Framsóknarblaðið - 20.12.1994, Blaðsíða 6

Framsóknarblaðið - 20.12.1994, Blaðsíða 6
6 FRAMSOKN ARBLAÐIÐ Guðjón Björnsson frá Gerði tekinn tali Báturinn Gaui gamli, sem þeir feðgar, Jón og Gaui róa á í dag Þegar ég hringdi í Guðjón Björnsson var meira en sjálfsagt að fá við hann viðtal en verra gæti orðið með tímann því hann færi á sjó um leið og gæfi veður, áttatíu og sex ára unglingurinn. Við fundum okkur þó stund til að spjalla saman og ég held að margir mættu taka til fyrirmynd- ar jákvætt viðhorf hans til lífsins og samferðarfólks enda geislar hann af lífsgleði og þrótti. Hvar og hvenær ertu fæddur? Ég er fæddur 10. maí 1908, hér í Vestmannaeyjum nánar tiltekið í Gerði, en það fór í gos- inu. Þú byrjaðir ungur á sjónum? Ég missti pabba minn í mars en í maí varð ég fjórtán ára, og fór þá á sjóinn, á árabát með Stefáni heitnum í Gerði. Ég var með honum sumar og haust en gerði svo að formannshlut á vertíðinni. Þannig var ég tvær vertíðir. Svo réri ég með Magn- úsi á Sólvangi í átta ár. Við fór- um norður á reknet og lúðu- fiskerí hérna heima svona sitt á hvað. Eftir það fór ég í mótor- skóla, og nokkru seinna í stýri- mannaskóla hjá Scheving. Það er eitt sem ég tek fram að ég hef verið lánsamur á sjónum alla tíð yfir sjötíu ár. Aldrei orðið slys sem hægt er að telja, misst þrjá menn í sjóinn og náði þeim öllum. Það er mikið lán. Ég hef gengið í öll störf til sjós. Ég byrjaði sem háseti hef verið vél- stjóri, stýrimaður og skipstjóri, því ég fór að gera út sjálfur og endaði sem kokkur. Ég kokkaði einar fjórar til fimm vertíðar. Hafa ekki aðstæður fólks breyst mikið frá því þú varst ungur? Það hefur orðið feiknaleg framför hérna í Eyjum frá því ég var unglingur. Én það var alltaf nógur matur heima. Ég hugsa að mamma hafi fengið kaupið mitt allar þær átta ver- tíðir sem ég var á Pipp. Það rann allt til heimilisins. Hún hugsaði líka vel um mig ég var vel fataður og einhverja aura hafði ég. Hún hét Jónína Ingibjörg Jónsdóttir og var eftirsótt við flatningsborðið, flatti á móti karlmönnunum en fékk ekki sama kaup fyrr en Tómas heit- inn í Höfn bauð henni karl- mannskaup og þá fór hún til hans. Seinni árin var hún í þurr- fiski. Hún var alltaf vinnandi. Vinnuaðstæður hafa breyst mikið en ég var lítið á togurum, en þetta er orðið svo flott í dag og jafnvel betra en heima. Það er orðin breyting frá því var. Ég man svo langt að það var ekki kabyssa í lúkarnum og ef það var geðvondur mótoristi þá lán- aði hann ekki einu sinni prímus- inn til að hita kaffi. Annars var það nú yfirleitt. Þá sauð maður vatn og setti kaffið út í og hellti síðan ísköldu vatni út í þá fór korgurinn á botninn, þetta var ágætis kaffi og var kallað ketilkaffi. Jú það hefur feiknamrgt breyst til batn- aðar en sumt hefði mátt kjurrt liggja. Þú bjóst um tíma fyrir austan, er það ekki? Jú í 20 ár. Konan mín Þórey Jóhannsdóttir er frá Hafnarnesi, og þar byggðum við hús. Það var mikið lán að fá Þóreyju fyrir konu, enda var ég ekki að hika þegar ég sá hana. Hún hefur reynst mér ákaflega vel. Við eig- um fimm börn en misstum sjötta barnið, það var drengur. Ég var samt alltaf á vertíð hérna, við lifðum ekki öðruvísi og þegar ég var að byggja húsið var ég með Binna í Gröf en Óli Kristjáns. átti útgerðina með honum. Óli teiknaði húsið fyrir mig og gaf mér þær. Það var mörg matarholan fyr- ir austan. Það var hægt að fara stórstraumsfjörur og ná sér í rauðmaga og ekki hægt að neita því að það var mörg kollan skotin. Maður er víst syndaselur hvað það varðar. Þegar ég var fyrir austan voru þrjú hús til sölu í Eyjum og ég „spásseraði" með konunni um bæinn og sýndi henni húsin og hún valdi Vallartún næst Kirkju- bænum. Ég hugsa að henni hafi fundist líkt þegar bátarnir komu inn og í firðinum fyrir austan. Ég átti nýjan jeppa þegar ég kom að austan og þó ég hefði ekki próf þá keyrði ég um allar trissur þar. Svo kom einhver kall frá Reyðarfirði því einhver hafði stungið því að honum að ég væri próflaus. Ég lofaði að koma og taka próf en fór aldrei. Bjössi minn tók prófið og það dugði. Svo þegar ég kom hingað seldi ég Tanganum bílinn. Þetta Guó jón Björnsson, 85 ára, hcióraöur á sjómannadaginn 1993 var rúsneskur blæjubíll og þeir létu smíða hús á hann. Fórstu ekki sjálfur að gera út bát? Jú við keyptum bát saman ég og strákarnir mínir, Bjössi og Jói. Hann hét Þristur þegar við fengum hann og við héldum nafninu. Það gekk ágætlega en þegar Bjössi fór suður þá seld- um við bátinn. Við Jói keyptum annan stærri bát sem við létum líka heita Þrist. Það gekk vel og strákurinn rótfiskaði. En við vorum sviknir um vél sem við áttum að fá í bátinn. Hún kom 4 eða 5 árum seinna og þá ekki í gegnum bankann eins og búið var að lofa. Þá var þetta orðið svo mörgum sinnum dýrara en við réðum við og því losuðum við okkur við bátinn. Núna er ég með Jóni syni mínum á trillunni, en það vantar bara veður núna. Það var ágætt í október, þá rérum við yfirleitt allan mánuðinn en síðan hafa verið ógæftir. Jón vinnur allt það erfiðasta en hann vill hafa mig með. Finnurðu mikinn mun frá því þú varst ungur? Allt miklu frjálsara. Þegar ég var krakki þá sá maður aldrei aur nema afla sér sjálfur. Ég get nefnt dæmi, þegar ég var ung- lingur þá var einu sinni ball og maður átti ekki aur. Ég og félagi minn fengum lánaða skjöktu því hann átti 50 lúðukróka beitta svo við lögðum lúðulínu og fengum eina og hún dugði okkur fyrir ballinu og kannski flösku líka. Maður var alltaf vinnandi. Á haustin þegar maður hætti að róa þá fór maður alltaf í vinnu í ísfélagið og var þar fram á vertíð. Ég var líka hjá Einari ríka í Stöðinni. Fyrir þessa miklu vinnu var alltaf nóg að bíta og brenna. Varstu ekki eitthvað við lundaveiðar? Jú ég var 10 sumur í Elliðaey með Oddstaðarmönnum. Ég man alveg hvar ég hafði koju í kofanum. Við elduðum ekkert á lundavertíðinni, en fengum sendan kost tvisvar í viku, þegar lundinn var sóttur. Svo kom fólk í heyskap á sumrum, kannski bráðfallegar stúlkur og ef ringdi þá leitaði það í kofann til okkar, því það var í tjöldum. Ég fór líka eitt sumar í Hellisey og ann- að í Geldung en þar mátti veiða 2 - 3 vikum fyrr en annarstaðar. Ég var líka eitt sumar í Álsey. Þetta voru góðir tíma. Hvernig ferðu að því að halda þér svona ungum og hressum? Ég veit það ekki, ég hef alltaf verið hress og kátur. Ef eitthvað er þungt yfir mér þá legg ég mig bara og sef það úr mér. Nei, maður þakkar það að vera heil- brigður. Ég finn til með fólki sem alltaf á við veikindi að stríða. Því er vorkunn. Guðbjörg Sigurgeirsdóttir Þristurinn kcmur drckkhalaðinn úr vciðitúr **"■ y hef verið lánsamur á sjónum alla tíð4í

x

Framsóknarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.