Framsóknarblaðið - 20.12.1994, Blaðsíða 5

Framsóknarblaðið - 20.12.1994, Blaðsíða 5
FRAMSOKN ARBLAÐIÐ 5 „Upplifði alvöru bítlastemmningu á hljómleikum í Höllinni“ Stutt viðtal við ísólf Gylfa Pálsson, sveitastjóra ísólfur Gylfi Pálmason, sveitar- stjóri á Hvolsvelli, annar maður á lista Framsóknarflokksins í stuttu viðtali við Framsóknar- blaðið í Yestmannaeyjum. ísólfur Gylfi Pálmason, sveit- arstjóri á Hvolsvelli og annar maður á lista Framsóknar- flokksins í Suðurlandskjördæmi var í heimsókn í Vestmannaeyj- um á dögunum. Blaðamaður Framsóknarblaðsins í Vest- mannaeyjum greip hann glóð- volgann og lagði fyrir hann nokkrar laufléttar spurningar. ísólfur Gylfi veist þú nokkuð um Vestmannaeyjar? „Ég veit auðvitað hvar Vest- mannaeyjar eru því ég sé þær út um gluggann hjá mér, bæði á skrifstofunni minni á hrepps- skrifstofunni á Hvolsvelli sem og úr stofuglugganum heima. í gamla daga var ég í sveit í Hall- geirsey í Austur-Landeyjum og þaðan mátti sjá bílana í Éyjum í góðu skyggni. Jón bóndi í Hall- geirsey talaði líka um Vest- mannaeyjar með slíkri lotningu, mér er sagt að Jóna húsfreyja á Hallgeirsey hafi fyrst manna komið með tillögu um flugvöll á Bakka. Það sem meira er ég hef oft komið til Eyja. Þegar ég var barn dvaldi ég nokkrum sinnum í Vestmannaeyjum hjá foreldr- um Ólafs Friðrikssonar, sem nú er framkvæmdastjóri Skipalyft- unnar, þeim Friðriki Erlendi Ólafssyni og Margéti Sighvats- dóttur á Breiðabliksveginum. Þar upplifði ég fyrir alvöru bítla- stemmninguna á hljómleikum í Höllinni með Logum. Svo ég haldi nú áfram að stríða þér svo- lítið af því að þú spurðir svona, þá hef ég nú reyndar kennt hér á verkstjóranámskeiði á vegum Sjávarútvegsráðuneytisins, fyrir utan að taka þátt í Þjóðhátíð á yngri árum, ég spilaði reyndar á böllum hérna í gamla daga, svo ekki sé talað um þáttöku í glæsi- legasta íþróttaviðburði með syni mínum, Skeljungsmótið (Tommamóti) árið 1989. Þá bjuggum við í Reykjavík þar sem ég var starfsmannastjóri hjá KRON og Miklagarði og tók þátt í íþróttastarfi Fylkis í Árbæ. Þannig að þú sérð nú að reynsla mín af Vestmannaeyjum er býsna fjölbreytt og sérlega ánægjuleg." Hefur þú kennt á námskeið- um í frystihúsum, veist þú nokk- uð um sjó og sjávarútveg? „Eins og þú veist e.t.v. starf- aði ég lengi sem kennari. Ég kenndi meðal annars í Ólafsvík, en þar kynntist ég reyndar minni ágætu konu, Steinunni Ósk Kol- beinsdóttur. Hún er einmitt uppalin í Ólafsvík þó að hún sé fædd í Þykkvabænum. Þar kynntist ég sjómennskunni lítils- háttar, varð m.a. svo frægur að vera um tíma kokkur á Fróða SH 15. Það sem kom flestum á óvart var að áhöfnin lifði úthald- ið af, þetta voru hinir sprækustu karlar og höfðu svolítið gaman af að stríða kennaraskinninu sem sá um matseldina. Ég hafði að sjálfsögðu gott og gaman af lífinu í Ólafsvík. Seinna kenndi ég við Samvinnuskólann á Bifröst og út frá starfi mínu þar fór ég að kenna á fiskvinnslu- námskeiðum, fyrst á Akranesi og síðar vítt og breitt um landið. Ég kenndi einnig á vegum Framleiðni h/f þegar verið var að taka flæðilínur í notkun á Norðurlandi og reyndar víðar. Kennslan í frystihúsunum er allra skemmtilegasta kennsla sem ég hef tekið þátt í. Ég á nokkra kunningja sem standa í útgerð og fiskvinnslu og geri mér að sjálfsögðu glögga grein fyrir mikilvægi atvinnugreinar- innar og er reyndar mjög hrifinn af þeirri framþróun sem hefur átt sér stað á fiskvinnslu hér á síðustu misserum. Það er t.d. merkilegt að með tilkomu flæði- línunnar hafa afköst aukist, nýt- ing og starfsaðstaða batnað og laun starfsmanna hækkað. Þarna eru samverkandi þættir bæði starfsfólki og eigendum fyrirtækja til góðs. Það er gam- an að hafa tekið þátt í þessari þróun.“ Hvert er mál málanna í kom- andi kosningum? „Atvinnumálin eru og verða mál málanna í komandi kosn- ingum. Ég hef verið þeirrar gæfu aðnjótandi að taka þátt í atvinnubyltingu sem hefur átt sér stað á Hvolsvelli sem og í héraðinu í heild. Það var þegar kjötvinnsla Sláturfélagsins flutti á Hvolsvöll úr Reykjavík. Það má líkja þessu við byltingu. Ég notaði oft þau rök að það þætti ekki búmannlegt af Vestmanna- eyjingum að flytja allan afla óunninn og láta vinna hann í Reykjavík, en það var einmitt þannig sem þetta gerðist í kjötv- innslunni á Suðurlandi fyrir flutning vinnslunar á Hvolsvöll. Eftir flutningin er atvinnuleysi á Hvolsvelli hverfandi. Atvinnu- leysi er ein mesta vá sem yfir getur dunið. Því það dregur kjark og kraft úr henni. Leiðir af sér hverskonar óværu, afbrot og auðnuleysi. Sú ríkisstjórn sem situr hefur bæði verið dug- laus og dáðlaus í þessum efnum sem og mörgum öðrum. Nú er svo komið að það eru meiri afskriftir í atvinnusköpun en uppbygging. Þannig að hjólin snúast öfugt. Þetta er hræðilega neikvæð þróun sem nauðsynlega þarf að snúa við. Skattsvik eru alltof almenn í landinu. Talið er að 11 milljarðar liggi í skattsvik- um en sú upphæð dugir til þess að stoppa upp í fjárlagagatið. Skuldir heimilanna, húsnæðis- mál o.fl. málaflokkar sem tengj- ast félagsmálaráðuneytinu eru í lamasessi. Margt fleira mætti nefna t.d. heiðarleika stjórn- málamanna.“ Að lokum ísólfur hvað gerir þú um jólin? „Jólin eru tími kyrrðar og friðar hjá mér. Ég fer alltaf í kirkju nokkrum sinnum um jólin, les áhugaverðar bækur og leik mér við krakkana mína sem eru fjögur: sex, átta, tíu og fimmtán ára. Ég óska Vest- mannaeyjingum gleðilegra jóla með von um gott samstarf og gjöfult ár.“ HELGIHALD í LANDAKIRKJU Á JÓLUM OG ÁRAMÓTUM 1994 Aðfangadagur 24. des.: 18:00 Aftansöngur 23:30 Söngur á jólanótt Jóladagur 25. des.: 14:00 Hátíðarguðsþjónusta -Lúðrasveit Vestmannaeyja leikur jólalög í kirkjunni frákl. 13:30. Annar í jólum 26. des.: 14:00 Skírnar- og fjölskylduguðsþjónusta 15:15 Hátíðarguðsþjónusta á Hraunbúðum 16:00 Helgistund á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja Föstudagur 30. des.: 14:00 Jólaball Landakirkju Gamlársdagur 31. des.: 18:00 Aftansöngur Nýársdagur 1. janúar: 14:00 Hátíðarguðsþjónusta með altarisgöngu. Sóknarnefndarmaður stígur í stólinn. Einleikur á fiðlu: Vera Steinsen JOLADAGSKRA I BETEL Aðfangadagur: 18:00 Aftansöngur Jóladagur: 16:00 Hátíðarsamkoma 2. jóladagur: 16:30 Vakningasamkoma 29. desember: 16:00 Jólafagnaður barnanna Gamlársdagur: 18:00 Þakkargjörðarsamkoma Nýársdagur: 16:30 Hátíðarsamkoma Betelsöfnuðurinn óskar öllum Guðs blessunar yfir hátíðirnar og farsældar á nýju ári. SAMKOMUR í AÐVENTKIRKJUNNI YFIR HATIÐIRNAR: Aðfangadagur: Gamlársdagur: 10:00 Biblíurannsókn 10:00 Biblíurannsókn Jóladagur: 11:00 Guðsþjónusta 14:00 Jólaguðsþjónusta Sendum Vestmannaeyingnm besiu óskir nm gleðilegjól og farsæ/t komandi ár Þökkum samskiptin á liónu ári Prentsmiðjan Eyrún Sendum starfsmönnum okkar og viðskiptavinum bestu óskir um GLEÐILEG JÓL og farsælt komandi ár með þökk fyrir viðskiptin

x

Framsóknarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.