Morgunblaðið - 30.09.2010, Side 14

Morgunblaðið - 30.09.2010, Side 14
Bob Thomas/Getty Images Smart Það voru ekki bara röndóttir bolir sem sigurvegararnir klæddust árið 1985 heldur var þessi rauði og blái búningur einnig notaður. Buxurnar nýtast svo vel á jólavertíðinni. Þó svo að athygli áhorfenda Ryder-bikarsins beinist fyrst og síðast að kylfingunum og hæfni þeirra úti á völlunum má alltaf finna einhverjar umræður um klæðnað liðanna, sem er aldrei eins ár frá ári. Sniðin í peysum, bolum og buxum eru oftast svipuð ár frá ári enda telst golfklæðn- aður trúlega til heldur hefðbundins og formfasts klæðnaðar. Litir og munstur eru þó breytileg milli ára og taka mið af straumum og stefnum í tísku þegar vel tekst til. Með- fylgjandi myndir sýna fatnað bandaríska liðsins í ár. Umræður um klæðnaðinn á netinu hafa að mestu snúist um fjólubláu peysuna, sem fólki þykir annaðhvort flott og djörf eða fáránleg. Til gamans eru svo birtar hér nokkrar myndir af liðum í Ryder-bikarnum gegn- um árin svo lesendur geti upplifað það sem þótti móðins hverju sinni. birta@mbl.is Reuters Kalt Blátt, silfur og hvítt eru einkennislitir Evrópska liðsins í ár. Getty Images Virðulegir Breska liðið stillti sér upp með golfsettin við höndina árið 1965 í Lancashire. Bob Thomas/Getty Images Hattar Árið er 1969 og lið Evrópubúa er enn bara lið Breta og Íra. Keppnin fór fram á Englandi og lið heimamanna og nærsveitunga klæddist þessum forlátu höttum. Bob Thomas/Getty Images Röndóttir Lið Evrópubúa klæddist þessum röndóttu bolum við keppnina árið 1985. Þeir báru sig- urorð af Bandaríkjamönnum, hvort sem það var klæðnaðinum að þakka eður ei. Getty Images Köflótt Kylfingar Bandaríska liðsins árið 1983 voru sumarlegir á Flórída í bláum buxum og græn- bláum jökkum. Það má deila um hvort klæðnaðurinn hafi staðist tímans tönn. Getty Images Flottir Breska liðið mætti í sínu fínasta pússi til leiks í Leatherhead í Surrey árið 1935. Getty Images Jarðarlitir Þeir voru nú ekki beint æpandi litirnir í klæðnaði Evrópska liðsins árið 2002. Rammar Bandaríska liðið klæddist árið 1999 skyrt- um sem hafa skráð sig á spjöld sögunnar sem þær ljótustu frá upphafi. David Duval virðist þó sáttur. Foringinn Fyrirliðinn Corey Pavin er vel merktur í bak og fyrir. Fjólublá Það eru skiptar skoðanir um fegurð þess- arar peysu. Flott eða fáránlegt? Klæðnaður kylfinganna vekur athygli ekki síður en færni þeirra á vellinum. 14 | MORGUNBLAÐIÐ

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.