljósið, uppsprettu lífsins um leið og það eyð- ist. Þannig eigum við að veita ljósinu áfram inn í skammdegismyrkrið. Lýsa og verma í kringum okkur. Við lítum til baka til bernskuáranna um leið og við færumst einum jólum fjær þeim. Við horfum fram á veg í von um leið og við nálgumst þessi komandi jól. Vonandi verða það ánægjuleg jól fyrir okkur öll. Ég sendi lesendum þessa blaðs mínar bestu óskir um gleðileg jól, með eftir farandi erindum úr jólasálmi eftir Valdimar Briem: Hve fagurt ljómar ljósa her á loftsins bláa geim. Hve milt og blítt þau benda mér í bústað Drottins heim. Hve björt og fögur sú var sól er sást í austurgeim og fegurst skein hin fyrstu jól við fæðing Guðs í heim. Ó, lát þá stjörnu lýsa mér um lífsins eyðisand og sýna mér, nær fjörið fer hið fyrirheitna land. Ó, lát þá stjörnu lýsa mér um lífsins myrka dal og leiða mig nær lífið þver, í ljóssins bjarta sal. Skæringur Georgsson Sendum Vestmannaeyingum bestu óskir um gleðilegjól og farsælt komandi ár Þökkum samskiptin á liðnu ári Verkalýðsfélag Vestmannaeyja Sendum Vestmannaeyingum bestn óskir um gleðileg jól og farsœlt komandi ár. Þökkian viðskiptin á árinu sem er að líða. EIMSKIP Sendum öllum Eyjamönnum bestu óskir um gleðileg jól og farsœlt nýtt ár HEIMAEY- Sendum Vestmannaeyingum bestu jóla- og nýárskveðjur Sholl Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða Skeljungur hf. Umboðið 1 Vestmannaeyjum Bœjarstjóm Vestmannaeyja fœrir öllum Vestmannaeyinguns nœr og fjœr bestu óskir um Gleðileg jól og farsœlt komandi ár með þökk fyrir samskiptin á liðnu ári Vestmannaeyjabær

x

Framsóknarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.