Morgunblaðið - 11.10.2010, Síða 4
4 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. OKTÓBER 2010
VIÐTAL
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
FH tapaði naumlega, 30:31, gegn
Stjörnunni í N1-deild kvenna í hand-
knattleik á laugardaginn. FH hafnaði í
6. sæti deildarinnar á síðustu leiktíð og
Morgunblaðið sló á þráðinn til Ragn-
hildar Rósu Guðmundsdóttur og
spurði hana hvort FH liðið væri í fram-
för. „Já og nei. Fyrirfram hefði þótt já-
kvætt skref fyrir okkur að ná þessum
úrslitum í Garðabæ. Eftir að hafa spil-
að leikinn þá er ég svekkt að hafa ekki
náð öllum stigunum. Það voru gríð-
arlegar sveiflur í þessum leik og við
byrjuðum í rauninni ekki leikinn fyrr
en í seinni hálfleik. Við vorum eins og
bjánar í upphafi leiks og lentum 2:7
undir eftir tíu mínútur. Við byrjuðum
að spila vörn í síðari hálfleik og þá
fylgdi markvarslan í kjölfarið. Okkur
tókst þá að saxa jafnt og þétt á for-
skotið en við fengum ekki tækifæri til
þess að jafna leikinn áður en tíminn
rann út. Við hefðum þurft mínútu í við-
bót,“ sagði Ragnhildur og hún segir
FH tefla fram svipuðu liði og á síðustu
leiktíð, undir stjórn föður hennar, Guð-
mundar Karlssonar.
Úrslitakeppnin markmiðið
„Við höfum sett okkur markmið fyr-
ir veturinn sem er að hanga í efri hlut-
anum. Það komast fjögur lið í úr-
slitakeppnina og það hlýtur að vera
markmiðið hjá flestum liðunum að
vera í þeim hópi. Það eru ekki miklar
breytingar hjá okkur á milli ára og við
höldum nánast sama leikmannahóp.
Hind Hannesdóttir hefur bæst við
hópinn en að öðru leyti erum við nán-
ast einungis með uppaldar stelpur. Við
ættum því að geta haldið áfram okkar
uppbyggingarstarfi og erum að byggja
á okkar fólki,“ útskýrði Ragnhildur og
hún segir botninn hafa dottið úr leik
FH á síðustu leiktíð. „Ég var nokkuð
sátt við okkar frammistöðu framan af
vetri en við töpuðum afar mikilvægum
leik gegn Fylki og misstum þar af leið-
andi af 5. sætinu. Ef hann hefði unnist
þá gæti ég sagt að ég væri sátt við nið-
urstöðuna á síðasta tímabili. Við eigum
leik gegn Fylki um næstu helgi og það
verður fjögurra stiga leikur,“ benti
Ragnhildur á en FH vann HK í fyrsta
leik sínum á tímabilinu.
Fram og Valur í baráttunni
Ragnhildur segist sjá fyrir sér
tveggja liða baráttu um titilinn. „Mér
sýnist að baráttan um titlana verði á
milli Vals og Fram. Eins og staðan er í
dag sé ég ekki neitt lið komast nálægt
þeim. Það kæmi mér á óvart ef önnur
lið tækju mörg stig af þeim og deildin
verður sennilega þrískipt. Á hinum
endanum verða líklega ÍR og Grótta
sem munu væntanlega eiga erfitt í vet-
ur. Þarna á milli má svo búast við þétt-
um pakka margra liða og það verður
mikil barátta um 3. og 4. sæti sem gefa
sæti í úrslitakeppninni. Ég held að það
verði mörg lið í þeirri baráttu,“ sagði
Ragnhildur sem lék með landsliðinu
um tíma en hefur ekki verið valin síð-
ustu tvö ár þrátt fyrir að hafa raðað
inn mörkunum í deildinni. „Ég hef ekki
verið valin síðustu tvö árin en ég gef
kost á mér eins og áður. Ég spilaði með
öllum yngri landsliðunum og með A-
landsliðinu á sínum tíma. Ég spilaði
með landsliðinu skömmu eftir að Júl-
íus tók við en hef einfaldlega ekki verið
valin síðan. Það er að sjálfsögðu mark-
miðið að komast í landsliðshópinn sem
fer á EM í desember. Þetta er spenn-
andi verkefni og það hljóta allir leik-
menn að vilja taka þátt í því. Það er
hins vegar Júlíus sem velur liðið og
hann velur þær sem hann telur bestar
hverju sinni,“ sagði Ragnhildur við
Morgunblaðið.
Stórsigrar hjá Val og Fylki
Íslandsmeistararar Vals lögðu
Hauka, 32:16, á laugardag. Eins og töl-
urnar gefa til kynna voru yfirburðir
meistaranna miklir en staðan í leikhléi
var, 14:6. Fylkir vann stærri sigur en
Árbæjarliðið rótburstaði ÍR, 40:14.
Þórunn Friðriksdóttir var atkvæða-
mest í liði Hauka en hún skoraði 6
mörk. Anna Úrsúla Guðmundsdóttir
fór mikinn í liði Vals en hún skoraði 12
mörk og næst kom Ágústa Edda
Björnsdóttir með 6 mörk.
Í Árbænum burstaði Fylkir nýliða
ÍR, 40:14. Sunna Jónsdóttir skoraði 9
mörk fyrir Fylki og Sunna María Ein-
arsdóttir 8. Hjá ÍR skoruðu þær Guð-
rún Ágústa og Sif Jónsdóttir 4 mörk
hvor.
Stella Sigurðardóttir skoraði 12
mörk fyrir Fram sem vann stórsigur
gegn HK í gær á útivelli. Lokatölur
41:14.
„Erum að
byggja á
okkar fólki“
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Stórskytta Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir þrumar hér að marki Stjörn-
unnar í leiknum á laugardaginn. FH-ingurinn stefnir á að komast í landsliðið.
Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir
segir að FH eigi eftir að láta að sér kveða
Hannes Jón Jónsson var hetja Hannover-Burgdorf
þegar liðið vann óvæntan sigur á Gummersbach í
þýsku 1. deildinni í handbolta á laugardaginn. Strák-
arnir hans Arons Kristjánssonar fögnuðu sigri, 30:29,
og skoraði Hannes Jón sigurmarkið úr vítakasti á
lokasekúndum leiksins. Hannes skoraði fjögur mörk í
leiknum, Ásgeir Örn Hallgrímsson 3 en Vignir Svav-
arsson náði ekki að skora en átti góðan leik í vörninni.
Þetta var annar sigur Hannover-Burgdorf í sjö leikj-
um í deildinni.
„Við erum hrikalega ánægðir með þennan sigur. Við
undirbjuggum okkur vel andlega fyrir leikinn og
stemningin í höllinni var hreint mögnuð. Lið mitt barðist frábærlega,“
sagði Aron Kristjánsson í viðtali við þýska netmiðilinn handball-world en
hann tók við þjálfun Hannover-Burgdorf í sumar.
gummih@mbl.is
Sigurmark hjá Hannesi Jóni
Hannes Jón
Jónsson
Björninn og SA Víkingar léku á laugardag á Íslandsmótinu í ís-
hokkí. Leiknum lauk með sigri Víkinga sem gerðu 5 mörk
gegn 3 mörkum Bjarnarmanna. SA Víkingar eru því enn ósigr-
aðir á Íslandsmótinu.
Þrátt fyrir sóknir á báða bóga voru það Víkingarnir sem
nýttu sín tækifæri betur til að byrja með í fyrstu lotunni. Andri
Freyr Sverrisson kom þeim yfir og Andri Már Mikaelsson bætti
við öðru áður en Matthías S. Sigurðsson minnkaði muninn fyrir
Björninn rétt fyrir lok fyrstu lotu. Önnur lotan rétt eins og sú
fyrsta var mjög fjörug. Mörg marktækifæri litu dagsins ljós og
það voru Bjarnarmenn sem riðu á vaðið með tveimur mörkum
og komu sér yfir í leiknum, 3:2. En Víkingarnir gáfust ekki upp
og á síðustu tveimur mínútum lotunnar náðu þeir að setja tvö mörk og staðan því
3:4.
Strax í upphafi 3. lotu juku SA Víkingar forystuna með marki frá Rúnari F.
Rúnarssyni og þar við sat þrátt fyrir marktækifæri á báða bóga.
SA Víkingar lögðu Björninn
Rúnar Freyr
Rúnarsson
Knattspyrnumaðurinn PéturGeorg Markan er genginn í
raðir Víkings frá Fjölni. Pétur skrif-
aði undir þriggja ára samning við
Víking um helgina en sem kunnugt er
sigraði liðið í 1. deildinni í sumar. Pét-
ur er með þessu að snúa til baka í
heimahagana, en hann lék með Vík-
ing í yngri flokkum félagsins. Á síð-
ustu leiktíð kom hann við sögu í 24
leikjum Fjölnismanna í deild og bikar
og skoraði í þeim 12 mörk en tímabil-
ið 2009 lék hann með Valsmönnum
þar sem hann skoraði 3 mörk í 15
leikjum liðsins í deildinni.
Jón Arnór Stef-ánsson skor-
aði 5 stig fyrir
Granada þegar
liðið tapaði fyrir
Barcelona á
heimavelli, 85:78, í
spænsku úrvals-
deildinni í körfu-
knattleik í gær.
Jón Arnór lék í 32 mínútur og hitti úr
tveimur af 5 tveggja skotum sínum og
einu af tveimur vítaskotum sem hann
tók.
Jón Arnór og félagar hafa þar með
tapað fyrstu tveimur leikjum sínum í
deildinni en liðið veitti Börsungum
harða keppni í leiknum.
ÞjóðverjinnMartin Kay-
mer hefur heldur
betur átt gott ár á
golfvellinum en
Kaymer sigraði á
Alfred Dunhill-
meistaramótinu
sem lauk á St.
Andrews í. Kay-
mer hefur þá sigrað á þremur mótum
í röð sem er nánast með ólíkindum
með hliðsjón af þeirri samkeppni sem
ríkir í heimi atvinnukylfinga. Kaymer
sigraði á PGA-meistaramótinu, KLM
mótinu í Hollandi og nú á Alfred Dun-
hill-mótinu. Alfred Dunhill-mótið er
hluti af Evrópumótaröðinni og er
fremur óvenjulegt að því leyti að ekki
er leikið á einum og sama vellinum í
mótinu. Kaymer lék samtals á 17
höggum undir pari og lét sig ekki
muna um að leika lokahringinn á 6
undir pari. Kaymer var höggi á und-
an Englendingnum Danny Willet en
Englendingar áttu sex fulltrúa á topp
tíu í mótinu.
Magnús Gunnarsson skoraði 18stig, gaf 4 stoðsendingar og tók
5 fráköst í 89:59 sigri Åbyhøj gegn
BK Amager í dönsku úrvalsdeildinni í
körfuknattleik um helgina. Arnar
Freyr Jónsson lék ekki með Åbyhøj
vegna meiðsla.
Axel Kárason skoraði 24 stig fyrirVærløse í tapleik gegn Bakken
Bears á útivelli í dönsku úrvalsdeild-
inni í körfuknattleik. Bakken skoraði
87 stig gegn 64 stigum Værløse.
Guðni Valentínusson lék ekki með
Bakken vegna meiðsla.
Fólk folk@mbl.is
Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari í
handknattleik, hefur fengið „fljúgandi start“
sem þjálfari þýska liðsins Rhein-Neckar Lö-
wen eftir að hann tók óvænt við stöðunni þar
seint í síðasta mánuði. Liðið hefur unnið alla
fimm leiki sína undir stjórn Guðmundar en
þar af eru þrír leikir í A-riðli Meistaradeildar
Evrópu, þar sem Löwen vann í gær fimmtán
marka sigur á franska liðinu Chambéry,
37:22. Róbert Gunnarsson skoraði þrjú mörk
fyrir Löwen og Ólafur Stefánsson tvö, en
Guðjón Valur Sigurðsson er enn að jafna sig
á meiðslum.
Löwen er með sigrinum efst í hinum
sterka A-riðli eftir þrjár umferðir. Læri-
sveinar Alfreðs Gíslasonar í Kiel fylgja hins
vegar fast á hæla Löwen með 5 stig eftir
þrjár umferðir en Kiel vann pólsku meist-
arana í Vive Targi Kielce, sem leika undir
stjórn pólska landsliðsþjálfarans Bogdan
Wenta, 33:29.
Aron Pálmarsson var á meðal markaskor-
ara Kiel en hann skoraði þrjú mörk í leikn-
um. Svíinn Marcus Ahlm var markahæstur
með sex mörk.
Ingimundur og félagar ekki enn unnið
Varnartröllið Ingimundur Ingimundarson
var ekki á meðal markaskorara hjá danska
liðinu AaB sem tapaði stórt fyrir Pick Szeged
í Ungverjalandi í C-riðli, 37:28. AaB á því
enn eftir að landa sínum fyrsta sigri og situr
á botni riðilsins. sindris@mbl.is
„Fljúgandi start“ hjá Guðmundi
Sigurganga Guðmundar með RN-Löwen enn óflekkuð eftir 15 marka sigur
Liðið hefur unnið alla fimm leikina undir stjórn landsliðsþjálfarans
Góð byrjun Guðmundur Guðmundsson hefur
byrjað vel sem þjálfari stórliðsins RN-Löwen.