Framsóknarblaðið - 20.12.1994, Blaðsíða 10

Framsóknarblaðið - 20.12.1994, Blaðsíða 10
1 o FRAMSOKN ARBLAÐIÐ Rótaryklúbbur Vestmannaeyja hefur aó undanförnu unnið aó uppsctningu útsýnisskífu á Stórhöfóa. Margvíslegar tafir hafa oróió á vcrkinu, en nú er aó sjást fvrir cndan á því. Búið cr aö stcypa undirstöður skífunnar, og sjást hcr mvndir frá því vcrki. SKRÍTLUR Járnbrautarlest ein hægfara staldraði við á hverri einustu stöð og loks staðnæmdist hún lengi úti á víðavangi. Eftir langa bið rak kona ein hausinn út um klefagluggann og spurði lestar- vörðinn, hvort hún gæti ekki farið út og tínt blóm á meðan lestin biði. „Sjáið þér ekki, að það eru eng- in blóm hérna kona?“ svaraði hann „Jú, það sé ég“, sagði konan „en það gerir ekkert til. Ég hef blómafræ með mér. Helmingurinn af öllu kven- fólki veraldrar gerir fífl úr karl- mönnum, en hinn helmingurinn gerir karlmenn úr fíflum. Allir menn í heiminum upp- skera það sem þeir sá til, nema þeir sem fást \ið garðyrkju án þess að hafa kunnáttu til þess. Ræðan ætti að vera eins og kvenfatnaðurinn: Nógu löng til þess að ná yfir innihaldið og nógu stutt til þess að vekja forv- itni. „Hvað mundir þú gera, sonur minn, ef ég gæfi þér hundrað sterlingspund“, spurði gyðingur- inn Abraham. „Ég mundi telja þau,“ svaraði stráksi. „Urðu yður vandræði að frönskunni yðar, þegar þér dvölduð í París núna í haust?“ „Sei, sei nei. En Frans- mönnunum urðu talsverð vand- ræði af henni. Hávær maður var að tala á götuhorni og hafði margt fólk safnast að honum. Allt í einu tekur einhver frammí og segir: „Hættið þér nú þessu og reyn- ið að tala orð af viti. En þér eruð erkifífl og fábjáni og ekk- ert annað.“ „Haldið,, þér yður saman maður minn. Þér eruð drukkinn. „Veit ég það,“ svaraði maður- inn „en í fyrramálið verð ég alls- gáður, en þér sami fábjáninn og núna. Konan: Gætirðu gefið mér ofurlitla peninga? Maðurinn: Já hvað litlir mega þeir vera. Ungi maðurinn átti að útfylla beiðni um líftryggingu og komst í stökustu vandræði er að því kom að tilgreina dánarörsök föður síns, því að svo var mál með vexti, að hann hafði verið hengdur. Eftir mikla umhugsun skrifaði hann: Dó er hann tók þátt í opinberri athöfn, og pall- urinn lét undan. „jú“ sagði gamli maðurinn“ hann sonur minn fór vestur fyrir nokkrum árum til þess að græða fé“ „Og hvar er hann núna?“ „Ég veit það ekki upp á hár, en fyrir fimm mánuðum auglýsti lögreglan að hún byði þúsund pund fyrir hann. Frú Nathanson er að skila síð- ustu afborguninni af barnavagn- inum. Og afgreiðslustúlkan spyr: „Hvernig líður barninu. Dafnar það vel?“ „Blessaðar verið þér, telpunni líður ágætlega. Hún ætlar að gifta sig í næstu viku. „Heyrðu Dóri minn,“ segir kennarinn. „Stíllinn þinn um hundinn, er orði til orðs eins og stílinn hans bróður þíns. Hvern- ig stendur á því?“ „Það stendur svoleiðis á því, að það var sami hundurinn, sem við skrifuðum um. Sendnm Vestmcmnaeyingum bestu óskir um gleðileg jól ogfavsœlt komandi ár Þökkum samskiptin á liðnu ári FLUGLEIDIR SKRÍTLUR Friðrik hafði unnið 10.000 krónur í happdrættinu og ætlaði að kaupa sér bíl „Þetta er ágætur bíll", segir kaupmaðurinn, „80 hestöfl. Ef þér farið héðan klukkan fjögur síðdegis eruð þér komin norður á Sauðárkrók klukkan tólf.“ Friðrik leist Ijómandi vel á þetta og ætlaði að fara að borga þegar hann tók sig á, allt í einu. „Nei annars. Hvern skramb- ann ætti ég að gera norður á Sauðárkrók um miðja nótt?“ Séra Sæmundur hefir verið austur í Veiðivötnum og er að segja meðhjálparanum frá fisk- gengdinni, þegar hann kemur heim. Einn morguninn fékk hann fimmtán feita silunga í ein- um hylnum, á öðrum stað 20 og á þeim þriðja 25, allt sama morguninn. Og svo spurði hann meðhjálparann hvort hann væri ekki fiskinn. „Jú þegar ég var ungur var það ótrúlegt hvað ég veiddi vel stundum. En síðan ég varð með- hjálpari er ég steinhættur að •júga.“ Hann: Hún Mæja vinkona yðar var að tala um yður í kvöld. Hún: Jæja, gerði hún það. Hún er nú allra besta stúlka, þó að hún sé sérstaklega lygin og illmál. Hún: Afsakið þér að ég spyr. En eruð þér nokkuð skyldur Mike Brown? Hann: Ég er Mike Brown. Hún: Pá skil ég hversvegna þið eruð svona líkir. „Hafið þér nokkra æfingu í að fara með brothætta, dýrmæta gripi?“ spurði forngripasalinn umsækjandann um afgreiðslu- stöðu. „Nei“ svaraði hann „en ég hugsa að mér takist það.“ „Ef þér brjótið nú dýrmæta skál, hvað gerið þér þá?“ „Ég reyni að raða brotunum saman og set skálina þar, sem hættast er við að einhver af efnaðri kaupendunum reki oln- bogann í hana.“ „Pér fáið stöðuna," Sagði kaupmaðurinn. „En hvar hafið þér lært þetta bragð.“ „Ég var sjálfur einn af efnuðu kaupendunum fyrir nokkrum árum.“ Jónas oddviti þykist hafa orðið þess áskynja, að einhver leggi það í vana sinn að hnýsast í skattholið hans, sérstaklega þá skúffuna, sem hann geymir bréf sín og minnisbækur í. Og hann grunar ráðskonuna sína. Einn morgun meðan ráðskon- an er að mjólka, skrifar Jónas með stórum stöfum á blað: „Guð sér til þín, kerlingar- norn!“ Og svo leggur hann blað- ið í bréfaskúffuna og læsir henni. Um kvöldið þegar hann kem- ur heim af niðurjöfnunarfundi er kerlingin hin versta og hefir allt á hornum sér. - Pað er sví- virðilegt að kalla mig kerlingar- norn, segir hún, - því að ég get svarið þess dýran eið, að ég hef aldrei litið í skattholsskúffurnar. Annar forstjóri verslunar- hússins kom inn á afgreiðsluna og sá þar slöttungs strák, með hendur í vösunum og spurði hvað hann væri að gera. - Ekki neitt! svaraði strákurinn. - Hvað fáið þér í kaup? - Átján shil- linga, sagði strákurinn. - Hérna er kaupið og svo getið þér farið. Við höfum ekkert gagn af let- ingjum hérna, sagði forstjórinn. Og strákurinn fór. í sama bili kemur hinn fors- tjórinn - Ég var að reka strákinn sem stóð hérna, úr vistinni. Við höfum ekkert við letingja að gera hér. Og ég borgaði honum kaupið. -Strákurinn var ekki hjá okkur. Það var sendill sem var að sækja böggul hingað. Sendisveinn sótti um stöðu hjá fisksalanum. Hann sagðist ekki kunna hugarreikning, svo fisksalinn fór að prófa hann. - Hvað mundu 11 pund af silungi verða með 30 aura verði á pundi? Slæm sala, svaraði strákurinn. Gamla konan: (í kirkju, og ræð- an er um tollheimtumanninn og faríseann). - Ég þakka guði að ég er ekki lík þessum Faríseum. Barnið: (sem finnst morgun- verðurinn vera nokkuð tilbreyt- ingalítill). - Ég vildi óska að Guð vildi láta hænurnar verpa einhverju öðru en eggjum.

x

Framsóknarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.