Morgunblaðið - 11.10.2010, Side 1

Morgunblaðið - 11.10.2010, Side 1
MÁNUDAGUR 11. OKTÓBER 2010 íþróttir Golf og Zeppelin Guðmundur Ágúst landsliðskylfingur hlustar á Led Zeppelin og pantar sér ávallt sama skyndibitann á KFC. Hinn 18 ára gamli klúbbmeistari GR ætlar sér stóra hluti. 7 Íþróttir mbl.is Ingvar Þór Jónsson, leikmaður SA og landsliðsfyrirliði í íshokkíi, er handleggsbrotinn og þarf að taka sér hvíld frá ísnum næsta mán- uðinn eða svo. Ingvar meiddist í leik með SA Víkingum gegn Birn- inum á dögunum og tjáði Morg- unblaðinu að framhandleggsbein væri brotið. „Mér er sagt að þetta sé alveg hreint brot og beinin hafi ekki færst úr stað. Brotið grær því af sjálfu sér og vonandi verður þetta fljótt að lagast. Ég reikna með að geta spilað aftur eftir þrjár til fjórar vikur. Það var nú ekkert merkilegt sem gerðist. Ég lenti bara í smásamstuði og sneri upp á höndina. Þetta virðist hafa verið eitthvað klaufalegt hjá mér,“ sagði Ingvar í samtali við Morgunblaðið. kris@mbl.is Landsliðsfyrir- liðinn hand- leggsbrotnaði Ótrúleg sig- urganga læri- sveina Dags Sig- urðssonar hjá Füchse Berlín virðist engan enda ætla að taka en liðið vann í gær sjöunda sig- urinn í röð og er með fullt hús stiga á toppi þýsku búndeslígunnar í handknatt- leik. Í gær var það Grosswallstadt sem mátti þola tap gegn Berl- ínarrefunum svokölluðu, 27:24, eft- ir jafnan leik þar sem gestirnir frá Grosswallstadt voru 23:22 yfir þeg- ar sex mínútur lifðu leiks en þá tók Dagur leikhlé sem svínvirkaði. Füchse Berlín er með tveggja stiga forskot á toppnum en fast á hæla liðsins koma þrjú öflug lið; Kiel, Hamburg og Rhein-Neckar Löwen. Næsti heimaleikur Dags og félaga er einmitt gegn Löwen. Bob Hanning, framkvæmdastjóri Füchse Berlín, vonast til að fyrir þann leik verði hægt að koma fyrir aukaáhorfendapöllum en liðið hef- ur heillað Berlínarbúa og leikið fyr- ir fullri höll í síðustu leikjum. 9.000 manns mættu í gær í Max- Schmeling-Halle sem getur með aukapöllum rúmað 10.000 manns, en ef fram heldur sem horfir mun það duga skammt. Alexander Petersson skoraði 3 mörk fyrir Füchse Berlín og Sverre Jakobsson lék vel í vörn gestanna. sindris@mbl.is Sveinar Dags „sprengja“ höllina sína Dagur Sigurðsson Guðmundur Hilmarsson gummih@mbl.is „Það er rosalega mikill hugur í okk- ur. Við erum vel einbeittir og stað- ráðnir í að vinna leikinn. Við ætlum ekki að sleppa þessu gullna tæki- færi til að komast á stórmót,“ sagði Bjarni Þór Viðarsson, fyrirliði U21 ára landsliðsins í knattspyrnu, við Morgunblaðið í gær. Það er mikið í húfi hjá Bjarna og samherjum hans í kvöld því þeir mæta Skotum í síðari viðureign þjóðanna í umspili um sæti í úr- slitakeppni Evrópumótsins en ís- lenskt karlalandsliðið hefur aldrei komist á stórmót og því er til ansi mikils að vinna. „Það er ekki inni í myndinni að við ætlum reyna að verja forskotið. Við spilum til sig- urs. Við kannski sækjum ekki eins og brjálæðingar en markmiðið er að vinna og draumurinn væri að setja á þá mark fljótlega í leiknum. Skot- arnir þurfa að koma aðeins framar á völlinn en ég held samt að þeir bíði eftir því hvað við gerum eins og í fyrri leiknum. Þeir eru ekki með menn sem taka af skarið heldur fara þeir þetta á liðsheild- inni.“ Íslensku strákarnir æfðu í gær- kvöld á Easter Road sem er heima- völlur Hibernian en flautað verður til leiks í Edinborg í kvöld klukkan 18.45 að íslenskum tíma. Stark vonast eftir stuðningi Billy Stark, þjálfari skoska liðs- ins, vonast eftir góðum stuðningi á heimavelli en Stark telur að varn- arlínan sé helsti veikleiki Íslands. „Íslendingar spiluðu virkilega vel í síðustu viku og við gátum ekki gert hluti með boltann sem við er- um færir um. Núna erum við betur búnir undir það að mæta þeim og það á okkar heimavelli. Aftasta varnarlína þeirra er ekki sú besta og við þurfum að láta reyna á hana í leiknum,“ segir Billy Stark, þjálfari U21 ára landsliðs Skota, í viðtali við skoska blaðið Scotsman en Skotar taka á móti Íslendingum í síðari umspili þjóðanna um laust sæti í úr- slitakeppni EM í Edinborg í kvöld. Stark vonast eftir dyggum stuðn- ingi Skota á leiknum sem fram fer á heimavelli Hibernian, Easter Road, en 7.200 manns voru á fyrri leiknum á Laugardalsvellinum í síðustu viku þar sem Íslendingar fögnuðu 2:1 sigri. „Við viljum að strákarnir okkar öðlist hvatningu frá stemningunni sem vonandi verður á leiknum. Úr- slitin úr fyrri leiknum þýða að ef það verður markalaust jafntefli þegar langt er liðið á leikinn fara ís- lensku leikmennirnir að hugsa um að ef þeir fá á sig mark eru þeir úr leik. Á þessum tímapunkti gætu áhorfendur á okkar bandi skipt sköpum með því að hvetja liðið til dáða. Við munum gefa allt í leik- inn,“ segir Stark. „Gullið tækifæri“  Bjarni Viðarsson, fyrirliði U21 árs landsliðs Íslands, segir að mikill hugur sé í leikmönnum fyrir síðari leikinn gegn Skotum sem fram fer í Edinborg í kvöld Bjarni Viðarsson Rúrik Gíslason er orðinn leik- fær og verður með íslenska U21 ára landslið- inu í kvöld þegar það mætir Skot- um í síðara um- spili þjóðanna um laust sæti í úrslitakeppni Evrópumótsins sem haldin verður í Danmörku næsta sumar. Rúrik gat ekki verið með í fyrri leiknum á fimmtudagskvöldið vegna meiðsla en hann hefur hrist þau af sér og verður örugglega í byrjunarliðinu í kvöld. Leikurinn fer fram á Easter Road, heimavelli Hiberninan, í Edinborg en Íslend- ingar höfðu sem kunnugt er betur í fyrri leiknum, 2:1, þar sem þeir Jóhann Berg Guðmundsson og Al- marr Ormarsson gerðu mörk Ís- lands. Haraldur er enn meiddur Markvörðurinn Haraldur Björnsson hefur hins vegar ekki náð sér af meiðslum sem urðu til þess að hann gat ekki verið með í fyrri leiknum. Arnar Darri Pét- ursson tók sæti Haraldar í byrj- unarliðinu og hann mun verja mark Íslands í kvöld. Grindvíking- urinn Óskar Pétursson var kall- aður inn í landsliðshópinn og verð- ur varamarkvörður í stað Þórðar Ingasonar sem var í því hlutverki á fimmtudagkvöldið. Eyjólfur Sverrisson landsliðs- þjálfari þarf að gera breytingar á liði sínu þar sem þeir Skúli Jón Friðgeirsson og Hólmar Örn Eyj- ólfsson taka út leikbann en báðir fengu þeir að líta gula spjaldið í fyrri rimmunni. gummih@mbl.is Rúrik klár í slaginn Rúrik Gíslason Ægir Þór Steinarsson, leikstjórnandi Fjölnis, flýgur hér í átt að körfu Stjörnunnar í Ásgarði í Garðabæ í gær. Til- þrif Ægis dugðu ekki til og Stjarnan hafði betur. Þrír leikir fór fram í úrvalsdeild karla í körfubolta í gær. Hamar vann óvæntan sigur gegn KR og í Grindvík áttu heimamenn í miklu basli með nýliða KFÍ frá Ísafirði. »2 Morgunblaðið/Ómar Flott tilþrif hjá leikstjórnanda Fjölnis

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.