Morgunblaðið - 04.10.2010, Síða 2
2 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. OKTÓBER 2010
Íþróttir Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík, sími 5691100, netfang sport@mbl. is
Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl. is , Víðir Sigurðsson, vs@mbl. is
Auglýsingar sími 5691111 netfang augl@mbl. is Bréfsími 5691110 Prentun Landsprent ehf.
Björninn vann í fyrrakvöld góðan
sigur á liði SA Jötna, 6:5, á Íslands-
móti karla í íshokkí en liðin mætt-
ust í Skautahöllinni á Akureyri.
„Þetta var miklu hraðari leikur
en um síðustu helgi,“ sagði Gunnar
Guðmundsson fyrirliði Bjarn-
armanna eftir leikinn. „Við erum
með góða breidd og þetta var sigur
liðsheildarinnar og gott veganesti
fyrir leikinn gegn SR á næsta
þriðjudag,“ sagði Gunnar.
SA Jötnar náðu forystunni í
fyrstu lotu með marki frá Josh
Gribben en Trausti Bergmann jafn-
aði jafnharðan fyrir Bjarnarmenn,
1:1. Fjör færðist í leikinn í annarri
lotu og náðu bæði liðin að skora
þrjú mörk. Björninn varð þó alltaf
fyrri til að skora en SA Jötnar jöfn-
uðu jafnharðan. Staðan var því 4:4
að lokinni annarri lotu.
Hart var barist í síðustu lotunni
en tæpum fimm mínútum fyrir
leikslok tryggði Hjörtur Geir
Björnsson sigur Bjarnarins eftir að
Róbert Freyr Pálsson hafði átt
hörkuskot að marki SA Jötna.
Pökkurinn speglaðist af kylfu
Hjartar og upp í markhornið og
fyrsti sigur Bjarnarins þetta tíma-
bilið var staðreynd.
Mörk/stoðsendingar SA Jötna:
Jón B. Gíslason 2/2, Josh Gribben
1/0, Sigurður Reynisson 1/0, Björn
Már Jakobsson 1/0, Orri Blöndal
1/0. Refsimínútur: 24 mínútur.
Mörk/stoðsendingar Bjarnarins:
Úlfar Jón Andrésson 2/0, Matthías
S. Sigurðsson 1/2, Hjörtur G.
Björnsson 1/1, Trausti Bergmann
1/0, Brynjar Bergmann 1/0, Gunn-
ar Guðmundsson 0/1, Róbert Freyr
Pálsson 0/1, Einar Sveinn Guðna-
son 0/1. Refsimínútur: 4 mínútur.
vs@mbl.is
Björninn sótti sigur norður
Ljósmynd/Þórir Tryggvason
Sókn Andri Steinn Hauksson úr Birninum sækir að marki Akureyringa í
leiknum í fyrrakvöld. Reykjavíkurliðið náði að knýja fram sigur.
UMFJÖLLUN
Skúli Unnar Sveinsson
skuli@mbl.is
„Það er allt að gerast hjá okkur þess-
ar vikurnar og við erum að fara á tvö
stórmót erlendis. Annars vegar með
tvær stelpur á HM í áhaldafimleikum
og hins vegar fjögur lið á EM í hóp-
fimleikum,“ sagði Sólveig Jónsdóttir,
stjórnarmaður í Fimleikasambandi
Íslands, í spjalli við Morgunblaðið í
gær, en mikil fimleikasýning var
haldin í Garðabæ á laugardaginn þar
sem keppendur sýndu listir sínar.
Fjórir keppendur unnu sér inn
rétt til að keppa á heimsmeist-
aramótinu í áhaldafimleikum sem
fram fer í Hollandi 16. til 24. október.
„Fimleikasambandið gaf út lág-
mörk fyrir þetta mót og þær Thelma
Rut Hermannsdóttir úr Gerplu og
Dominiqua Belányi úr Gróttu náðu
þeim og fara og keppa fyrir Íslands
hönd í kvennaflokki. Síðan unnu þeir
Bjarki Ásgeirsson og Jón Sigurður
Gunnarsson úr Ármanni sér einnig
rétt til að keppa í karlaflokki, en þeir
eru báðir meiddir og því verður eng-
inn íslenskur keppandi í karlaflokki
að þessu sinni,“ sagði Sólveig.
Breytingar á Evrópumótinu
Nokkrar breytingar hafa verið
gerðar á Evrópumótinu í hópfim-
leikum. „Það hafa alltaf verið fé-
lagslið sem keppa á EM en núna eru
landsliðin í fyrsta sinn og bæta inn
unglingalandsliðum. Þetta var ákveð-
ið fyrir ári og við ákváðum hér heima
að setja saman unglingalandslið.
Karlalandsliðið er sett saman úr
tveimur félögum, Ármanni og
Gerplu, og þannig væri líka hægt að
hafa það með stelpurnar. Það mátti
koma með tvö félagslið og það er
þannig ennþá, en á næsta móti, eftir
tvö ár, verður bara eitt lið frá hverju
landi og sambandinu í hverju landi
fyrir sig er í sjálfsvald sett hvernig
það er skipað. Við gætum til dæmis
sent Gerplu sem okkar landslið, eða
blandað eins og gert er hjá strákun-
um núna,“ segir Sólveig.
48 keppendur til Svíþjóðar
Það er fjölmennur hópur sem fer
til Svíþjóðar því tólf eru í hverju liði,
þannig að 48 fimleikamenn keppa
þar auk þess sem þjálfarar og aðrir
skella sér að sjálfsögðu með.
Kvennalið Gerplu hefur gert það
gott á þessum mótum og varð í öðru
sæti á síðustu tveimur Evr-
ópumótum. „Það er líka keppt í
blönduðum hópum, karlar og konur
saman, en við erum ekki með þannig
hóp núna. Unglingaliðið okkar er
skipað stelpum á aldrinum 13 til 18
ára og er þetta í fyrsta sinn sem slíkt
landslið er sent og það sama á við um
karlana, það er í fyrsta sinn sem sent
er karlalandslið á EM,“ sagði Sól-
veig.
Tvisvar sinni áður hefur verið sent
jafnfjölmennt lið til keppni í hópfim-
leikum. „Það var árið 2007 sem við
sendum fjögur lið á Norðurlanda-
mótið og þá vann Gerpla. Þá voru tvö
blönduð lið og á síðasta Evrópumóti
var Ármann með blandað lið og varð í
fjórða sæti. Við höfum hins vegar
aldrei farið með svona ungar stelpur
áður á stórmót í hópfimleikum,“ seg-
ir Sólveig.
Fjölmenna til Svíþjóðar
Fjögur íslensk lið fara á Evrópumótið í hópfimleikum Karlalið í fyrsta skipti
Tvær íslenskar stúlkur keppa á HM í áhaldafimleikum í Hollandi
Morgunblaðið/Golli
Hópfimleikar Selfoss er eitt fjögurra íslenskra liða sem keppa á EM í Svíþjóð og hér leika Selfossstúlkurnar listir sínar í Garðabæ á laugardag.
Morgunblaðið/Golli
Áhaldafimleikar Dominiqua Belányi keppir fyrir Íslands hönd á HM í Hol-
landi síðar í þessum mánuði, ásamt Thelmu Rut Hermannsdóttur.
ÁsmundurArnarsson
skrifaði um
helgina undir
nýjan samning
við Fjölni um að
þjálfa karlalið fé-
lagsins í knatt-
spyrnu næstu
þrjú árin. Ás-
mundur hefur verið við stjórnvölinn
hjá Grafarvogsfélaginu í sex ár og
undir hans stjórn komst það í efstu
deild í fyrsta skipti og lék þar 2008
og 2009. Þá spilaði það til úrslita í
bikarkeppninni tvö ár í röð, 2007 og
2008. Fjölnir hafnaði í fjórða sæti 1.
deildar á nýliðnu tímabili og var að-
eins þremur stigum á eftir Þór og
Leikni R. sem enduðu í öðru og
þriðja sæti.
Guðmundur Benediktsson erhættur störfum sem þjálfari
knattspyrnuliðs Selfoss sem féll úr
úrvalsdeildinni í haust. Guðmundur
tók við Selfyssingum fyrir ári síðan
og samdi til tveggja ára en þeir
nýttu sér uppsagnarákvæði í samn-
ingnum að tímabilinu loknu.
Elfar FreyrHelgason,
miðvörður úr Ís-
landsmeistaraliði
Breiðabliks í
knattspyrnu, fer
til reynslu til
norska úrvals-
deildarfélagsins
Lilleström síðar í
þessum mánuði. Elfar staðfesti
þetta í útvarpsþættinum Fótbolt-
i.net á X-inu á laugardaginn. Hann
fer til Noregs að loknum leikjum 21-
árs landsliða Íslands og Skotlands.
Nýliðar Þórs í Pepsideild karla íknattspyrnu hafa þegar fengið
öflugan liðsstyrk fyrir næstu leiktíð.
Srdjan Rajkovic, markvörður úr
Fjarðabyggð, hefur samið við Ak-
ureyrarfélagið en hann hefur síð-
ustu ellefu ár leikið með Fjarða-
byggð og þótt einn besti
markvörður 1. deildar undanfarin
ár. Hann er auk þess leikjahæsti
leikmaður Fjarðabyggðar frá upp-
hafi. Fjarðabyggð féll sem kunnugt
er niður í 2. deild á dögunum sem
hefur eflaust haft áhrif á að hinn 34
ára gamli Serbi ákvað að flytja sig
um set.
Davíð Jónsson úr KR sigraðiKára Mímisson úr KR í úr-
slitaleik í meistaraflokki karla á
fyrsta stigamóti tímabilsins í borð-
tennis sem fram fór í TBR-húsinu á
laugardaginn. Magnús K. Magn-
ússon og Daði Freyr Guðmundsson
úr Víkingi urðu í 3.-4. sæti. Eyrún
Elíasdóttir úr Víkingi sigraði í 1.
flokki kvenna, Gunnar Snorri Ragn-
arsson úr KR í 1. flokki karla og
Pétur Ó. Stephensen úr Víkingi í
eldri flokki karla.
Fólk sport@mbl.is