Morgunblaðið - 14.10.2010, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 14.10.2010, Qupperneq 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. OKTÓBER 2010 Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Það eru ekki nema um tvöár síðan ég byrjaði aðprjóna að ráði en ég ámömmu sem er rosaleg prjónakona þannig að ég get feng- ið hugmyndirnar og hún útfærir þær svo með mér, því hún er svo mikill snillingur,“ segir Anna María Ingþórsdóttir prjónakona á Akureyri. Peysujakkar sem Anna María hannar og prjónar hafa vakið at- hygli sem og annað sem hún hefur gert. „Ætli það sé ekki eitt og hálft ár síðan að ég fékk hugmynd að peysujakkanum. Mig langaði til að gera eitthvað öðruvísi en þetta hefðbundna íslenska lopapeysu- mynstur og ákvað að setja mynstrið í miðjuna á peysunni. Það kom svona vel út að það var haldið áfram og nú hef ég gert nokkrar útfærslur. Ég teikna mynstrin upp og mamma útfærir þau. Sniðið á peysunum er einfalt en kemur svona flott út vegna mynstursins, þetta eru góðar peysur til að draga fram línurnar, hafa mitti,“ segir Anna María. Komst ekki leiðar sinnar Þegar Anna María fór í fyrsta peysujakkanum, sem hún gerði, út úr húsi komst hún varla leiðar sinnar vegna áhuga annarra. „Um leið og ég mætti í fyrstu peysunni út kom fólk og talaði við mig, þetta vakti ótrúlega athygli. Fyrst var ég bara að gera peysu handa mér en svo fór þetta út í það að vekja svo mikla athygli að það er einn og einn sem leggur inn pöntun. Það hafa komið fyr- irspurnir um hvort ég vilji vera í einhverjum hönnunarbúðum en við höfum ágætt að gera í þessu heima eins og er og ákváðum að halda því áfram þannig. En það er gaman þegar einhverjir sýna því áhuga sem maður er að gera,“ segir Anna María sem er mennt- aður viðskiptafræðingur og er í fullri vinnu hjá Intrum auk þess að vera þriggja barna móðir. „Prjónið er áhugamálið og ég prjóna þegar tími vinnst til, það er ágætt þegar maður situr fyrir framan sjónvarpið að vera með eitthvað í höndunum. Annars er Langaði í óhefð- bundna lopapeysu „Saumaklúbbarnir í dag eru farnir að standa undir nafni, þeir snúast mikið um það að prjóna, minna um það að borða,“ segir prjónakonan Anna María Ing- þórsdóttir sem slappar ekki af nema með prjóna í hönd. Anna María hannar og prjónar peysujakka sem hafa vakið athygli enda draga þeir fram mittislínuna og eru ekki með hinu hefðbundna lopapeysumynstri. Fyrsta peysan „Gráa peysan er sú peysa sem er búin að vekja mesta athygli. Hún sker sig úr af því mynstrið er ekki yfir axlirnar eins og á þessum dæmigerðu íslensku lopapeysum.“ Tvær hugmyndir „Ég gerði fyrst stutta gráa jakkann. Þá var hugmyndin að gera lopapeysu sem gæti líka gengið sem jakki í vinnuna. Grænu peysuna gerði ég svo í vor. Ég sá þennan rosalega græna lit út í búð og þurfti að gera eitthvað úr honum og til varð þessi peysa.“ mamma ótrúleg, hún hefur prjón- að í tugi ára og er mjög fljót með eina peysu, hún er aðalprjónavélin og svo er ein vinkona hennar stundum með henni í þessu.“ Óskað eftir strákabindi í fótboltalitunum Anna María er ekki bara að prjóna jakkapeysur heldur má sjá á Facebook-síðu hennar prjóna- bindi, húfur og fleira sem hún hef- ur prjónað á eiginmann sinn og börn. „Ég hef hannað eina peysu á karlinn sem hefur vakið ágæta at- hygli og ég er líka alltaf að gera eitthvað á krakkana. Ég var til dæmis að prjóna bindi á strákana mína, annar þeirra sérpantaði bindi í fótboltalitunum sínum, svörtu og rauðu. Ég er alltaf með einhverjar hugmyndir á teikni- borðinu,“ segir Anna María. Hún hefur alla tíð haft gaman af því að gera eitthvað á sjálfa sig. „Ég hef líka aðeins verið í því að sauma, var í því að sauma kjóla á mig með ákveðnu mitti, ég er eitthvað Vefsíða Handverks og hönnunar er áhugaverð fyrir þá sem hafa áhuga á að fylgjast með því sem hug- myndaríkir og hagir Íslendingar eru að gera. Handverk og hönnun er sjálfseignarstofnun og er markmið hennar m.a. að stuðla að eflingu handverks, hönnunar og listiðnaðar og auka gæðavitund á þessu sviði og að vera sameiginlegur vett- vangur þeirra sem starfa að hand- verki, hönnun og listiðnaði. Á vefsíðunni er margt að sjá, þar er listamaður mánaðarins valinn og var listamaður septembermánaðar Rita Freyja Bach. Á síðunni eru fréttir af því sem er að gerast í heimi handverks og hönnunar, sýn- ingaryfirlit, upplýsingar um hvar hægt er að fara á námskeið og margt annað. Skemmtilegastur er þó gagnabankinn þar sem má sjá þá listamenn sem eru á skrá hjá fé- laginu og hvað þeir eru að gera. Þar er hægt að rekast á margt sniðugt. Dagana 28. október til 1. nóv- ember stendur Handverk og hönn- un fyrir stórri sýningu á íslensku handverki, listiðnaði og hönnun í Ráðhúsi Reykjavíkur. Hægt er að skoða kynningu á öllum þátttak- endum sýningarinnar, sextíu og einum, á vefsíðunni. Vefsíðan www.handverkoghonnun.is Morgunblaðið/Margrét Þóra Handverk Þetta myndarfólk mátti sjá á sýningu Handverks og hönnunar 2006. Hugmyndaríkir og hagir Louis James Young, Ojibway- frumbyggi frá Manitoba, mun halda fyrirlestur í Háskóla Íslands á vegum Félags þjóðfræðinga á Íslandi í dag kl. 17.30. Erindið fer fram í Gimli, stofu 102. Louis mun m.a. fjalla um fyrstu kynni Kristófers Kólumbusar af frum- byggjum, hvaðan hugtakið „indian“ kann að vera upprunið, hvaðan „and- inn“ kemur og hvert hann fer, auk þess að fjalla um samskipti okkar við Móður jörð. Í dag starfar Louis við The All Nations Traditional Healing Centre í Manitoba. Þar aðstoðar hann frum- byggja sem urðu fyrir ofbeldi í heima- vistarskólum sem voru reknir af kana- díska ríkinu og kaþólsku kirkjunni. Endilega … … farið á fyrirlestur frumbyggja Frumbyggjar Fyrirlestur um frumbyggja fer fram í Háskóla Íslands í dag. Það er mjög algengt að rekast á ítalska rétti sem eru sagðir vera að hætti veiðimannsins eða alla cacca- iatora en þar er yfirleitt um að ræða rétti sem eru eldaðir með krydd- jurtum í einhvern tíma. Hér er upp- skrift að kjúklingarétt í þessum dúr. 1 kjúklingur, skorinn í 10 bita 1 laukur, saxaður 3 hvítlauksgeirar, fínsaxaðir 1 lárviðarlauf Uppskriftin Kjúklingur að hætti veiði- mannsins

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.