Morgunblaðið - 14.10.2010, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 14.10.2010, Qupperneq 25
MINNINGAR 25 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. OKTÓBER 2010 Elsku Gísli frændi. Þegar ég heyrði fréttirnar af and- láti þínu þá setti mig hljóðan og margt fór í gegnum huga minn. Við höfum verið í miklu sambandi í gegnum árin og ég leitaði yfirleitt til þín þegar ég þurfti aðstoð við tölvu og aldrei var það vandamál frekar en annað sem ég leitaði til þín með. Hér á árum áður var ég stundum sendur sem kranamaður til að hífa í Eyjum. Þá gisti ég á hóteli og kom alltaf við í kaffi hjá ykkur. Mér er minnisstætt þegar ég kom í söluferð til Eyja og gisti hjá ykkur og við eld- uðum góðan mat saman og Jóhann Helgi var aðstoðarkokkur en hann er mikill áhugamaður um eldamennsku. Einu sinni kom ég til ykkar með einn ferskan og annan reyktan kalkún. Annar var eldaður í eldhúsinu niðri og hinn í eldhúsinu uppi og svo var slegið upp veislu. Fullt hús af fólki og hefðu getið verið fleiri því það var nóg eftir. Í huga mér er mikill söknuður. Ég, þú og Ómar ætluðum í veiðiferð í sumar en þar sem peyjarnir þínir höfðu týnt öllum veiðigræjunum þá ætlaðir þú að vera búinn að koma þér upp nýjum útbúnaði fyrir næsta sum- ar og þá skyldi fara í nokkrar veiði- ferðir, við frændurnir saman. Í vetur átti að fara í jeppaferð upp á jökul og ýmislegt fleira ætluðum við að bralla saman. Ferðirnar verða farnar en þín verður sárt saknað, elsku Gísli. Ég sendi Guðbjörgu, börnunum ykkar og systkinum þínum mínar dýpstu samúðarkveðjur og bið guð að veita ykkur styrk á þessum erfiða tíma. Hvíl í friði, elsku frændi. Þinn frændi og vinur, Jón. Í dag kveðjum við kæran systur- son, Gísla Theodór Ægisson, sem lést langt um aldur fram. Við minnumst Gísla í æsku sem uppátækjasams prakkara, skemmtilegs drengs sem alltaf var líf og kátína í kringum. Gísli var hnyttinn í svörum, stríðinn á sinn góða hátt. Það var alltaf gott að hitta Gísla í allskonar veislum. Hann var þá mættur með Guðbjörgu sinni og stóra barnahópnum sínum. Þetta eru allt Gullmolarnir hans Gísla sem hann var ávallt stoltur af. Allir ástvinir Gísla eiga um sárt að binda og biðjum við Guð að veita okkur styrk og blessun á þessum erfiðu sorgartímum. Þökkum við Guði fyrir þann tíma sem við öll fengum að hafa þennan góða dreng hjá okkur. Þetta var dýrmætur tími með góðum dreng. „Þótt ég sé látinn, harmið mig ekki með tárum, hugsið ekki um dauðann með harmi eða ótta. Ég er svo nærri, að hvert eitt tár ykkar snertir mig og kvelur, þótt látinn mig haldið. En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug, lyftist sál mín upp í mót til ljóssins. Ver- ið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gef- ur og ég, þótt látinn sé, tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu.“ (Kahlil Gibran) Hvíl í friði, kæri frændi. Megi ljósið lýsa þér hjá Guði. Rósa, Ásta, Magnea, Álfheiður, Jón og Anna Margrét. Erfitt er að sætta sig við það að þú sért dáinn og eina lausnin sem þú sást var að fara frá okkur. Elsku vinur. Þú fórst ekki auðveld- ustu leiðina í gegnum lífið, en ég vil muna hversu góður vinur þú varst þegar þú kenndir mér á tölvuna á sín- um tíma. Það lék allt í höndum þínum og mér eru minnisstæðir 2 lampar sem þú bjóst til úr ígulkerjum. Kæri vinur. Ég kveð þig með sökn- uði og þakka þér fyrir samfylgdina með þessum orðum. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynn- ast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Megi góður Guð styrkja Guð- björgu, börn, tengdadætur og barna- börn. Sigrún Steingrímsdóttir. ✝ Ólafur Pá Svav-arsson fæddist 2. júní 1925 í Hafn- arfirði. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja hinn 24. september 2010. Ólafur Pá ólst upp hjá móður sinni, Guðbjörgu Einarsdóttur, og ömmu sinni Guð- rúnu í Hafnarfirði fram yfir 10 ára aldur. Ólafur fer síðan í fóstur að Burstafelli í Vopnafirði, til hjónanna Jakobínu og Metúsal- ems er þar bjuggu. Á því heimili var þá líka afi Ólafs Pá og hefur það ekki síst átt þátt í að hann fór þangað. Á þessu heimili leið honum ákaflega vel og bar þeim hjónunum alltaf gott orð. Ólafur átti eina hálfsystur, sammæðra, Árnýju Svölu Krist- jánsdóttur Ólafur Pá kynntist danskri konu, Birgitt Shovsende, oftast nefnd Gitte, og giftu þau sig í Eyjum. Hann átti einn son með Gitte, Kjartan sem fæddur er 1. des. 1959, en fyrir átti Gitte einn son, Flemming, sem Ólafur gékk í föð- urstað. Ólafur og Gitte skildu síðar og hún flutti til Danmerkur með son þeirra og hitti Ólafur son sinn aldrei eftir það. Kjartan býr nú ásamt fjölskyldu sinni í Ges- ted í Danmörku. Voru þeir feðgar í nokkru bréfa- sambandi hin seinni ár, en hittust aldrei. Ólafur vann tvö sumur á barna- heimili í Skagafirði og síðan hjá kjötvinnslunni Goða í Reykjavík, en laust fyrir 1960 kemur hann til Vestmannaeyja og vann í mörg ár hjá Fiskiðjunni hf í Eyjum. Lengst af var hann yfirkokkur Matstofu Fiskiðjunnar og rækti það starf af natni og festu, eins og honum einum var lagið. Hann flyst svo á Hraunbúðir, dvalarheimili aldraðra í Vest- mannaeyjum, árið 1993 og bjó þar allt til dauðadags. Útför Ólafs Pá fór fram í kyrr- þey frá Landakirkju í Vest- mannaeyjum 9. október 2010. Ég man fyrst eftir Óla Pá þegar hann var kokkur í Fiskiðjunni. Hann bjó þá í Heiðardal, að Hásteinsvegi 2 í Eyjum, en það hús er skammt frá æskuheimili mínu, Grundarbrekku. Þessum hægláta manni, sem gekk hægum en þó ákveðnum skrefum til og frá vinnu, kynntist ég ekki þá en þeim mun betur kynntist ég honum á efri árum, þegar hann var orðinn heimilismaður á Hraunbúðum, dval- arheimili aldraðra í Vestmannaeyj- um. Óli Pá bjó í Heiðardal með danskri eiginkonu sinni og ungum syni. Þau skildu seinna og hún flutti til Dan- merkur með soninn og hafði Óli því lítil samskipti við son sinn eftir það. Það var honum erfitt. Seinna komst á bréfasamband milli þeirra feðga, en aldrei hittust þeir eftir að sonurinn fór til Danmerkur. Því miður. Óli Pá rak matstofu fyrir eigendur Fiskiðjunnar í Vestmannaeyjum í nokkur ár. Sagði hann mér síðar, að þeir hefðu verið sér góðir yfirmenn, þeir Ágúst Matthíasson, Þorsteinn Sigurðsson og Gísli Þorsteinsson og bar hann þeim öllum afar vel söguna og mat þá mikils. Ekki kann ég sögu Óla Pá til hlít- ar, því ég kynntist honum ekki fyrr en ég fór að vinna á Hraunbúðum 2001, en þá urðum við góðir vinir og skeggræddum oft um lífið og til- veruna. Heldur var hann fáorður um sitt líf – flíkaði lítt sinum tilfinning- um. Eftir að ég kynntist honum, kom hann mér fyrir sjónir sem maður sem vildi hafa mikla reglu á hlutun- um. Allt varð að vera í föstum skorð- um, ef út af brá, lét hann til sín heyra. Óli Pá var mikill sjálfstæðismaður, blár í gegn, og var kosningardagur- inn ávallt mikill hátíðisdagur hjá honum. Þá klæddi Óli sig upp í spari- fötin og fór á kjörstað til að kjósa „sinn flokk“. Við hér á Hraunbúðum kölluðum hann stundum meðhjálparann, því hann tók að sér að sjá um kapellu heimilisins. Sjá um að allt væri til reiðu þegar að helgistund kom, kert- in á altarinu ásamt öðru því sem þar átti að vera, altarið á nákvæmlega á réttum stað, ræðupúltið á sínum stað og stólunum raðað eins og best hent- aði. Þannig að allt væri nú tilbúið þegar presturinn kom. Allt átti sinn stað og sína stund. Út af því mátti alls ekki bregða. Óli sá líka um að moka snjó og halda hreinu í kringum Hraunbúðir og gerði það með miklum sóma. Fyrir allt þetta viljum við hér á Hraunbúðum þakka honum. Það verður skarð í hópnum, nú þegar vantar Óla Pá. Óli var mjög heilsuhraustur, þar til alveg undir það síðasta að hann fékk heilablóðfall, sem dró hann til dauða eftir tiltölulega stutta sjúkra- húslegu. Óli lést hinn 24. sept. sl., 85 ára að aldri, sáttur við allt og alla. Starfsfólk og heimilisfólk á Hraunbúðum saknar góðs vinar og kveður góðan mann með söknuði. Blessar minningu Ólaf Pá. Ég persónulega þakka Óla Pá samfylgdina og afskaplega góð kynni og bið góðan Guð að blessa minningu þessa mæta manns. Magnús Jónasson frá Grundarbrekku. Ólafur Pá Svavarsson Didda frænka … hvað segja þessi orð? Ekki mikið, því fyrir mér varstu svo miklu, miklu meira, þú varst sálufélagi minn, kenn- ari á lífsins leið og umfram allt besta vinkona sem hægt var að hugsa sér. Það voru 12 ár á milli okkar en ald- urinn skipti aldrei máli, við áttum svo einstaklega vel saman. „Þið eruð alltaf hlæjandi,“ sagði Linda dóttir Matthildur Ingólfsdóttir ✝ Matthildur Ing-ólfsdóttir (Didda) fæddist í Reykjavík 14. ágúst 1950. Hún lést á Landspít- alanum 16. september 2010. Útför Matthildar fór fram í kyrrþey. þín einhvern tíma, og þannig var það, við vorum alltaf hlæjandi þegar við hittumst. Minningarnar eru óteljandi þegar litið er til baka, ferðirnar í Ófeigsfjörð á hverju sumri, jólaferð til Wiesbaden, London, matarboðin, kaffi og Grand. Þú varst yndisleg manneskja og skilur eftir þig skarð sem aldrei verður fyllt. Ég hélt í hönd þína þegar þú skildir við og ég veit að þú tekur í mína þegar við sjáumst næst. Þú fórst frá okkur allt, allt of fljótt, mig vantar þig. Dóra. Fallin er frá heið- urskonan Rut Guð- mundsdóttir, sem við eigum svo margar hlýjar og fallegar minningar um. Við minnumst Rutar í leik, sérstak- lega árið sem við áttum saman í kvennalandsliðinu, þegar við urð- um Norðurlandameistarar í hand- knattleik. Þegar við lítum til baka þá var sérstaða okkar mikil. For- ysta HSÍ gerði okkur það kleift að vera saman alla leikdaga í Vals- heimilinu. Þar vorum við á töflu- æfingum hjá þjálfaranum, Pétri Bjarnasyni, og Boði kokkur sá um matseldina. Þessi hópur hefur hist árlega, þar lítum við yfir farinn veg og eigum góða stund saman. Þarna eru engin aldurstakmörk því að í dag erum við „stelpurnar“ sem áttum ógleymanlegan tíma í bolt- anum. Síðastliðið vor fengum við höfðinglegar móttökur þegar Rut og fjölskylda bauð okkur heim. Viljum við þakka fyrir frábæran dag. Nú hefur fækkað í hópnum. Í dag drúpum við sorgmæddar höfði en erum jafnframt fullar þakklætis fyrir að hafa kynnst svo frábærri konu. Rut Guðmundsdóttir ✝ Rut Guðmunds-dóttir fæddist í Reykjavík 8. febrúar 1940. Hún lést á líkn- ardeild Landspítalans 30. september 2010. Rut var jarðsungin frá Skálholti 9. októ- ber 2010. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öll- um, er fengu að kynn- ast þér. (Ingibjörg Sigurð- ardóttir) Landsliðskonur kveðja kæra vinkonu með söknuði og þakklæti. Vottum við Bjarna og fjöl- skyldu innilega samúð. Blessuð sé minnig Rutar Guðmundsdóttur. F.h. Norðurlandameistaranna í handknattleik 1964, Sigríður Sigurðardóttir. ✝ Þökkum af alhug alla þá samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför elskulegs eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og langafa, HEIÐMUNDAR SIGURMUNDSSONAR (Henni Heildsali), Skólavegi 2, Vestmannaeyjum. Sérstakar þakkir sendum við öllu því góða heilbrigðisstarfsfólki sem annaðist hann í veikindum hans. Guð blessi ykkur öll. Guðrún Jóhannsdóttir, Jóhann Óskar Heiðmundsson, Unnur Ósk Ármannsdóttir, Eyjólfur Heiðar Heiðmundsson, Gerður Garðarsdóttir, Sigrún Jónasína Heiðmundsdóttir, Tryggvi Kristinn Ólafsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts okkar ástkæru, BENTE STUCKE JENSEN. Ágúst Hálfdánsson, Jakob Ágústsson, Hálfdán Ágústsson, Hrafnhildur Hannesdóttir, Ýmir Hálfdánsson, Louis Jensen, Lis Stucke. ✝ Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, PÁLMAR ÞÓRARINN EYJÓLFSSON organisti, Skipagerði, Stokkseyri, sem andaðist miðvikudaginn 6. október, verður jarðsunginn frá Stokkseyrarkirkju laugardaginn 16. október kl. 14.00. Guðrún Loftsdóttir, Andrés Pálmarsson, Helga Pálmarsdóttir, Eyjólfur Pálmarsson, Svanhildur Karlsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.