Morgunblaðið - 30.09.2010, Síða 12

Morgunblaðið - 30.09.2010, Síða 12
Morgunblaðið/Jakob Fannar SkjárGolf „Það er sífellt meiri áhugi á golfíþróttinni hér og okkur fannst vanta ítarlega umfjöllun um golfið sem áhugasamir geta nálgast á einum stað.“ Þ etta er búið að vera í bí- gerð í þónokkurn tíma. Ég kom með þessa hug- mynd til hennar Sigríðar Margrétar Oddsdóttur, framkvæmdastjóra Skjásins, og hún tók mjög vel í þetta,“ segir Hilmar Björnsson, yfirmaður hinnar ný- stofnuðu sjónvarpsstöðvar, Skjár golf. „Við fórum svo í það að spyrjast fyrir, gera kannanir og annað slíkt til að fá tilfinningu fyrir því hvort grundvöllur væri til þess að reka slíka stöð hér á landi. Það er sífellt meiri áhugi á golfíþróttinni hér og okkur fannst vanta ítarlega umfjöll- un um golfið sem áhugasamir geta nálgast á einum stað.“ Og Hilmar varð ekki fyrir von- briðgum með viðtökurnar. „Við renndum svolítið blint í sjó- inn með þetta en viðtökurnar hafa farið fram úr björtustu vonum. Við buðum upp á foráskrift og þar skráðu sig strax tæplega þúsund manns.“ Áskriftin kostar 2.890 á mánuði og bindi áskrifendur sig í eitt ár fylgja því margskonar fríðindi. „Fastir áskrifendur okkar fá með- al annars ferðaávísanir upp í golf- ferðir erlendis, 40% afslætti á völl- unum hér heima og 40% fleiri kúlur þegar skotið er úr fötu í Básum svo fátt eitt sé nefnt,“ segir Hilmar. „Í apríl á næsta ári byrjum við svo að sýna kynningarmyndbönd um fjölda glæsilegra golfvalla víðs- vegar um landið til að áhorfendur fái að kynnast fjölbreytileika á völl- unum hér heima. Gegn sýningu á þessum myndböndum gefa viðkom- andi vellir svo áskrifendum okkar 40% afslátt þegar þeir vilja spila á völlunum.“ Fjölbreytt dagskrá Hilmar segir stöðina komna til að vera og byrjunarvikan er ekki af verri endanum. „Þetta verður bara veisla,“ segir Hilmar um Ryder-bikarkeppnina sem hefst á morgun. „Ryder-bikarinn er haldinn annað hvert ár og er hátíð fyrir alla golf- áhugamenn. Við sýnum auðvitað beint frá keppninni allan tímann.“ Auk allra helstu golfmótanna verður fréttaþátturinn Golfing World sýndur alla virka daga þar sem hægt er að fylgjast með öllu sem er að gerast í golfheiminum. Sýnd verða viðtöl við bestu kylfinga heims auk þess sem áhorfendur fá að sjá allt það sem gerist á bak við tjöldin á stærstu golfmótunum. „Við erum jafnframt með myndir frá sögufrægum mótum, sýnum frá Junior Ryder-bikarnum, þar sem unglingar keppa í stað atvinnu- manna, og svona mætti lengi telja. Næsta sumar erum við svo að sjálf- sögðu opin fyrir spennandi íslenskri dagskrárgerð,“ segir Hilmar. „Við höfum svo fengið til liðs við okkur landslið lýsenda, þá Úlfar Jónsson, Þorsteinn Hallgrímsson og Edwin Rögnvaldsson sem koma til með að lýsa keppnum hjá okkur og svo bætast fleiri við í þann hóp þegar líða tek- ur á. Viðbrögðin benda allavega til þess að við séum komin til að vera.“ birta@mbl.is Skjár golf, ný sjónvarps- stöð helguð golfi, hóf útsendingar síðastliðinn mánudag. Sýnt verður beint frá öllum helstu stórmótum í íþróttinni auk ýmissa fræðslu- og skemmtiþátta um golf. Reuters 12 | MORGUNBLAÐIÐ Helstu mótin í beinni á Skjá golfi 1.-3. október - Ryder-bikarinn 7.-10. október - Alfred Dunhill Links Championship 16.-17. október - Portugal Masters 19.-20. október - Grand Slam of Golf 23.-24. október - Castello Masters 30.-31. október - Andalucia Masters 4.-7. nóvember - World Golf Championship - HSBC 11.-14. nóvember - JBwere Masters 20.-21. nóvember - Hong Kong Open 25.-28. nóvember - Dubai World Championship PGA Tour byrjar 6. janúar 2011. Þetta verður mikil veisla Kylfingur Tiger Wo- ods kemur örugg- lega til að vera fastur gestur í út- sendingum hinnar nýju golfstöðvar. REUTERS

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.