Morgunblaðið - 30.09.2010, Page 4
Reuters
Kylfingur Karl Bretaprins er mættur til Wales til að fylgjast með. Hann gat ekki stillt sig um að munda kylfuna.
4 | MORGUNBLAÐIÐ
Þ
að þarf kjark og hugrekki
til að láta sig dreyma um
að halda þriðja stærsta
íþróttaviðburð heims í
150.000 manna samfélagi í
landi sem telur rétt um þrjár millj-
ónir íbúa. Verkfræðingurinn sir Te-
rence Hedley Matthews lét sér ekki
nægja að láta sig dreyma – hann setti
málið ekki í nefnd, hann lét verkin
tala og á morgun verður fyrsta högg-
ið í Ryder-keppninni í golfi slegið á
The Twenty Ten-golfvellinum á Cel-
tic Manor-golfsvæðinu sem er allt
saman í eigu hins vellauðuga Matt-
hews. Og það skrýtna er að hann hef-
ur ekki mikinn áhuga á að leika golf
sjálfur. „Ég get gert 10 viðskipta-
samninga á sama tíma og það tekur
að leika einn golfhring. Ég er betri í
því en golfi,“ sagði verkfræðingurinn.
Fyrsti milljarðamæringurinn í Wales
Sir Terence Hedley Matthews fædd-
ist árið 1943 í Newport í Wales þar
sem Ryderkeppnin fer fram. Hann
hefur hagnast gríðarlega á við-
skiptum tengdum hátækni og er
hann fyrsti milljarðamæringurinn
sem fæddur er í Wales. Matthews
var sannfærður um að Wales væri
heppilegur staður fyrir Ryder-
keppnina og hóf hann undirbúning að
því að gera keppnisvöll sem væri
engum líkur og sá fyrsti sem hann-
aður er frá upphafi með Ryder-
keppnina í huga.
„Ég horfði á málið út frá því sjón-
armiði að það væri afar ólíklegt að
Ólympíuleikarnir eða heimsmeist-
arakeppnin í fótbolta færu fram í
Newport. Ég sagði því við sjálfan
mig: „Hvað er næst í röðinni á eftir
þessum stórmótum. – Ryderkeppn-
in!“ Og trúið mér, þessi keppni hefur
komið Wales á alheimskortið. Hvert
sem ég fer þá hafa allir heyrt af Cel-
tic Manor,“ sagði Matthews í blaða-
viðtali.
Matthews fékk stjórnmálamenn í
Wales með sér í lið og þeir settu upp
áætlun sem miðaði að því að koma
Wales á golfkortið með eftirminni-
legum hætti. Forsvarsmenn Ryder-
keppninnar tóku ákvörðun árið 2001
um að keppnin færi fram á Celtic
Manor árið 2010 og frá þeim tíma
hefur undirbúningur staðið yfir. Í
fyrsta sinn í sögu Ryder-keppninnar
var búið að ákveða að halda keppnina
á velli sem var ekki einu sinni tilbú-
inn.
18 milljarðar í endurbætur
Matthews hefur eytt rúmlega 100
milljón sterlingspundum í að byggja
upp Celtic Manor-svæðið eða sem
nemur um 18 milljörðum kr. Til sam-
anburðar eyddi eigandi enska úrvals-
deildarliðsins Manchester City um
27 milljörðum kr. í leikmannakaup á
árinu 2010!
Matthews hefur átt yfir 80 fyr-
irtæki en hann stofnaði hugbún-
aðarfyrirækið Mitel árið 1983 sem
síðar var keypt fyrir háa upphæð af
British Telecom. Frá þeim tíma hef-
ur Mattthews komið að rekstri
margra fyrirtækja og hann seldi m.a.
Newbridge Networks rétt áður en
„netbólan“ sprakk í kringum síðustu
aldamót fyrir 700 milljónir banda-
ríkjadala sem nemur um 80 milljörð-
um króna.
Árið 1980 náði Matthews samn-
ingum við kínversk yfirvöld um sölu á
hugbúnaði og var það fyrsti samn-
ingur vestræns fyrirtækis við Kína.
Matthews fylgdist vel með þróun
mála í Kína allt frá árinu 1969. Hann
dvelur mestmegnis í Kanada þar sem
hann er búsettur og hann er ráðandi
hluthafi í stærsta golfsvæði heims,
Mission Hills í Kína, þar sem eru 12
golfvellir en við framkvæmdina störf-
uðu 35.000 manns.
Matthews eignaðist Celtic Manor-
svæðið í nokkrum áföngum. Hann
keypti gamalt hjúkrunarheimili þar
árið 1980 og smátt og smátt keypti
hann landareignir í Usk-dalnum þar
sem hann fæddist. Markmið hans er í
höfn; stærsta golfmót heims fer þar
fram í fyrsta sinn. „Ég geri þetta af
því ég hef áhuga á viðskiptum og ég
veit að þessi völlur og þetta svæði á
eftir að skapa mikil verðmæti. Það
verða 50.000 áhorfendur á hverjum
einasta degi hér og mörg hundruð
milljónir horfa á keppnina í sjón-
varpi. Það eru margir sem eiga eftir
að heimsækja okkur í framtíðinni og
til þess er leikurinn gerður,“ segir
Matthews.
seth@mbl.is
Moldríkur verkfræðingur landaði
Ryder-keppninni í Wales
Reuters
Matthews Viðskiptajöfurinn sem stóð fyrir gerð hágæða golfvallar. Sjálfur hefur hann þó ekki mikinn áhuga á að spila
golf og segist geta gert 10 viðskiptasamninga á sama tíma og það taki að leika einn golfhring.
Sir Terence Hedley
Matthews setti drauma
sína ekki í nefnd – hann
lét verkin tala
Dagskráin um helgina
Fjórbolti og fjórmenningur verða leiknir til skiptis fyrstu tvo daga mótsins.
Skiptingin verður á þá vegu að fjórboltinn verður leikinn fyrir hádegi og fjór-
menningur eftir hádegi, bæði föstudag og laugardag. Á sunnudeginum er það svo
einstaklingskeppnin.
Heimild: rydercup.com
Tveggja manna lið frá Bandaríkjunum keppir við tveggja manna lið frá Evrópu.
Leikmenn skiptast á að slá einn bolta út brautina.
Leikmenn í hvoru liði skiptast á að taka upphafshögg.
Það lið sem fer brautina á færri höggum fær stig, ef liðin eru jöfn er
ekkert stig gefið.
Fjögur tveggja manna teymi frá hvoru liði reyna með sér á föstudag og laugardag.
(Átta leikir)
Tveggja manna lið frá Bandaríkjunum keppir við tveggja manna lið frá Evrópu.
Hver kylfingur spilar með sinn bolta.
Betra skor leikmanns í hvoru liði gildir fyrir liðið.
Það lið sem fer brautina á færri höggum fær stig, ef liðin eru jöfn er
ekkert stig gefið.
Fjögur tveggja manna teymi frá hvoru liði reyna með sér á föstudag og laugardag.
Einn kylfingur úr liði Bandaríkjanna keppir við einn kylfing úr liði Evrópu.
Sá kylfingur sem fer brautina á færri höggum fær stig, ef kylfingar eru jafnir er
ekkert stig gefið.
Keppni lýkur þegar annar kylfingur er með það fleiri stig meira en mótherjinn að sá
síðarnefndi á ekki möguleika á að jafna.
Allir keppendur í hvoru liði leika í einstaklingskeppninni.
Fyrirkomulag Ryder-keppninnar
Fjórmenningur
(Átta leikir)Fjórbolti
(12 leikir)Einstaklingskeppni