Morgunblaðið - 04.10.2010, Síða 4

Morgunblaðið - 04.10.2010, Síða 4
4 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. OKTÓBER 2010 „4 stig úr fyrstu tveimur leikjunum er sterk byrjun í Meistaradeildinni, en við erum með báða fætur á jörðinni,“ sagði Guðmundur Guðmundsson landsliðs- þjálfari í handknattleik og tiltölulega nýráðinn þjálf- ari þýska stórliðsins Rhein-Neckar Löwen í samtali við Handball-World á laugardag. Löwen vann þá fjögurra marka sigur á slóvensku meisturunum í Celje, 32:28, í A-riðli Meistaradeildar Evrópu og fylgdi þar með eftir góðum útisigri á Barcelona í fyrstu umferð. „Við vissum að við yrðum að sýna okkar besta til að innbyrða sigur hérna í Celje. Þetta er ekki síst að þakka öflugri vörn og því hve þolinmóðir menn voru í sóknarleiknum. Ég er hæstánægður með þennan sigur því þetta eru tvö „stór“ stig,“ sagði Guðmundur. Ólafur Stefánsson skoraði tvö marka Löwen í leiknum en Ró- bert Gunnarsson komst ekki á blað. Guðjón Valur Sigurðsson lék ekki vegna meiðsla. Í sama riðli mættust einnig Kiel og Barcelona en Evr- ópumeistararnir, undir stjórn Alfreðs Gíslasonar, urðu að sætta sig við jafntefli, 28:28. Ar- on Pálmarsson skoraði eitt marka Kiel í leiknum en það stefnir í harða baráttu í A-riðlinum. Í Danmörku áttust við tveir Íslendingar í leik A og svissneska liðsins Kadetten í C-riðli, undir öruggu eftirliti Kjartans Steinbach sem var eftirl maður á vegum handknattleikssambands Evrópu Björgvin Páll Gústavsson er sem kunnugt er mar vörður Kadetten og átti stóran þátt í því að liðið næði að lokum 30:30 jafntefli eftir ótrúlega end- urkomu. AaB var nefnilega fjórum mörkum yfir þegar um þrjár mínútur voru til leiksloka, en Ing mundi Ingimundarsyni og félögum tókst að glutr niður forskotinu. Ingimundur sinnti að venju varn arvinnu en skoraði einnig eitt mark í leiknum. Bæði lið töpuðu í fyrstu umferð og eru þau því neðst í C-riðli með eitt stig hvort. sindris@mbl.is Guðmundur ánægður með tvö „stór“ stig Guðmundur Þ. Guðmundsson Íslandsmeistarar Vals áttu ekki í neinum vand- ræðum með að leggja nýliða Gróttu að velli í fyrstu umferð N1-deildar kvenna í hand- knattleik en hún fór fram um helgina. Meist- ararnir sýndu að þeir hafa mörg tromp á hendi og skiptu mörkunum 43 bróðurlega á milli sín. Línu- mennirnir Anna Úrsúla Guðmunds- dóttir og Hildigunnur Einarsdóttir voru þó markahæstar með sjö mörk hvor. Efnilegust og markahæst Efnilegasti leikmaður síðustu leiktíðar í N1-deildinni, Sunna Jónsdóttir, var markahæst hjá Fylki þegar Árbæingar unnu ÍBV, 33:26. Sunna skoraði níu mörk í leiknum og Elín Helga Jónsdóttir átta. Fylkiskonur urðu í 5. sæti á síðustu leiktíð en þeim er spáð sæti ofar að þessu sinni. Mest spenna var í leik FH og HK sem áttust við í Hafnarfirðinum. Lítið bar á milli liðanna í spá þjálf- ara og forráðamanna fyrir leiktíð- ina en þeim var spáð 5. og 6. sæti. HK var yfir í leiknum með fjórum mörkum, 11:7, eftir fyrri hálfleik- inn en í þeim seinni náðu FH-ingar að snúa taflinu við og vinna fjög- urra marka sigur, 24:20. Hin tæp- lega 18 ára gamla Steinunn Snorra- dóttir var markahæst hjá FH með 8 mörk en Brynja Magnúsdóttir skor- aði fimm fyrir HK. sindris@mbl.is Meistarar Vals flugu strax í gang Anna Úrsúla Guðmundsdóttir því, liðið varð Íslandsmeistari í fjórða flokki og stelp- urnar eru flestar enn í unglingaflokki en við ætlum að fara alla leið með þær,“ sagði Einar eftir leikinn við Fram á laugardaginn. Tilbúnar í uppbygginguna „Stelpurnar eru tilbúnar í þessa uppbyggingu, æfa vel og sinna þessu vel svo ég er bjartsýnn. Félagið tók ákvörðunina. Við höfum verið í þessari uppbygg- ingu í karlaflokki með smá styrkingum en það vantar kvennamegin og við ætlum að fara í það. Við erum enn að skoða hvort við fáum útlending eða einhverjar reyndar, það skýrist á næstu vikum,“ bætti Einar við en var samt ekki ánægður með að tapa. „Við vissum alveg hvernig þessi leikur gæti þróast og við buðum upp á hraða í dag sem við réðum ekkert við sjálfar en á móti Fram má ekki spila svona hratt.“ Læt ekki valta yfir mig „Ég læt ekki valta yfir mig í hverjum einasta leik og við tökum á þessu, erum með nýtt lið og þol- inmóðar, sem er allt sem þarf, það er ekkert hægt að hætta núna í fyrsta leik,“ sagði Þórunn Friðriks- dóttir, sem skoraði 8 af 11 mörkum Hauka í leiknum. „Við hættum aldrei, sem er jákvætt, en hvort við vor- um smeykar við leikinn eða stressaðar veit ég ekki. Þetta var fyrsti leikur okkar í mótinu og við erum til- búnar í það, þetta var líka fyrsta skrefið í að búa til nýtt lið. Við vitum alveg hvernig Fram-liðið spilar, með sterka vörn og snöggar, við vissum það fyr- irfram svo þetta snerist meira um hvernig við myn um spila, en það gekk ekki í dag. Þetta ætti að her okkar lið, við ætlum ekki að láta koma svona fram okkur aftur.“ Felum ekki okkar markmið Annað hljóð var í leikmönnum Fram. „Markmið okkar er að vera í efsta sætinu og við erum ekkert vanar að fela markmiðin okkar og gott að fleiri ha trú á okkur en við sjálfar,“ sagði Karen Knútsdótt sem skoraði 6 mörk fyrir Fram. Safamýrarliðinu var spáð sigri í deildinni af þjál urum og forráðamönnum deildarinnar en það varð samt að lúta í gras gegn Val í síðasta leik. „Við vor ekki sáttar með okkur í seinasta leiknum gegn Va ýmislegt sem við þurftum að bæta og við náðum a gera það með því að vera fastar fyrir í vörninni og fljótar fram, því við vorum of hægar í leiknum við Val. Ég held að Guðríður þjálfari hafi létt okkur u þrjú kíló eftir þann leik.“ Karen þekkir vel að vera í hlutverkinu að tapa stórt því hið frábæra lið Fram var fyrir nokkrum á um ungt og óreynt en hefur heldur betur spjarað s Karen sagðist ekkert hafa spáð í það í leiknum. „V hugsuðum bara um okkar sjálfar og okkar leik. Vi vorum ekki margar með í sumar en erum nú með breiðari hóp svo það var gott að fá hann í gang, sp kerfin og allt það.“ Morgunblaðið/G Erfitt Einar Jónsson, þjálfari Hauka, og ungu stúlkurnar hans í Hafnarfjarðarliðinu eiga erfiðan vetur fyrir höndum en stefna á að byggja upp gott lið. Haukar í nýju hlutverki  Framkonur gáfu ekkert eftir í 38:11 sigri á Haukum  Uppbygging nýs liðs Hauka hafin  Ungar stúlkur ætla ekki að láta stórt tap slá sig út af laginu Á VELLINUM Stefán Stefánsson ste@mbl.is Langt er síðan Haukakonur hafa verið í þessu hlut- verki – að láta valta yfir sig með 27 marka mun eins og gerðist á laugardaginn í fyrstu umferð Íslands- móts kvenna í handknattleik. Fram vann þá leik lið- anna með gífurlegum yfirburðum, 38:11. Það á sér hinsvegar skýringar og enginn ræddi um afsakanir því helstu ef ekki allir máttarstólpar liðsins eru farnir og nú er ungum stúlkum hent langt út í djúpu laugina. Þetta hafa mörg félög gert í gegnum tíðina, til dæmis bikarmeistarar Fram fyrir nokkrum árum, og ef þolinmæði félagsins, stuðningsfólks og aðstandenda er sannarlega fyrir hendi má búast við að uppbyggingin skili sér fyrr eða síðar. Lykilmenn farnir og meðalaldur 19 ár Blóðtaka Hauka er mikil. Hanna G. Stefánsdóttir, Ester Óskarsdóttir, Ramune Pekarskyte, Erna Þrá- insdóttir, Nína Arnfinnsdóttir, Heiða Ingólfsdóttir markmaður og fleiri eru horfnar á braut svo að með- alaldur liðsins er 19 ár. Haukar reikna með að uppbyggingin taki 3 ár og hafa leikmenn skrifað undir samning fyrir þann tíma. Einar Jónsson þjálfari segir að allir stefni að sama marki. „Við ætlum að gera þetta lið að því sem býr í N1-DEILD KVENNA Fram - Haukar 38:11 Gangur leiksins: 2:0, 4:1, 11:2, 21:3, 21:4, 21:5, 25:5, 28:7, 30:10, 33:11, 38:11, Mörk Fram: Stella Sigurðardóttir 10/2, Karen Knútsdóttir 6, Guðrún Hálfdáns- dóttir 5, Sigurbjörg Jóhannsdóttir 5, Marthe Sördal 4, Pavla Navarilova 3, Ásta Gunnarsdóttir 2, Hildur Þorgeirsdóttir 1, Anna Guðmundsdóttir 1, María Karlsd. 1/1. Varin skot: Írís Björk Símonardóttir 15 (3), Hildur Gunnarsdóttir 2 (1). Utan vallar: 2 mínútur. Mörk Hauka: Þórunn Friðriksdóttir 8/6, Sandra Sif Sigurjónsdóttir 2, Þórdís Helga- dóttir 1. Varin skot: Bryndís Jónsdóttir 16 (4). Utan vallar: Aldrei. Dómarar: Jónas Elíasson og Ingvar Guð- jónsson. Áhorfendur: Um 80. Fylkir – ÍBV 33:26 Mörk Fylkis: Sunna Jónsdóttir 9, Elín Helga Jónsdóttir 8, Sunna María Einars- dóttir 4, Áslaug Gunnarsdóttir 3, Arna Val- gerður Erlingsdóttir 3, Natalý Sæunn Val- encia 2, Lilja Gylfadóttir 2, Sigríður Hauksdóttir 1, Tinna S. Traustadóttir 1. Utan vallar: 6 mínútur. Mörk ÍBV: Þórsteina Sigurbjörnsdóttir 8, Guðbjörg Guðmundsdóttir 5, Ester Ósk- arsdóttir 4, Renata Horvath 3, Rakel Hlynsdóttir 2, Sigríður Lára 2, Anita Elías- dóttir 1, Drífa Þorvaldsdóttir 1. Utan vallar: 8 mínútur. FH – HK 24:20 Mörk FH: Steinunn Snorradóttir 8, Ragn- hildur Guðmundsdóttir 4, Birna Helgadótt- ir 3, Gunnur Sveinsdóttir 3, Arnheiður Guðmundsdóttir 3, Sigrún Gilsdóttir 2, Kristjana Þorradóttir 1. Utan vallar: 2 mín. Mörk HK: Brynja Magnúsdóttir 5, Elísa Viðarsdóttir 4, Elín Anna Baldursdóttir 3, Elva B. Arnarsdóttir 3, Harpa Baldurs- dóttir 2, Tinna Rögnvaldsdóttir 2, Valgerð- ur Ýr Þorsteinsdóttir 1. Utan vallar: 0 mín. Valur – Grótta 43:17 Mörk Vals: Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 7, Hildigunnur Einarsdóttir 7, Kristín Guð- mundsdóttir 6, Arndís María Erlingsdóttir 6, Hrafnhildur Ósk Skúladóttir 5, Karólína B. Gunnarsdóttir 4, Íris Ásta Pétursdóttir 4, Ágústa Edda Björnsdóttir 2, Kolbrún Franklín 2. Utan vallar: 8 mínútur. Mörk Gróttu: Tinna Laxdal Gautadóttir 6, Steinunn Kristín Jóhannsdóttir 5, Eva Björk Davíðsdóttir, Ásrún Lilja Birgisdótt- ir 1, Helga Þórunn Óttarsdóttir 1, Sóley Arnarsdóttir 1. Utan vallar: 8 mínútur. HANDBOLTI

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.